Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, vmaapn/javiNNuijr FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 B 15 i fulltrúm frá hinum Norðurlöndun- um. Ferðakostnaður er greiddur af viðkomandi nefnd. Af gögnum sem dreift var á fundinum má ráða að möguleiki er fyrir okkur að taka sæti í nefnd sem fjallar um stafróf, m.a. notkun ISO 8859. Við eigum að nota þetta tækifæri, en taka þarf ákvörðun strax svo hægt sé að fylgja þessu boði eftir. Hér hefur aðeins verið gerð grein fyrir nokkrum atnðum sem fram komu á fundinum. Almennt um fram- kvæmd verkefnisins Þetta verkefni er óhemju viða- mikið og skiptir því miklu máli að vinnubyrðin deilist á löndin öll. Eins og fram hefur komið mun sænska staðlastofnunin hafa á hendi sam- ræmingu aðgerða. Síðan verður deilt niður á löndin að fylgjast með starfi í ISO, IEC, CEN, CENELEC, CCITT, CEPT (skammstafanir — sjá skýringar í lok greinar) o.s.frv. Til þess að tryggja að upplýsingar berist örugglega á milli landa verð- ur notast við tölvuþing. Það á einnig að tryggja að fundarefni á fundum erlendis verði skýrt skilgreind og stuðla þannig að markvissum vinnubrögðum. Framkvæmd verk- efnisins hérlendis Skilyrði fyrir þátttöku í starfmu er að stofnaðar verði landsnefndir í hverju landi um sig. Hér yrði því að stofna nefnd sem kalla má Tölvu- tækninefnd. Hún væri skipuð full- trúum frá helstu hagsmunaaðilum á þessu sviði. Vegna stöðlunarstarf- semi í CCITT auk þess sem hlutverk símayfírvalda er verulegt á þessu sviði er nauðsynlegt að Póstur og sími eigi fulltrúa í nefndinni. Einnig þurfa að sitja í henni fulltrúar notenda, framleiðenda, seljenda og rannsóknarstofnana á sviði tölvu- tækni. Eðlilegt má telja að nefndin heyri undir staðladeild Iðntækni- stofnunar íslands (ITÍ). Þessi nefnd þarf að vera skipuð sérfræðingum á sviðinu og þarf að geta tekið ábyrgar ákvarðanir í málum sem upp kunna að koma, lagt línur um hvað skuli leggja áherslu á og hvað skipti minna máli. Til verkefnisins þarf að ráða starfsmann sem sér um að ákvörð- urium nefndarinnar verði fylgt eftir. Við gerum það að tillögu okkar að starfsmaðurinn hafi starfsaðstöðu hjá raftæknideild Iðntæknistofnun- ar en teljist starfsmaður staðla- deildar. Fjármögnun Norræna ráðherranefndin mun veita nokkru fé til verkefnifeins í heild. Þessu fé verður síðan deilt milli landanna. Það sem kemur í okkar hlut mun duga til þess að borga laun manns í hlutastarfi og kostnað vegna almennrar skrif- stofuaðstöðu. Eins mun ráðherra- nefndin veita fé til greiðslu kostnað- ar við tölvuþingið og ferðakostnað tveggja manna á fundi hjá INSTA- C9-nefnd. En þetta fé dugir ekki eitt sér til greiðslu kostnaðar vegna þessa verkefnis. Fjármögnun innanlands er því nauðsynleg. Um þessa fjár- mögnun verður að leita til helstu hagsmunaaðila hér á landi en einnig er þess vænst að hið opinbera leggi þó nokkurt fé af mörkum. Lokaorð Hér verður að hafa snör handtök og stofna Tölvutækninefnd. Verk á þessu sviði verður ekki unnið á ódýrari hátt en unnt er að gera í samvinnu við frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum. Aukaaf- urð af starfinu er reynsla í alþjóð- legu _ stöðlunarstarfi, reynsla sem fáir Islendingar hafa. Þessi reynsla mun væntanlega reynast dijúg við aðra stöðlunarstarfsemi á sviði tölvutækni en sú starfsemi er nauð- synleg ef þróa á iðnað á þessu sviði á Islandi. Helgi Jónsson er deildnrstjóri vinnsludeildar Reiknistofu Há- skóla íslands ogJóhannes Þor- steinsson deildarstjóri staðladeild- ar Iðntæknistofnunar. Nokkrar skammstafanir: CCITT — The Intemational Tele- graph and Telephone Consultative Committee. CEN — European Committee for Standardization (Staðlanefnd Evrópu). CENELEC — European Committee for Electrotechnical Standardizat- ion (Staðlanefnd Evrópu á raf- tæknisviði). CEPT — European Conference of Postal and Telecommunication Adm. ECMA — European Computer Manufacturers Association (Sam- tök tölvuframleiðenda í Evrópu). IEC — Intemational Electrotec- hnical Commission (Alþjóðanefnd raftæknisviðs). INSTA — Inter Nordic Standardiz- ation (Samtök um samnorræna stöðlun). IS — Intemational Standard (al- þjóða staðall). ISO — International Organization for Standardization (Alþjóða staðla- stofnunin). OSI — Open Systems Interconnec- ton referenee model (Viðmiðunar- líkan um samtengingu tölvukerfa). SIS — Swedish Standards Institut- ion (Sænska staðlastofnunin). SKIPAVIÐGERÐIR Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til námskeiðs um undirbúning og framkvæmd skipaviðgerða og STÝRT VIÐHALD 5.-7. maí nk. að Hverfis- götu 105, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað þeim aðilum í smiðjum, sem taka á móti og skipuleggja viðgerðarverk, vélstjór- um og/eða þeim, sem hafa umsjón með viðhaldi skipa hjá útgerðum. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um; verklýsingar, áætlanagerðir, matá tilboðum og val á viðgerðarverkstæði, undirbúning fyrir framkvæmd viðgerða, uppgjör og síðast en ekki síst hvernig staðið er að stýrðu viðhaldi, sem nú ryður sér til rúms. í þessari yfirferð fá þátttak- endur gott yfirlit yfir það sem nýjast er í þessum efntim og geta betur áttað sig á eigin stöðu og því sem taka þarf á til að ná betri árangri í viðgerð- um skipa — bæði frá sjónarhóli útgerðar/skipafé- laga og smiðja. Þátttökugjald er kr. 7.500,- (matur, kaffi og nám- skeiðsgögn innifalin). Þátttöku ber að tilkynna í síma 91 -621755 eigi síðaren 30. apríl. /TITI PKLAC MÁLMlÐNRBARFYRffilTEW L*f--* Hv»rfl»fl6lu105-101 R«yk)«vlk ..B1-621755 BRÁÐFALLEG Marks: Good industrial design RAFEINDARITVÉL MED LETURKRÓNU Gabriele 9009 fékk hina eftirsóttu umsögn „Good Industrial Design" fyrir frábæra hönnun. Gabriele 9009 er nýr mælikvarði fyrir ritvélar. SÉRSTAKLEGA GOTT ÍSLENSKT LETUR. Leiöréttingaminni 2 línur. Ritvél á skrifstofuna Einkaritvél fyrir atvinnumanninn Heimilisritvél Verðkr. 32.S00.- Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Viðskipti í erlendum gjaldeyri GENGISÁHÆTTA 0G SKULDASTÝRING Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið sem ætlaö er stjórnendum fyrirtækja og stofnana og öðrum þeim er taka ákvarðanir um viðskipti í erlendum gjaldeyri. Markmið þess er að auka þekkingu og hæfni við ákvarðanatöku í fjármálastjórn. Efni: — Grundvallaratriði í skuldastýringu og markmið varðandi gengisáhættu. —Áhætta vegna gengisbreytinga á erlendum markaöi og tiltækar leiðir til að verjast þeim. — Greining á áhættuþáttum í fjárhags- og rekstrarstöðu fyrirtækja. — Kostnaöarsamanburður á lánasamningum. — Áhætta vegna gengisbreytingar krónunnar og leiðir til að verjast gengistapi. — Samanburður á vöxtum á innlendum og erlendum markaði, skammtíma- og langtímalán. — Dæmi um gjaldeyrisstýringu (slenskra fyrirtækja. Leiðbeinendur: Dr. Siguröur B. Stefánsson hagfræöingur hjá Kaupþingi hf. Tryggvi Pálsson frann- kvæmdastjóri fjármálasviös Landsbanka islands Dr. Sigurður B. Tryggvi Pálsson Stefánsson Timi: 5.-6. mal, kl. 9.00-13.00. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.