Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, VmaOPTlWVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 Stjórnun Eru konur og karlar jafngóðir yfirmenn ? ÍSLENSKAR konur láta að sér kveða í æ ríkara mæli i atvinnulífinu. Samkvæmt riti Framkvæmdastofnunar unnu tæplega 70% kvenna 15-75 ára úti árið 1985 en 1981 var hlutfallið 64,7%. Ekki hefur verið tekið saman yfirlit yfir skiptingu kynjanna í stöður innan hvers fyrirtækis, hvorki af opinberum aðilum né hagsmunasamtökum vinnuveitenda né launþega. Þó er Ijóst að konum í stöðu yfirmanns hefur fjölgað þó ekki séu þær margar miðað við karlkyns starfs- bræður sína. Ekki eru allir sammála um hvort kynið sé hæfara í stjómunarstöður eða hvort á þeim sé yfirleitt nokkur munur. Því hefur m.a. verið haldið fram að „forstýrur" eigi erfiðara með að deila verkefnum niður á undirmenn og ráða fram úr árekstr- um á vinnustað. Einnig hafa fræði- menn í félagsvísindum og viðskipt- um reynt að grafast fyrir um ólík viðhorf gagnvart konum og körlum í stöðu forstjóra. Rannsókn Natöshu Josefowitz Einn þeirra er Natasha Josefo- witz, bandarískur prófessor í stjóm- unarfræðum, við háskólann í San Diego. Hún kannaði réttmæti ofan- greindra staðhæfinga með því að ræða við 170 yfirmenn, 102 konur og 68 karla, og komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsgáfa og hæfni til að ráða fram úr deilum á vinnustað er óháð kyni en virðist lærast betur eftir því sem hærra dregur í metorðastiganum. Kynjamunur á að- gangi undirmanna að stjórnanda. En athyglisvert atriði kom í ljós í viðtölum Josefowitz við yfirmenn- Ásta Kristjánsdóttir forstjóri Ceres hf.: „Hæfileikinn til að sijórna fer eftir einstaklingum — ekkikynjum “ Niðurstöðurnar í könnunni hér að framan eru um margt athyglis- verðar. En skyldu íslenskir stjórnendur falla inn I mynstur banda- rískra starfsfélaga sinna. Leitað var álits tveggja íslenskra yfir- manna, Astu Kristjánsdóttur, forstjóra fataverksmiðjunnar Ceres í Kópavogi, og Hauks Eggertssonar, forstjóra Plastprents hf. „Ætli ég sé ekki áiitin fremur íhaldssöm í þessum málum," sagði Asta Kristjánsdóttir, forstjóri Ceres. „Ég hef unnið bæði undir karl- og kvenstjómendum og verið yfir- maður beggja kynja og samkvæmt minni reynslu fer hæfíleikinn til að stjóma ekki eftir kynjum heldur einstaklingum. Frá náttúrunnar hendi er konan sköpuð til að viðhalda kynstofnin- um, til að fæða böm og ala önn fyrir þeim. Það liggur í eðli hennar að fylgjast grannt með öllu því sem gerist í kringum hana, hvort sem það á við menn eða vélar. Það er vafalaust rétt sem kemur fram f könnuninni að heimilisfeður loki að sér vilji þeir ró en ég held að hús- móðirin geri það ekki af skyldu að loka ekki að sér. Hún hvílist betur hafi hún opið inn til sín, því það er henni eðlislægt að hlusta eftir hræringum í umhverfinu. Hvort þessi næmni sé konunni til framdráttar í starfi fer eftir þroska hennar. í mannmörgu fyrir- tæki fer alltaf svo fólki líkar misvel hvert við annað. Sé forstýran heið- arleg við sjálfan sig og beri hún hag starfsfólksins fýrir brjósti þá veit hún mun betur hvemig á að taka á ýmsum samskiptavanda sem upp kemur. Að þessu leyti tel ég konu mun sterkari stjómanda. A hinn bóginn getur þessi eiginleiki kvenna verið þeim mjög til trafala hafi þær ekki þroska til að lifa með honum og læra að nýta sér hann. Svo er annað atriði sem ég hef orðið vör við í samskiptum við þá sem ég hef í vinnu. Komi óvæntur vandi upp á vinnustað þá ræði ég um þá við mína menn til að heyra fleiri viðhorf en mfn eigin. Þessar umræður virðast koma mjög flatt upp á þá karla sem hér starfa og ekki samrýmast hugmyndum þeirra um hvemig yfirmaður eigi að hegða sér. Ég held þeir líti á þessar „vinnustaðaumræður“ sem óþarfa mælgi. í lokin vil ég ítreka að ég tel hvorugt kynið hæfara til forystu frá náttúrunnar hendi. Samvinna karls og konu bæði á heimili og vinnustað tel ég farsælustu lausn- ina fyrir alla, hvað sem líður kven- réttindabaráttunni. “ Morgunblaðið/Einar Falur CERES/ Ásta Kristíánsdóttir, forstjóri Ceres hf. f Kópavogi, (tíl vinstri) ásamt Ásgerði Ólafsdóttur snfðakonu. Þær standa við snfða- borð sem er smíðað af Olafi Sigmundssyni. Hjá Ceres vinna 20 konur og á sfðasta ári flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði við Nýbýlaveg 12. „Ég er mjög stolt yfír húsinu, sem var reist á 6 mánuðum og rúmar alla starfsemina." ina. Greinilegur munur reyndist vera á aðgangi undirmanna að sín- um stjómanda, þ.e.a.s. því hversu auðvelt var að leita ráða hjá kven- og karlstjómendum. Frekari könn- un sem beindist einungis að þessu atriði leiddi i ljós að mun auðveldara reyndist að leita ráða og ná tali af kvenstjómanda en karlskyns starfs- bróður hennar. Nokkrir þættir vom kannaðir, m.a. hversu oft stjómendur leyfðu að þeir væm tmflaðir og hversu lengi í senn, hvort og hvemig einka- ritumm væri ætlað að halda fólki frá stjómanda og einnig hversu oft stjómendur yfirgæfu skrifborð sín til að kanna hvemig hinum ýmsu verkefnum miðaði á vinnustað. í ölium tilfellum var auðveldara að ná í forstýra en forstjóra. Flestar kvennanna veltu fyrir sér hvort of auðvelt væri að ná í þær en slíkt hvarflaði ekki að körlum. Jaftivel var raunin sú að mjög erfitt var að nálgast marga þá karlstjómend- ur sem staðhæfðu að þeirra stjóm- unarhættir væm fijálslegir. Flestar konur sögðust eiga bágt með að neita viðtölum, en þannig var um fæsta karla. Uppeldi og kvenimyndin Josefowitz leggur einnig mat á niðurstöður sínar og reynir að graf- ast fyrir um orsakir þeirra. í fyrsta lagi nefnir hún umgengnisvenjur innan flölskyldunnar. Þegar heimil- isfaðirinn vill næði lokar hann sig oft á tíðum af og bömunum er sagt að tmfla hann ekki. Ætli móðirin að hvflast skilur hún oftast hurðina eftir opna til að geta heyrt í bömun- um „skyldi eitthvað henda". Josefo- witz telur þessar venjur fylgja kynjunum út á vinnumarkaðinn. í annan stað nefnir hún þá kenn- ingu sem áður hefur komið fram að konur skorti sjálföryggi meira en gerist og gengur með karla. Hafi þær litla trú á sjálfum sér ættu þær einnig að meta tíma sinn lítils og velta því ekki fyrir sér þeim tíma sem þær eyða í aðra. Einnig er neftid sú skoðun að konur óttist stöðugt að fólki í kring- um þær geðjist ekki að þeim, sér- staklega öðmm konum sem heyri undir þær. Þær verði afbrýðisamar og þvi reyni yfirmennimir að blanda við þær geði til að fyrirbyggja misklíð og sundurlyndi. Þá er minnnst á hina sígildu kvenímynd. Þess sé vænst að konur séu vinalegar, hjálplegar og alúð- legar. Þess er ekki vænst sérstak- lega af körlum. Sé erfitt að nálgast forstým er slíkt tekið óstinnt upp af starfsfólki, en sé svo um karl er hann virtur fyrir það. Tíminn er dýrmætastur — hjá körlum Samkvæmt könnuninni álíta karlkyns stjómendur timann það mikilvægasta sem þeir geti veitt sínu fyrirtæki og meta hann því dým verði. Þeir taka höfuðmið af því að verk sé unnið frekar en að eyða aðeins meiri tíma í það kjmn- ast starfsfólki sínu, jafnhliða því sem verkið er unnið. Áuk þess virt- ust fæstir karlar velta fyrir sér til- finningum annarra eða ráða fram úr tilfinningavanda. Eykur hinn mannlegi þáttur afköst í fyrirtæki? Ekki era menn á eitt sáttir um hvort að tengsl forstjóra og starfs- fólks séu til þess fallin að auka afköst fyrirtækisins eða efla stjór- ann í starfi. A því era tvær hliðar ef ekki fleiri. Kostimir em meðal annars þeir að stjómandi er í stöðugu sambandi við sína starfsmenn og getur því auðveldlega safnað upplýsingum. Einnig getur hann bmgðist rétt við ólíkum aðstæðum á vinnustað og finni starfsfólk að stjómanda sé annt um velferð þess getur slíkt bætt andrúmsloft á vinnustað og þar með aukið afköst. Síðast en ekki síst reynist auðveldara að ráða fram úr deilumálum á byijunarstigi, áður en þau verða að óleysanlegum hnút. En gallamir em heldur ekki langt undan. Með því að fylgjast meira með nútíðinni vill framtíðin gleym- ast og áætlanir og skipulagning til lengri tíma er fyrir borð borin. Einnig getur of náinn kunnings- skapur verið íþyngjandi og leitt til slakrar frammistöðu stjómandans. Siðast en ekki síst læra undirmenn síður að vinna sjálfstætt og að leysa úr ýmsum vanda óstuddir geti þeir sífellt Ieitað aðstoðar og leyst sig undan ábyrgð á verkum sínum. Haukur Eggertsson forstjórí Plastprents hf.: „Hugur hlutfallslega færri kvenna stendur til sijórnunar“ HAUKUR Eggertsson, forstjórí Plastprents hf., féllst á að kynna sér rannsóknina og segja álit sitt á hvort kynið sé hæfara tíl stjóra- unar og þá hvers vegna. „Ég þekki lítið til kvenstjómenda í fyrirtækjum eða á slíkum vett- vangi. Veit þó að margar gegna mikilvægum hlutverkum f opin- bemm stofnunum og atvinnu- rekstri. Ég er því ekki fær um að dæma um hæfni þeirra frá eigin reynslu. Hins vegar get ég haft á því skoðun. En ekkert er algilt, eðlið er svo margt, hvað einstakl- ingana snertir. Því mun almennt haldið fram, að konur séu settar skör lægra en karlmenn hvað og almenna viður- kenningu snertir, þar á meðal stjómunarstörf. Kvenfrelsiskonum- ar bera það blákalt á borð, að þama ráði meira uppeldi en eðli. Margt mun satt í þessu en málið er flókið og rætumar liggja djúpt. Sjáum böm í leik, strákamir í sífelldum áflogum og þurfa að sýna yfírburði sína. Stelpumar draga sig í hlé og leita oft skjóls hjá sterku strákunum. Það er margt sameigin- legt með hinum tvífættu karldýmm og mörgum samkynja fjórfætling- um merkurinnar. Þeir em og verða „hvatakynið", með öllum sínum yfirgangi; alltaf óeirðir, slagsmál og barátta um völd og ástir. Þetta er karleðli, sem ekki er auðvelt að breyta. Sagt er, að karlmenn hindri konur á framabrautinni. Rétt að vissu marki. Hjá þorra kvenna mun þó í lifinu talsvert annar „tilgangur sem fyrir þeim vakir", og eðlið er allt annað. Af þvf mótast lífsviðhorf þeirra og athafnir. Hins vegar em alltaf til konur, sem markvisst Morgunblaðið/Einar Falur. PLASTPRENT — Eggert Hauksson, forstjóri Plastprents hf., með hluta af starfsliði skrifstofunar á Höfðabakka 9. Frá vinstri tal- ið:; Ragnheiður Sigurðardóttir, Haukur, Guðný Bárðardóttir, Kjartan Siguijónsson, Amgunnur R. Jónsdóttir, Jóhannes I. Davíðsson, Nanna Bergþórsdóttir, Matthildur Birgisdóttir, Auður Björg Ingadóttir og Benedikt Stefánsson. sækja fram og komast til æðstu metorða á öllum sviðum mannlífs- ins. Karlmenn stöðva ekki slíkar konur. Þá er spumingin um hæfni kvenna til stjómunar. Ég held að konur séu ekkert óhæfari, en þær munu hlutfallslega færri, sem finna þá köllun hjá sér. Fmmköllun þeirra flestra f lifinu mun vera heimilið, og þar á meðal að gæta og vemda mann og böm. Það þarf ekki að þýða vanhæfni en þær þurfa einnig að fá að njóta annarra hæfileika sinna sem víðast. Stjómun á sviði atvinnulífs er ákaflega margbreytileg. Það em stór og lítil fyrirtæki og stofnanir. Spumingin er því enn. Em konur jafn heppilegar í allar þessar stöður? Ef til vill og ef til vilí ekki. Tökum dæmi: Ung, ógift kona er ráðin í mikilvæga forstjórastöðu. Hún yrði svo allt í einu ástfangin (fáir hafna ástinni). Hún gæti þurft að hverfa frá störfum í þijá til sex mánuði annað eða þriðja hvert ár — til að byija með — vegna bameigna? Dæmið gengur því ekki upp. Þessi „annmarki" kvenna mun vemlega hindra þær i að fá „góðar" stöður. Ég þekki konu á Italíu, sem er forsijóri fyrir nokkuð stóm fyrir- tæki, sem framleiðir vélar. Hún veit allt um sitt fyrirtæki, en hún hefur aldrei látið karlmenn tmfla líf sitt og er engum bundin. Og ég þekki líka konur erlendis, sem em sölustjórar fyrirtækja. Þær em afburðasnjajlar, snjallari en flestir karlmenn. Ég dreg því ekki í efa hæfni kvenna til stjómunarstarfa, séu þau á annað borð þeirra rétta hilla í lífinu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.