Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 2

Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFTI AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 Gæðasijórn- * unarfélag Islands stofnað GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG íslands var form- lega stofnað 9. júní sl. að frumkvæði Félags ís- lenskra iðnrekenda, en tilgangur þess er að auka og efla gæðastýringu og stjórnun á öllum sviðum þjóðlífsins. Mikili áhugi hefur verið um stofnun gæðastjórnunarfélags hér á landi, en slík félög eru starfandi í flest öllum vestrænum ríkjum. Á stofnfundinum gerðust 20 aðilar stofnfélagar, en í þeim hópi eru bæði fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Ákveðið er að Gæðastjómunarfélagið gerist aðili að Evrópusamtökum gæðastjóm- unarfélaga — EOQC — en þau em langt komin í þróuninni á þessu sviði. Aðild að hinu nýstofnaða félagi geta átt einstaklingar, fé- lagasamtök, stofnanir og fyrir- tæki, sem fást við gæðastjómun og/eða hafa áhuga á henni. „Við viljum fá þátttakendur í félagið úr öllum greinum þjóðlífsins," segir Grétar Leifsson í tæknideild F.I.I., en hann vann að undirbúningi stofnunar félagsins. „Því fleiri sem taka þátt í hinu mikilvæga og áríðandi starfí, sem framundan er, því fyrr nær félagið nauðsyn- legum árangri í gæðamálum ís- lensks framleiðslulífs." Tilg-angnr félagsins: Tilgangur Gæðastjómunarfé- lagsins er að auka veg gæða- stjómunar með því að: 1. Efla skilning á gildi gæða- stjómunar. 2. Efla virkni og samvinnu fag- manna, stjómenda og starfs- manna. 3. Eiga samstarf við hliðstæð fé- lög og stofnanir, heima og erlendis. 4. Sameina krafta þeirra sem eru áhugamenn um gæðastjómun í einu félagi. 5. Vera málsvari gæðastjómun- ar. 6. Vinna að samræmdum orða- lista fyrir gæðastjómun. 7. Standa fyrir ráðstefnum, nám- skeiðum, hópferðum, umræðu- hópum og útgáfustarfsemi. Félagið mun á næstunni vinna skipulega að fræðslu- og kynning- armálum um gæðamál og gæða- stýringu í framleiðslu. Fyrsti fé- lagsfundurinn verður haldinn í ágúst og ráðstefna um gæðamál verður í október. Þá er í undir- búningi útgáfa á bæklingi um gæðaátak. Skipuð verður sérstök orða- og hugtaksnefnd til að ís- lenska ýmis erlend orð og hugtök sem notuð eru við gæðastjómun. Aðalstjóm félagsins skipa: Gunnar H. Guðmundsson, for- maður, Ráðgarði, Garðar Sverris- son, Plastprenti, Kristján Stefáns- son, Byggðaverki, Pétur K. Ma- ack, Háskóla Islands, Grétar Leifsson, F.Í.I., Erlendur Hjalta- son, Eimskip, Halldór Ámason, Ríkismati sjávarafurða, Jón Ögmundsson, SH og gunnar Hall- •grímsson, Sambandinu. Vara- menn em Bjöm Vemharðsson, Slippfélaginu og Jón Helgi Guð- mundsson, BYKO. í fram- kvæmdastjóm vom kosnir auk formanns, Grétar Leifsson og Erlendur Hjaltason. Byggingariðnaður: Starfsmönnum fjölgar um 14% apríl/júlí 41 % fyrirtækja íkönnun Landssambands iðnaðarmanna bú- ast við verkefnaskorti íhúsasmíði Starfsmenn í byggingariðnaði voru tæplega 7% færri í byijun apríl síðastliðnum, en á sama tíma 1985. Mestur virðist sam- drátturinn hafa verið í múrverki, samkvæmt niðurstöðum könn- unnar sem Landssamband iðnað- armanna gerði fyrir skömmu. Könnunin bendir til að starfs- mönnum í byggingariðnaði fjölgi um 14% á tímabilinu apríl til júlí 1986 og mest í múmn. Á síðasta ári vom um 30% verk- efna þeirra 87 fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni, við byggingu íbúða, en samkvæmt áætlunum fyrirtælqanna má gera ráð fyrir að þetta hlutfall lækki niður í 23%. Hlutfall viðhalds- og viðgerðarverk- efna var um 22% árið 1985 og verður að líkindum svipað á þessu ári. Um 8% fyrirtækjanna töldu sig hafa skort verkefni á tímabilinu apríl til júní en um 19% búast við I Þyngst vegur að um 41% búast við verkefnaskorti júlí til september. | verkefnaskorti í húsasmíði. Stjömusteinn fær áhæ ttufjármagn FRUMKVÆÐI hf. hefur ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum lagt fjármagn í iðnfyrirtækið Stjömustein sf i Hafnarfirði í endurfjár- mögnunarskyni. Stjömusteinn framleiðir einnota kassa úr frauð- plasti utan um ýmiss matvæli, svo sem ferskan fisk. Auk Frumkvæðis hf. voru það O. Johnsson & Kaaber, Sól hf., Skeljungur hf. og Hekla hf. sem lögðu samtals 4,5 milljónir króna í Stjömustein og var fyrirtækinu um leið breytt í hlutafélag. Forráða- menn Stjömusteins em hins vegar þeir Kristinn Halldórsson og Sig- valdi Hólm Pétursson og stofnuðu þeir fyrirtækið fyrir rösku ári. Viðtökur við framleiðslu fyrirtækis- ins hafa verið góðar enda talin vaxandi þörf fyrir slíka kassa, t.d. í flutningum á ferskum matvælum milli ianda. Stjömusteinn hefur einnig verið að þróa ýmsar nýjungar í framleiðslunni sem taldar em geta lofað góðu. Stjömusteinn er annað fyrirtæk- ið sem Fmmkvæði hefur forgöngu um að fjármagna með áhættuijár- magni af þessu tagi. Hitt fyrirtækið var Artek sem framleiðir hugbúnað til útflutnings og hefur einkum einbeitt sér til þessa að markaðs- setja ADA-þýðara íslenskrar for- ritaþróunar. Viðskipti „Óttaðist undir- tektir heima“ * Segir Ulfur Sigurmundsson, verslunarfulltrúi íNew York New York, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÚLFUR Sigurmundsson stjórnaði Útflutningsmiðstöð iðnaðarins frá því iög voru samþykkt um hana vorið 1971. Úlfur gerðist viðskipta- fulltrúi í New York vorið 1985. Fréttaritari náði nýlega tali af honum, þar sem hann var að undirbúa ferð til íslands til að kynna þjónustu sina og það sem verður á dagskrá næsta haust. Norðurlöndunum og Bandaríkjun- um. Af ýmsum ástæðum þóttu Bandaríkin álqósanlegust og í októ- ber 1984 var undirritaður samning- ur um starf viðskiptafulltrúa í New York.“ Úlfur var ráðinn og hóf störf síðast- liðið vor „Útflutningsmiðstöðin greiðir mér laun, húsnæðiskostnað og kostnað í sambandi við kynning- arstarfið. Utanríkisráðuneytið út- vegar starfsaðstöðu, skrifstofu, Viðskiptafulltrúi í New York „Snemma árs 1984 hófum við hjá Útflutningsmiðstöðinni að kanna hvort það væri lag að efna til samstarfs við utanríkisráðuneyt- ið um stöðu viðskiptafulltrúa er- lendis. Lögin um utanríkisþjón- ustuna gera jú ráð fyrir samstarfi af þessu tagi. Við höfðum mestan áhuga á Þýskalandi, Bretlandi, tæki og annað slíkt. Ennfremur hef ég stöðu viðskiptakonsúls hérlend- is.“ Ottaðist viðtökur „Ég tók til starfa í New York síðastliðið vor og þetta fór hægt af stað eins og mig hafði grunað, enda tekur það sinn tíma að byggja svona starf upp. Ég var náttúrulega langhræddastur við það í byijun að íslensk fyrirtæki myndu ekki not- færa sér þá þjónustu sem ég vildi inna af hendi. En það sem af er þessu ári hefur verið mikil eftir- spum eftir minni þjónustu, um 40 fyrirtæki í fjölmörgum framleiðslu- og þjónustugreinum hafa verið í reglubundnu sambandi við mig vegna sinna áhugamála. Þetta tel ég einn af mínum mestu sigrum hér.“ „Annar ánægjulegur áfangi var stofnun verslunarráðsins. Þegar ég kom hingað til New York hafði ég samband við þau fyrirtæki sem eru í eigu íslendinga hér í norðaustur- hluta Bandaríkjanna og heimsótti mörg þeirra. Hugmynd um að koma á reglubundnu sambandi hlaut mjög góðar undirtektir hér og meðal bandarískra viðskiptaaðila og í við- skiptaheiminum á íslandi. Menn ákváðu því að stofna íslensk- ameríska verslunarráðið, sem hefur einkum því hlutverki að gegna, að vera vettvangur þar sem menn hittast, kynnast hver öðrum og bera saman bækur sínar.“ Hvað gerir viðskiptafuUtrúinn í New York? „Ég greini starfið í sex þætti: 1) Viðskiptafulltrúinn á að vera einskonar framlengdur armur ís- lenskra fyrirtækja sem skipta við Bandaríkin og það er ekkert of smátt til að hann skipti sér af því. Hann er almennur fulltrúi þeirra fyrirtækja sem vilja notfæra sér aðstoð hans. Ekki síst þeirra fyrir- tækja sem vilja sækja á Bandaríkja- markað eða eru í þann veginn að heíja sókn þar. 2) Fulltrúinn vinnur ennfremur að samstarfi fyrirtækja sem eiga við- skipti við Bandaríkin. 3) Þá tek ég við og vinn úr fyrir- spumum varðandi ísland, sem ber- ast frá bandarískum aðilum. Marg- ar þeirra reynast léttvægar, en ýmsar hafa reynst alvarlega meint- ar og í sumum tilfellum hafa hér- lendir aðilar ákveðið að gera sér ferð til íslands í viðskiptaerindum. í þessu sambandi ber talsvert á fyrirspumum um ij'árfestingar- möguleika, en þar vandast_ málið þegar gefa skal skýr svör. íslensk löggjöf þarfnast hið bráðasta sam- ræmingar við, þannig að það verði hægt að flytja erlent áhættuljár- magn inn í landið, án þess að ríkis- ábyrgð, Seðlabankaábyrgð eða annað slíkt þurfi til. 4) Samstarf hérlendra fyrirtækja í eigu íslendinga, sem nýstoftiað Verslunarráð er dæmi um. 5) Ég hyggst leita eftir iðntækifær- um sem hægt væri að færa sér í nyt á íslandi. Sá kapituli hefur orðið útundan vegna meiri anna en gert hafði verið ráð fyrir. 6) Loks em það samskipti við stofn- anir Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. að koma á framfæri tilboðum ís- lenskra fyrirtækja í verkefni á vegum SÞ og fylgja þeim eftir. Það hefur ekki gengið að óskum. Ég lagði til dæmis fram gott tilboð tveggja íslenskra fyrirtækja í jarð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.