Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, vmsam/fliviNNUiíF FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Fyrirtæki SKYKR ísóknarhug FÁ fyrirtæki á íslandi eru ná- tengdari þróun tölvutækninnar en Skýrsluvélar ríkisins og Reylyavíkurborgar og þegar þess er gætt að óvíða eru hraðari breytingar en innan tölvutækn- innar, þá segir það sig sjálft að stjórnandi fyrirtækis á borð við SKÝRR má hafa sig allan við að fylgjast með þróuninni. Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, hefur þann háttinn á að gegna dósentstöðu i hlutastarfi á rafreiknisviði við viðskipta- deild Háskóla íslands og hann fullyrðir að miskunnarlaust að- hald nemendanna sé besta að- ferðin til að knýja menn til að halda sér við. Jón Þór hefur kennt á rafreiknisviðinu nú í röskan áratug og reynsla hans er sú að hann þarf að endurskoða um 40% námsefnisins á hverju ári, sem er eins góður mæli- kvarði á það og hver annar hversu örar breytingamar innan tölvutækninnar eru. A eigin fótum SKÝRR eins og Skýrsluvélar ríkis- ins og Reykjavíkurborgar eru oftast nefndar, er á margan hátt óvenju- legt fyrirtæki, þegar þess er gætt hverjir eigendumir eru. Hvor aðili um sig, ríkið og borgin, á um 50% í fyrirtækinu en það er ekki opinbert fyrirtæki í eiginlegum skilningi heldur sjálfstætt þjónustufyrirtæki við þessi tvö miklu skrifstofuveldi og selur þeim og öðrum utanaðkom- andi aðilum þjónustu sína, svo að það nýtur engra framlaga frá hvor- ugum eigandanum. Hjá fyrirtækinu starfa nú tæplega 120 manns og þama er boðið upp á þjónustu í flestu því sem að tölvunotkun snýr. „Það hefur orðið mikil og hröð þróun á þessu tímabili sem liðið er síðan ég kom hingað, því að þá var enn sjá háttur hafður hér á að menn komu hingað með spjalda- kassana, létu keyra þá út, eins og það var kallað og fengu síðan lista," segir dr. Jón Þór Þórhallsson í viðtali við Morgunblaðið. „Nú er hins vegar vöxturinn mestur í teng- ingum í gegnum sívinnslunetið okkar en við rekum hér stærsta netið af þessu tagi hérlendis og það teygir sig út um allt land. Við það eru tengd t.d. öll sýslumannsem- bætti, allar skattstofúr og bæjar- fógetaskrifstofur á landinu, en einnig bifreiðaeftirlitsmenn á all- mörgum stöðum auk aðila hér í borginni. Hér eru iðulega miklar annir og ef við tökum sem dæmi sendingar sem við tökum á móti, þá eru þær um 2 milljónir í hveijum mánuði. Langoftast eru tengslin um netið af því tagi að notandinn situr við vinnustöð sína einhversstaðar hér utan dyra en sækir hingað upplýsingar í skrár sem við geym- um, eða skráir upplýsingar í sömu skrár. En við erum líka með vinnslu af gamla taginu, því að hér má segja að bæði ríki og borg og fyrir- tæki þeirra prenti aílar tilkynning- ar, reikninga, nótur, launaseðla og ávísanir, sem þessir aðilar senda frá sér.“ Innan símanetsins rekur SKÝRR einnig eina tölvupóstkerfíð hér á landi, sem ber nafnið „Boðberinn" að því er Jón Þór segir. „Allir þeir sem tengdir eru við netið — en þeir eru nú um 6—700 talsins — geta sent boð sín á milli með þessum hætti. Við hér hjá SKÝRR notum þetta mikið og mörg embætti sýslu- manna úti á landi senda boð sín á milli á þennan hátt. Þetta er bæði ódýr og fljótleg leið til allra helstu samskipta manna og stofnana á milli," segir Jón Þór ennfremur. í takt við tímann Dr. Jón Þór Þórhallsson hefur setið við stjómvölinn hjá SKÝRR í rétt tæpan áratug. Hann er eðlis- fræðingur að mennt en komst fyrst í kast við tölvutæknina meðan hann var við nám í Þýskalandi um miðjan sjöunda áratuginn og tölvumar voru enn í bemsku. Hann sökkti sér enn frekar niður í tölvutæknina þegar hann fluttist til Kanada árið 1967 til að stunda þar framhaids- rannsóknir og endaði sem forstöðu- maður tölvudeildarinnar við háskól- ann þar sem hann starfaði — eftir að hafa kennt þar einnig tölvunar- fræði og gagnavinnslu. Hann kom heim árið 1974 og tók þá að starfa hér við Háskóla Islands sem fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans. Jón Þór réðst hins vegar sem forstjóri SKÝRR árið 1977 og hefur því stýrt fyrirtækinu í gegn- um allt að því byltingakennda breytingatíma í tölvunotkun innan atvinnulífsins, þar sem SKÝRR hefúr hvergi látið sitt eftir liggja heldur vaxið og dafnað. Og fyrir- tækinu er greinilega ætlað eflast enn í framtíðinni. SKÝRR hefur nýverið verið endurskipulagt, nýj- um starfssviðum verið bætt við og þau sem fyrir eru efld og skilgreind á ný. í kjölfarið er svo SKÝRR orðið markaðssinnaðra en áður og tekið að leita fyrir sér um ný verkefni og að nýjum viðskiptum. Hvers vegna? „Jú, við höfum talið ástæðu til að koma því á framfæri í ríkari mæli en áður hvað hér sé til innan dyra — hvaða upplýsingar það eru sem hér er að finna og mætti nota, og eins hvaða tölvukerfum við höfum yfir að ráða, því að allir vita að það getur verið verulegt hagræði af því þegar margir slá sér saman t.d. um sama hugbúnaðinn," svarar Jón Þór. „Endurskipulagningin sem fram fór innan fyrirtækisins tók gildi 2. apríl á síðasta ári og hún fól það í sér að einkum var lögð áhersla á þijú atriði. I fyrsta lagi var ákveðið að sinna markaðsmál- um fyrirtækisins mun betur en áður hefur verið gert. I öðru lagi var ákveðið að taka upp rekstrarráð- gjöf, sem felur í sér að SKÝRR tekur að sér úttektir á stofnunum og fyrirtækjum, m.a. með tilliti til Morgunbladið/Bjarni HIÐ ALLRA HELGASTA — Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reylq'avíkurborgar, er hér í hjarta fyrirtækisins — tölvusalnum sem geymir allar helstu upplýsingaskrár þjóðarinnar. tölvuvæðingar og þá metið hvort hennar er þörf eða ekki. Af háifu SÝRR hefur m.a. verið gerð slík úttekt hjá embættum sýslumanna og á bifreiðaeftirlitinu. I þriðja lagi hefur svo verið lögð áhersla á að efla fræðslumálin, bæði gagnvart notendum okkar og að kenna starfsmönnum hins opinbera á einkatölvur. Okkur var falið í fyrra að annast framkvæmd þeirrar kennslu og við höfðum þá þann háttinn á að bjóða út öll þau tölvun- ámskeið, sem við sáum að tölvu- skólamir sem héma starfa, höfðu á námskrá sinni og kennum sjálf einungis það sem tölvuskólamir bjóða ekki upp á. Einnig hefur SKÝRR á boðstólum hugbúnað á einmenningstölvur, sem valinn hef- ur verið í samráði við einmennings- tölvunefnd ríkisins." SKÝRR starfar nú á fimm svið- um, þ.e. á rekstrarráðgjafar- og hugbúnaðarsviði, enda segir Jón Þór að SKÝRR reki stærsta hug- búnaðarfyrirtæki á íslandi um þess- ar mundir, þá á rekstrarsviði, sem sér almennt um alja vinnslu og rekstur á vélum SKÝRR, á tækni- sviði sem sér um tæknimálin, á notendaráðgjafarsviði, sem annast fræðslu- og markaðsmál, og á stjómunarsviði, sem annast skrif- stofuhaldið, íjármál og annað er því tengist. „Starfsemi fyrirtækis- ins byggist á því að við seljum okkar þjónustu," segir Jón Þór. “ Hér gildir ákveðin gjaldskrá yfír þá þjónustu sem við innum af hendi og þannig öflum við okkur tekna, því að SKÝRR nýtur ekki neinna framlaga frá ríki eða borg heldur er ætlað að sjá sér sjálfum fyrir fjármunum til rekstursins. Éggeri ráð fyrir því að veltan hjá SKYRR í ár verði í kringum 250 milijónir króna.“ Upplýsingabanki Það felst að nokkru leyti í eðli starfsemi SKÝRR að stofnunin er um leið stærsti upplýsingabanki landsins og það má greinilega heyra á dr. Jóni Þór Þórhallssyni að hann sér fólgna vemlega möguleika fyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtæk- isins á því sviði. „Við geymum hér innan veggja hjá okkur helstu lykil- skrár þjóðfélagsins, svo sem þjóð- skrána, bifreiðaskrána, fasteigna- skrána og skipaskrána og það má til sanns vegar færa að þetta séu þeir upplýsingabankar sem við þurfum helst á að halda í daglegum störf okkar. Æ fleiri hafa áhuga á því að fá aðgang að þessum skrám og í dag eru t.d. öil tryggingarfélög- in tengd okkar vegna þess að þau þurfa að komast í bifrteiðaskrána. Við teljum okkar sjá fram á að vaxandi áhugi verði fyrir þessum skrám og fleiri skrám, og við höfum áhuga á efla þennan þátt í starf- seminni — til að mynda er í undir- búningi að setja hér upp lagasafnið á þennan hátt og reglugerðir sem því tengjast, svo að menn hafí þá á einum stað allt sem máli skiptir í þessu efni. En það er rétt að taka fram varðandi skrámar að SKÝRR eru þar aðeins varðveisluaðili, því að það er t.d. Hagstofa íslands sem á upplýsingamar í þjóðskránni og til hennar verður að sækja um leyfi til að fá aðgang að henni," segir Jón. „En allt er þetta til marks um að upplýsingaöldin er runnin upp,“ segir Jón Þór. „Upplýsingar hafa alltaf legið tiltölulega á lausu hér á landi. Upplýsingatæknin hefur engu breytt um það. Hún hefur hins vegar auðveldað aðganginn að upplýsingunum. Á velflestum skrif- stofum í dag eru minni tölvur eða einmenningstölvur. Að fengnu ieyfi eigenda upplýsinganna má með þessum tölvum sækja upplýsingar í tölvur SKÝRR til frekari úrvinnslu á staðnum. Dæmi um slíkt væri útdráttur úr bókhaldsupplýsingum, sem nota ætti síðan til að gera með töflureikni í einmenningstölvu. SKÝRR hafa undanfarið lagt áherslu á að byggja brú milli eigin tölva og annarra tölva hjá viðskipta- mönnum sínum, þannig að tölvurn- ar geti skipst á upplýsingum og búið þannig í haginn fyrir upplýsinga- þjóðfélagið.. Tölvur Batnandi afkoma Apple APPLE Computer-fyrirtækið er nú að endurheimta fyrri vel- gengni sína. Fyrir tæpu ári rak forstjóri félagsins, John Sculey, meðstjórnanda sinn, Steven Jobs, fyrirvaralaust úr starfi og skýrði jafnframt frá því að í fyrsta sinn hefi verið tap á rekstri Apple á nýliðnum ársfjórðungi. Nú segja talsmenn Apple að vegna þess að salan á öðrum fjórðungi yfir- standandi reikningsárs hafi orð- ið þrefalt meiri en reiknað hafði verið með muni hagnaðurinn á fyrri helmingi reikningsársins 1986 verða sem svarar rúmlega 80 milljónum dollara (rúml. 830 millj. kr.), sem er nærri þriðjungi meira en hagnaðurinn allt árið 1985. Þessi góði árangur náðist ekki átakalaust. í fyrra sagði Scully upp um Qórðungi alls starfsfólks og endurskipulagði reksturinn frá grunni. Nú starfa ekki deildir Apple eins og sjálfstæð fyrirtæki, hver fyrir sig. Markaðssetning, rann- sóknir og þróun, framleiðsla og fjár- málastjóm lúta nú einni yfírstjóm sem einbeitir sér að þremur helztu mörkuðum Apple: skólum, neytend- um og fyrirtækjum. Og John Scull- ey leggur ekki lengur áherzlu á beina samkeppni við IBM á sviði einkatölva, heldur á að reyna að einbeita sér að aukabúnaði sem ekki er jafn mikill gaumur gefínn hjá IBM. Sculley telur Apple standa IBM framar á tveimur sviðum: Apple bjóði betri teikniskjái og tengibúnað sem auðvelt er fyrir byijendur að nota. Hefur þetta tvennt gert Apple kleift að ná góðri stöðu á mörkuðum sem IBM nær ekki til eins og með skólatölvum og tölvum til nota við fjölmiðlun. En markaðurinn er mestur fyrir viðskiptatölvur, og þar hefur Apple ekki náð árangri til þessa. Sculley vonast til að geta hagnýtt sér þann mikla árangur sem IBM hefur náð í tölvuvæðingu fyrir- tækja. Segir hann að hingað til hafí töluvæðing í skrifstofurekstri aðallega miðað að því að safna upplýsingum saman og gera þær aðgengilegar. Reiknar hann með að sú mikla fjölgun sem orðið hefur á upplýsingabönkum muni leiða til aukinnar eftirspumar eftir tölvum hjá þeim sem vilja' nýta sér þessar upplýsingar — hjá aðilum sem vilja nota eigin tölvur til að kynna sér og nýta upplýsingar sem aðrir hafa aflað. Á því sviði telur Scully að Apple geti haslað sér völl. Til að geta hannað þann nýja tækjabúnað sem með þarf til að sinna nýjum mörkuðum vill Scully stórauka framlög til rannsókna og þróunar. Á árinu 1985 varði Apple 72,5 milljónum dollara til þessara mála, og vill Scully að sú upphæð verði tvöfölduð fyrir yfírstandandi ár. Og á næsta 12 mánaða tímabili hefur hann heitið því að Apple sendi frá sér fleiri nýjungar en fyrirtækið hefur hannað frá stofnun þess. (Heimildir: The Ekronomist)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.