Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
+
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
B 7
Allt of fáir fatlaðir
meðal keppenda
sagði Jón H. Sigurðsson
EINN keppenda f skemmtiskokk-
inu vakti sérstaka og verðskuld-
aða athygli fyrir það að hann rann
7 kflómetrana í hjólastól. Jón H.
Sigurðsson heitir maðurinn. Við
tókum hann tali og spurðum
hvort það vœru fleiri í hjólastólum
sem tœkju þátt í skokkinu.
„Ég held ekki. Við vorum þrír
skráðir en ég held ég hafi bara
mætt einn og það finnst mér allt
of lítið úr okkar hópi. Þetta er að
vísu dálítið erfitt en samt finnst
mér fatlað fólk vera of fáliðað hér
á þessu móti.“
— Er gert eitthvað sórstakt til
Morgunblaöiö/Einar Falur
• Sture Sandvall er sjötugur maraþonhlaupari frá Svfþjóð og hér
sjáum við hann leggja af stað f sinn annan hring sem var 21 kfló-
metri og geri aðrir betur.
að auðvelda ykkur þátttöku í
svona hlaupi?
„Nei það er ekki gert neitt sér-
stakt. Brautin er bara það góð að
við getum tekið þátt í þessu og
þess vegna ættu að vera fleiri fatl-
aðir hér í dag.“
Jón notaöi stafi til að ýta sér
áfram í stólnum og vakti það tals-
verða athygli. Telur hann betra að
nota stafi?
„Ég hélt það fyrir hlaupið en er
ekki alveg viss um það núna. Ég
er á aiveg nýjum hjólastól og kann
einhvern vegin illa við hann og
réði kannski tæplega við hann með
stöfunum vegna þess. Ég hef
tvisvar áður tekið þátt í slíkum
keppnum. Fyrst i Afríkuhlaupinu í
vor og síöan í sérstökum íþrótta-
degi fyrir fatlaða austur á Selfossi
og ég get alveg hugsaö mér áð
halda þessu áfram og hvet alla til
að vera með í þessu. Ég hef ekk-
ert æft sérstaklega fyrir þetta
hlaup en samt gat ég þetta en
auðvitað er alltaf mikið betra að
vera í æfingu," sagði Jón að lokum
og virtist ánægður með að hafa
tekið þátt í 7 kílómetra hlaupi i
hjólastól.
Morgunblaöið/Júlíus
• Reykjavíkurmaraþonið hefur aldrei veriö fjölmennra en nú og svo virðist sem erlendir hlauparar séu í síauknum mæli að fá áhuga fyrir hlaupinu,
þannig aö ef svo heidur fram sem horfir getur þetta orðið eitt af stóru maraþonunum þegar fram líða stundir.
Þokkalega ánægður
með tímann en vildi
þó gera enn betur
— sagði íslandsmeistarinn í maraþonhlaupi
STEINAR Jens Friögeirsson varð
fyrstur íslendinga í mark í mara-
þonhlaupinu á sunnudaginn og
varð þar með ísiandsmeistari í
greininni. Við spurðum hann
hvort hann hafi æft mikið fyrir
þetta hlaup.
„Já, maður stefnir álltaf að því
að hlaupa eitt maraþon á haustin
og þetta var bara einn liður inni í
því. Ég er þokkalega ánægður með
tímann þó ég hefði viljað fara und-
ir 2:30. Ég og einn annar, sá sem
varð þriðji, vorum lengi vel á undan
hinum en um 15 kílómetra markið
fór hann frammúr og eftir það
leiddi sigurvegarinn þetta hlaup.
Ég hef einu sinni keppt írlandi
en það var mun rólegra en hér og
ég held ég hafi fengið 2:40. Það
hlýtur að vera gott fyrir útlendinga
að keppa hérna því þeir koma úr
hita og hingað í svalann og ferskt
loft. Fyrir okkur er þetta erfiðara
því það er svo erfitt að æfa hér á
veturna. Reykjavíkurmaraþon er
Byrjaði að keppa í maraþoni
þegar ég var 65 ára gamall
STURE Sandvall frá Svíþjóð var
elsti þátttakandinn í þessu þriðja
Reykjavikurmaraþoni á sunnu-
daginn. Sture er 70 ára og hann
lét sér ekki muna um að hlaupa
alla 42 kflómetrana þó svo aldur-
inn sé nokkuð farinn að færast
yfir.
„Ég hef 18 sinnum áöur hlaupið
maraþonhlaup en ég byrjaði þegar
ég var orðin 65 ára og mér líkar
þetta mjög vel. Mér leið að vísu
ansi illa í maganum í dag eftir um
35 kílómetra en það lagaðist fljótt
þannig að ég gat klárað hlaupið
en ég get því miöur ekkert sagt
um hvort ég kem aftur hingað að
ári, tíminn verður að skera úr um
það,“ sagði þessi hlaupaglaði Svíi.
Sandvall hefur keppt í átján
hlaupum áður og meðal þeirra
staöa sem hann hefur heimsótt í
sambandi við keppnir sem þessa
eru: London, New York, Hawaii,
Moskva, Osló, Helsinki, Kaup-
mannahöfn, ísrael og einhverjir
fleiri. Síðan bættist Reykjavík í
safnið á þessu ári og auðvitaö
hefur Svíinn hlaupið í Stokkhólmi.
„Mér fannst alveg ágætt að
hlaupa hérna á íslandi nema hvað
mér fannst full kalt hjá ykkur i
dag. Full kalt,“ sagði Sandvall að
lokum.
Gæti orðið gott maraþon
SÁ SEM kom fyrstur í mark í
skemmtiskokki karla á sunnudag-
inn var Ágúst Þorsteinsson en
hann er alvanur hlaupari og við
spurðum hann fyrst hvernig
stæði á þvf að hann hlypi ekki
lengra að þessu sinni.
„Ég hef átt við meiðsli og veik-
indi að stríða og þess vegna varö
ég að láta 7 kilómetrana nægja,
en ég ætlaði að hlaupa hálft maraf-
þon. Þetta var ekki sérlega erfitt
en maður reyndi að keyra sig
svolítið út í þessu."
- Hvernig lýst þér
keppni hér á landi?
svona
Sigurvegararnir
MorgunblaÓiÖ/Einar Falur
• Sigurvegararnir í maraþonhlaupinu f ár voru
þau Chaibi frá Frakklandi og Caroi Macario frá
Bretlandi. Chaibi segist æfa sig f þrjár klukku-
stundir á degi hverjum og þetta maraþonhlaup
mun vera hans 30. sfðan hann byrjaði að hlaupa
maraþon, en f ár hefur hann aðeins hlaupið þrjú
hlaup, hér, f Parfs og f Stokkhólmi. Hann sagði
að sér þætti gott og þægilegt að hlaupa hér á
landi þvf bæði væri að hér væri ekki mikið um
hæðir, hóla og brekkur og auðvitað væri hið
tæra loft okkar íslendinga mjög notalegur ferða-
félagi f þessa rúmu 40 kflómetra.
„Ég hef nú ekki keppt í þessari
keppni áður en mér lýst bara vel
á að hafa svona keppni hér á landi.
Þetta virðist vera í uppgangi eins
og er, það eru alltaf fleiri og fleiri
sem taka þátt og það er gott. Ef
þeir geta gert þetta að góðu mara-
þoni þá er það mjög skemmtilegt,"
sagði Ágúst.
Morgunblaöið/Einar Falur
Sú yngsta?
Hún Hulda Marfa Magnúsdóttir
var örugglega með yngstu kepp-
endum f skemmtiskokkinu á
sunnudaginn, aðeins sex ára.
„Þetta var soldið erfitt en ég klár-
aði samt alveg hlaupið. Tveir
frænkur mínar voru með mér og
þetta var soldið garnan." Hún var
hreykin af verðlaunapeningnum
sfnum sem var sá fyrsti sem hún
fær um ævina, en þeir eiga ef til
vil eftir að verða fleiri.
Var eiginlega ákveðin
í því að vinna þetta
— sagði Guðrún Zoéga sem vann skemmtiskokk kvenna
einhvern tírna,"
GUÐRUN Zoega varð fyrst
kvenna í mark í skemmtiskokkinu
að þessu sinni en hún er aðeins
15 ára gömul og þvf er þetta
mjög góður árangur hjá henni.
Við spurðum hana hvort þetta
hafi verið erfitt.
„Já þetta er svolítið erfitt, sér-
staklega um miðjuna þá er maður
dálítið þreyttur.“ Guðrún sagðist
hafa tekið þátt í skemmtiskokkinu
í hinum tveimur Reykjavíkurmara-
þonhlaupunum.
Guðrún hefur greinilega hlaupið
nokkuð greitt því hún sagðist ekki
hafa séð neinar stelpur nálægt sér
í hlaupinu. En var hún ákveðin í
að vinna í kvennaflokki áður en hún
lagði af stað?
„Já, eiginlega. Þegar dálítið var
liðið á hlaupið sá ég ekki neina
stelpu nálægt mér þá vissi ég aö
ég gæti unnið.
Þegar við komumst að þvi að
hún æfir hlaup hjá Ármanni spurð-
um við hana hvers vegna hún
keppti ekki í lengri hlaupunum. „Ég
byrjaöi að æfa í janúar og fannst
það ekki nógu langur tími til þess
að ég treysti mér í lengra hlaup
að þessu sinni en það er aldrei
að vita nema ég keppi í hálfu mara-
þoni næst eða
sagði Guðrún.
vonandi orðið fastur liður hér í I landsmeistari
bæjarlífinu," sagði nýbakaður ís- | lokum.
maraþonhlaupi að
Morgunblaðið/Einar Falur
• Hörð keppni í hálf maraþoninu. Sigurður P. Slgmundsson er þríðjí
frá vinstri en lengst til hægrí er Jón Diðriksson en Sigurður varð þríðji
í hlaupinu.
Þessi keppni
er á réttri leið
SIGURÐUR P. Sigmundsson,
maraþonhlauparinn góðkunni, lét
Minn besti
tími til þessa
— sagði sigurvegarinn
í maraþoni kvenna 1986
CAROL Macario frá Bretlandi
sigraði f maraþonhlaupi kvenna á
sunnudaginn en hún er dóttir
endurskoðanda keppninnar um
ungfrú heim en eins og flestir
vita þá er það Hólmfríður Karís-
dóttir sem nú ber þann thil og
hún afhenti sigurvegurum bikar-
ana og þótti flestum mikið til
þess koma að fá koss frá henni
á kinnina.
„Ég hef tvívegis hlaupið í maraþon-
inu í London, og einnig í New
Forest hlaupinu þannig að þetta
er mitt fimmta hlaup og minn besti
tími. Það er nokkur munur á að
hlaupa hér og í London. Mestur
finnst manni munurinn á fólksfjöld-
anum sem er mun meiri þar en
hér og svo finnst mór mjög gott
að hlaupa hérna vegna þess
hversu hreint loftið er. Það er al-
veg frábært," sagði sigurvegarinn
í maraþonhlaupi kvenna, Carol
Macario frá Bretlandi.
Morgunblaðið/Júlíus
Á endasprettinum
• Valsararnir höfðu það. Hér má sjá þá Einar Ólafsson, Jóhann H. Bjarnason og Leif Gústafsson koma
f mark f hálfu maraþoni og sá dökki fyrir aftan þá er Tryggvi Felixsson.
sér nægja að hlaupa hálft mara-
þon að þessu sinni og þar endaði
hann í þríðja sæti. Sigurður sagð-
ist hafa valið hálft maraþon
vegna þess að þar hefði hann
búist við skemmtilegrí keppni og
auk þess væri hann ekki f sem
bestrí þjálfun um þessar mundir
— ætlaði sér að vera f toppæfingu
seinna í haust.
„Þetta hlaup var miklu rólegra
í byrjun í fyrra en svo jukum við
hraðann þannig að fyrstu fimm
hlupu hraðar og næstu fimm þar
á eftir hlupu enn hraðar og þá fór
eitthvað að gerast en þetta var
eftir 15 kílómetra. Bretinn tók for-
ystuna en ég og Rich börðumst
um annað sætið og hann hafði það
alveg í restina.
Aðstæður voru nokkuð góðar
núna en það var slæmt að fá rign-
inguna seinnipartinn því þá verða
göturnar hálli og maður stífnar á
iærunum. Áhorfendur voru fleiri
úti á hlaupaieiðunum núna en í
fyrra og hitteðfyrra en það er ekk-
ert sem ber mann uppi í svona
hlaupi, en þetta verður alltaf betra
og betra með hverju hlaupinu sem
líður. Veðrið setur líka strik í reikn-
inginn því ef það hafði verið alveg
þurrt þá held ég að það hefðu
verið fleiri úti á hlaupaleiðunum
að hvetja. Það voru miklu stærri
kjarnar núna en í fyrra eins og til
dæmis hjá JL-húsinu og uppi á
Hlemmi þannig að þetta er allt á
réttri leið,“ sagði Sigurður P. Sig-
mundsson.
Sigríður Elsa:
Bara smá erfitt
VID hittum eina Reykvíska blóma-
rós sem hafði nýlokið keppni f
skemmtiskokkinu. Sigrfður Elsa
Vilmundardóttir heitir stúlkan og
er aðeins 7 ára gömul.
„Ég ætla kannski að keppa
næsta ár lika en ég keppti ekki í
fyrra og mér fannst þetta ekkert
erfitt. Kannski var þetta bara smá
erfitt en ekki mikið samt. Ég veit
ekki hvort ég hleyp lengra næsta
ár, það getur vel verið, þetta er
svo gaman," sagði sú stutta og
var greinilega ekkert þreytt þó svo
hún hafi hlaupið tæpa sjö kfló-
metra.
„Ég hljóp með honum pabba
mínum og þetta var ofsa gaman,"
sagði Sigríður Elsa að lokum.