Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 1
Vandamál í hafbeit Engar reglur eru til um það hér á landi hvað haf- beitarstöðvamar megi vera þétt á ströndinni. Mikil ásókn er hins vegar í það hjá athafnamönnum í fi- skeldi að komast yfir hafbeitaraðstöðu í Faxaflóa og Breiðarfírði, þar sem skilyrði eru talin best til haf- beitar hér á landi, og er þegar farið að verða vart við vandamál vegna þess hvað stutt er á milli sumra stöðvanna. Dæmi um þetta eru fyrirhugaðar stöðvar á Vatnsleysuströndinni, á milli Pólarlax í Straumsvík og Vogalax í Vogum. B—16 ISOKNARHUG Fá fyrirtæki á íslandi eru nátengdari þróun tölvutækninnar en Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. SKÝRR er að mörgu leyti óvenjulegt fyrirtæki, þegar haft er í huga hveijir eru eigendur þess. Ríkið á helming og Reykjavíkurborg helming. Þó er þetta ekki opinbert fyrirtæki í eiginlegum skilningi heldur sjálfstætt þjónustufyrir- tæki. Hjá SKÝRR starfa nú um 120 manns og bjóða upp á þjónustu í flestu því sem snýr að tölvunotkun. B—10 VIDSKlPn AIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. APRIL1986 BLAÐ B Ríkisfjármál Haltínn fjármagnaður með skulda- bréfakaupum banka og sparisjóða * Landsbanki og Utvegsbanki bæti lausafjárstöðuna, en taki ekki þátt í kaupunum STEFNT ER að því, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að fjár- magna fyrirsjáanlegan 1.500 milljón króna rekstrarhaUa ríkissjóðs á þessu ári annars vegar með skuldabréfakaupum viðskiptabankanna og sparisjóða og hins vegar með lánum frá Seðlabanka. I endurskoð- un Þjóðhagsstofnunar á efnahagshorfum er reiknað með að halU á ríkissjóði verði a.m.k. 1.500 milljónir eða 1% af landsframleiðslu. Með því að fara umrædda leið í fjármögnun haUans er taUð að hægt sé að draga úr þensluáhrifum sem hann annars kynnu að verða og um leið komið í veg fyrir að vextir hækki. Nú standa yfir viðræður á milli Seðlabankans og viðskiptabank- anna og sparisjóða um kaup þeirra á skuldabréfum ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir að þeir kaupi skuldabréf fyrir 850 milljónir króna á síðustu þremur ársflórðungum þessa árs, þar af sparisjóðir fyrir 235 milljónir króna. Þó eru Landsbankinn og Utvegsbankinn undanskildir, en lausafjárstaða þeirra er slæm. Þeim er hins vegar ætlað að bæta stöðuna gagnvart Seðlabanka á þessu ári um samtals 673 milljónir króna. Með því eykst svigrúm Seðlabanka til þess að veita ríkinu lán eða yfir- drátt. Skuldabréfín verða til fimm ára og vextir á þeim 2%-stigum hærri en á útlánum, þ.e. ef til dæmis verðtryggðir vextir eru 5% bera bréfin 7% vexti. Þá verður borin saman ávöxtun á bréfunum við óverðtryggð kjör og ef þau reynast betri verða þau valin. Þessi skulda- Bifreiðir Innflutn- ingur eykst Bifreiðainnflutningur var mun meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma i fyrra. AIls voru fluttar inn 2.277 bifreiðir á móti 1471 janúar/mars árið 1985. Mest var flutt inn af fólksbifreið- um, 2018 og er það 901 bifreið fleiri en sömu mánuði á síðasta ári. Um 56% nýrra fólksbifreiða koma frá Japan og vekur athygli að hve hlutur bandarískra og breskra framleiðenda er lítill. Fimm nýjar fólksbifreiðir frá Bandaríkjunum og sex frá Bretlandi. bréfakaup eru fær vegna bættrar lausafjárstöðu viðskiptabanka og sparisjóða, þegar frá eru taldir Landsbanki og Utvegsbanki. Ekki verður heimilt að framseija bréfin nema til Seðlabanka. Eftir 1986 er stofnunum þó heimilt að selja þau sín á milli. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er búist við að fullt samkomulag takist á milli Seðlabanka og banka og spari- sjóða, en kaupin skerða mjög lítið getu þeirra til útlána. Þessi leið er talin mun vænlegri en að afla §ár utan bankakerfisins, t.d. með útgáfu ríkisskuldabréfa á almennum markaði, sem hefði haft í för með sér harðnandi samkeppni um sparifé iandsmanna og því lík- legra að raunvextir hefðu hækkað fremur en lækkað, eins og Þjóð- hagsstofnun bendir á. Þess má einnig geta í þessu sambandi að Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, hefur lýst því yfír að vextir á ríkisskuldabréfum verði lækkaðir. En vextir á þeim ráða mjög miklu um vexti hér á landi. í riti Þjóð- hagsstofnunar, Ágrip úr þjóðar- búskapnum, segir að innlend láns- íjáröflun ríkissjóðs á þessu ári sé áætluð 3.500 milljónir króna, en erlend króna. lán nemi 3.300 milljónum Davíð Bjömsson hjá Kaupþingi hf. sagðist í gær búast við því að ef vextir á ríkisskuldabréfum lækki þá lækki ávöxtunarkrafa á verð- bréfum einnig. Hann benti hins á að fjárstreymi frá lífeyris- lum til húsnæðiskerfisins gæti komið í veg fyrir að ávöxtunar- krafan lækki. Lífeyrissjóðimir eru stórir kaupendur verðbréfa og jafn- framt því sem þeir minnka kaupin, „auk þess að ef fé sjóðanna rennur til húsnæðiskerfisins en ekki beint til atvinnulífsins þá hlýtur framboð af skuldabréfum af fyrirtækja hálfu að aukast því þau fá ekki peninga annars staðar". Þetta leiðir til viss ójafnvægis er hamlar gegn lækkun BREYTINGAR VERÐLAGS, LAUNAog GENGIS1984-86 Heimild: ÞJÓÐHAGSSTOFNUN 1984 1885 SPÁ 1986 /. FRAMFÆRSLUVÍSITALA % % % Meðalhækkun frá fyrra ári 29 32>/2 2OV2 Frá upphafi til loka árs 22 34 8V2 2. BYGGINGARVÍSITALA Meðalhækkun frá fyrra ári 22 32 23 Frá upphafi til loka árs 20 35 11 3. LÁNSKJARA VÍSITALA Meðalhækkun frá fyrra ári 33V* 30’/2 23 Frá upphafi til loka árs 19 35’/2 10V2 4. KAUPTAXTAR Meðalhækkun frá fyrra ári 19'/z 32’/z 20V2 Fráupphafitil lokaárs 26 29 14 5. A TVINNUTEKJUR á mann Meðalhækkun frá fyrra ári 28 40 25’/2 6. KAUPMÁTTURATVINNUTEKNAimann Meðalbreyting frá fyrra ári -1 5’/2 4'fr 7. MEÐAL VERÐ ERLENDS GJALDEYRIS Meðalhækkun frá fyrra ári 16’/a 28 16 Frá upphafi til loka árs 26 21'/2 4 ávöxtunarkröfu, getur jafnvel hækkað hana. Ávöxtunarkrafa á verðbréfum er 13-17% og ræðst af tegund bréfs og því trausti sem skuldari hefur. Matarlist ’86 Sýning Hótel- og veitinga- skólans — íLaugardals- höll NEMENDAFÉLAG Hótels- og veitingaskóla íslands hefur á undanförnum sex mánuðum unnið að undirbúningi mikillar matvælasýningar, sem haldin verður 9. til 18. maí næstkomandi í Laugardagshöllinni. Um 40 fyrirtæki taka þátt í sýningunni, einnig koma eríendir matargerð- armeistarar og sýna list sina og nemendur verða einnig með sér- staka kynningu. Sigurður Garðarsson og Janus J. Ólafsson, fjármálastjóri sýning- arinnar, sögðu að undirtektir fyrir- tækja hefðu verið mjög góðar og eina vandamálið að koma öllum sýningarbásum þeirra fyrirtækja er eiga framleiðslu á sýningunni fyrir. Þá hafa matvælafyrirtæki stutt við bakið á nemendum með því að leggja þeim til hráefni. Eins og áður segir koma erlendir matreiðslumeistarar á sýninguna og eru þeir frá Kóreu, Frakklandi og Kína auk kökuskreytingarmeist- ara frá Danmörku. Þá sýnir einnig Klúbbur matreiðslumeistara undir forustu Hilmars B. Jónssonar. Á sýningunni verða matvæli, hráefni og tæki til matargerðar. Framkvæmdastjóri sýningarinn- ar er Hermann Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.