Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.04.1986, Qupperneq 1
104SIÐUR B/C 87. tbl. 72. árg. Fækkun herja í Evrópu: Gorbachev með nýjar tillögnr Austur-Berlín. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnista- flokksins, hélt ræðu á þingi austur-þýska kommúnista- flokksins á föstudag og fordæmdi þá loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu. Hann hélt þó opnum dyr- um fyrir tillögur þær, er hann kynnti á þinginu daginn áður og varða fækkun hermanna og vopna í Mið-Evrópu. Vestrænir sendifulltrúar í Austur-Berlín sögðu tillögurnar innihaldslitlar. Gorbachev sagðist hafa á tak- teinum tillögur að samkomulagi stórveldanna um „raunhæfa" fækk- un hermanna f Evrópu og fækkun herflugvéla. Um leið og herdeildir yrðu lagðar niður yrðu vopn þeirra eyðilögð eða flutt til heimalands hersveitanna. Hann sagði tillögur sínar kveða á um fækkun venjulegs herafla og kjamorkuvopna. Gorbachev sagði að fylgjast mætti með, hvort samkomulag væri haldið, með því að koma á gagn- kvæmu eftirliti, en vestrænar heim- ildir herma að sovézkir samninga- menn í viðræðum um fækkun í heijum hemaðar- og vamarbanda- laganna í Mið-Evrópu hafi alltaf lagst gegn hugmyndum um gagn- kvæmt eftirlit. Gorbachev er sagður hafa gefið í skyn að hann vilji halda samninga- viðræðum áfram, en í vikunni var því haldið fram í yfirlýsingum frá Moskvu, að Bandaríkjamenn hefðu með loftárásunum á Líbýu stefnt sambúð austurs og vesturs, áfram- haldi viðræðna og þar með heims- friði í stórhættu. Gorbachev minntist ekki á fyrir- hugaða ferð Honeckers, forseta Austur-Þýskalands, til Vestur- Þýskalands síðar á þessu ári, en lagði áherslu á jafnraeði og fullveldi þýsku ríkjanna. Bandaríkin: Titan-eldflaug* sundraðist í sprengingu Vandenberg'-flugstöðinni, Kaliforníu. AP. TITAN 34D eldflaug sundraðist í sprengingu á föstudag um fimm sekúndum eftir að henni var skotið á ioft frá Vandenberg- flugstöðinni í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Onnur Titan-eldflaug sundraðist í ágústmánuði sl. Geysimikið eiturský myndaðist við sprenginguna á föstudag og urðu 58 manns að fá læknismeð- ferð á Vanderberg-spitalanum eftir óhappið vegna ertingar í húð og augum. Sérfræðingar segja, að þessi áföll, ásamt Challenger-slysinu fyrr á þessu árí, stofni áætlun hersins um njósnagervitungl í hættu. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 Prentsmiðja Morgrinblaðsins „Bandarískt morðsam- særi gegn Khadafy“ — segir næstæðsti valdamaður Líbýu — 37 biðu bana og 93 særðust í loftárásinni Trípolí, Aþenu. AP. NÆSTÆÐSTI valdamaður í Líbýu, Abdel-Salam Jalloud, sagði á blaðamannafundi á föstudag að bandarískir njósnar- ar hefðu það „blauða verkefni" með höndum að myrða Moammar Khadafy, Líbýuleiðtoga. Bettino Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur látið að því liggja að brugðist verði við með hemaðaraðgerðum geri Líbýu- menn frekar á hlut ítala. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagði á föstudag að ætlunin hefði aldrei verið að myrða Khad- afy, en ýmsir aðilar í stjóminni sögðu að vonir hefðu staðið til þess að árásin gæti af sér byltingu gegn Khadafy. Að sögn Jalloud létust þijátíu og sjö manns í árásinni og níutíu og þrír særðust. Hann sagði að árásin hefði mistekist vegna slæ- legrar þjálfunar bandarísku flug- mannanna. Um fjögur þúsund manns voru viðstaddir útför fóm- arlamba loftárásarinnar í mosku í Trípolí. Mannfjöldinn hrópaði: „Tortímum Ameríku“. Khadafy var ekki viðstaddur útförina. Jalloud sagði að Bandaríkja- menn hefðu fengið Bræðralag múhameðstrúarmanna, hreyfingu öfgamanna, sem starfar bæði fyrir opnum tjöldum og í laumi um öll arabaríkin, til að eitra fyrir Khadafy. Þegar það mistókst hafi loftárásin verið gerð. Jalloud sakaði Bandaríkjamenn loðnum orðum um að hafa ætlað að myrða Khadafy í árásinni: „Siðferðilega er Reagan búinn að vera og bandaríska þjóðin ætti að skammast sín fyrir það.“ Gríska lögreglan leysti upp blaðamannafund Ahmeds Sha- hatis, aðstoðarutanríkisráðherra Líbýu, skömmu eftir miðnætti á laugardag. Shahati neitaði á fundinum að nokkuð væri hæft í þeirri yfirlýsingu grísku stjórnar- innar að Líbýumenn hefðu farið þess á leit að Evrópubandalagið hefði milligöngu um að fínna málamiðlunarlausn á illsættinu milli Bandaríkjamanna og Líbýu- manna. Gríska utanríkisráðu- neytið lýsti yfir þessu eftir að Shahati hafði átt klukkustundar fund með Andreas Papandreou á föstudag. Breska stjómin hefur sakað Líbýumenn um að hafa átt aðild að morðunum á tveimur breskum gíslum í Líbanon á fimmtudags- kvöld. Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Breta, sagði að morðin á kennurunum væru enn eitt dæmi um „ríkisrekna hryðju- verkastarfsemi Líbýumanna". Skoðanakannanir sýna að meirihluti bresku þjóðarinnar styður hvorki árás Bandaríkja- manna á Líbýu né það að Margar- et Thatcher, forsætisráðherra, skuli hafa verið fylgjandi aðgerð- inni. Mikil mótmæli áttu að fara fram fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna í London og herstöð Bandaríkjamanna í Lakenheath á laugardag vegna árásarinnar. I gær handtók tyrkneska lög- reglan tvo Líbýumenn eftir yfir- heyrslur yfir tveimur löndum þeirra, sem handteknir voru á föstudag með fulla tösku af hand- sprengjum fyrir utan samkomu- stað bandarískra liðsforingja í Ankara. OPEC-fundurinn í Genf: Hverfandi líkur á samkomulagi Genf. Sviss. AP. VIÐRÆÐUR oliframleiðsluríkj- anna í OPEC sigldu aftur í strand í Genf i gær, og hafa vonir við- ræðuaðilanna um að samkomu- lag takist í bráð dvínað. Ætlunin hafði verið, að ráðherrar aðildarlandanna hittust á laugar- dagsmorgun, en fundinum var frestað þangað til síðdegis sama dag, að sögn James Audu, tals- manns OPEC. Audu sagði, að ákveðið hefði verið að fresta fundinum í því skyni að gefa tæknilegum ráðgjöfum svigrúm til að koma sér saman um tillögur um frekari aðlögun olíu- framleiðslunnar að eftirspurninni. Sérfræðingur um olíumálefni sagði, að olíuverð mundi fara niður fyrir 10 dollara á tunnuna, næðist ekkert samkomulag í þessari við- ræðulotu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.