Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 20
m s MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁPRÍL1986 í 41 ! I > i i I f í * 1 Trú og líf er einn hinna kristnu hópa, sem hafa byijað starf innan kirkjunnar á undanfðmum árum og er árangur þeirrar vakningar, sem hefur farið um kirkjuna í víðri veröld. Forstöðumaður hópsins er Halldór Lárusson. Hann er giftur Ámýju Jóhannsdóttur, sem hefur líka starfað í hópnum frá upphafi. Við Halldór tökum tal saman um upphaf hópsins, markmið hans og framtíð, og ég inni hann fyrst eftir trúarlegum uppruna sjálfs hans. Ég er alinn upp í KFUM alveg frá því að ég var lítill. Úr KFUM fór ég beint inn í KSS, Kristileg skólasamtök, sem starfa á alveg sama gmndvelii, og var þar þang- að til ég var tvítugur. Hvemig kynntistu vakninga- hreyfingunni? Látill bænahópur hafði myndazt með ungu fólki úr KFUM og K og Kristilegu skólahreyfingunni. Mér var ekki alveg ljóst þá hvað laðaði þau í þennan hóp, ég skildi lítið í því hvemig þau sögðust hafa fyllzt heilögum anda og hvers vegna þau vildu nota heilu kvöldin til að vera saman við að lesa Biblíuna. En það var gaman að fylgjast með því, sem var að gerast. Þau áttu eitthvað, sem við hin áttum ekki, líf og gleði, sem dró fólk að þeim. Og svo? Það vom haldnar samkomur í Hjálpræðishemum. Þar vom Svíar í heimsókn og fólk kom, fólk hlustaði og tengdist hvert öðm. Þar fékk ég fyllingu heilags anda. Ég fékk svo að vera með í áður- nefndum bænahóp. Þar ríkti gíf- urieg gleði og eftirvænting eftir því, sem Guð var að gera. Úr þessum hópi kom svo fóik, sem varð upphafið að Ungu fólki með hlutverk. Húsnæði var tekið á leigu inni í Mosgerði og við hitt- umst þar og þannig myndaðist fyrsti vísirinn að Ungu fólki með hlutverk. Og hvemig var sagan svo? Ámý var í þessum bænahópi og við kynntumst þar. Ég fór í skóla í Noregi 1975 hjá Ungdom med opdrag, sem UFMH dregur nafn sitt af og svo tók ég þátt í kristilegu stúdentamóti héma. Allt þetta hafði mikil áhrif á mig. Við Amý giftum okkur og í janúar 1976 fómm við á biblíuskóla til Sviss svo sem starfsmenn í svipað- an skóla í Englandi. Þegar við komum aftur 1977 hafði UFMH verið stofnað hér og við gengum inn í starfíð þar. Hvað fenguzt þið við í UFMH? Við tókum þátt í sumarþjón- ustunni og fómm til Vestmanna- eyja með hópi fólks úr UFMH. Nokkrir útlendingar vom með okkur, þeir höfðu komið með okkur Ámýju frá Englandi og vom þaðan og frá Hollandi, Suð- ur-Afríku og frá Ástralíu var maður að nafni Tony Fitzgerald sem var með okkur fyrstu vikuna. Þessi tími í Vestmannaeyjum var yndislegur. Það var eins og ég væri að frelsast og fyllast heilög- um anda í fyrsta sinn. Hvemig? Við sáum Guð breyta lífi fólks og lækna það á líkama og sál. Það kom svo margt fólk á sam- komumar að samkomutíminn dugði ekki til þess, sem við þurft- um að gera. Við héldum tvær samkomur á kvöldin og þess utan söfnuðumst við saman til að fræð- ast um orð Guðs. Þar komust margir til trúar, sem hafa unnið mikið starf í kirkjunni síðan. Við fundum svo mikla gleði yfir því að fá að kynnast Guði að við hittumst hvenær sem hægt var, á morgnana fyrir vinnu, í hádeg- inu, kaffitímanum og á kvöldin. Það er enn vitnað til þessa tíma. Fóruð þið svo til Reykjavík- ur? Já, við störfuðum með UFMH í Reykjavík, fyrst og fremst í tengslum við Grensáskirkju. Starfið óx, sumir þar tilheyrðu UFMH en aðrir ekki og það var ekkert flokkað. Sumir tóku þátt í starfinu í Grensáskirkju en ekki í starfi UFMH annars. Miðstöð samkomuhalds UFMH var í Grensáskirkju þótt skrifstofumar væru í Stakkholti og þar streymdi líka fólk út oginn. Við störfuðum þar til haustsins 1981. Þá var búíð að stofna samstarfsnefnd til að vinna að starfí í Grensássókn með séra Halldóri Gröndal og Emi Bárði, sem var djákni þar. Hvers vegna hættuð þið að starfa í Grensássókn? Það er nú svo að hugsjón manna og þrá er rnismunandi. Og það er eðlilegt. Ég minnist orða, sem séra Halldór sagði og mér þótti vænt um. „Við megum ekki binda heilagan anda. Við verðum að leysa þá, sem vilja starfa öðruvísi frá samstarfi við okkur, því það er ljóst að fólk telur sig kallað til mismunandi starfa.“ Séra Halldór og Öm Bárður vildu sjá sinn þjóðkirkju- söfnuð í Grensáskirkju lifna og vakna. En ég og aðrir, sem höfð- um starfað með UFMH, vildum hafa opnari tengsl. Við vildum hraðari breytingu en þeir. Það var spuming hvort ekki yrði meira úr verki hjá öllum ef leiðir skildi. Haustið 1981 héldum við fund. Séra Halldór kom mjög vel undir- búinn og hafði leitað Drottins í bæn og föstu. Hann sagði að hann vildi sjá þjóðkirkjusöfnuðinn í Grensáskirkju starfa í krafti heil- ags anda, það gæti tekið tíma, kannski 20 ár, en hann væri reiðu- búinn að vinna að því. Þetta þurfti einmitt. Hann þurfti að segja þetta. „Þið, sem viljið starfa að þessu, starfið þá með okkur héma,“ sagði hann. „En ef Guð leggur ykkur annað starf á herð- ar, þá farið þið til þess.“ Það var rétt af honum að segja þetta, því það er nóg að starfa í ríki Guðs. Byijuðuð þið þá starfið í Trú og líf eftir þetta? Ekki strax. Eg varð að biðja fyrir því fyrst til að vera viss um að Guð hefði lagt mér það á hjarta. Mér fannst Guð leiða mig til baka, til einhvers, sem ég þyrfti að vinna með. Árið 1978 hafði ég farið til Argentínu með Youth with a Mission. Þúsund manna hópur þaðan starfaði að vakningaboðun þar meðan heims- meistarakeppnin í knattspymu stóð yfir. Þar var Tony Fitzgerald líka og á einni bænastund okkar byijaði Guð að tala og gefa okkur þrá eftir söfnuði, sem hefði að marki það sama og söfnuðir Nýja testamentisins höfðu. Ég held að þetta hafí verið tilgangur þessarar ferðar fyrir mig og við þessa hugsjón tengdi Guð mig aftur og um leið í samstarf við Tony. Hann var starfandi með söfnuði í Eng- landi sem heitir Abuntant Life og við vinnum náið saman. Við Ámý fómm til Englands í janúar 1982 og aftur um sumarið til að kynn- ast þessu starfí. Við héldum að við myndum starfa þar, en raunin varð sú að við stofnuðum Trú og líf og störfum hér. Tilheyrið þið þjóðkirkjunni? Við erum ekki löggiltur söfnuð- ur. Fólkið, sem tekur þátt í starf- inu hjá okkur, getur verið skráð í þjóðkirkjuna eða jafnvel aðra söfnuði. Én við stefnum að því að verða sjálfstæður söfnuður svo að við getum sinnt kirkjulegum skyldum við það fólk, sem er hjá okkur. Hvaða afstöðu hafið þið til skírnarinnar? Við kennum og framkvæmum skím trúaðra. Við blessum bömin, og foreldrar og söfnuðurinn bera ábyrgð á því, eíns og í þjóðkirkj- unni, að kenna þeim Guðs vegi. Skírið þið fólk, sem hefur verið skírt í bamæsku? Já, við teljum að í frumkristni hafi fólk verið skírt trúaðraskím. Við getum litið svo á að bam, sem hefur verið skírt og ekki verið alið upp af trúuðum foreldrum og ekki alizt upp í lifandi söfnuði, sé í rauninni ekki skírt. Það hefur aldrei lifað þá trú, sem það var skírt til. Þess vegna er rétt að skíra það aftur. Mynduð þið þá hugsanlega skira aftur þau, sem hafa verið skírð fullorðin eftir afturhvarf og játningu en svo glatað og afneitað trú sinni? Það er hugsanlegt. Við verðum að taka hvert einstakt tilfelli til íhugunar og reyna að fínna í anda okkar eftir bæn hvað sé rétt að gera. En afstaðan til trúaðra- skímar hefur breyst, alveg eins og afstaðan til fyllingar heilags anda. Það er ekki lengur lögð þessi mikla áherzla á það, sem aðskilur okkur vegna mismunandi afstöðu til skímarinnar og fylling- ar andans. Á Explo t.d. tókum við ÖU þátt í útbreiðslustarfí saman, líka þjóðkirkjan og t.d. kaþólska kirkjan. Ég tel ekki að þar með séu kirkjudeildiraar, sem skira böra, að lýsa samþykki sinu á þvi að þið skírið aftur þau, sem hafa verið skírð böra. Teljið þið ekki að við eigum að virða skira annarra kirkjudeilda, hvort sem þar era skirð böra eða f ullorðnir? Guðs orð er alltaf lokaorðið. Fundasamþykktir verða að víkja fyrir orði Guðs. Við trúum því að Guðs orð sé mjög skírt viðvíkjandi skím trúaðra. Þess vegna fram- kvæmum við hana. Við kennum trúaðraskím og framkvæmum hana og oftast fínnur fólk hjá sér löngun til að taka þetta skref. Eg hef orðið vör við sérstak- ar hugmyndir um samstarf kvenna og karla hjá sumum, sem tilheyra vakningahreyf- ingunni. Hveijar era hug- myndir ykkar um þetta? Guðs orð kennir að maðurinn sé höfuð fjölskyldunnar. í öllu tali um undirgefni konunnar þá gleymist oft að biblían segir manninum að elska konuna eins og Kristur elskar söfnuðinn. Þá er ekkert rúm fyrir yfirtroðslu. Hjón eiga að leita Drottins í sameiningu og finna hans leið- sögn, en ef ekki er samkomulag, þá verður einhver að taka ákvörð- un og þá er það maðurinn, sam- kvæmt Guðs orði. Þetta er ekki spumingin um jafnrétti, heldur hlutverk. Ég hef ekki trú á að þetta takist virkilega vel nema gagnkvæm virðing og kærleikur sé til staðar og gagnkvæm undir- geftii. Annars ríkir ósamkomulag. Guðs leið er sú Ieið sem gefur besta og árangursríkasta hjóna- bandið. Að síðustu, Halldór, segðu mér meira af safnaðarstarfinu. Við höfum samkomur á Smiðju- vegi 1 í Kópavogi á sunnudögum kl. 2 og fimmtudagskvöldum kl. 20.30. A þriðjudagskvöldum hitt- ast hópar í heimahúsum til sam- félags. Við lofum Guð, tilbiðjum hann og þökkum fyrir það, sem hann hefur verið að gera í liðinni viku. Við biðjum fyrir fólki. Guð vinnur, við stígum til hliðar svo að hann fái að komast að og hann gerir stórkostlega hluti, fólk eign- ast trú og læknast á sál og líkama. Árný Jóhannsdóttir og Halldór Lárasson. Samkomusalurinn lagfærður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.