Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 14
y?r $r 14 B soor Ticia a ^o-qTTO/i/TTTTl/MI^ ^lnnfWTWm\l’Nr»3nW nra>, rgmiíwmi MORGUNBLAÐIÐ, VOSFOPHAIVINNUljF FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 ! i 4 ! i i ? í í ! •i v r TÖLVUR Samnorrænir tölvustaðlar eftirHelg-a Jónsson og Jóhannes Þorsteinsson INSTA (Inter-Nordic Stand- ardization) heita samtök staðla- stofnana á Norðurlöndum. Hlutverk samtakanna var í upphafi einkum það að tryggja að upplýsingar um stöðlunarverkefni hvers lands bær- ust til hinna Norðurlandanna en einnig að leita samstöðu í afstöðu til staðlafrumvarpa á aiþjóðavett- vangi. Samtökin hafa náð góðum árangri á þessu ætlunarverki sínu og hafa Norðurlönd miklu meiri áhrif á alþjóðavettvangi heldur en samanlagður íbúafjöldi landanna gæti bent til. Á seinni árum hefur INSTA einnig unnið að gerð sam- norrænna staðla (INSTA-staðla) og eru þeir fyrstu að koma út um þessar mundir. Samtökin hafa engan sjálfstæð- an Qárhag heldur greiðir hver staðlastofnun eigin kostnað við samvinnuna en einnig sækir INSTA fé í samnorræna sjóði til einstakra stöðlunarverkefna. Yfirbygging samtakanna er lítil, t.d. hafa sam- tökin engar höfuðstöðvar heldur færist ritaraembætti þeirra á milli stofnana landanna. Árið 1985 sótti INSTA um ijár- veitingu frá norrænu ráðherra- nefndinni, til samræmingar og kynningarstarfa á eftirtölvum svið- um innan tölvutækni: — Tölvusamskipti (Datakommunikation) — Viðskiptaspjöld (Transaktionskort) — Millifærsla á bankagögnum (Bankdatautbyte) — Millifærsla á viðskiptagögnum (Handelsdatautbyte) Umsóknin var gerð í tengslum við greinargerð norrænu ráðherra- nefndarinnar um tölvutækni á Norðurlöndum en sú greinargerð er lögð til grundvallar þróunarverk- efnis á þessu sviði. Norræna ráðherranefndin varð við ósk INSTA en setti það skilyrði að INSTA-starfíð takmarkaðist við tölvusamskipti til að byija með. Gert er ráð fyrir að INSTA taki sfðan fyrir önnur ofangreind svið, verði árangur af þessu starfi nú góður. INSTA-C9 er deild sem annast margvísleg svið, þ. á m. upplýsingatækni. Rit- araembætti hennar er í Svíþjóð. Nefndina skipa tveir fulltrúar frá hveiju Norðurlandanna. Störf INSTA-C9 Síðastliðið haust var haldinn fyrsti fundur sem fjallaði sérstak- lega um fyrmefnt verkefni. Fundur- inn var haldinn á Iðntæknistofnun hér á landi. Þar komu fram skil- greiningar á verkefninu. Þar er lagt til grundvallar svokallað OSI-líkan (Open Systems Interconnection reference model) og alþjóðlegir staðlar, ISO (Alþjóða staðlastofn- unin) og CCITT, sem tengjast þessu sviði. Tilgangur verkefnisins er m.a. að: — hafa áhrif á alþjóðastaðla þannig að tillit sé tekið til norrænna þarfa. — birta niðurstöður alþjóðlegra staðlavinnunefnda. útbreiða kunnáttu og þekkingu á stöðlum. — stuðia að notkun staðla í at- vinnulífi. Eins og hér kemur fram er til- gangurinn alls ekki sá að semja sémorræna staðla í tölvusamskipt- um heldur að hafa áhrif á 'gerð alþjóðastaðla út frá hugmyndum um sérþarfir landanna. Reiknað er með að síðan verði samþykkt að þessir alþjóðastaðlar gildi í löndun- um hveiju um sig. Varla þarf að fjölyrða um hagkvæmni þessa atrið- is í öllum viðskiptasamningum. INSTA-C9 fundur í Stokkhólmi Þann 11. mars síðastliðinn tóku undirritaðir þátt í fundarstörfum nefndarinnar. Fundurinn var hald- inn í aðalstöðvum SIS (Sænska staðlastofnunin) í Stokkhólmi. Mun nú verða gerð stutt grein fyrir nokkmm atriðum sem komu fram á fundinum, sérstaklega þó tæknilegum. Lagðar voru fram vinnureglur sem gilda eiga um staðlagerð. Einnig var lagt fram yfirlit yfir starfsemi sem er nú þegar hafin við staðla sem tengjast verkefninu. HJ vakti athygli fundarmanna á sérstöðu Islendinga vegna íslenskra stafa og áhuga hérlendis á 8 bita tölvukóda sem er sennilega þekkt- astur hérlendis undir heitin „ECMA kódi“ (ECMA er Samtök tölvufram- leiðenda í Evrópu). Þessi tölvukódi verður bráðlega (sennilega í ágúst á þessu ári) að alþjóðlegum staðli og mun þá bera auðkennið ISO 8859. Þá nefndi HJ ákvörðun ís- lenskrar „8 bita nefndar" sem á sínum tíma ákvað að vinna ekki að sérþjóðlegum staðli hvað varðar 8 bita tölvukóda, heldur bíða og sjá hvað gerðist í þessum málum á alþjóðavettvangi. Einnig kvað HJ almennan áhuga vera á íslandi á að fylgja alþjóðlegum stöðlum á tölvusviði en auðvitað væri fyrir hendi þörf hjá okkur á sérþjóðlegum stöðlum á afmörkuðum sviðum. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að tveir fulltrúar frá hveiju landi starfi í nefndinni. Nefndin sér um greiðslu ferðakostnaðar. Hins vegar bentum við á sérstöðu okkar hvað samskipti við nefndina varðar, vegna landfræðilegrar fjarlægðar okkar. HJ vakti því athygli á möguleika á notkun tölvuþings (Computer Conference System) til samskipta. Var þetta strax tekið fyrir og var ákveðið að koma slíkum samskiptum á. Gengið var frá þessu daginn eftir og verðum við í beinu tölvusambandi við aðra nefndar- menn þegar íslenska tölvunetið tengist erlendum tölvunetum. Tölvuráðstefnan verður við Reikni- stofnun Stokkhólmsháskóla, en þar er töivuþing sem ber nafnið COM. Boð kom fram á þessum fundi um þátttöku fulltrúa frá íslandi í staðlanefndum á vegum CEN (Staðlanefnd Evrópu) og CEN- ELEC (Staðlanefnd Evrópu á raf- tæknisviði). Nánar tiltekið í þeim nefndum sem eru ekki fullskipaðar Pening-amarkaðurinn GENGIS- SKRANING Nr. 76. - 23. apríl 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KL09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,900 41,020 41,720 SLpuod 62,201 62383 61,063 Kan.dollari 29^79 29,465 29,931 Döaskkr. 5,0527 5,0675 4,7919 Norskkr. 53575 53747 5,7335 Ssnskkr. 5,7862 5,8032 5,6735 FLmark 8,2269 83510 7,9931 Fr.franki 5,8487 53659 53420 Belg. franki 0,9136 0,9162 03654 Sr.franki 223670 223323 213730 HolLgyliini 163319 163804 15,6838 y-þ.mark 18,6651 18,7199 173497 IL líra 0,02722 0,02730 0,02579 Austurr. sch. 2,6594 2,6672 2,5449 Port escudo 03792 03800 03660 Sp.peseti 03935 03943 03788 (ap.yen 034408 034479 033346 Irsktpund 56,618 56,784 54,032 SDR(SérsL 47,9670 48,1077 473795 INNLÁN S VEXTIR: Sparisjóðsbækur Landsbankinn................ 9,00% Útvegsbankinn................ 8,00% Búnaðarbankinn..... ......... 8,50% Iðnaðarbankinn.............. 8,00% Verzlunarbankinn.... ...... 8,50% Samvinnubankinn............. 8,00% Alþýðubankinn................ 8,50% Sparisjóðir.................. 8,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 10,00% Búnaðarbankinn...... ...... 9,00% Iðnaðarbankinn.... 8,50% Landsbankinn................ 10,00% Samvinnubankinn...... ....... 8,50% Sparisjóðir.................. 9,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 12,50% Búnaðarbankinn...... ...... 9,50% Iðnaðarbankinn.............. 10,50% Samvinnubankinn............. 10,00% Sparisjóðir................. 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Verzlunarbankinn............ 12,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 14,00% Landsbankinn................ 11,00% Útvegsbankinn............... 12,60% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 1,00% Búnaðarbankinn...... ........ 1,00% lönaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn...... .......... 1,00% Samvinnubankinn.............. 1,00% Sparisjóðir.................. 1,00% Útvegsbankinn........._.... 1,00% Verzlunarbankinn.........:.. 1,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 3,00% Búnaöarbankinn............... 2,50% Iðnaðarbankinn...... ........ 3,00% Landsbankinn................. 3,50% Samvinnubankinn.............. 2,50% Sparisjóðir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn............. 3,00% með 18 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn...... ....... 7,50% með 24 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn.............. 8,00% Að loknum binditima 18 mánaða og 24 mánaða verðtryggðra reikninga Samvinnubankans er innstæða laus tvisvar á árí eins og á 6 mánaða reikn- ingum. Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýðubankinn - ávísanareikningar........... 6,00% - hlaupareikningar......... 3,00% Búnaðarbankinn....... ..... 2,50% Iðnaðarbankinn...... ......... 3,00% Landsbankinn....... ....... 4,00% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóðir................... 3,00% Útvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn ’ ).......... 3,00% Eigendur ávisanareikninga i Verzlun- arbankanum geta samið um ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum og af henni eru reiknaðir almennir spari- sjóðsvextir auk uppbótar. Stjörnureikningar: Alþýöubankinn1)........... 8-9,00% Alþýðubankinn býður þrjár tegundir Stjömureikninga og eru allir verð- tryggðir. í fyrsta lagi eru reikningar fyrir ungmenni yngri en 16 ára, með 8% vöxtum. Reikningurinn er bundinn þar til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. I öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða — lifeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp- sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og veröbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Þá eru þriggja Stjörnureikningar með 9% vöxtum. Hver innborgun er bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Afmælisreikningur Landsbankinn............... 7,25% Afmælisreikningur Landsbankans er bundinn í 15 mánuði og ber 7,25% vexti og er verðtryggður. Innstæða er laus í tvo mánuði eftir að binditíma lýk- ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn til31.desember1986. Safnlán - heimilislán - IB-lán - plúslán með 3ja til 5 mánaða bindingu Alþýðubankinn................ 10-13% Iðnaðarbankinn...... ........ 8,50% Landsbankinn................ 10,00% Sparisjóðir................... 9,00% Samvinnubankinn....... ..... 8,00% Útvegsbankinn.................9,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Alþýðubankinn................ 13,00% Iðnaðarbankinn...... ........ 9,00% Landsbankinn................ 11,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................. 7,50% Búnaðarbankinn....... ..... 6,50% Iðnaðarbankinn...... ......... 7,00% Landsbankinn................. 6,50% Samvinnubankinn...... ........ 7,50% Sparisjóðir................... 6,75% Útvegsbankinn................. 7,00% Verzlunarbankinn......... .... 7,00% Sterlingspund Alþýðubankinn................ 11,50% Búnaðarbankinn............... 10,50% Iðnaðarbankinn............... 11,00% Landsbankinn................. 11,50% Samvinnubankinn.............. 11,50% Sparisjóðir.................. 10,50% Útvegsbankinn................ 11,50% Verzlunarbankinn............. 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn................. 4,00% Búnaðarbankinn....... ..... 3,50% Iðnaðarbankinn............... 4,00% Landsbankinn........ ...... 3,50% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóðir................... 3,50% Útvegsbankinn................. 3,50% Verzlunarbankinn.............. 3,50% Danskar krónur Alþýðubankinn................. 8,00% Búnaðarbankinn....... ..... 7,00% Iðnaöarbankinn...... ........ 8,00% Landsbankinn................. 7,00% Samvinnubankinn.............. 7,50% Sparisjóðir................... 7,00% Útvegsbankinn................ 7,00% Verzlunarbankinn.............. 7,00% ÚTLÁN S VEXTIR: Almennirvíxlar(forvextir).. 15,25% Skuldabréf, almenn................ 15,50% Afurða- og rekstrarlán í íslenskum krónum........... 15,00% í bandaríkjadollurum.......... 8,25% í sterlingspundum........... 111,5% í vestur-þýskum mörkum..... 6,00% iSDR......................... 8,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísrtölu f allt að 2*/2 ár................ 4% Ienguren2’/2ár................... 5% Vanskilavextir.................. 27% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. '84 .... 20,00% Skýringar við sérboð innlánsstofnana Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru 13,0% — ávöxtun hækkar eftir þvi sem inn- stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við ávöxtun á sex mánaða verötryggðum reikning- um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri. Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól. Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út- borgaðri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó ekki af vöxtum liðins árs. Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning- ur. Borin er saman ávöxtun á óverðtryggðum reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn- stæða hefur verið hreyfð, reiknast almennir sparisjóösvextir á reikninginn. Vextir eru færð- ir einu sinni á ári á höfuðstól, en verðbætur bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán- aða reikninga ervalin. Búnaðarbankinn: Gullbók ber 13,0% vexti á ári — ávöxtun fer hækkandi eftir því sem innstæða er lengur óhreyfð. Geröur er saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og ef hún er betri er hún valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð- stól. Ef tekið er út af reikningnum er reiknað 0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn- um vöxtum. Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning- ur til 18 mánaða. Hverju innleggi er hægt að segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir eru lausir til útborgunar í 6 mánuði. Nafn- vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og Met- bókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari en ávöxtun 6 mánaða reikninga. Verzlunarbankinn: Kaskóreikningur. Þá ársfjórðunga (jan.—mars o.s.frv.) sem inn- stæða er óhreyfð eða einungis ein úttekt (eftir að lausir vextir hafa veríð teknir út) fylgja vextir þeim sparifjárreikningum bankans sem hæsta ávöxtun gefa. Af úttekinni fjárhæð reiknast almennir sparisjóðsvextir. Innstæða á Kaskóreikningi, sem stofnaður er í síðasta lagi á öðrum degi ársfjórðungs og stendur óhreyfð út ársfjórðunginn nýtur Kaskókjara með sama hætti og innstæða á Kaskóreikningi sem til hefur verið heilan ársfjórðung og fær hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda i innleggsmánuði. Stofninnlegg siðar á ársfjórð- ungi fær hæstu ávöxtun i lok þess næsta á eftir sé reikningurinn í samræmi við reglur um Kaskókjör. Ef fleiri en ein úttekt er á ársfjórð- ungi, eftir að lausir vextir hafa verið teknir út, fær reikningurinn almenna sparísjóðsvexti. Vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs hafi reikningurinn notið Kaskókjara. Vextir eru ávallt lausir og úttekt vaxta skerðir aldrei Kaskókjör. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir því sem innstæöa er lengur óhreyfð reiknast hærri vextir. Eftir tvo mánuði 12% vextir, eftir þrjá mánuði 13% o.s.frv. uns innstæða hefur veríð óhreyfð í 6 mánuöi þá reiknast 18% vextir. Áunnar vaxtahækkanir reiknast alltaf frá þvi að lagt var inn. Vaxtafærsla á höfuð- stól ereinu sinniáári. Alþýðubankinn: Sérbók ber allt að 16% vexti en vextir hækka eftir því sem innstæða er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér- staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum sinnum á ári. Þá er einnig gerður samanburður á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Sparisjóðir: Trompreikningar eru verð- tryggöir og bera auk þess grunnvexti 6 mán- aða verðtryggðra reikninga. Vextir eru færðir á höfuðstól fjórum sinnum á ári. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innstæða hefur verið óhreyfð i þrjá mánuði eða lengur, en annars almenna sparisjóðsbókarvexti. Sparisjóður vélstjóra er einnig með Sparibók, sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir 15,5%. Ávöxtun er borin saman við ávöxtun á sex mánaða verðtryggöum reikningum og sú hagstæðari valin. Þá bjóða Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, og Sparisjóðir Kópavogs, Hafnarfjarðar, Sparisjóður Mýrar- sýslu og Sparisjóðurinn í Keflavík svokaliaða toppbók. Þetta er bundinn reikningur i 18 mánuði og er þá laus í einn mánuð, þá binst innistæðan á ný og er laus til útborgunar í einn mánuð á sex mánaða fresti. Vextir eru 14.50% og eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Ávöxtun Toppbókar er borin saman við ávöxtun sex mánaða verðtryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur og ber 3% vexti. Óverð tryggð Bónuskjör eru 10,5% á ári. Mánaöar- lega eru borin saman verðtryggð og óverð- tryggð bónuskjör og ávöxtun miðuð við þau kjör sem eru hærri á hverjum tíma. Hreyfðar innstæður bera sérstaka vexti. Vextir eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Líf eyrissj óðslán: Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er lánið visitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstimi er allt að 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iögjöld til sjóðsins i tvö ár og tvo mánuði, miðað við fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuðir frá því umsókn berst sjóðnum. Ufeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú, eftir 3ja ára aðild að lífeyr- issjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvem árs- fjórðung umfram 3 ár bætast við lánið 18.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náð 5 ára aðild að sjóðnum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóðs- aðild bætast við höfuðstól leyfilegar lánsupp- hæðar 9.000 krónur á hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára sjóðsaðild er lánsupphæðin orðin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast við 4.500 krónur fyrir hvern ársfjórðung sem líður. Þvi er í raun ekkert hámarkslán í sjóðn- um. Höfuðstóll lánsins er tryggður með láns- kjaravisitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár að vali lántakanda. Þá lánar sjóðurinn með skilyrðum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt tii sjóðsins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir april 1986 er 1425 stig en var 1428 stig fyrir mars 1986. Lækkun milii mánaðanna er 0,2%. Miðað er við vísi- töluna 100 íjúní 1979. Byggingavísitala fyrir april til júní 1986 er 265 stig og er þá miðað við 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteignaviðskipt- um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. óverötr. verðtr. Verðtrygg. Höfuöstóls færsl. Óbundiðfé kjör kjör tímabil vaxta é ári Landsbanki, Kjörbók: 1) ?—13,0 3.5 3mán. 2 Útvegsbanki, Ábót: 8-12,4 1,0 1 mán. 1 Búnaðarb., Gullbók 1) ?—13,0 1,0 3mán. 2 Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,0 3,0 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1 Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4 Sparisjóðir.Trompreikn: 12,5 3,0 1 mán. 2 Bundiðfé: Búnaðarb., Metbók: 14,50 3,5 6mán. 2 Iðnaðarbanki, Bónus: 10,5 3,0 1 mán. 2 Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 0,75% hjá Búnaöaörbanka og 0,7% í Landsbanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.