Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 1
Hugvit selt FYRIR sex árum fengu tveir ungir menn þá flugu í kollinn að stofna fyrirtæki og lifa á því að selja hugvit. Þeir höfðu orðið .talsverða reynslu í því að framreiða hugverk því báðir höfðu starfað hjá sjón- varpinu um langt skeið. Þeir þóttust því sjá fyrir sér endalausa möguleika í því að koma öllum sköpuðum hlutum í einhverskonar neytendaumbúðir eða eins og tvímenningamir segja sjálfír „að pródúsera" kynning- una á söluvörunni. Þeir litu því á fyrirtæki sitt sem eins konar ráðgjafarfyrirtæki fyrst og fremst og gera reyndar enn. 4/5 Konur í forystu fyrirtækja Menn eru ekki á eitt sáttir um hæfileika kvenna til þess að stjóma í fyrirtækjum. í tilefni kvennadagsins er fjallað um rannsókn er gerð var í Bandaríkjunum um ólíka stjóm- un kynjana í atvinnurekstri og tveir íslenskir forstjórar spjalla um karl- og kvenstjómend- B 16 VIÐSKIFTIAIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR19. JUNI1986 BLAÐ B Viðskiptalönd íslands: Vextirfara lækkandi VEXTIR hafa farið lækkandi í flestum helstu iðnríkjunum á undan- förnum vikum. Þó hafa þeir staðið i stað í Vestur-Þýskalandi og á Spáni og breyst mjög lítið í Bandaríkjunum. I meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir útláns- og innlánsvexti í nokkmm viðskiptalöndum íslands, sam- kvæmt heimildum breska tímarits- ins The Economist. Þá em einnig áætlaðir raunvextir. Annars vegar er miðað við svokallaða „prime“- vexti, sem em vextir útlána er bjóð- ast úrvals fyrirtækjum. Smærri fyrirtæki og einstaklingar greiða niun hærri vexti. Og hins vegar em vextir innlána (3 mánaða). Af þeim fímm löndum sem taflan nær yfír, sést, að hæstu áætlaðir raunvextir em í Bretlandi og Frakklandi. Lægstu vextir em hins vegar í Japan. Sé miðað við 10% verðbólgu hér á landi em raunvextir algengra útlána um 5%. Raunvextir innlána em nokkuð mismunandi eftir því hvaða forsendur em gefnar. Ólafur Örn Ingólfsson hjá Lands- banka íslands gerir að umtalsefni hugsanlegan samanburð á raun- vöxtum hér á landi og í helstu viðskiptalöndum íslands, í síðasta fréttabréfi Landsbankans. Hann bendir þar á að sú spuming vakni við hvaða vexti eigi að miða. Ef tekið er t.d. af afborgunarviðskipt- um í Bretlandi em vextir á slíkum lánum um það bil 27%. Vextir á almennum skuldabréfum (unsecur- ed loans) í Bandaríkjunum eru um 14%, samkvæmt upplýsingum Ólafs Amar. í nýju Seðlabankalögunum, sem taka gildi 1. nóvember næstkom- andi, er ákvæði um að bankinn geti hlutast til um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana til að tryggja að raunvextir séu ekki hærri en i helstu viðskiptalöndum og að draga úr óhæfilegum vaxtamun milli inn- og útlána. VEXTIRINN- OG ÚTLÁNA Útlána- vextir (prime) Innláns- vextir (3ja mán.) Áætlaðar verðbreyt- ingarnæstu 12mán. Áætlaðir raunvextir Útlán Innlán Bandaríkin 8,50 6,60 2,60 5,75 3,90 V—Þýskaland 7,00 4,23 0,00 7,00 4,23 Japan 4,13 2,13 0,50 3,61 1,62 Frakkland 9,60 7,44 2,5 6,93 4,82 Bretland 11,00 9,59 3,2 7,56 6,19 imsm DNGhf. ogSnúhf. verða eitt fyrirtæki Ráðstöfun til að rétta við rekstur DNG hf. sem bar árangur Góður árangnr Á AÐALFUNDI Snú hf. í maí síðastliðn- um var ákveðið að sameina DNG hf. og Snú hf., eins og getið var um í síð- asta viðskiptablaði. Snú hf. var stofnað í nóvember 1984 af 20 fyrirtælgum til að styðja við rekstur DNG sf. sem hafði gengið brösulega um nokkra hríð. „Tilganginum með Snú var náð“ Þorkell Sigurlaugsson er fulltrúi Eim- skips í stjóm DNG hf. og sagði hann að þar sem rekstur DNG hf. hefði gengið vel að undanfömu hefði markmiðinu með stofnun Snú hf. verið náð og félagið því lagt niður. „Árið 1984 gerði félag íslenskra iðnrekenda athugun á fyrirtækinu DNG sf., sem þá átti í miklum fjárhags- og söluörðugleikum og mælti með stofnun hlutafélags um rekstur DNG sf.,“ sagði Þorkell meðal annars. „Fyrirtækið, sem framleiðir vélknúnar færavindur, hafði þá verið starfrækt í 2-3 ár af feðgunum Davíð og Nils Gíslasonum og Gísla. í upphafi var reksturinn hálfgerður heimilisiðnaður, í Glæsibæjarhreppi í Eyja- firði. Þrátt fyrir smæðina, náðist að þróa hugvitssamlega og koma upp öflugum tækjabúnaði, sem kostaði mikla fjárfest- ingu. Vegna hennar og þar sem ekki var hægt að koma við hagkvæmni vegna aðbúnaðar og aðstöðu, komst DNG sf. í mikinn íjárhagsvanda. í útttekt FÍI kom fram að fyrirtækið ætti framtíð fyrir sér tækist að bæta eigin- íjárstöðu þess og fá nýja aðila inn til að styðja við bakið á frumkvöðlunum. Mælt var með stofnun hlutafélags (sem síðar hlaut nafnið Snú hf.) um rekstur DNG sf., þar sem utanaðkomandi aðilar ættu meirihluta eða 51% hlutafjár en eigendur DNG legðu fram sína þekkingu og reynslu sem 49%. Eigendur DNG sf. tóku þessum hugmyndum vel og var leitað eftir stuðn- ingi ýmissa aðila með þeim árangri að um 20 fýrirtæki lögðu fram 6 milljónir króna í hlutafé og var heildarhlutafé DNG þar með orðið um 12 milljónir. Einnig var samið svo um að eigendur DNG gætu eftir 7 ár, keypt aftur hlut Snú hf. gegn raunvirði. Síðan var DNG hf. stofnað formlega í nóv- ember 1984. í framhaldi fór fram gagnger endur- skipulagning og vorið 1985 flutti fyrirtækið í leiguhúsnæði Hagainnréttinga á Akur- eyri. Kristján E. Jóhannsson, forstöðumað- ur skódeildar SÍS, var ráðinn fram- kvæmdastjóri og komið var á fullkomnum rekstri í rafeindaiðnaði. Síðla árs 1985 var hlutafé aukið um 50% og í ár aftur um 50%, þannig að nú er hlutafé félagsins um 27 milljónir. Áætlað er að reksturinn skili um 40 milljónum á þessu ári og að framleiðslan verði um 400 vindur til sölu innanlands og til útflutnings. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði af rekstrinum á þessu ári sem er mjög gott miðað við hvað stutt er síðan endurskipu- lagning fór fram. Því má að hluta þakka miklu hlutafé og tiltölulega lítilli skuldsetn- ingu. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí síðastliðnum var loks ákveðið að sameina fyrirtækin Snú hf. og DNG hf., þannig að þeir tíu aðilar sem eftir voru og áttu hlutafé í Snú hf., eignuðust beint hlutafé í DNG hf.“ Þorkell sagði að nokkrar vangaveltur hefðu verið á aðalfundinum um hvort nauðsynlegt væri að leggja niður Snú hf. „En þar sem hlutafélagið var stofnað með það eina markmið að rétta við rekstur DNG lá beinast við að leggja það niður þegar tilganginum hafði verið náð. Þorkell sagði ennfremur að þessar ráð- stafanir sem gerðar hefðu verið til styrktar rekstri DNG sf. væri mjög sjaldan beitt hér á landi og auk þess sem árangurinn hefði jafnvel aldrei orðið svona góður. „Það er tilfinningamái að hleypa öðrum inn í reksturinn og til að aðgerðimar beri árang- ur þarf traust manna. Feðgamir gerðu sér grein fyrir að ákveðnar breytingar væm nauðsynlegar og hefur samstarfið við þá verið gott. Það er einnig ánægjuleg stað- reynd að hlutabréf í DNG hf. hafa verið seld við yfirgengi sem þýddi m.a. það að þeir sem vom meðal upphaflegra hluthafa gátu komið sér úr félaginu aftur gegn raunvirði, ættu þau ekki samleið með DNG hf. Sem dæmi má nefna Hampiðjuna sem í upphafi var ekki stór hluthafi en er núna með þeim stærstu. Hún sér hag í því að starfa með DNG, fyrirtækin selja á sömu markaði og hafa svipaða þekkingu í sölu- og markaðsmálum." Á næstu ámm er ætlunin að hafist verði handa við nýja framleiðslu, þannig að fyrirtækið verði ekki eins háð einni fram- leiðsluvöm, þó svo að endumýjun á mark- aðnum sé mikil og stöðug. I stjóm félagsins sitja Gunnar Svavars- son hjá Hampiðjunni og Þorkell Sigur- laugsson sem fulltrúi Eimskipafélagsins, ásamt Nils Gísiasyni fi-á DNG hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.