Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 12
VIÐSKIPTIAIVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1986
Veitingahús:
Að bjóða til við-
skiptaverðar
ÞAÐ ER vinsælt að ræða viðskipti yfir góðum málsverði. Erlendis
verður æ algengara að þessi háttur sé hafður á og hérlendis eru
svokallaðir „viðskiptaverðir" dágóður póstur í rekstri matsölustað-
anna.
Nokkuð erfitt er að áætla hversu
margir viðskiptaverðir eru snæddir
á veitingahúsum höfuðborgarinnar
dag hvem, í fyrsta lagi hefur ekkert
yfirlit verið gert og í annan stað
er skilgreiningin á viðskiptaverði
nokkuð á reiki.
Af samtölum við yfirmenn helstu
veitingastaða í Reykjavík má ráða
nokkra breytingu í þessum efnum,
undanfarið. Bárður Guðlaugsson
veitingastjóri á Grillinu, Hótel
Sögu, taldi að 10 málsverðir af
þessu tagi væru snæddir þar á dag.
Sagði hann að fyrirtækjum er byðu
viðskiptavinum sínum til snæðings
hefði ^ölgað en málsverðunum
fækkað hlutfallslega. Einnig væru
menn færri saman og tímabundnari
en áður. „Með tilkomu smærri veit-
ingastaðanna fækkaði matargest-
um hjá okkur en hefur nú fjölgað
aftur, auk þess sem við sitjum að
hótelgestum séu þeir á annað borð
inni um hádegisbilið."
Naustið hefur í gegnum tíðina
verið vinsæll áningarstaður við-
skiptaaðila og að sögn Ómars Halls-
sonar eiganda eru matargestir í
hádeginu nær eingöngu menn í
viðskiptaerindum. „Áður fyrr voru
opinberar stofnanir og bankar
helstu viðskiptavinir okkar en þeim
hefur fækkað mjög. Kemur þar
helst til að mörg af þessum fyrir-
tækjum eru komin með eigin mötu-
neyti og litla sali þar sem þeir bjóða
viðskiptamönnum sínum að snæða.
Á Hótel Holti eru matargestir
mjög mismargir, eins og reyndar
annars staðar þar sem blaðamaður
hafði spumir af. Þó taldi Sveinjón
Ragnarsson aðstoðarhótelstjóri að
þeim hefði heldur flölgað aftur en
þeim fór snarfækkandi þegar litlu
staðimir spruttu upp á hverju götu-
homi. „Hér koma_ bæði gestir og
gangandi, jafnt íslendingar sem
útlendingar."
Á veitingastaðnum Amarhóli
snæða milli 15 og 40 gestir í hádeg-
inu. Flestir em þeir á fimmtudögum
og föstudögum.
í Kvosinni er lokað í hádeginu
en Guðmundur Sigurhansson eig-
andi taldi að um 30% af sínum
matargestum væm viðskiptaaðilar.
Eins hjá flestum stærri veitingahús-
um borgarinnar em fyrirtæki í
reikningl og sagði Guðmundur að
þau virtust hafa dregið nokkuð úr
útgjöldum á þessu sviði, matargest-
ir væm færri í hvert sinn en áður
og einnig væri minni íburður í mat
og drykk.
Hérlendis mætti þyí ætla að þró-
unin væri í gagnstæða átt miðað
við það er tíðkast erlendis. Mönnum
í viðskiptaerindum fækki á veit-
ingastöðum auk þess Sem fyrirtæki
dragi úr þessum útgjöldum. Þó skai
enn ítrekað að hér er einungis
stuðst við ummæli nokkurra manna
í veitingahúsarekstri. Ekki er met-
inn hlutur smærri matsölustaða auk
þess sem ófáir málsverðir til að
greiða fyrir viðskiptum em greiddir
úr eigin vasa þeirra sem í hlut eiga.
UNDIR BORÐUM — Það hefur ætíð verið vinsælt að ræða viðskipti og snæða um leið mat á
veitingastöðum.
>■>
NYJUNG — Agnar Þór Nielsson (t.v.) og Ríkharður Már Rík-
harðsson, eigendur Teron hf. Ifyrir framan þá má sjá hluta fram-
leiðslunnar en þeir hafa prentað eldspýtnabréf fyrir m.a. Hótel Borg,
Hollywood, Broadway og DUUS-hús.
Fyrirtæki
Eldspftur til
auglýsingar
ELDSPÝTNABRÉF fylla vasa margra . Víða erlendis hafa mörg
fyrirtæki nýtt sér það i auglýsingaskyni og bjóða viðskiptavinum
sínum áprentuð eldspýtnabréf i öllum regnbogans litum.
Til skamms tíma hafa íslensk
fyrirtæki ekki átt þess kost að
auglýsa sig á þennan hátt. Nú hefur
verið ráðin bót á þessu því nýstofn-
að fyrirtæki, Teron hf. býður upp
á ýmsar tegundir af áprentuðum
eldspýtnabéfum. Eigendur fyrir-
tækisins em Agnar Þór Nielsen og
Ríkharður Már Ríkharðsson.
„Eftir að hafa séð auglýsingar
sem þessar á flestum erlendum
hótelum og veitingastöðum datt
okkur í hug að reyna þetta hér á
landi," sagði Agnar meðal annars
þegar blaðamaður hafði tal af
honum. „ÁTVR hefur einkaleyfi á
innflutningi eldspýtna en leyfílegt
er að flytja inn ósamansett bréf í
örkum og eldspýtur í lengjum. Hér
prentum við hveija örk í einum lit
en sé óskað eftir fleiri prentlitum
getum við pantað það erlendis frá.
Þá er afgreiðslutíminn lengri eða
allt upp í 2 mánuðir. Annars getum
við afgreitt pöntun á einni viku —
eða jafnvel skemmri tíma hafi fyrir-
tækið haft viðskipti við okkur áður.“
Frá því að reksturinn hófst hefur
Teron selt 40.000 bréf fyrir ýmis
fyrirtæki og verslanir, en reiknað
er með að framleiðslan geti orðið
um 200.000 bréf á ári.
Jafnframt prentuninni hefja fé-
lagamir innflutning á ódýrum eld-
spýtum fyrir verslanir og greiðasöl-
ur á næstu mánuðum. „Erlendis er
algengt að ákveðinn hluti af sölu-
verði hvers eldspýtnastokks renni
til líknarmála og við höfum hug á
samsvarandi samningum við líknar-
félög hérlendis þegar fram í sækir."
Námskeið
Kennsla íloftræsti- og hitakerf-
um fyrir verktaka og húsverði
EINS og kunnugt er af fréttum reynd-
ist tilboð fyrirtækisins Blikkvers lægst
í uppsetningu á loftræsti- og hitakerf-
um Kringlunnar í nýja miðbænum,
þegar verkið var boðið út.
I framhaldi af því óskaði Blikkver eftir
því við fræðslumiðstöð iðnaðarins að haldið
yrði námskeið í loftræsti- og hitakerfum
fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Námskeið-
inu er nú lokið og þótti takast mjög vel
og voru þátttakendur sammála um að
þörf hefði verið að sækja námskeiðið fyrr.
Að sögn Kristjáns Ottóssonar, leiðbein-
anda á námskeiðinu og formanns fræðslu-
nefndar í blikksmíði, var námskeiðið
margþætt. Fjallað var um þörfína fyrir
loftræstingu, tæki til loftræstingar, ein-
angrun loftstokka, hljóðburð, hljóðein-
angrun, þjónustuleið að tækjum, gaumlúg-
ur, mannop, eldvamarlokur, reyklokur,
brunahólf, aðvörunarkerfi og bilanaleit.
Kristján sagði enn fremur að Blikkver
væri fyrst íslenskra blikksmiðja til að
panta námskeið sem þetta og því í farar-
broddi um endurmenntun sinna manna.
„Námskeiðið sýnir framtak og hug á því
að gera betur sé mikið í húfi,“ sagði Krist-
ján meðal annars.
En starfsmenn Blikkvers em ekki
komnir af skólabekknum þó þessu nám-
skeiði sé lokið. Þeir hafa óskað eftir
kennslu í uppsetningu, frágangi og still-
ingu stjómtækja fyrir loftræsti- og hita-
kerfi og taldi Kristján mikla þörf fyrir að
verktakar almennt bættu kunnáttu sína á
þessu sviði. „Það verður æ algengara í
útboðum að sami aðili taki að sér smíði
og uppsetningu kerfís ásamt rekstri þeirra
fyrsta árið eða lengur. Það getur haft sína
kosti en gallamir em þeir að endanleg
lokaúttekt fer sjaldnast fram, þ.e.a.s.
margar af þeim lagfæringum sem gera
þarf að lokinni úttekt á uppsetningu færast
á rekstrarkostnað en ekki stofnkostnað.
En sé þekking fyrir hendi hjá þeim sem
setja tækin upp þá minnkar þessi rekstrar-
kostnaður, auk þess sem reynslan eykur
áhuga manna á að gera betur."
Þess má einnig geta að haldin hafa
verið íjölsótt námskeið á vegum fræðslu-
miðstöðvar iðnaðarins fyrir umsjónarmenn
húsa í rekstri loftræsti- og hitakerfa. „Til
skamms tíma vantaði menn með þekkingu
til að taka við daglegum rekstri á kerfun-
um þegar verksali skilaði þeim af sér en
með þessum námskeiðum eru umsjónar-
mennimir mun betur í stakk búnir til að
gera sér grein fyrir ástandi kerfísins á
hveijum tírna." Námskeiðin hafa mælst
mjög vel fyrir og stofnanir frá flestum
stöðum af landinu hafa sent húsverði sína
þangað.