Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
NMígolfi:
Neðstu sætin
NORÐURLANDAMÓTINU í golfi
lauk í Fredrikshavn í Danmörku á
sunnudaginn. íslensku sveitirnar
urðu í neðsta sœti bæði í karla-
og kvennaflokki að þessu sinni
en voru þó nærri því að komast
í þriðja sætið í karlaflokki.
Það voru Svíar sem urðu Norð-
urlandameistarar eins og venju-
lega í karlaflokki, léku á 1518
höggum. Danir urðu í öðru sæti á
1542 höggum, Finnar í fyrsta sinn
í þriðja sæti á 1568, Norðmenn í
fjórða á 1576 og íslenska sveitin
lék á 1588 höggum.
Strákarnir léku þannig:
Hannes Eyvindsson 87-79-76-83=325
Gylfl Kristinsson 83-83-83-83=329
Sveinn Sigurbergsson 79-84-81-83=327
Ragnar Ólafsson 81-78-78-78=315
Sigurður Pótursson 79-79-77-78=313
Úlfar Jónsson 79-77-75-82=313
Úlfar og Sigurður urðu í níunda
sæti í einstaklingskeppninni að
þessu sinni en Norðurlandameist-
ari varð Jan Ryström frá Svíþjóð á
297 höggum. Jakob Rasmunsen
frá Danmörku varð annar á 299
höggum en Norðurlandameistar-
inn frá því í fyrra, Kristjan Hardin
frá Svíþjóð, varð þriðji núna á 301
höggi.
Okkar menn voru í neðsta sæti
eftir fyrri daginn en þegar þeir
höfðu leikið fyrri hringinn seinni
daginn voru þeir komnir í þriðja
sæti, einu höggi á undan Finnum
og fimm höggum fyrir framan
Norðmenn. Því miður gekk ekki
að halda þessu því á fyrri níu holum
síðasta hringsins fór allt eins og
það á ekki að fara. Þessar holur
eru geysilega erfiðar, völlurinn
mjög þröngur og höfðu menn það
á orði að þeir hefðu aldrei byrjað
í golfi ef þetta hefði verið völlurinn
sem þeir byrjuðu að æfa á. Menn
léku fyrri níu stundum á 7-12 yfir
pari en komu svo 2-3 undir inn
seinni níu holurnar.
íslensku stúlkurnar léku á 1074
höggum en Danir sigruðu þar á
958. í örðu sæti varð Svíþjóð á
971 höggi, Norðmenn í því þriðja
á 987, Finnar í fjórða á 1055 og
ísland síðan í sjötta sæti á 1074
höggum.
Arangur stúlknanna var þessi:
Jóhanna Ingólfsdóttir 98-81-88-96=371
Steinunn Sœmundsdóttir 87-96-86-89=358
Á&geróur Sverrisdóttir 92-89-93-95=369
Ragnhildur Sigurðardóttir 85-92-92-90=359
Norðurlandameistari varð Anna
Öquist frá Svíþjóð á 314 höggum
og í öðru sæti varð Merete Mei-
land frá Danmörku en hún var
Noröurlandameistari síðast og lék
hún nú á 317 höggum.
• Michael Gross, Vestur-Þýskalandi, varð tvöfaldur helmsmeistari í Madrid. Vann sigur í 200 metra skriðsundi og 200 metra flugsundi.
Austur-þýsku stúlkurnar
í sérflokki á HM í sundi
— Heike Friedrich vann fimm gullverðlaun á mótinu
BANDARÍKIN unnu flest verðlaun
á fimmta heimsmeistaramótinu í
sundi sem fram fór í Madrid á
Spáni í síðustu viku og lauk á
laugardaginn. Bandaríkin hlutu
alls 32 verðlan, 9 gull, 10 silfur
og 13 brons. Austur-Þýskaland
hlaut flest gullverðlaun eða 14
alls. Sex heimsmet voru sett á
mótinu og voru þau öll sett í
kvennagreinum.
Hér á eftir fer listi yfir þá sem
unnu til heimsmeistaratitils á mót-
inu í Madrid:
Karlagreinar
50 metra skriðsund: Tom Jager, Bandaríkjun-
um, 22,49 sek.
100 m 8krið8und: Matt Biondi, Bandaríkjun-
um, 48,94 sek.
200 m skriðsund: Michael Gross, V-Þýska-
landi, 1:47,92 mín.
400 m skriösund: Rainer Henkel, V-Þýska-
landi, 3:50,05 mín.
1500 m skriðsund: Rainer Henkel, V-Þýska-
landi, 15:05,31 mín.
100 m baksund: Igor Poliansky, Sovefríkjun-
um, 55,58 mín.
200 m baksund: Igor Poliansky, Sovétríkjun-
um, 1:58,78 mín.
100 m bringusund: Victor Davis, Kanada,
1:02,71 mín.
200 m bringusund: Joszef Szabo, Ungverja-
landi, 2:14,27 mín.
100 m flugsund: Pablo Morales, Bandaríkjun-
um, 53,54 mín.
200 m fiugsund: Michael Gross, V-Þýska-
landi, 1:56,53mín.
200 m fjórsund: Tamas Darnyi, Ungverja-
landi, 2:01,57mín.
400 m fjórsund: Tamas Darnyi, Ungverja-
landi, 4:18,98 mín.
4 X 100 m skriðsund: Bandaríkin (Jager, Mike
Heath, Paul Wallace og Biondi), 3:19,89 mín.
4 X 200 m skriðsund: Austur-Þýskaland (Lars
Hinnenburg, Thomas Fleming, Dirk Richter
og Sven Lodziewski), 7:15,91 mín.
4 X 100 m fjórsund: Bandaríkin (Dan Veatch,
Dave, Morales og Biondi), 3:41,25 mín.
EM ífrjálsum íþróttum:
Spjót Einars og Sigurðar
bannað í keppninni
Stuttgart, frá Ágústi Ásgeira-
syni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„ÞETTA er mikið áfall fyrir okkur
og með öllu óskiljanleg ákvörðun.
Það er eins og verið sé að reyna
að auðvelda Rússunum leikinn,"
sögðu Einar Vilhjálmsson og Sig-
urður Einarsson í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins hér
í Stuttgart. Þeir verða í eldlínunni
strax í dag því strax að lokinni
setningarathöfn Evrópumeist-
aramótsins í frjálsíþróttum hefst
forkeppni spjótkastsins. Sú
ákvörðun var tekin á þingi al-
þjóðafrjálsíþróttasambandsins
um helgina að banna eina spjót-
kaststegund, eða einmitt þá sem
Einar og Sigurður, og reyndar
margir fleiri, hafa náð sfnum
bezta árangri með.
„Við fréttum þetta við komuna
til Stuttgart á sunnudag og ekkert
þessu líkt hafði hvarflað að manni.
Reglum um smíði spjótsins var
breytt og kemur það á óvart því
spjót með samskonar belglagi hef-
ur lengi verið í notkun. Við höfum
náð okkar lengstu köstum á sænsk
spjót af gerðinni Sandvika Elite og
höfum fínpússað tæknina síðustu
dagana. Þau eru nú úr leik og verð-
um við því að keppa með spjótum,
sem við höfum lítið sem ekkert
kastað lengi," sögðu Einar og Sig-
urður.
Einar er þó ekki alveg ókunnur
spjóti því sem þeir Sigurður kasta
í dag, Sandvika champion, því
hann kastaði með spjóti af því tagi
í fyrsta sinn yfir 80 metra í ár, en
það var á móti í Kaupmannahöfn
fyrir rúmum 5 vikum.
Einar sagði breytinguna líkleg-
ast niöurstöðu klögumála. Fram-
leiðendur reyndu gjarnan að
klekkja hver á öðrum með því að
klaga hvorn annan, teldu þeir vafa-
samt að viðkomandi spjót væri
hannað í samræmi við reglur. Regl-
urnar hafa verið sveigjanlegar,
sem framleiðendur hafa nýtt sér
til hins ýtrasta, en þær voru
þrengdar nú. Kemur ákvörðunin
sér illa fyrir margan frjálsíþrótta-
manninn því seld höfðu verið
rúmlega 50 þúsund spjót af gerð-
inni Sandvika Elite og höfðu
verksmiðjurnar hvergi undan í
framleiðslunni, slík er eftirspurnin.
„Rússarnir standa bezt að vígi
eftir þessa ákvörðun. Það er rétt
eins og þeir hafi fengið hana eftir
pöntun. Þeir hafa eingöngu kastað
Apollo-spjótum frá upphafi, en þau
eru brezk. Annars tel ég að keppn-
in í spjótkasti verði nokkuð jöfn
og opin,“ sagði Einar.
Keppendur í spjótkasti eru 30
talsins og fer forkeppnin fram í
tvennu lagi. Sigurður er í fyrri
hópnum en Einar í þeim seinni.
Keppendur raðast nokkuð jafnt í
riðla miðað við árangur í sumar.
Sigurður og Einar eru báðir í
níunda sæti á afrekaskrá hvors rið-
ilsins. en á lista yfir keppendur eru
þeir með 17. og 18. bezta afrekið.
Sigurður keppir m.a. við Rúss-
ana Viktor Jewsjukov, sem kastað
hefur lengst Evrópumanna, eða
83,68, og Marek Kaleta, sem er
sovézkur meistari í ár. Einar fær
ekki neina aukvisa því í forkeppn-
inni þarf hann að kljást við reynda
afreksmenn, m.a. Rússann Heino
Puuste og Austur-Þjóðverjann
Detlef Michel, sem urðu í öðru og
þriðja sæti í síðasta Evrópumeist-
aramóti.
Sigurður er fyrstur í kaströð og
kastar því fyrstur allra spjótkastar-
anna á Evrópumeistaramótinu.
Einar er hins vegar númer 10 í
kaströð seinni riðilsins. Lágmark
til að komast í úrslitakeppnina er
79,50 metrar, svo að báðir verða
að taka á honum stóra sínum til
að tryggja sér úrslitasæti. Allir sem
ná lágmarki komast í úrslitin jafn-
vel þótt þeir verði fleiri en 12. Nái
hins vegar ekki 12 kastarar lág-
markinu ræður árangur í undan-
keppninni hverjir 12 keppa í
úrslitunum, sem fram fara á morg-
un.
Kvennagreinar
50 m skriðsund: Tamca Costache, Rúmeníu,
25,28 mín.(heimsmet).
100 m skrið8und: Kristin Otto, A-Þýskalandi,
55,05 mín.
200 m skriðsund: Heike Friedrich, A-Þýska-
landi, 1:58,26 mín.
400 m skriðsund: Heike Friedrich, A-Þýska-
landi, 4:07,45 mín.
800 m skriðsund: Astrid Strauss, A-Þýska-
landi, 8:28,24 mín.
100 m baksund: Betsy Mitchell, Bandaríkjun-
um, 1:01,70 mín.
200 m baksund: Cornelia Sirch, A-Þýskalandi,
2:11,37 mín.
100 m bringu8und: Sylvia Gerasch, A-Þýska-
landi, 1:08,11 mín. (heimsmet).
200 m bringusund: Silke Hörner, A-Þýska-
landi, 2:27,40 mín. (heimsmet).
100 m flugsund: Kornelia Gressler, A-Þýska-
landi, 59,51 mín.
200 m flugsund: Mary T. Meagher, Banda-
ríkjunum, 2:08,41 mín.
200 m fjórsund: Kristin Otto, A-Þýskalandi,
2:15,56 min.
400 m fjórsund: Kathleen Nord, A-Þýska-
landi, 4:43,75 mín.
4 X 100 m skriðsund: Austur-Þýskaland (Otto
(heimsmet í fyrsta sprett), Sabina Schulze,
Manuela Stellmach og Friedrich)
3:40,57 mín. (heimsmet).
4 X 200 m skriðsund: Austur-Þýskaland
(Stellmach, Strauss, Nadia Bergknecht og
Friedrich) 7:59,33 mín. (heimsmet).
4 X 100 fjóraund: Austur-Þýskaland (Kathrin
Zimmermann, Gerasch, Gressler og Otto)
4:04,82 min.
Víkingur
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
Víkins verður haldinn í félags-
heimilinu við Hæðargarð þriðju-
daginn 2. september kl. 17.
Venjuleg aðalfundarstörf.