Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 9

Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 9
kringum hann; stjömum sem unnið gátu við þættina í nokkrar vikur en hætt svo. Þættirnir voru unnir í sannkall- aðri samvinnu en það er munur á hvemig ítalir og Bandaríkjamenn vinna við kvikmyndir," bætir Stuart við og leggur áherslu á að önnur aðferðin sé ekkert betri en hin, aðeins öðmvísi. „Ef við Ameríkan- amir emm við stjómvölinn reynum við að kvikmynda fimm eða sex síður á dag. ítalir gera síðu eða eina og hálfa síðu á dag. Ef við klámm okkar verk á undan áætlun, t.d. um hádegið, höldum við samt áfram að vinna. Ef ítalimir klára klukkan þijú fara þeir heim til sín. Ég er ekki að segja þeim þetta til minnkunar, þvert á móti: ítölsku framleiðendumir vom snillingar í að skipuleggja og stjóma og héldu alltaf áætiun." Enn er rifíst um fjöldamörg atriði sem tengjast Kólumbusi og ferðum hans. Sumir hafa haldið því fram að hann hafí alls ekki verið frá Genúa. Þeir segja að hann hafi verið Spánveiji en aðrir segja hann hafa verið Korsíkubúa, Portúgala, Frakka eða Grikkja. Fáeinir hafa sagt að forfeður hans væm gyðing- ar og einhveijir að hann hafí verið Norðmaður og að hann hafí fundið Ameríku í ferð norður um höf en síðan hafí hann siglt þangað aftur undir fána Spánar. Og það er jafn- mikið rifist um endalok Kólumbusar og uppmna. Sumir halda að hann sé grafínn í Dóminíkanska lýðveld- inu en aðrir í Sevilla á Spáni og enn aðrir að bein hans liggi í Genúa á Ítalíu. Margar þjóðsögur, sem urðu til í kringum ferðir Kolumbusar, vom upplognar af ráðnum hug af mönn- um sem vildu annaðhvort koma illu orði á hann eða fá á sig svolítið af þeim dýðrarljóma sem umlukti hann. Skömmu eftir dauða hans höfðaði t.d. fjölskylda Martin Al- onso Pinzon, sem sigldi með Kól- umbusi vestur um haf og sveik hann síðar, mál fyrir dómstólum svo Pinzon fengi heiðurinn af hinum miklu landafundum fyrsta leiðang- ursins. Fjölskyldan hélt því fram að það hefði verið afburðasjó- mennsku Pinzon að þakka að ferðin var eins árangursrík og raun ber vitni. Og þegar Kólumbus var að sögn reiðubúinn að snúa til baka án þess að fínna nokkurt land, hafi það verið Pinzon sem hvatti hann til að halda áfram í þrjá daga enn í þeirri von að sjá til lands. Málaferl- in stóðu í meira en hálfa öld og sumir fræðimenn hafa tekið mál- stað Pinzon í deilunni. í myndaflokknum er Pinzon áhrifamikill skipaeigandi sem veitir hinum unga Kólumbusi stuðning og hjálpar honum að gera fyrstu ferðina að veruleika. En það er Kólumbus sem tekur ákvörðunina um að halda áfram siglingu í þijá daga enn þegar allt virðist unnið fyrir gýg og áhöfnin er í uppreisnar- hug, en á þriðja degi sést til lands. Onnur þjóðsaga varðar lögun jarðarinnar. Margir halda í dag að eitt mesta vandamál Kólumbusar hafí verið að fá valdamikla fræði- menn til að trúa því að jörðin væri ekki flöt heldur hnöttur. Fræðimenn höfðu í rauninni haldið því fram að jörðin væri hnöttótt alveg síðan á tímum Grikkja og Rómveija og maður að nafni Martin Behaim gerði hnattlíkan árið 1492, árið sem Kólumbus sigldi vestur. En almenningur, hið ómenntaða fólk 15. aldarinnar, trúði því að jörðin væri ftöt og að floti Kólumb- usar myndi bókstaflega detta fram af henni ef hann sigldi of langt í burtu. Þá er það einnig misskilningur að Kólumbus hafi tekið land í Norður-Ameríku en hann steig aldrei fæti þar sem Bandaríkin eru nú. Ameríkan sem hann fann var Suður-Ameríka, svæðið í kringum Venezuela og Mið-Ameríku, þar sem hann kannaði ströndina frá Hondúras til Panama. — ai Gabriel Byrne (Kristófer Kólumbus) Max von Sydow (Jóhannes konungur Portúgals) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.