Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 8

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1986 KRISTÓFER KÓLUMBUS — sex þátta mynda flokkur um ævi sæfarans mikla hefst í sjónvarpinu í kvöld Við erum farin að venjast þessari tegund mynda- flokka svolítið: ítalska sjónvarpið stendur að baki framleiðslunni, í þeim leikur fjöld- inn allur af heimsfrægum leikurum og efniviðurinn er sóttur í stór- merka atburði úr mannkynssög- unni. Myndaflokkamir um Marco Polo, Jesú frá Nasaret og nú síðast Kristófer Kólumbus, sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld, eru allir þessu marki brenndir (þættimir um Verdi mættu jafnvel flokkast undir þá). Þeir em sérlega vandaðir að allri gerð, ekkert er til sparað svo þeir séu sem best úr garði gerðir, leikmyndir, búningar, leikarar eru í hæsta gæðaflokki en ekkert af því fær þó skyggt á hin mögnuðu sögulegu viðfangsefni sem þeir fjalla um. Og sæfarinn Kristófer Kólumbus er sannarlega þess virði að gerður sé um hann sjónvarpsmyndaflokkur af þeirri stærðargráðu sem hér um Nicol WOliamson (Ferdinand konungur) ræðir. Myndaflokkurinn var tekinn á Möltu, á Spáni og í Dóminíkanska lýðveldinu og hann kostaði 15 millj- ónir dollara í framleiðslu. Hlut- verkaskráin er mjög alþjóðleg og umfang hennar er í anda hins stór- huga Cecil B. De Mille: 46 aðal- hlutverk, 82 aukahlutverk, meira en 200 smærri hlutverk, sem eru í höndum leikara frá 10 þjóðlöndum. Málið sem talað er í þáttunum er enska en sumir leikaranna kunnu hana alls ekki heldur lærðu aðeins þau orð sem þeir þurftu að fara með fyrir framan myndavélina. írski leikarinn Gabriel Byme fer með hlutverk Kólumbusar en á móti honum leika stórstjömur á borð við Faye Dunaway og Nicol Williamson (konungshjón Spánar), Eli Wallach, Oliver Reed og Max von Sydow ásamt Vima Lisi og Rossano Brazzi. Leikstjóri „Kólumbusar" er ít- alski kvikmyndagerðarmaðurinn Alberto Lattuada, en hann ásamt Adriano Bolzano og Tullio Pinelli reit handrit að átta klukkustundar- langri sjónvarpsmynd um sæfar- ann, sem varð undirstaða handrits bandaríkjamannsins Laurence Heath. Hann stytti myndina oní sex stundir. Þættimir eru byggðir á bók Samuel Eliot Morrison um æfi Kól- umbusar. Þrátt fyrir að sagnfræðingar séu ekki á einu máli um allt er snéri að Kristófer Kólumbus og Ameríku- fundi hans reyndu framleiðendur þáttanna að hafa hina sögulegu atburði eins nákvæma og þeim var unnt. í því skyni réðu þeir til sín sem ráðgjafa Paolo Emilio Taviani, fyrrum ráðherra á Ítalíu, prófessor við háskólann í Genúa og höfund þriggja binda verks um Kólumbus. Það er einmitt Taviani sem hefur haldið því fram að sæfarinn hafi komið hingað til íslands árið 1477 og aflað sér margvíslegra upplýs- inga um vesturfarir íslenskra vík- inga (sjá Morgunblaðið 13.4. 1986). Eli Wallach (De Talavera) í myndaflokknum fer Kólumbus einmitt til Bretlands 1477 ogþaðan upp til íslands þar sem hann heyrir sögur um víkingana, sem mörg hundruð árum fyrr höfðu fundið land í vestri. Þegar kom að lýsingu á einkalífi Kólumbusar leyfðu þáttagerðar- mennimir sér þó að viðhafa nokkurt listrænt fijálsræði. Sæfarinn mikli lítur út fyrir að vera ægilega góður maður í myndaflokknum en sumir sagnfræðingar halda því fram að hann hafí verið ánægður með sjálf- an sig og fráhrindandi. Miklum tíma var eytt í að hafa búninga, kort og innanstokksmuni í samræmi við það sem tíðkaðist á seinnihluta 15. aldar. Leikmynda- hönnuður þáttanna, Mario Chiari, komst fljótlega að því að lykilorðið var einfaldleiki. „Það voru fáir stól- ar og í svefnherberginu var rúm en lítið annað. Matur var. mjög einfaldur. Hnífur og skeið voru einu borðáhöldin, engir gafflar voru notaðir og þess vegna báru þjónar fram vatn með matnum: fólk borð- aði með fíngrunum. 011 svona smáatriði voru tekin með í reikningin við gerð mynda- flokksins en það var ekki síður flók- ið að koma framkvæmdum við hann af stað. ítölsku framleiðendumir Silvio og Anna Maria Clementelli voru helstu hvatamenn að gerð myndaflokksins en þau höfðu geng- ið með þessa hugmynd, um að kvikmynda æfi Kólumbusar, í koll- inum í tiu ár áður en nokkuð meira gerðist. „Það reyndist ómögulegt að koma sögunni fyrir í tveggja tíma kvikmynd," sagði Silvio Clem- entelli í blaðaviðtali. „Við biðum. Og loksins ræddum við málið við þá hjá RAI, ríkisreknu ítölsku sjón- varpsstöðinni, og þeir höfðu áhuga á að setja peninga í fyrirtækið ef „Kólumbus" yrði að sjónvarps- myndaflokki." Næst þurfti að fínna styrktar- menn í Bandaríkjunum. Clement- Oliver Reed (Martin Pinzon) elli-hjónunum var komið í samband við Lorimar-fyrirtækið, sem frægt er fyrir gerð þátta eins og Dallas, Falcon Crest og Knots Landing, og þá loksins tóku hjólin að snúast jafnvel hraðar en fyrir Kólumbusi þegar hann fékk fjárstuðning hjá Ferdinand og ísabellu eftir að Spán- veijar höfðu rekið Mára brott af Spáni. Næst var rætt við áhrifa- menn hjá CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og þeir voru ekki lengi að grípa gæsina. Og fleiri höfðu áhuga. Stórfyrirtækið IBM lagði fram 12 milljónir dollara svo þættimir mættu verða gerðir. „Tökur á myndaflokknum stóðu í 26 vikur samfleytt, fjórar vikur fóru í flutninga á milli Möltu, Spán- ar og Dómíníkanska lýðveldisins og svo fór hálft ár í að ganga frá þátt- unum til sýninga," sagði Silvio og lætur í ljósi von um að þeir eigi eftir að víkka sjóndeildarhring almennings líkt og Kólumbus víkk- aði sjóndeildarhring Evrópubúa. „Þegar kom að því að ráða í hlutverk Kólumbusar," sagði Mal- colm A. Stuart, varaforseti hjá Lorimar, „varð ljóst að við gátum ekki sett heimsfræga stjórstjömu í hlutverkið. Kólumbus er á hverri síðu handritsins og það hefði alveg farið með fjárhaginn að láta stór- stjömu leika hann. Þess vegna fengum við Gabriel Byme, góðan en tiltölulega óþekktan leikara, og röðuðum heimsfrægum nöfnum í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.