Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 20.04.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 37. 4. DAGUR Óhappadagur Stór sœeðla bröltir f sandinum. 3: DAGUR Mörgæsir, tjaldur hegrar og eðlur . . . Enn var siglt í sex stundir, frá Tower til Bartolomei-eyju, sem er afar lítil eyja við strönd James-eyju, en aftur erum við komin suður fyrir miðbaug. Þama eru mörgæsir, Galapagos-mörgæsin, sem minnti mjög á geirfugl í landslagi sem minnti á Surtsey. Þarna vöktu einnig athygli tjaldar sem voru ótrúlega líkir þeim sem ísland byggja. Ekki má gleyma sæ- og hrauneðlum, ýmsum tegundum af kröbbum og fuglum. Eftir hádegi var farið í James-eyju, en það er stór eyja fast við Bartolomei-eyju. Það var markverðast að sjá sérkennileg hraun- mynstur eigi ósvipuð og finnast á Hawaii og einnig á Surtsey. Þama var heldur lítið dýralíf og gangan um eyna meira til heilsu- bótar. Hraunmyndanir á James-eyju ] Galapagos-mörgœsir Ófleygur skarfur — sjó má hvemig á þvf stendur. Nú var siglt næstum í hálfhring um stærstu eyjuna, Isabela-eyju, og siglt á smábát og gengið á land. Ýmislegt nýtt bar fyrir augu, ófleyga skarfategund, brúna pelíkanategund og nýjar og stærri tegundir sæeðla svo eitthvað sé nefnt. En dagur þessi reyndist óhappadagur, því síðdegis gaf á smábátinn þar sem Sigurgeir sat fremstur með allar myndavélar sínar fjórar uppi við og opnar, svo og flestar linsur sínar. Mynda- vélataskan tvífylltist af sjó og eftir sjógang- inn virkuðu ekki þijár vélar og linsumar þurfti auk þess að þrífa. „Hroðalegur dag- ur,“ segir Sigurgeir sem sat og hreinsaði vélamar með sveittan skalla um kvöldið. | DAGUR Landtaka á nýjum stað á James-eyju og ýmislegt nýtt bar fyrir augu, t.d. tjalda með unga, nátthegra, loðseli með kópa og rauðbrúnar og stórar sæeðlur. Síðdegis vom skoðuð fallegur gígur, gamlar saltnámur og Galapagos-emir. Var þá gengið um 12 kílómetra og myndavélatöskumar orðnar þyngri en nokkm sinni fyrr. „Svona, þú þarft ekld að vera hræddur vlð að vaða f pollinum," segir tjaldurinn, en sá stutti hikar. Þau eiga ekki samleið, eðlan og tjaldur- inn. Þeim virðist vera vel til vina, nátthegranum og krabbanum. Ekki beint Ijónstyggur, brúni pelikaninn, snurfusar sig þóttfólk só á næstu grösum. IZZI 7. DAGUR Tvær smáeyjar Asjöunda degi vom heimsóttar tvær litlar eyjar, Jervis- og Eden-eyjur. Þama vom flæmingjar, merkilegt nokk, og vom þeir markverðasta nýjungin sem þama bar fyrir augu. Þetta var annars rólegheitadagur og drjúgur hluti hans fór í ærslafullan leik við selina á Jervis. Hér lýkur þessum hluta ferðasögu Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara og er framhalds- ins að vænta á næstunni. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.