Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 12
TS 88GÍ T8U0Á .3S HUOAdULaiíM .SKÍAJaHUUflOM
12 B MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
West Ham með forystu
- Manchester United er án stiga eftir tvær umferðir
Frá Bob Hennessy, fröttaritara Morgunblaðsins i Englandi.
AP/Simamynd
• Frá leik Newcastle og Tottenham í gærkvöldi. Billy Whitehurst stekkur hér yfir Tottenhamleikmann-
inn, Gary Mabbutt. Leikurinn fór fram á White Hart Lane og endafti með jafntefli, 1:1.
WEST HAM tók forystu í ensku
1. deildinni í knattspyrnu í gær-
kvöldi, þegar liðift vann Man-
chester United á Old Trafford í
Manchester. Þar með hefur Un-
ited tapað tveimur fyrstu leikjun-
um, sem er óvenjuleg byrjun hjá
liðinu. Fjórir aðrir leikir voru í 1.
deild og lauk þeim öllum með
jafntefli.
West Ham komst í 2:0. Mc-
Avennie skoraði eftir aðeins 15
"" sekúndur og á 38. mínútu bætti
Devonshire öðru marki við. Á
næstu mínútu skoraði Stapleton
með skalla fyrir Manchester Utd.
og var staðan því 2:1 í hálfleik.
Stapleton skoraði annað mark
með skalla á 46. mínútu og jafnaði
leikinn, en 5 mínútum fyrir leikslok
skoraði McAvennie sigurmark
West Ham með skalla. Áhorfendur
á Old Trafford voru 43.306.
Liverpool átti allan leikinn gegn
Manchester City, leikmenn liðsins
fóru á kostum og sýndu mjög góða
knattspyrnu, en tókst ekki að skora
þrátt fyrir mörg góð marktæki-
færi. Leikmenn City vörðust vel,
en á síðustu mínútu leiksins hand-
-f lék einn þeirra knöttinn innan
vítateigs og vildi Liverpool fá víta-
spyrnu, en dómarinn lét leikinn
halda áfram, sekúndurnar liðu og
úrslitin urðu 0:0. Leikmenn Liv-
erpool mótmæltu, lan Rush hélt
því áfram á leiðinni inn í búnings-
klefann og fékk brottvísun fyrir.
Hann á tveggja leikja bann yfir
höfði sér auk sektar vegna fram-
komu sinnar. 39.889 áhorfendur
voru á Anfield.
Sheffield Wednesday fékk Ever-
*. ton í heimsókn á Hillsborough og
leit út fyrir að heimaliðið ynni Ever-
ton í fyrsta skipti í 21 ár, en sjálfs-
mark heimamanna skömmu fyrir
leikslok tryggði gestunum 2:2 jafn-
tefli. Shutt skoraði fyrst fyrir
Sheffield, Sharp jafnaði, en hinn
18 ára David Hurst, sem kom inn
á sem varamaður, kom heimaliö-
inu yfir með sinni þriðju snertingu
í leiknum. Sigurður Jónsson lék
ekki með Sheffield.
Clive Allen skoraði á 44. mínútu
fyrir Tottenham, en Beardsley jafn-
aði fyrir Newcastle tveimur
mínútum fyrir leikslok.
Þá gerðu Oxford og Chelsea 1:1
jafntefli. Briggs skoraði fyrir
heimamenn, en Speedie fyrir
Chelsea, en hann var bókaður í
leiknum.
Sheridan og Baird skoruð fyrir
Leeds, en Saunders fyrir Stoke í
2. deildinni, en fyrirliða Stoke,
George Berry, var vikið af leikvelli.
Evans skoraði sigurmark WBA
gegn Sheffield Utd., Henry og Pal-
mer skoruðu fyrir Oldham gegn
Barnsley og Mortimer skoraði
bæði mörk Birmingham gegn
Bradford, en Campbell gerði eina
mark gestanna.
Knatt-
spyrnu-
úrslit
England
í GÆRKVÖLDI fóru fram fimm
leikir í 1. deild og fjórir leikir í
2. deild í ensku knattspyrnunni og urðu úrslit þessi:
1. deild:
Liverpool—Manchester City 0:0
Manchester United—West Ham 2:3
Oxford—Chelsea 1:1
Sheffield Wednesday—Everton 2:2
Tottenham—Newcastle 1:1
2. deild
Leeds—Stoke 2:1
WBA—Sheffield United 1:0
Birmingham—Bradford 2:1
Oldham—Barnsley 2:0
ÚRSLIT leikja í ensku deildar-
keppninni á laugardaginn 1. deild:
Arsenal — Manchester Utd. 1-0
Aston Villa — Tottenham Hotspur 0-3
Charlton - Sheffield Wed. 1-1
Chelsea — Norwich 0-0
Everton — Nottingham Forest 2-0
Leicester — Luton 1—1
Manch. City — Wimbledon 3-1
Newcastle — Uverpool 0-2
Southampton — QPR 6-1
Watford — Oxford Utd. 3-0
West Ham — Coventry 1-0
2. deild:
Barnsley — Crystal Palace 2-3
Blackburn — Leeds 2-1
Bradford — Plymouth 2-2
Brighton — Portsmouth 0-0
Derby — Oldham 0-1
Huddersfield — Sunderland 0-2
Hull — West Bromwich 2-0
Ipswich — Grimsby 1—1
Reading - Millwall 0-1
Sheffield Utd. — Shrewsbury 1-1
Stoke — Birmingham 0—2
3. deild:
Blackpool — Chesterfield 0-0
Bolton — Swindon 1-2
Brentford — Bournemouth 1-1
Bristol City — Bury 2-2
Chester — Carlisle 2-2
Mansfield — Doncaster 2—1
Newport — Gillingham 1-2
Notts County — Wigan 2-0
Rotherham — Fulham 0—0
Walsall — Bristol Rovers 0-3
York — Darlington 3-1
4. deild:
Exeter — Orient 1-0
Halifax — Aldershot 1-0
Hartlepool — Cardiff 1-1
Hereford — Wrexham 0-0
Lincoln — Colchester 3-13
Wolverhampton — Cambridge 1-2
Skotland
ÚRSLIT leikja i skosku deildar-
keppninni á laugardaginn voru
þessi:
ÚRVALSDEILD:
Celtic — Aberdeen 1—1
Dundee Utd. — Hearts 1—0
Falkirk — Dundee 0—1
Hamilton — Rangers 1 —2
Hibernian — Motherwell 0—0
St. Mirren — Clyderbank 0—1
1. DEILD:
Brechin — Morton 2—5
Dumbarton — Forfar 3—2
Dunfermline — Clyde 2—0
East Fife — Airdrie . 1—1
Kilmarnock — Montrose 3—0
Partick Thistle — Queen of the South 1 —1
2. DEILD:
Alloa — Ayr 1 —0
Arbroath — Stenhousemuir 3— 1
Berwick — East Stirling 2—2
Cowdenbeath — Stirling Albion 0—2
Meadowbank — Raith 0—1
Queens Park — Stranraer 3—2
St. Johnstone —Albion Rovers 1—2
Rush skoraði fyrsta markið
- Arsenal og Tottenham unnu góða sigra
Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgunblaðsins á Englandi.
IAN RUSH byrjaði sitt síðasta keppnistímabil með Liverool með
þvf að skora bæði mörk þeirra gegn Newcastle í fyrstu umferð
ensku knattspyrnunnar sem hófst á laugardaginn. Rush varð fyrst-
ur til að skora i' 1. deild eftir aðeins fjórar minútur. Everton, sem
varð í öðru sæti í fyrra, byrjaði einnig vei, vann Notthingham For-
est, 2:0, og skoraði Kevin Sheedy bæði mörkin.
lan Rush var hetja Liverpool í
leiknum gegn Newcastle á St.
James Park. Hann þurfti aðeins
fjórar mínútur til að koma knett-
inum í netið. Hann gerði svo
seinna markið sjö mínútum fyrir
leikslok. Liverpool hefur aldrei
tapað þegar Rush hefur skorað
og sannaðist það enn einu sinni
gegn Newcastle. Jan M0lby var
yfirburðamaður á miðjunni og
stjórnaði vel leik liðsins. Liver-
pool þurfti þó að hafa fyrir sigrin-
um því leikmenn Newcastle
stóðu sig vel. „Ég veit að ég er
að fara til Juventus en núna gef
ég Liverpool allt sem ég á, ann-
ars kæmist ég ekki í liðið," sagði
lan Rush eftir leikinn.
Sheedy hetja Ever-
ton
Everton sem er með marga
leikmenn á sjúkralista vann mikil-
vægan sigur á Nottingham l
Forest. Kevin Sheedy gerði bæði
mörkin og hefur tekið við hlut-
verki Gary Lineker sem seldur
var til Barcelona. Leikmenn For-
est voru þó óheppnir að skora
ekki þar sem bæði Neil Webb
og Nigel Clough áttu skot í stöng.
Clive Allen gaf Tottenham gott
start á nýju keppnistímabili með
því að skora öll mörk liðsins gegn
Aston Villa. Hann skoraði fyrst á
5. mínútu, síðan á 28. og svo 13
mínútum fyrir leikslok. Sannar-
lega góð byrjun hjá hinum nýja
framkvæmdastjóra, David Pleat.
Nicholas skoraði
Charlie Nicholas var hetja Ars-
enal gegn Manchester United
er hann skoraði eina mark leiks-
ins 10 mínútum fyrir leikslok.
„Það var margt í leik liðsins sem
gladdi mig en það er líka margt
sem þarf að laga," sagði Georg
Graham, nýráðinn framkvæmda-
stjóri Arsenal, eftir leikinn.
Það voru aðeins tæplega
10.000 áhorfendur sem lögðu
leið sína á leik Leicester og Luton
og er þetta fæstu áhorfendur
sem komið hafa á opnunarleik í
Leicester í 10 ár. Leicester hefur
ráðið til sín nýjan framkvæmda-
stjóra, Bryan Hamilton, og var
þetta fyrsti leikur hans. Heima-
menn náðu forystunni á 17.
mínútu með marki Alan Smith
en Brian Stein jafnaði með fal-
legu marki eftir að hafa leikið á
eina þrjá varnarmenn.
Sigur hjá West Ham
West Ham sem varð í þriðja
sæti deildarinnar á síðasta
keppnistímabili byrjaði vel og
nældi í bæði stigin gegn Co-
ventry. Það tók þá 83 mínútur
að brjóta á bak aftur vörn Co-
ventry. Markið gerði Tony Gale
eftir aukaspyrnu.
Enski landsliðsmaðurinn John
Barnes skoraði strax eftir 5
mínútur gegn Oxford. Það var
adrei spurning hver færi með
sigur af hólmi í þessum leik, yfir-
burðir Watford voru miklir.
Annað markið gerði David Bards-
ley og það þriðja Luther Blissett
einni mínútu fyrir leikslok.
Clarke með þrennu
Norður-írski landsliðsmaður-
inn, Colin Clarke, var í aöalhlut-
verki hjá Southampton gegn
QPR. Hann geröi þrjú mörk og
lagði upp hin tvö. Nick Holmes
skoraði fyrsta markið eftir 10
mín. og Danny Wallace skoraði
annað markið eftir fyrirgjafir
Clarke. Hann gerði síðan sjálfur
síðustu þrjú mörkin og átti stór-
leik. Eina mark QPR gerði Martin
Allen á 70. mín.
Jafnt hjá Charlton
Sheffield Wednesday án Sig-
urðar Jónssonar varð að sætta
sig við jafntefli gegn nýliðunum
Charlton Atletic, 1:1, á útivelli.
Robert Lee kom heimamönnum
yfir á 53. mínútu en Gary Shelton
jafnaði fyrir Wednesday skömmu
síðar. Wednesday var betra liðið
en náði ekki að knýja fram sigur.
Wimbledon tapaði sínum
fyrsta leik í 1. deild gegn Man-
chester City, 3:1. Wimbledon
náði forystu í leiknum með marki
Andy Thorn á 55. mín. Graham
Baker jafnaði stuttu seinna. Paul
Simpson, sem komið hafði inná
sem varamaður, kom City yfir og
Trevor Christie, sem nýlega var
keyptur frá Derby, skoraði þriðja
markið rétt fyrir leikslok.
Graham Benstead, markvörð-
ur Norwich, var hetja liðsins
gegn Chelsea og hélt hreinu
þrátt fyrir mikla skothríð.