Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/JQVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ 1986 B 5 reynslu hefur i leiknum auglýsing- um. En hvemig skyldi ganga að manna slíkar auglýsingar? „Við höfum lagt mikla áherslu á að koma okkur upp sem mestri breidd af góðum týpum og erum með fjölda slíkra á skrá hjá okkur. Hins vegar er það staðreynd að auglýsandinn gerir vaxandi kröfur um að fá alltaf ný og ný andlit en samt fólk sem á að geta leikið. Helst vilja menn fá einhvem eins og Sigga Siguijóns án þess þó að það sé Siggi Siguijóns og gleyma því að það kemur ekki nema einn Siggi Siguijóns fram á hverri öld. Þessi krafa kostar því oft mikla leit og við höfum í vaxandi mæli leitað til leikaranna okkar, jafnvel þótt andlit þeirra séu ekki alveg ný. Það er líka að vakna skilningur á því að það þarf fag- menn á þessu sviði eins og öðmm til að koma þeim skilaboðum mark- visst til skila, sem auglýsingunni er ætlað að flytja, því að oft em skilaboð auglýsingarinnar fólgin í svipbrigðunum einum og það em fagmennimir, leikaramir, sem kunna að skila þessum svipbrigðum þegar við á.“ En sé enginn hörgull á góðu fagfólki til að leika í sjón- varpsauglýsingum kvarta þeir Bjöm og Egill sáran yfir því að tilfinnanlega vanti þessar djúpu viskíraddir, sem gefi svo mörgum erlendum sjónvarpsauglýsingum sinn sérstaka blæ. Það vantar sem sagt viskíið í íslensku raddböndin. Svo mikið hefur verið fjallað um þátttöku íslands í söngvakeppni Evrópu að það væri að æra óstöðug- an að fara frekar út í þá sálma, þótt það hafi verið meginverkefni Hugmyndar frá því í marsmánuði og fram í maí. Þó er ljóst að þeir félagamir telja sig hafa öðlast mikilsverða reynslu í þeirri eldskím allri. Þeir bera iof á Ríkisútvarpið að hafa veitt utanaðkomandi aðila tækifæri til að axla alla þá ábyrgð, sem þessu var samfara, og segjast vonast til að þetta marki upphafið að því að sjónvarpið leiti í ríkara mæli út fyrir stofnunina eftir inn- lendri dagskrárgerð og dagskrár- efni. Það má heyra á þeim Agli og Bimi að hugur þeirra stendur til slíkrar sjónvarpsvinnu. Þeir segja að til sé ósáður akur, þar sem sé gerð stuttra kvikmynda er henti sjónvarpi og nægt framboð á vinnufúsum höndum nú þegar blómaskeið langra leikinna kvik- mynda sé greinilega að baki. Þeir sjá líka mikla framtíð í gerð tónlist- armyndbanda, enda orðið svo fræg- ir að til þeirra leitaði bandarísk söngkona, Regina að nafni, og fékk þá til að gera myndband með sér, sem nú hefur verið margsýnt hjá sjónvarpsrásinni bandarísku sem lifir á því að sýna einvörðungu slík tónlistarmyndbönd. Og á meðan siglir Regina með lagið sitt upp vinsældaiistana vestan hafs. Nýir iandvinningar - ný viðhorf Þeir Egill og Bjöm em þó ekki búnir að segja skilið við auglýsinga- heiminn. Þeir em meira að segja svo stórhuga að þeir em búnir að setja á myndbandssnældu sýnis- homasyrpu af auglýsingum sínum, sem þeir ætla að koma á framfæri í Danmörku. Nú líður nefnilega senn að því að Danir komist í fyrsta sinn í kynni við sjónvarpsauglýsing- ar en kunna lítið til verka á því sviði. Þeir félagamir þykjast sjá teikn þess að breskir og þýskir auglýsingagerðarmenn muni storma inn á þennan markað og hví skyldu ekki íslenskir kunnáttu- menn, sem hafa lært að vinna vel við knappan fjárhag, geta nælt sér í sneið af þeirri köku? Og hér heima fyrir eiga þeir sér líka óskaverkefni — eða öllu óskakúnna. „Við fengum nefnilega eins kon- ar menningaráfall þegar við komum út til Noregs þama á dögunum og urðum þess áskynja hversu óskap- leg vanþekking ríkir um ísland og allt sem íslenskt er, jafnvel meðal frænda okkur á hinum Norðurlönd- unum,“ segja þeir félagamir. „Þama kom upplýst og framsækið fólk hvaðanæva úr Evrópu og við komumst að raun um að sú mynd sem það hafði af íslandi var vægast sagt heldur fáfengileg. Vafalaust á þetta sér allt sínar skýringar. Við vitum að af hálfu ferðamálayfir- valda er lögð heilmikil vinna í land- kynningarmál en óhjákvæmilega fær maður það á tilfínninguna eftir þessa reynslu að það starf sé ekki mjög markvisst og ekki hafí tekist að koma því nægilega vel til skila hver staða íslands sé í samfélagi þjóðanna og að hér búi fólk sem ' er í takt við helstu strauma nútím- ans og haldi uppi miklu og blómlegu menningarlífí." Og Björn Bjömsson rifjar upp í þessu sambandi atvik frá þeim tíma er hann var við nám og störf hjá danska sjónvarpinu í bemsku ís- lenska sjónvarpsins. Hann átti þess þá kost að sækja mikla norræna fatasýningu í Bella Center í Kaup- mannahöfn. Hann gekk þar um sali innan um glæsta sýningarbása nágrannanna, þar sem blasti við norræn hönnun og uppsetning af allkunnri smekkvisi frændþjóða okkar. Síðan var honum skyndilega gengið fram á sýningarbás helsta íslenska ullarvömframleiðanda þess tíma. Nokkur mannsöfnuður var samankomin við básinn og inni í honum miðjum stóð forstjórinn og eigandinn á hvítri skyrtu og með uppbrettar ermar og kynnti fram- leiðslu sína með þvi að bera hana við sjálfan sig með fyrirgangi og tilheyrandi hávaða. „Mér var undir- eins ljóst að fólkið var ekki þama komið til að virða fyrir sér f atnaðinn heldur til að horfa á manninn sem eitthvert fyrirbæri og skemmti- kraft. Ég læddist hljóðlega á braut og lét engan vita af því í það skipt- ið að ég væri líka íslendingur." Og Egill tekur upp þráðinn: „Það er frá sveitamennsku af þessu tagi sem við verðum að hverfa. Burt með minnimáttarkendina, því að hún er ástæðulaus. Hún hefur verið alltof rílq'andi hjá þessari sjálfs- bjargarkynslóð, þessum dugnaðar- forkum sem hér hafa ráðið ríkjum til skamms tíma. Nú er hins vegar að taka við völdum önnur kynslóð með ný viðhorf og sem þjáist ekki af neinni minnimáttarkennd gagn- vart því sem útlenskt er. Við vitum að þjóðin er vel menntuð og að við erum sigldari en almennt gerist meðal annarra þjóða. Þar af leið- andi erum við oft á tíðum með víð- ari sjóndeildarhring og breiðari þekkingu að ýmsu leyti. Við getum þess vegna gert okkur gildandi á öllum þeim sviðum, sem við kærum okkur um. En til þess þarf ákveðna fagmennsku, ekki síst í því að koma því á framfæri sem við höfum upp á að bjóða. Við vitum að það þarf nú á dögum að pakka öllum sköpuð- um hlutum í tilteknar neytendaum- búðir — það þarf að „pródúsera" kynningarnar á því er koma skal á framfæri. í því skyni þarf að nota fjölmiðlun nútímans og þá ekki síst sjónvarpið sem er sterkasti miðillinn sem til er. Innan þess er sterkasta tjáningarformið myndir og tónlist í bland. Bítlamir og Abba hafa senni- lega átt stærri þátt í mótun þeirrar ímyndar sem við höfum af Bretlandi og Svíþjóð en flest annað. Sjón- varpsstöðvar um allan heim æpa á gott og velframreitt efni á þessu sviði. Það þarf bara að nýta sér þessi tækifæri — nota kollinn til að búa til efni sem höfðar til þessa markaðar og skapa um leið ákveðna ímynd af þessu fallega landi og þessu nútímafólki sem byggir það. Sú ímynd hjálpar síðan upp á sölu á öllum öðrum afurðum héðan, sem við teljum eiga erindi á erlendan markað. Það kaupir enginn físki- bollur úti í búð ef menn vita ekki af þeim þar. Þess vegna klæjar okkur líka í fínguma að fá að takast á við það verkefni að „pródúsera" Island — að fá tækifæri til að koma því á framfæri á okkar hátt. Við viljum því gjaman fá ísland hf. sem kúnna.“ Loftmyndir Landmælingar íslands taka ínotkun nýtt skráningarkerfi LANDMÆLINGAR íslands eru að taka í notkun og kynna nýtt skráningarkerfi loftmynda, sem unnið hefur verið að undanfarin fimm ár. Þorvaldur Bragason, deildarstjóri Fjarkönnunardeild- ar LÍ segir að markmiðið sé að notendur loftmynda um allt land geti gerst áskrifendur að skráðu efni; ársskýrslum, skrám, flug- línukortum og örfilmum af loft- myndum. Ársskýrslur og kynningarefni frá árunum 1981 til 1984 var nýlega sent til 180 aðila víðsvegar um landið, sveitarfélaga, búnaðarsam- banda, ríkisfyrirtækja og -stofnana, bæjarfógeta og sýslumanna, hér- aðsskjalasafna og nokkurra verk- fræðistofa. Að sögn Þorvaldar hafa þegar margir þessara aðila, sér- staklega utan höfuðborgarsvæðis- ins, óskað eftir því að gerast áskrif- endur að árlegu skráningarefni um sitt svæði og nokkrir hafa hjá sér fullkomnar upplýsingar um allar loftmyndir sem teknar hafa verið af landinu á undanförnum árum. Má þar nefna Vegageið ríkisins, Orkustofnun, Háskóla íslands og Skipulagsstjóra ríkisins. Þeir sem nýta sér efnið geta fylgst með því hvað tekið er af loftmyndum á Is- landi og gert myndapantanir bréf- lega til Landmælinga íslands. Þannig þurfa notendur utan Reykjavíkur ekki að leggja á sig ferðlag til borgarinnar til að skoða og panta loftmyndir. Þorvaldur Bragason, landfræð- ingur, deildarstjóri Fjarkönnunar- deildar hefur aðallega unnið að þessu verkefni ásamt Ágústi Guð- mundssyni, forstjóra Landmælinga íslands, og Magnúsi Guðmundssyni landfræðingi. XJöföar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! EN H.F, BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. LOFTMYNDIR — Þeir sem standa að skráningarkerfí loft- mynda, f.v. Þorvaldur Bragason, deildarstjóri Fjarkönnunardeildar Landmælinga Islands, Magnús Guðmundsson, landfræðingur og Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands. ENSKU SKÁPARNIR FYRIR: • Vinnustaði • íþróttahús • Umferðar- miðstöðvar • Flugvelli o.fl, I BISLEVl Seljendur ogkaupendur hlutabréfa Markmid okkar er að studla að eflingu og þróun hluta- bréfaviðskipta hér á landi og að starfrœkja hlutabréfa- markad Kaupum og seljum hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum á eftirfarandi verði:*) Eimaskipafélag íslands hf. Kaupverð m.v. 100 kr. nafnverðs Kaupverð að lokinni jöfnun Söluverð m.v. 100 kr. nafnverðs Söluverð að lokinni jöfnun 370 185 400 200 Flugleiðir hf. 390 130 421 140 Iðnaðarbankinn hf. 125 91 135 98 Verslunarbankinn hf. 124 90 134 97 *) Askilinn er réttur til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir. Veitum hvers kyns ráðgjöf og aðstoð við stofnun hlutafélaga, verðmat hlutabréfa, útboð hlutafjár og kaup og sölu hlutabréfa. Hlulabréfamarkaéurinn hf Skólavörðustíg 12, 3. h. Reykjavík. Simi 21677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.