Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 11

Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTI AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. JUNI1986 B 11 Tölvur 00 Ortölvutækni set- urnýja tölvuá markaðinn og opn- arnýja verslun Á LAUGARDAGINN kemur opnar Örtölvutækni nýja verslun að Ármúla 38 í Reykjavík. Örtölvutækni hóf starfsemi 1978 og lagöi í fyrstu megin áherslu á hönnun og framleiðslu íslensks tölvubúnaðar. Á seinni árum hefur fyrirtækið einnig selt mikið af tölvum og tölvu- búnaði þótt enn sé nýsmíði og hönnun veigamikiU þáttur starfseminn- ar. Talsmenn fyrirtækisins telja að sá þáttur styrki jafnframt við- halds- og þjónustudeildir fyrirtækisins. í hinni nýju verslun verður meðal annars sérstök húsgagnadeiid auk þess sem bryddað er upp á nýjungum í þjónustu, svo sem prentun á skrám sem fólk kemur með á eigin disklingum. Hin nýja verslun skiptist í þijár deildir, töivudeild þar sem seldar eru tölvur og tölvujaðartæki, rekstrarvöru- deild og húsgagnadeild. Þá er væntanleg á markaðinn ný, ódýr einmenningstölva, sett saman á íslandi. Örtölvutækni hefur söluumboð fyrir IBM-PC og Hewlett-Packard tölvur og verða þær að sjálfsögðu til sölu í versluninni. Að þvf er Heimir Sigurðsson framkvæmda-i. stjóri sagði blaðamanni er fyrirtæk- ið að hefja samsetningu á eigin tölvum sem seldar verða í verslun- inni þegar þar að kemur. Hin nýja tölva frá Örtölvutækni verður ein- menningstölva, IBM-PC samlík, ýmist disklingavél eða með hörðum diski, allt upp í 20 MB að stærð. Er búist við að hún verði í hópi hinna alódýrustu á markaðnum. Þá verða sýnd og seld Ijölmörg jaðar- tæki fyrir tölvur, frá fyrirtækjunum IBM, Hewlett-Packard, Lear Sie- gler, Gandalf, Browns og Local Data. Allt eru þetta góðkunn vöru- merki. Nýtt tæki, hannað og framleitt af starfsmönnum Örtölvutækni. það er boðbreytirinn „Baldur" sem gerir mögulegt að nota saman tölvur og tölvujaðartæki af mismunandi teg- undum, til dæmis að tengja tölvur og prentara en það verður einnig sýnt. Framleiðsla er nýhafin en tæki hafa þegar verið seld til Dan- merkur og Noregs og fyrirspumir borist víða að, meðal annars frá Kuwait. Sex prentarar í gangi Það er nýlunda í tölvudeildinni að viðskiptamönnum gefst kostur á að sjá prentara af ýmsum tegund- um, svo sem IBM, HP, Microline, Citizen og Triumph Adler í gangi og geta þannig borið saman á staðnum. í þjónustudeild verslunarinnar verða seldar allar vömr sem tölvu- notendur þurfa til dagiegs brúks, svo sem forrit, disklingar, letur- borðar, pappír og þess háttar. í þessu sambandi bentu þeir í Ör- tölvutækni á að fyrirtækið tæki nú að sér söluumboð fyrir Tæknival, meðal annars fyrir hina þekktu XIDEX gæðadisklinga. Með stofn- un verslunarinnar tekur Örtölvu- tækni upp heimsendingarþjónustu. Viðskiptamenn þurfa nú ekki að ómaka sig eftir nauðsynjunum, þjónustudeild Örtölvutækni sendir þeim þær samdægurs. Þá er það einnig nýlunda að viðskiptamenn geta fengið verk sín prentuð á Hewlett-Packard leisiprentarann, ef þeir koma með þau á disklingum. Verð á þessari þjónustu miðast við það hve mikið þarf að eiga við skrámar fyrir prentun. Svipuð þjónusta er veitt þeim sem þurfa að fá teiknað eftir forritum, teikningar, línurit og ýmiss konar gröf. Teiknarinn er frá Hewlett- Packard og tekur stærst pappírs- stærðina A3. Þriðja deildin f hinni nýju verslun Örtölvutækni er húsgagnadeildin. Þar verður lögð áhersla á fslenska framleiðslu frá Stálhúsgagnagerð Steinars og Gamla Kompaníinu. Seldir verða hljóðeinangrandi skil- veggir, tölvuborð og stólar og fleiri húsgögn sem sérhönnuð eru fyrir tölvur. Eins og fyrr sagði er hin nýja verslun Örtölvutækni að Ármúla 38, á homi Ármúla og Selmúla. Verður hún opnuð á laugardaginn, 21. júní, og verður opin þann dag fráklukkan 10—16. BALDUR — þrír starfsmenn Örtölvutækni með frumdrögin að boðbreytinum Baldri. Þau em teiknuð í HP-teiknaranum, sem viðskiptamönnum gefst kostur á fyrir teikningar sfnar f hinni nýju verslun. Þess má geta að þessar teikningar em af rafrásunum í Baldri, en þær em svo prentaðar á plötumar í Dan- mörku. Áður em þær smækkaðar og tækið sjálft er ekki mikið stærra en karlmannslófi. Mennimir em talið frá vinstri: Gísli Amar Gunnarsson, Halldór Sigurðsson og Björgvin Guðmundsson. Ferðamál Nýir mmjaprent- gripirfrá Litbrá PRENTSMIÐJAN Litbrá hf., sem gefið hefur út póstkort og Iitlar myndabækur fyrir erlenda ferðamenn sl. 22 ár, hefur nú aukið til muna þessa útgáfustarfsemi með útgáfu á veggspjaldi, diskamottum og glasamottum með litljósmyndum frá landinu. Bmiðarfyrir TÖLVUPRENTUN EFTIRTALDAR MIÐASTÆRÐIR JAFNAN FYRIRLIGGJANDI. ADRAR STÆRÐIR FÁANLEGAR MED STUTTUM FYRIRVARA. 8 1 MIÐIÁ ÖR K__________ _______________________ 89 x 23,4 mm 31 89 x 48,8 mm || 100 x 36,1 mm~jj| 125 x 48,8 mm j ^ Veggspjaldið sem er að stærð 59,4x84,3 er með 26 litmyndum frá flestum markverðustu ferða- mannastöðum landsins s.s. Þing- völlum, Skaftafelli, Mývatni, Gull- fossi, Geysi, Heklu, Landmanna- laugum, Þórsmörk, Snæfellsnesi, Borgarfirði, Hveravöllum, Vatna- jökli, Látrabjargi, Ófærufossi, Herðubreið, Hvítserk, Atlavík, Reykjavík, Akureyri o.fl. Það er einkum ætlað ferðamönn- um og verður til sölu í öllum minja- gripaverslunum landsins, bóka- verslunum og hótelum. Það er prentað á góðan myndapappír og er selt í handhægum glærum plast- hólkum og því tilbúið til sendingar sem pentað mál, að sögn Rafns Hafnfjörð hjá Litbrá. „Veggspjaldið er einnig ætlað til að kynna okkar fagra land hjá öllum ferðskrifstofum er selja ferðir til LANDKYNNING - Rafn Hafnfjörð ásamt sýnis- homum af nýju prentgripunum sem Litbrá hefur nú sent frá sér. íslands, svo og okkar helstu út- flutningsfyrirtækjum. Einnig er það kjörið fyrir hópa og einstaklinga, skólafólk og aðra sem fara til út- landa og vilja sýna á einu blaði fegurð landsins og kosti, eins og segir á veggspjaldinu: Fresh air, clear water, unspoilt nature, peace- ful country," segir hann. Diskamottumar, sem Litbrá gef- ur út, era prentaðar á mjúkt plast, sem hægt er að þvo. Þær era einnig ætlaðar erlendum ferðamönnum sem minjagripir og jafnframt til notkunar á veitingastöðum til kynn- ingar á landinu, til skrauts og spamaðar á dúkaþvotti. Þær era af þremur gerðum, ein með litmyndum víðsvegar af landinu, önnur með 12 litmyndum frá Reykjavík og sú þriðja með 8 litmyndum frá Mývatni og ná- grenni. Glasamotturnar, sem era 6 sam- an í glæra plasti, era með 6 mis- munandi litmyndum þ.e. Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Mývatn, Skafta- fell og Snæfellsjökull. Þær era prentaðar á myndapappír, síðan límdar á mashonít og að lokum lakkaðar með sérstöku lakki sem þolir þó nokkum hita. Allir era þessiri prentgripir prýddir ljósmyndum eftir Rafn Hafnfjörð. 8 89 x 36,1 mm 3 S MIÐAB Á ÖRK *Þessiir þrjár stærdir ráða þeir prentarar við sem einungis eru stilltir fyrir A-4. jj 89 x 23,4 mm f II 100 x 36,1 mm 1 H 89 x 36,1 mm t IP 107 x 36,1 mm * j jj 89 x 48,8 mm 107 x 48,8 mm * 1 1 3 MIÐAR Á ÖRK | 89 x 23,4 mm | 89 x 36,1 mm I j 89 x 48,0 mm I j 102 x 36,1 mm I j 107 x 23,4 mm j 107 x 48,8 mm f 4 MIÐAR Á ÖRK 80 x 23,4 mm 80 x 36,1 mm 3 3 EYMUNDSSON AUSTURSTR/ETI 18, SÍMI 13135 Island — Ameríka Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með M.v. RAINBOW HOPE". Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, frystivöru og frystigáma. Lestunardagar Áætlun: Njarðvík - Norfolk 22. júní — 2. júlí 12. júlí —22. júlí 2. ágúst —12. ágúst Umboösmenn okkar eru Cunnar Cuðjónsson sf Hafnarstræti 5 P0 Box 290 121 Reykjavik simi 29200 Telex 2014 Mendian Ship Agency. Inc 201 E Citv Hall Ave . Suite 501 Norfolk Va 23510 USA Simi (0041-625-5612 Tetex 710-881-1256 (jff- Rainbow L,tr Navlgationjnc. A—Q -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.