Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 4

Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKtFTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss f.júll Elvira Oria 15. júlf Bakkafoss 29. júlí Elvira Oria 12.ág. NEWYORK Bakkafoss 30. júní Elvira Oria 14. júll Bakkafoss 28.JÚH Elvira Oria 11. óg. HAUFAX Eh/ira Oria 18. júll Elvira Oria 16.ég. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINQHAM Álafoss 22.jún( Eyrarfoss 29. júnl Aíafoss 6. júli Eyrarfoss 13. júlf FEUXSTOWE Alafoss 23. júnf Eyrarfoss 30. júni AÍafoss 7. júlí Eyrarfoss 14. júll ANTWERPEN Alafoss 24. júnl Eyrarfoss l.júlf Alafoss 8. júlí Eyrarfoss 16. júlí ROTTERDAM Aiafoss 25. júnf Eyrarfoss 2. jútl AÍafoss 9.júH Eyrarfoss 16. júH HAMBORO Alafoss 26. júnf Eyrarfoss 3. júlf Alafoss 10. júlí Eyrarfoss 17. júlf OAR8TON FjaUfoss 23. júní Fjallfoss 7. júlí IMMINGHAM Laxfoss 30. júni BREMERHAVEN Laxfoss 1.JÚII NORÐURLÖND/ EYSTRASALT FREDRIK8TAD Skógafoss 24. júnl Reykjafoss 1-júli Skógafoss e.júif Reykjafoss 16. júlf Alaborg Skógafoss 26. júnf Skógafoss 10. júlf HORSENS Reykjafoss 4. júir Reykjafoss 18. júlf QAUTABORQ Skógafoss 26. júnf Reykjafoss 2. júlf Skógafoss 9. júlf Reykjafoss 16. júlí KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 27. júnf Reykjafoss 3. júlf Skógafoss ll.júlf Reykjafoss 17. júlf HELSINGJABORQ Skógafoss 27.júnf Reykjafoss 3. júli Skógafoss 11. júlí Reykjafoss 17. júlf HELSINKI Dettifoss l.júlf GDYNIA Dettifoss S.jull ÞÓRSHÖFN Reykjafoss 28. júnf RIGA Dettifoss 3.JÚII Áaetlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, (sa- fjörður, Akureyri, Húsavik. Hálfsmánaðarlega: Siglu- fjörður.Sauðárkrókur og Reyðarfjörður. EIMSKIP Pósthússtraatl 2. Sfmi: 27100 Auglýsingar „Það þarf bara að nota kollinn “ Félagarnir Bjöm Bjömsson og Egill Eðvarðsson í Hugmynd sóttir heim FYRIR sex árum fengu tveir ungir menn þá flugu í kollinn að stofna fyrirtæki og lifa á því að selja hugvit. Þeir vissu sem var að í neysluþjóðfélagi nútimans þarf að pakka öllu, sem á að selja, i einhvers konar umbúðir í viðasta skilningi. Sjálfír höfðu þeir orðið talsverða reynslu i því að framreiða hugverk í einhveijar slíkar pakkningar, því báðir höfðu starfað hjá sjónvarpinu um langt skeið. Þeir þóttust því sjá fyrir sér endalausa möguleika í því að koma öUum sköpuðum hlutum i einhvers konar neytendaumbúðir eða eins og tvímenningamir segja sjálfir„ að pródúsera“ kynninguna á sölu- vörunni, hvers eðUs sem hún annars var, til að gera hana áUtlegri á markaðinum. Þeir Utu þvi á fyrirtæki sitt sem eins konar ráðgjaf- arfyrirtæki fyrst og fremst — og gera reyndar enn. Fyrirtækið köliuðu þeir Hug- mynd og þeir Bjöm Bjömsson og Egill Eðvarðsson eru síðan orðnir þjóðkunnir menn — þótt varla sé það fyrir ráðgjafarstörf. En þeir hafa „pródúserað" allt milli himins ogjarðar á siðustu sex árum. Fyrsta verkefnið var að leggja bókaút- gáfunni Iðunni til fyrirbærið herra Kjána tii nota í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta. Þeir hafa skipulagt verslanir, mótað umgjörð- ina kringum stjómmálafundi, gert kvikmyndina Húsið og nú síðast annast alla framkvæmd á þátttöku íslands f söngvakeppni Evrópu, þar sem þeir m.a. gerðu afbragðs myndband með (slenska þátttöku- laginu, reyndar eitt af nokkrum afrekum þeirra á því sviði. En fyrst og síðast hafa þeir Hugmyndar- menn getið sér orð sem helstu hugmyndasmiðir og leikstjórar fs- lenskra auglýsingakvikmynda. Á kaf í auglýsinga kvikmyndir „Þótt við hefðum í upphafi séð fyrir okkur að starfsemin yrði aðal- lega fólgin í ráðgjöf, þróuðust mál þó fljótlega á þann veg að menn sem leituðu til okkar eftir hug- myndum að sjónvarpsauglýsingum, óskuðu eftir því að við fylgdum verkefnunum eftir til loka,“ segja þeir félagar. „Nú standa því mál þannig að við erum hér inn við Sundahöfn með 600 fermetra stúd- íó og leikmunagerð f tengslum við hana — erum auglýsingafyrirtæki án þess að ráða yfir einum einasta teiknara eða vera með eiginlega auglýsingagerð, sjónvarpsfyrirtæki án þess að vera með eitt einasta tæki. Við kaupum því alla okkar þjónustu á þessum sviðum annars- staðar frá og þá verður ekki hjá komist að nefna hið ágæta samstarf milli okkar og Sagafílm, sem rekur stúdíóið hér, Aðstöðu, í félagi við okkur. Þessu samstarfí má líkja við það að við sjáum um hugbúnaðinn meðan þeir leggi til vélbúnaðinn." Tfminn hefur flogið áfram þessi sex ár, segja þeir félagamir, með hefðbundnu jólaati ár hvert og stöðugri vinnu þess á milli. Inn á milli hafa þeir svo leyft sér að taka ofurlítil hliðarspor, ýmist saman eins og var þegar þeir réðust í gerð Hússins með þeim Sagafilmmönn- um, eða hvor í sfnu lagi, eins og þegar Bjöm hefur brugðið sér i leikhúsin við leikmyndagerð og Egill til sjónvarpsins til að stjóma upptöku á áramótaskaupi eða svið- setja gamanið hans Ladda. Það er annars athyglisvert hversu keimlík- ur bakgrunnur þeirra samheijanna er. Báðir voru tónlistarmenn, Bjöm með Savannatríóinu og Egill með minna þekktum unglingahljóm- sveitum. Bjöm fór að fást við leik- myndagerð strax í menntaskóla og varð síðan fyrsti jrfirmaður leik- mjmdadeildar sjónvarpsins næstu tíu árin. Egill aftur á móti fór til Bandarfkjanna til mjmdlistamáms strax að loknu stúdentsprófi og fór síðan f Myndlista- og handfðaskól- ann hér heima, þar sem hann lauk prófi frá teiknikennaradeild. Hann hóf síðan störf sem upptökustjóm- andi hjá sjónvarpinu 1971 og var þar næstu tíu árin eða þar til þeir Bjöm ákváðu að rugla saman reit- um. Bjöm sneri sér f millitfðinni að lausamennsku, bæði hjá sjónvarp- inu og öðrum var viðriðinn gerð Brekkukotsannáls og Paradísar- heimts með v-þýska sjónvarpinu og einnar fyrstu íslensku kvikmjmdar- innar, Punktsins, meðan Egill var farinn að leikstýra leikritum hjá sjónvarpinu samhliða því að stjóma upptökum. Sjóvarpsaug'lýsingar í framför Með þennan bakgrunn f huga er e.t.v. ekki að undra að verkefnin hafí ekki látið á sér standa þegar þeir félagamir fóru að snúa sér að sjónvarpsauglýsingagerð. „Við höf- um alveg síðan átt því láni að fagna að eiga mjög góðan og tryggan viðskiptamannahóp," segja þeir ennfremur. „Við fáum kannski færri verkefni en sumir en að sama skapi stærri og þannig viljum við hafa það. En þótt verkefnin kunni þar af leiðandi að kosta meira hjá okkur en sumum keppinautanna, hefur aldrei staðið á greiðslum til okkar hvemig svo sem barlómurinn í viðskiptalffinu hefur annars verið. Við teljum okkur líka hafa átt þátt í því að hafa breytt íslenskum sjón- varpsauglýsingum til hins betra. Nú getum við horft á það með tals- verðri velþóknun að inn í þessa grein er að koma heilmikið af hæfum og velmenntuðum fag- mönnum, sem veita okkur verðuga samkeppni og þar nefni ég t.d. strákana í Frostfilm. Og samkeppn- in í sjónvarpsauglýsingagerð er orðin mikil. Mörg smærri tækjafyr- irtæki hafa verið að spretta upp og tækjakostur í landinu fer tvímæla- laust batnandi. Það er þess vegna enginn vafi á því að gæði sjón- varpsauglýsinga hér fara stöðugt vaxandi. En við höfum aldrei orðið undir í samkeppninni, því verkefnin halda áfram að streyma inn án þess að við höfum raunverulega gert nokkuð til að leita eftir þeim. Okkur rekur því í rogastans þegar við hejrrum að sum fyrirtæki séu með allt að 4-5 sölumenn í þvf að selja mönnum f viðskiptalffinu auglýsingar." Morgunblaðið/Börkur HUGMYNDARÍKIR — Félagamir Bjöm Bjömsson og Egill Eðvarðsson hafa nú um 6 ára skeið rekið leiðandi fyrirtæki f sjón- varpsauglýsingagerð hér á landi. Þeir hafa unnið jöfnum höndum fyrir auglýsingastofur og einstök fyrirtæki og meðal verkefna f ár em auglýsingar fyrir Hörpu, Pennann, Húsasmiðjuna, Sól, Fálkann, Toy- ota, Frigg og fleiri fyrirtæki, Landsbankann og Nóa og Síríus fyrir Svona gemm við, Samvinnuferðir, Eimskip og Mjólkurdagsnefnd, fyrir GBB/Auglýsingaþjónustuna, Bókaforlagið Iðunni fyrir Oktavó, 3K/ kontra, fyrir Argus, Freyju, Nesco og Islenska Steinull, fyrir Bjama DagJónsson ogTeppaland, fyrir AUK. En þótt ráðgjöfin hafi ekki orðið aðalstarfsvettvangur Hugmyndar er engu að síður talsvert um að menn úr viðskiptalffí leiti til þeirra tvímenninganna eftir ráðum. „Þeir koma þá gjaman með einhveija vöm undir hendinni og spyija: Hvað á ég að gera, á ég að auglýsa þetta í sjónvarpi eða á ég að fara með þetta í blöðin? Þessir menn er af einhveijum ástæðum tregir til að fara á næstu auglýsingastofu, ótt- ast kannski að þeim verið þröngvað út í eitthvað sem tryggi betur hag stofunnar en þeirra. Við reynum auðvitað að svara samviskusamlega — stundum leggjum við til sjón- varpsauglýsingu og í önnur skipti að þeir notið blöðin og fer það þá allt eftir því hvers eðlis varan er.“ Meðalverð sjónvarps auglýsingar 250 þúsund Menn skyldu heldur ekki ráðast í sjónvarpsauglýsingagerð að van- hugsuðu ráði, því að hún kostar peninga. Þeir Egill og Bjöm giska á að meðalverð á íslenskri sjón- varpsauglýsingu liggi nú á bilinu um 250 þúsund krónur og vart sé unnt að fara neðar en f 150 þúsund krónur, ef eitthvert vit á að vera í auglýsingunni. Hvemig menn geta búið til auglýsingar fyrir 30 þúsund krónur er okkur óskiljanlegt en það er þá líka skýringin á þeirri hörm- ung sem stundum birtist f auglýs- ingatíma sjónvarpsins. Að baki þessu liggur röng auglýsingastefna sjónvarpsins að okkar mati. Við emm á því að birtingar í sjónvarpi séu alltof ódýrar og þess vegna era á ferð í auglýsingatfma sjónvarpsins myndir sem ekkert erindi eiga þangað. Afleiðingin verður alltof langur auglýsingatími, sem aftur dregur úr áhrifamætti birtinganna. Þess vegna ætti sjónvarpið að tvö- falda og jafnvel þrefalda birtingar- kostnaðinn. Þar með myndu hverfa úr auglýsingatímanum auglýsingar, sem em raunvemlega ekki að hæfi þessa miðils, t.d. um hlutaveltu einhverra félagasamtaka. Sjón- varpsauglýsing er sterkasta auglýs- ingaformið og þess vegna er mikil- vægt að þannig sé að málum staðið af hálfu sjónvarpsins að þessi miðill njóti sfn sem slfkur og eins að þeir auglýsendur, sem standa vel að málum, fái það fyrir peninginn sem þeim ber. Það stendur ekki á svarinu þegar þeir em spurðir um eftirlætisaug- lýsinguna sem þeir hafi gert. „Við höldum langmest upp á Svalabar- inn,“ segir Bjöm. „Agli tekst oft n\jög vel upp í auglýsingum með tónlist og dansi. Það hefur síðan komið í ljós á ýmsum þeirra tónlist- armyndbanda sem við höfum gert, að Egill er góður í kóreagrafíu. Menn létu t.d. mikið með dansatrið- in í Gleðibankanum úti f Noregi og hefðu sennilega undrast, hefðu þeir vitað að þama vom ekki atvinnu- dansarar heldur krakkamir úr Tónabæ." Auglýsingastfl sinn sækja þeir Hugmyndarmenn einkum til enskra og bandarfskra sjónvarpsauglýs- inga.„ Bandaríkjamenn hafa að undanfömu verið að sækja mikið í sig veðrið f sjónvarpsauglýsinga- gerð. Hjá þeim bar mikið á væmn- um og yfirdrifnum auglýsingum en nú orðið em þeir orðnir bestir í myndum sem hafa eitthvert skemmtanagildi. Há Bretunum er hins vegar alltaf stutt f húmorinn og þeir gefa sér yfirleitt góðan tíma. Samt ber enn of mikið á því f sjón- varpsauglýsingum almennt að myndir séu eyðilagðar með alltof miklum texta. Bestu auglýsingam- ar em þær þar sem myndin er látin tala og svo kemur setning f lokin eins og punkturinn jrfir i-ið.“ Vantar viskí í raddirnar Hugmynd er án efa það auglýs- ingafyrirtæki hér á landi sem mesta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.