Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 21
MOgGUNBLAÐIÐ, S.UNNUDAGUR27. APRÍL 1986 B 21 Embættismaður vill banna Waldheim að koma til Bandaríkjanna: Ásakanimar brátt hraktar með öllu - segja formælendur forsetaframbjóðandans Vín, Washington. AP. STARFSMAÐUR í bandaríska dómsmálaráðuneytinu fór á fimmtudag fram á að Kurt Wald- heim, forsetaframbjóðanda í Austurríki, verði bannað að koma til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar að stríðsglæp- um. I yfirlýsingu frá skrifstofu Waldheims sagði að krafa þessi hefði verið gerð i lægstu þrepum kerfisins og yrði þvi engin ákvörðun tekin vegna hennar. í yfirlýsingunni sagði ennfremur að bráðlega yrðu færðar sönnur á að ásakanimar á hendur Waldheim um að hafa framið stríðsglæpi yrðu brátt hraktar fyrir fullt og allt. í bandarískum fjölmiðlum hefur verið haldið fram að krafan um að Waldheim fái ekki að koma til Bandaríkjanna sé reist á rannsókn á leyniskýrslum Sameinuðu þjóð- anna um stríðsglæpi um Waldheim. Alþjóðaráð gyðinga birti fyrr á ár- inu ýmis gögn um feril Waldheims í heimsstyijöldinni síðari. Þar kom fram að þáttur Waldheims í ein- kennisbúningi var meiri en hann hafði sjálfur viljað vera láta. Al- þjóðaráð gyðinga sakar Waldheim um að hafa átt aðild að því að 43 þúsund grískir gyðingar voru fluttir til tortímingarbúða nasista 1943 og háfi hann a.m.k. vitað af flutning- unum. Þá var Waldheim jrfirmaður í heijum nasista á Balkanskaga. Sonur Waldheims, Gerhard, er nú staddur í Bandaríkjunum. Segist hann vera þangað kominn að ósk föður síns, sem teldi að álit Banda- ríkjamanna skipti máli. Hann var spurður hvers vegna Kurt Wald- heim hefði sent hann til Bandaríkj- anna. Gerhard Waldheim: „Vegna þess að Bandaríkin eru lýðveldi sem gegnir forystuhlutverki. Þeirra álit skiptir máli.“ Hann sagði að ásak- animar gegn Waldheim væru vegna forsetakosninganna í Austurríki fjórða maí. Þær jaðri við bijálæði og séu gyðingum í heiminum síður ' en svo til framdráttar. Meðbyr Waldheims í kosninga- baráttunni hefur ekki minnkað; þvert á móti hefur fylgi hans aukist um tvö prósent. Waldheim hafði fjöggurra til fimm prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, Kurt Steyrer, áður en ásakanimar á hendur honum vom settar fram. - Forskotið er nú sex til sjö prósent. Spumingin er aðeins sú hvort fylg- isaukningin sé vegna ásakananna eða þrátt fyrir þær. 21DAGURA GRIKKLANDI MENNINGARFERÐ UM KRÍT. SANTORINI, SAMOS OG TYRKLAND í samráði við HELLAS, Grikk- landsvinafélagið, verður efnt til þriggja vikna ferðar til Grikklands þann 6. júní, undir handleiðslu Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. 1 * Upplýsingar um aðrar ferðir gefur ferðaskrifstofan FARANDI HFV Vesturgötu 5, 101 Reykjavík. Sími: 17445. Ferð þessi spannar helstu sögusvið þessa forna menningarlands, og m.a. gefst farþegum kostur á að skreppa til Tyrklands. 1. dagur: Komið til Aþenu og ekið til hótels. Þar verður boðið upp á veitingar. Um kvöldið verður sérstakur kynningarkvöldverður á mjög sérstæð- um grískum veitingastað (taverna). Leynigestur mun bjóða gesti velkomna til Grikklands. 2. dagur: Eftir morgunmat hefst hálfsdags skoðunarferð um Aþenu, söfn skoðuð og hin fræga Akropolis ásamt fleiru. 3. dagur: Eftir morgunverð verður ekið til Trokadero, stigið á skipsfjöl og siglt til Aigina, Hydra og Paros. Hádegisverður um borð. 4. dagur: Lagt verður upp í 4 daga ferð, sem Grikkir kalla hina klassísku ferð. Þennan dag verður gamla Kórinta og Mýkena heimsótt. Gisting eina nótt í Navplíon. 5. dagur: Um morguninn verður keyrt í gegnum borgirnar Tripolis og Mega- loupolis og Olympia. Eftir hádegismat verða söfn heimsótt og helgistaðurinn Olympian Zeus. Gisting. 6. dagur: Eftir morgunverð verður keyrt til Patras og farið með ferju frá Rion til Antirion. Hádegisverður í Eratini og -síðan keyrt áfram til Delfi. Nokkrir áhugaverðir staðir skoðaðir. Gist. 7. dagur: Um morguninn verður Apollohofið skoðað. Hádegisverður í Delfi og síðan verður klaustur Ossios Loukas heimsótt. Flogið verður frá Aþenu til Krítar með Olympic Airways. Gist í Heraklion. 8. dagur: Frjáls dagur. Athugið: Þótt þess sé ekki sérstaklega getið hér að framan, er hálft fæði innifalið í verðinu allan tímann. 9. dagur: Hálfsdags skoðunarferð um Heraklion og Kossos höllin skoðuð. Hádegis- eða kvöldverður á hótelinu. 10. -11. dagur: Pessir dagar eru hugsaðir til að taka því rólega, synda og liggja í sólinni eða ráfa um borgina. 12. dagur: Ekið að höfninni og farið um borð í ferju sem siglir til Santorini-eyjar. Komið til baka um kvöldverðarleyti. 13. dagur: Heilsdagsferð til Akrotiri og Oia. 14. dagur: Frjáls dagur. 15. dagur: Ekið til flugvallar og þaðan flogið um Aþenu til Samoseyjar. 16. dagur: Frjáls dagur. 17. dagur: Heilsdagsferð til Efessus í Tyrklandi. 18. dagur: Frjáls dagur í Samos. 19. dagur: Flogið frá Samos til Aþenu, þar sem dvalið verður næstu tvo daga. 20. dagur: Að kvöldi hins 20. dags verður sérstakur kveðjukvöldverður í „Old Stables" í Koropi þorpinu (30 km frá Aþenu), þar sem m.a. verða sýndir grískir þjóðdansar. 21. dagur: Ekið til flugvallar og lagt af stað áleiðis heim. 'Vesturgötu y, simi 17445 f aiandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.