Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 B 3 wpiI II U1 mm n « 1 fMgfl <>i ICY — Þeir C. MuUen og I.V. Locwood (l.t.v.) í verksmiðju ÁTVR og með þeim á myndinni eru starfsmenn ÁTVR, Þór Oddgeirsson, Bjarni Sigmundsson og Stef- án Sverrisson en Orri Vigfússon er annar frá hægri. Á hinni myndinni eru þeir Lockwood og Mullen komnir í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og með þeim eru Ragnar Halldórsson, stjómarformaður Útflutningsmiðstöðvarinnar og Lárus Berg, stöðvarstjóri auk Orra Vigfússonar lengst til hægri. Kanna útflutning-smöguleika Icy Vodka Breskir sérfræðingar kynntu sér átöppunar aðstöðu Á TVR ogEgils Skallagrímssonar ATHUGUN fer nú fram á möguleikum þess aö hefja útflutning á Icy vodka til Bandaríkjanna. í síðustu viku voru hér á ferö tveir breskir sér- fræðingar til að kynna sér aðstæður og líta á aðstöðuna, sem er fyrir hendi hér á landi, til áfyllingar á flöskur. Icy vodka er blandað og framleitt hjá Amalgamated Distilled Product Plc. í Skotlandi fyrir forráðamenn Icy vodka, þá Orra Vigfússon og Olaf Sigurðsson, en það er hins vegar talin forsenda fyrir útflutningi á Icy til Bandaríkjanna að áfenginu sé tappað á flöskur hér á landi. Amalgamated Distilled Product er undirfyrirtæki Argyll Group Plc., sem er eitt umsvifamesta fyrirtæki Bretlandseyja um þessar mundir í mat- og drykkjarvöru. Argyll var mjög í fréttum fyrir skömmu þegar það reyndi að yfir- taka Distillers-fyrirtækið, fram- leiðanda Johnny Walker, en varð að láta í minni pokann fyrir Gui- ness-fyrirtækinu alkunna. Út- flutningsarmur Amalgamated nefnist Barton Intemational og í síðustu viku voru hér á ferð fram- kvæmdastjóri Barton Intemation- al, I.V. Lockwood, og framleiðslu- stjóri Amalgamated, C. Mullen og ásamt Orra Vigfússyni og Ólafí Sigurðssyni áttu þeir viðræður við stjómvöld og forystumenn í ís- hitaverkefni hjá SÞ, en því miður virðist hafa verið fyrirfram ákveðið að taka öðru tilboði. Hjá SÞ er mikið af verkefnum af stærðar- gráðu sem við myndum ráða við, mun aðgengilegri en ýmis verkefni á vegum Alþjóðabankans." Norrænt samstarf „Fyrir mig nýkominn hingað, var það mjög mikils virði að geta gengið inn í fullmótað samstarf viðskipta- fulltrúa Norðurlandanna. Þeir halda meðal annars fimm fundi ár hvert, til að ræða þau mál sem eru efst á baugi hjá hveijum og einum. Menn kynnast allnáið og geta því leitað hver til annars og við íslendingar höfum notið góðs af þvf.“ Hver eru helstu umkvörtunar- efnin? „Það sem kemur manni á óvart við að koma hingað til Bandaríkj- anna eru hinar mikiu andstæður. Annars vegar eru fyrirtæki eins og MacDonalds, sem virðast gera bibl- íusöguna um fiskinn og brauðið að veruleika, þar er hreint ótrúleg framleiðni. Hins vegar ríkir hér óskapleg skriffinnska, margslungin og miklu tímafrekari en maður gerir sér grein fyrir heima á íslandi." „Undanfama mánuði hef ég verið mikið bundnari hér á skrifstofunni en ég þyrfti að vera, og ekki gefist nægur tími til að slást við skrif- finnana og sinna nauðsynlegum erindagjörðum eins og öflun iðnað- artækifæra. Eg tel að mínir kraftar þurfi að nýtast betur, utanríkis- ráðuneytið lofaði að ég fengi ritara til liðs við mig héma á skrifstofuna, en því miður hefur dregist úr hömlu að útvega hann. Ég hef aðgang að þeim ritumm sem hér starfa, en þeir em þegar hlaðnir störfum. Auk þess bráðvantar hér aðstöðu til að halda fundi með 10-12 manns." Hvað er framundan? „Ég er með hugmyndir um að bjóða til íslands blaðamönnum hjá útgerðartímaritum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Ég vil nýta sem allra best konsúlafundinn sem utanrikisráðuneytið heldur í haust. Mig langar að vinna að kynnisferð fyrir hönnuði og fram- leiðendur ullarvöm á Pret-fatasýn- inguna 14.-16. september. Ég geri ráð fyrir mikilli þátttöku íslendinga í útgerðarvömsýningunni Fish Expo í Boston 16.-18. október. Loks verður Íslensk-ameríska verslunar- ráðið með ráðstefnu í Washington í septemberlok um viðskipti og samskipti Bandaríkjanna og ís- lands. Þetta er það helsta sem er á döfinni á næstunni," sagði Úlfur Sigurmundsson, viðskiptafulltrúi í New York. lenskum iðnaði, auk þess sem þeir kynntu sér aðstöðuna til átöppun- ar, bæði hjá Afengis- og tóbaks- verslun ríkisins og hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. „Mér leist vel á þann útbúnað sem ég sá hjá báðum þessum verksmiðjum," sagði C. Mullen, framleiðslustjóri, „og tel að þær uppfylli báðar þau skiljrði sem til þarf — með einung- is minniháttar breytingum og við- bót,“ sagði Mullen í samtali við blaðamann Morgunblaðsins." I.V. Lockwood sagði einnig í samtali við Morgunblaðið að hann hefði tröllatrú á því að unnt væri að heija útflutning á Icy vodka til Bandaríkjanna ef rétt væri á mál- um haldið. Hann benti á að þær rannsóknir sem þegar hefðu verið gerðar á Icy vodka sýndu að þama væri úrvals vodka á ferðinni, og taldi að það skýrði m.a. hversu Icy vodka hefði náð mikilli markaðs- hlutdeild hér á heimamarkaði á skömmum tíma. Jafnframt hefði tekist mjög vel til um hönnun á bæði flösku og miða á þessa teg- und en síðast en ekki síst væri sjálft heitið „Icy“ sérlega vel heppnað og líklegt til að hljóma vel í eyrum Bandaríkjamanna. „Hins vegar þarf meira til ef vinna á Icy vodka einhveija varanlega fótfestu á þessum stóra og mikil- væga markaði sem Bandaríkin eru og þar sem samkeppni er ærin fyrir. Þetta er bæði Orra og Ólafi ljóst og að til þurfi að koma fyrir- tæki með reynslu og þekkingu í markaðsfærslu á áfengi á alþjóð- legum mörkuðum. Þar kemur Barton Intemational til sögunn- ar,“ sagði Lockwood. I.V. Lockwood hefur langa reynslu af markaðsmálum á áfengi. Hann var um árabil sölu- stjóri fyrir Smymoff vodka og í hans tíð stóijók þessi vodkategund markaðshlutdeild sína á Bret- landseyjum, svo að Smymoff er þar með um 50% af öllum þeim markaði. Hann réðst til Barton Intemational sem framkvæmda- stjóri eftir að Argyll yfírtók fyrir- tækið. Hann gjörþekkir orðið bandaríska markaðinn, því að Barton er þar með mjög umsvif- amikla starfsemi — er m.a. fímmti stærsti framleiðandi á Bourbon- viskí í Bandaríkjunum, flytur þangað inn eigin framleiðslu á viskíi, einnig bjór frá Mexikó og Skol-bjórinn frá Hollandi, svo og yín frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Þegar tilraun Argyll til að yfír- taka Distillers var á dagskrá var í breskum blöðum rætt um Argyll sem eitt best rekna fyrirtækið á sínu sviði, þar sem færi mjög framsækin stjómun og hörð sölu- mennska. Lockwood segist telja að þetta sé rétt mat. Styrkur fyrir- tækisins sé fólginn í mjög mikilii breidd í framleiðslu, þar sem lögð sé rækt við allar tegundir áfengra drykkjarvara auk þess sem fyrir- tækið ráði yfir sterku söluneti og reki einnig §ölda matvömverslana um allt Bretland. Þau fyrirtæki sem hafí átt undir högg að sækja séu hins vegar þau sem líkt og Distillers eigi nánast allt undir einni tegund og í tilfelli Distillers hafí það verið skoskt viskí. Lockwood gefur það fyllilega í skyn að í „Icy“ sjái Argyll og Barton Intemational hugsanleg leið til að ryðja sér braut inn á markaðinn í Bandaríkjunum fyrir innflutt vodka. Ef til þess kemur verður að flytja hráefni í Icy vodka hingað til lands í tönkum og tappa því á flöskur hér á landi, því að Lockwood segir að það sé forsenda fyrir því að unnt sé að vinna Icy markað í Bandaríkjunum. Því hafi nú verið gerð þessi frumkönnun á aðstæðum hjá íslenskum verk- smiðjun er geti annast átöppun af þessu tagi og hún lofi góðu. Þeir Orri Vigfússon og Ólafur Sigurðsson tjáðu Morgunblaðinu að nú tæki við frekari athugun á þessu máli bæði hér heima og eins þyrfti að koma á sambandi við aðila í Bandaríkjunum sem störf- uðu á þessu sviði og hefðu yfír bæði dreifikerfi og fjármunum til markaðsfærslu að ráða. Fólk í atvinnulífinu: Nýr framleiðslu- stjóri Glits í byrjun apríl sl. tók nýr framleiðslustjóri við störfum hjá Giit hf. Heitir hann Halld- ór Harðarson, fæddur í Reykjavík 1952. Lauk hann meistaraprófi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1978. Hefur hann síðan starf- að við almenna trésmíði, síð- ast hjá trésmiðjunni Víði hf. Halldór er kvæntur Hólmfríði Siguijónsdóttur, tölvuritara og eiga þau tvö böm. Tölvur Tölvuvædd viðskiptamiðlun milli Islands ogHollands KOMIÐ HEFUR verið á fót nýrri tölvuvæddri viðskiptamiðlun mUli íslands og HoUands. Nefnist hún „Holland trade system" og að henni standa öU verslunarráð HoUands, viðskiptaráðuneytið, landbúnaðar- ráðuneytið, utanríkisráðuneytið auk þúsunda hollenskra fyrirtækja. Þegar fyrirspum erlendra við- skiptavina hefur komist til skila til miðiunarinnar er hún afgreidd á tveimur sólarhringum, þeim að kostnaðarlausu og liggur þá á borð- um þeirra fyrirtækja sem framleiða þá vöm sem spurst er fyrir um hveiju sinni. Viðskiptamiðlunin hefur verið kynnt í viðskiptalöndum Hollands með mjög góðum árangri og á síð- astliðnu ári afgreiddi hún rúmlega 10.000 fyrirspumir. Eggert H. Kristjánsson er milligöngumaður fyrirtækisins á íslandi en hann hefur aðstöðu hjá Verslunarráðinu í Amheim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.