Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNIJDAGUR27. APRÍL1986 Þýska knattspyrnustjarnan sem orðinn er landsliðsþjálfari Islands Sigi Held slóraði ekki á leið sinni frá Dort- mund til Stuttgart á laugardaginn var. Hann hafði lagt af stað um níuleytið um morguninn og ekið greitt — var um þijár klukkustundir að fara þessa 450 kílómetra leið, svipaða vegalengd og á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann sagðist hinsvegar vera alveg ókunnugur í Stuttgart og því hafí það tekið hann tæpa klukkustund að fínna Hotel Am Schlossgarten þar sem blaðamaður Morgunblaðsins beið eftir honum. Þegar hann svo loks fann hótelið ók hann niður í niðurgrafna bílageymslu þess, sem er gríðarstór, og á að minnsta kosti þremur hæðum undir nærliggjandi götum. Held var síðan svo „heppinn" að næsta útgönguleið við bílastæðið hans var lyfta hótelsins. Hann fór upp þrjár hæðir og stóð skyndilega í anddyri hótelsins. „Nú finn ég bílinn aldrei aftur," sagði hann hlæjandi, „það er nefnilega ekki hægt að taka lyftuna sömu leið niður.“ Sigi Held var í Stuttgart í tvíþættum tilgangi. Fyrst og fremst var hann kominn til þess að sjá Asgeir Sigurvinsson leika með liði sínu í þýsku deildarkeppninni, og ræða lítillega við hann eftir leikinn. Tímann fram að leiknum og á meðan á leiknum stóð ætlaði hann að nýta í að tala við fyrsta íslenska blaðamanninn sem hann hafði hitt. Morgunblaðið/GA Sigi Held í kalsaveðri á Heckar-leikvanginum í Stuttgart á laugardaginn var. Áuðugfur Held er samt vanur blaðamönn- um — það var auðfundið. Hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann var orðinn landskunnur knattspymu- maður í Þýskalandi og á bestu knattspymuárum sfnum — frá 1966 til 1972 var hann eitt af stóru nöfnunum í heimsknattspymunni. Hann er vanur því að tjá sig við fjölmiðla og vanur því að þeir fjalli um hann. Við ákváðum að fínna okkur kaffíhús í nágrenninu og ræðast þar við í um eina og hálfa klukkustund áður en við færum á leikinn. „Ég á góða §ölskyldu,“ sagði hann þegar ég spurði um heimilis- hagi. „Konan mín heitir Christine og við eigum tvö böm, átján ára strák sem heitir Axel og níu ára dóttur sem heitir Jana. Þau ætla öll að fara með mér til íslands um miðjan maí og hlakka mikið til að búa þar í sumar." „Eg á afar erfítt með að lýsa atvinnu minni," sagði hann svo. „Hluti af tíma mínum fer í að kenna knattspymu á knattspymuskólum fyrir unga drengi og einnig leik ég knattspymu annað slagið með gömlum félögum minum. Og svo hef ég nóg að gera í sambandi við íbúðir sem ég á og leigi út. Það þarf heilmikið að snúast í kringum þær.“ Sigi Held varðist frekari spumingum um atvinnu sína og hógværðin sem einkenndi allt hans fas kom upp á yfirborðið. Eftir öðrum leiðum veit ég að íbúðir hans má telja í tugum, jafnvel hundruð- um, og að hann er auðugur maður. Hann var hálaunaður atvinnumaður í 18 ár og fór vel með fé sitt. Undanfarin þrjú ár hefur Held ekki haft fasta atvinnu aðra en að „lifa af eignum sínum", ef svo má að orði komast. Hann mun heldur ekki hafa gert verulegar kaupkröfur á hendur KSÍ fyrir landsliðsþjálfara- störfín. Langur ferill „Ég er fæddur og uppalinn í smábæ mitt á milli Frankfurt og Niimberg og þar fór ég strax að leika knattspymu. Árið 1963, þegar ég var tvítugur, varð ég atvinnu- maður. Þá fór ég að leika með Kickers Offenbach," sagði Held. „Tveimur árum síðar var ég seldur til Borussia Dortmund og þar var ég í sex ár, líklega mín bestu ár sem knattspymumaður, frá 1965 til 1971. Á þessum tíma vorum við nokkrir landsliðsmenn í Dortmund, liðið var meðal þeirra allra bestu í Þýskalandi og Evrópu — meðal annars urðum við Evrópumeistarar bikarhafa 1966, unnum þá Liver- pool í úrslitaleik í Glasgow. Ég fór síðan aftur til Offenbach og var þar frá ’71 til ’76, þá til Dortmund á ný ’77 til ’79, og endaði knatt- spymuferil minn hjá Uerdingen ’79 til 1981. Þá var ég orðinn 38 ára garnall." Held var miðheiji og vinstri út- heiji lengst af ferils síns, en lék einnig sem miðjumaður. „Ég held að þegar ég var 35 ára hafí ég verið búinn að leika allar stöður á vellinum nema sem markvörður," sagði hann hlæjandi. í frábæru landsliði Á árunum 1966 til 1973 lék Held 41 landsleik fyrir Vestur- Þýskaland. Hann tók þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum, 1966 í Englandi og 1970 í Mexíkó. Þá var hann í vestur-þýska liðinu sem varð Evrópumeistari 1972. „Jú, það er mikil reynsla að taka þátt i Heims- meistarakeppni. Sérstaklega fannst mér mikið til þess koma að leika í keppninni í Englandi, en þá var ég að byija landsliðsferil minn. Úrslita- leikurinn var alveg stórkostlegur leikur, en honum töpuðum við sem kunnugt er 4:2 og markið sem réði úrslitum leiksins, þriðja mark Eng- lendinga, var aldrei neitt mark. Það hefur mikið verið skrifað og rætt um það, en ég er sannfærður um að boltinn fór aldrei innfyrir línuna. Geoff Hurst átti skot í slá og niður, þaðan hrökk boltinn út, en hann fór aldrei í markið. Það var sárt að tapa úrslitaleik i Heimsmeistara- keppni á svona marki, en samt vorum við mjög ánægðir með annað sætið — það var betri árangur en við áttum von á.“ Vestur-þýska landsliðið náði einnig ágætum árangri í Mexíkó 1970, lenti í þriðja sæti eftir að hafa í.apað ævintýralegum undan- úrslitaleik við Ítalíu. Eftir venjuleg- an leiktíma í þeim leik var staðan jöfn, 1:1, en í framlengingunni voru skoruð fímm mörk, og þau hefðu getað orðið 20, slík voru marktæki- færin. ítalir sigruðu 4:3. Held lék með Þjóðveijum í þessum leik eins og öðrum í keppninni. Uppúr 1970 fór síðan að myndast í Þýskalandi eitt af allra sterkustu knattspyrnulandsliðum sögunnar. Kjamann í því liði mynduðu leik- menn eins og Franz Beckenbauer, Gerd Muller, Gunther Netzer, Sepp Maier, Wolfgang Owrath, Paul Breitner — og Sigi Held. Þetta lið var ósigrandi árum saman og 1972 vann það Evrópukeppni landsliða með fáheyrðum yfírburðum. Held lék meðal annars í frægum leik gegn Englendingum á Wembley þegar Þjóðveijar léku sér að enska landsliðinu og unnu 3:1. í úrslitaleik keppninnar í Belgíu þegar þýska liðið vann Sovétmenn léttilega 3:0 var Held hinsvegar fjarri góðu gamni, — hann var þá að leika mikilvægan fallbaráttuleik með Offenbach og fékk sig ekki lausan. Sami liðskjami myndaði síðan sig- urlið á HM 1974 en þá var Sigi Held kominn yfír þrítugt og dottinn úr liðinu. Allir þekktu hann Þegar við höfðum lokið spjalli okkar á kaffíhúsinu og Held kallaði á þjóninn svo við gætum borgað fyrir kaffíbollana tvo uppgötvaði ég hvaða stöðu hann hefur í Þýska- landi. Þjónninn tók nefnilega ekki í mál að hann greiddi fyrir sig — sagði að það væri heiður að fá hann á staðinn og hann væri velkominn hvenær sem væri þegar hann ætti leið um Stuttgart. Og þegar við komum að leikvellinum, vorum bún- ir að leggja Mercedes-sportbílnum hans skammt frá vellinum, sá ég að hver einasti vallargestur þekkti hann. Ungir sem gamlir knatt- spymuáhugamenn sem voru á leið frá bflastæðum að Neckar-vellinum í Stuttgart þekktu andlit Sigi Held og fóm ekki leynt með það. Þeir hnipptu hver í annan, bentu og hvísluðu: „Þama er Sigi Held.“ Vallarstarfsmenn gerðu líka allt sem Sigi Held bað þá um, opnuðu fyrir hann iæst hlið og fundu fyrir okkur sæti á besta stað á vellinum. Og á meðan á leik Stuttgart og Dortmund stóð var otöðugur straumur drengja, og reyndar einn- ig harðfullorðinna manna, til hans í stúkunni áð biðja um eiginhand- aráritun. Og blaðamenn þýsku biað- anna komu einir þrír til hans að fá álit hans á leiknum, og spyija liann frétta. Þetta kom mér mjög á óvart. Eg vissi að vísu að þessi nýi landsliðs- þjálfari okkar var gamall landsliðs- maður, en að hann nyti enn slíkrar aðdáunar hafði ekki hvarflað að mér. En e.t.v. hefði það ekki átt að koma á óvart. Hann var ein skærasta stjama þýskrar knatt- spymu á mesta gullaldartímabili hennar, eldfljótur og leikinn sóknar- maður, sem heillaði áhorfendur hvarvetna. Þjóðverjar sakna þess- ara tíma — þegar þeir áttu besta landslið í heimi — oggömlu hetjum- ar njóta enn virðingar. Þekktastur þessara leikmanna var að sjálf- sögðu Beckenbauer, núverandi þjálfari vestur-þýska landsliðsins, og góður vinur Held. „Mjög margir þessara félaga minna í landsliðinu," sagði Held í bflnum á leiðinni á völlinn, „eru í störfum sem á ein- hvem hátt tengjast knattspymunni. Netzer er hjá Hamburg, Uli Hoe- ness hjá Munchen, og nokkrir fást við þjálfun, eins og ég. En flestir vinna reyndar við sölustörf hjá Adidas og Puma. Owerath og Uwe Seeler em t.d. báðir hjá Adidas. En ég held að við getum allir sagst hafa það mjög gott núna.“ „Þurfti að fara“ Ferill Sigi Held sem knattspymu- þjálfara hefur ekki beinlínis verið dans á rósum. Eftir að hann hætti sjálfur að leika knattspymu tók hann við framkvæmdastjórastöð- unni hjá Shalke 04, sem er gamal- frægt lið og nýtur mikils stuðnings áhorfenda, en hefur gengið illa knattspyrnulega séð í mörg ár. Sigi ; Held var hjá liðinu í eitt og hálft ár , áður en hann „þurfti að hætta“, ’ eins og hann orðaði það — var i rekinn. Liðið féll þá í aðra deild. í Skömmu síðar, eða eftir áramótin 1 1984, tók hann við liði sem barðist í bökkum í annarri deild — en allt kom fyrir ekki, liðið féll og var skömmu síðar gert að áhugamanna- liði. Sigi Held var í þijá mánuði við stjómvölinn. Síðan 1983 hefur hann ekki komið nálægt þjálfun. En hvað kom til að hann sótti um landsliðs- þjálfarastöðuna á íslandi? „Ég hef trú á að þetta sé spenn- andi og skemmtilegt starf," sagði hann. „Ég talaði fyrst við KSI í desember í fyrra og við vorum í stöðugu sambandi eftir það. Ég kom til íslands eftir áramótin, og í febrúar var gengið frá samningn- um. Mér lýst vel á íslendinga og vona að ég geti náð árangri með landsliðið. Ég vona að það verði áfram erfitt fyrir öll lið að vinna okkur." Sigurvinsson væri í þýska landsliðinu Við vorum búnir að koma okkur fyrir á vellinum og horfðum á Ás- geir Sigurvinsson sýna listir sínar í leik gegn Dortmund, gamla liðinu hans Sigi Held. Ég spurði hvort hann væri að horfa á eitthvað sér- stakt í leik Ásgeirs. „Nei, alls ekki", svaraði Held. „Ég hef oft séð Ásgeir leika og þekki alveg stfl hans. Ég er hér meira formsins vegna. Það er sjálfsögð kurteisi að nýr lands- liðsþjálfari leggi það á sig að horfa sérstaklega á þá leikmenn sem eiga heima í landsliðinu og að ræða við þá sem fulltrúi KSI. Eg hef ferðast nokkuð um Evrópu að undanfömu, búinn að fara til Belgíu að skoða Margeirsson og Guðjohnsen. Eð- valdsson og Guðmundsson hjá Uerdingen hef ég líka haft samband við, og sömuleiðis Grétarsson, Torfason og Þorbjömsson í Sviss. Og svo sá ég auðvitað nokkra þeirra leikmanna sem spila á íslandi þegar við fómm til Kuwait og Bahrain/ sagði Held. „Sumir eru rnjög góðir," sagði Held þegar liann var spurður um hvemig honum litist á mannskap- inn. „Sigurvinsson er auðvitað frá- bær leikmaður og væri örugglega í vestur-þýska landsliðinu ef hann væri gjaldgengur. Enginn annar Ieikmaður hér hefur hæfileikann til að gefa þessar löngu sendingar, sem skipta svo miklu máli í leiknum. Sá eini sem kemst nærri honum hvað það varðar er Herget hjá Uerdingen, en hann spilar sem aftasti vamarmaður og er ekki nærri því eins fljótur og snöggur og Sigurvinsson. Mér þótti l?ka Sævar Jónsson góður vamarmaður. En gallinn er cá að flestir atvinnu- mennimir fslensku em miðvallar- leikmenn eða sóknarmenn, og því verð ég að leita að vamarmönnum á íslandi. Það er viss ókostur að vamarmennimir hafí ekki sömu leikreynslu og sóknarmennimir." Sigi Held bætti við að hann ætti reyndar mjög erfítt með að tjá sig um einstaka leikmenn og um ís- lenska knattspymu vegna þess að hann þekkti ekki nógu vel til. „En mér sýnist svona í fljótu bragði að helsti galli íslenska landsliðsins sé reynsluleysi. Leikmennimir fá ekki tækifæri til að öðlast reynslu í stór- leikjum. Slíkt fæst náttúmlega ekki nema í atvinnumennsku og ég held að lykillinn að aukinni velgengni landsliðsins sé að fleiri leikmenn spili erlendis og öðlist reynslu." Og sér hann fram á að einhver þeirra ungu landsliðsmanna sem hann var með í Bahrain og Kuwait eigi eftir að fara í atvinnumennsku? „Já, það er ekki ólíklegt," sagði Held. „Gallinn er sá að atvinnu- mannaliðin em sífellt að leita að sóknarmönnum, og eftirspum eftir vamarmönnum er langtum minni. En ég held t.d. að Jónsson eigi heima í atvinnumennsku og Áskels- son gæti líka gert það gott, svo ég nefni einhveija. En ég verð að taka fram að ég þekki í rauninni svo lítið til að ég get ekki sagt til um þetta með neinni vissu.“ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.