Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1986 B 11 ÍA ekki tapað stigi síðan Pétur kom 3. deild: Leiftur sigraði í B-riðlinum AKRANESVÖLLUR 1. deild: ÍA-UBK 2:1 (1:0) Mörk lA: Sveinbjörn Hákonarson á 20. minútu og Pétur Pétursson á 90. minútu. Mark UBK: Jón Þórir Jónsson á 46. mínútu. Gul spjöld: Ingvaldur Gústafsson og Magnús Magnússon báöir úr UBK. Dómari: Sveinn Sveinsson átti slakan leik. Áhorfendur: 682. EINKUNNAGJÖFIN: Lið ÍA: Birkir Kristinsson 3, Hafliði Guðjónsson 2, Heimir Guðmundsson 2, Hörður Rafnsson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Árni Sveinsson 1, Guðbjörn Tryggvason 2, Sveinbjörn Hákonar- son 3, Júlíus P. Ingóifsson 1, Aöalsteinn Víglundsson vm. á 74. mínútu 2, Pótur Péturs- son 4, Valgeir Barðason 3. Samtals: 25. Uð UBK: Sveinn Skúlason 3, Ingvaldur Gústafsson 2, Sigurður Víðisson 2, Magnús Magnússon 1, Ólafur Björnsson 3, Vignir Bald- ursson 3, Hákon Gunnarson 3, Rögnvaldur Rögnvaldsson 1, Steindór Elisson vm. á 72. mínútu 2, Guðmundur Guömundsson 3, Guðni Valur Sigurðsson 2, Gunnar Gylfason vm. á 72. mínútu 2, Jón Þórir Jónsson 4. Samtals: 28. Skagamenn unnu sannkallaðan heppnissigur gegn UBK í gær- kvöldi og skoruðu sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins eftir að Blikarnir höfðu verið betri lengst af. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og átti Sveinbjörn Hákonarson tvívegis góð færi á 15. og 18. mínútu. í fyrra skiptið skaut hann í varnarmann og í síðara skiptið bjargaði Ólafur Björnsson skoti hans á marklínu. Á 20. mínútu náðu heimamenn forystu og enn var það Sveinbjörn Staðaní 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir 16 umferðir er nú þessi: Valur 16 11 2 3 28- 6 35 Fram 16 10 4 2 35-12 34 ÍBK 16 9 1 5 19—21 28 ÍA 16 8 3 5 28—17 27 KR 16 6 7 3 18-10 25 Víðir 16 5 4 7 19—20 19 Þór 16 5 4 7 18-26 19 FH 16 5 3 8 21-31 18 UBK 16 3 3 10 13-33 12 ÍBV 16 1 3 12 15-38 6 Markahæstir eru nú þessir: GuðmundurTorfason, Fram 17 Sigurjón Kristjánsson, Val 9 ValgeirBarðason, ÍA 9 Guðmundur Steinsson, Fram 8 Ingi Björn Albertsson, FH 7 2. deild KA 15 9 4 2 35—13 31 Víkingur 15 9 3 3 45-18 30 Völsungur 15 9 2 4 34—14 29 Setfoss 15 8 4 3 28-11 28 Einherji 15 8 2 5 23-20 26 KS 16 6 3 8 26-31 21 Þróttur 15 5 2 8 28-27 17 ÍBÍ 16 3 6 6 26-31 15 Njarðvík 15 4 2 9 27—40 14 Skallagrímur 15 0 0 15 4-81 0 Markahœstir eru þessir: Tryuflvl Gunn»r»»on, KA 19 Andri Martein&son, VíkJngi 16 Jón Gunnar Bergs, Selfossi 11 Elías Guömundsson, Víkingi 10 Krístjón Olgeirsson, Völsungi 10 Jón Bjami Guðmundsson, Víkingi 9 Vilhelm Frodorikson, Völsungi 9 Ragnar Hermannsson, Njarðvík 8 3. deild A-riöUI: ÍR 11 7 2 2 29— 9 23 Fylkir 11 7 1 3 26-12 22 ÍK 11 7 1 3 18—16 22 Stjaman 11 B 2 4 18-14 17 Grindavík 11 4 0 7 16—19 12 ReynirS 11 2 4 5 14—17 10 Ármann 12 0 4 8 11—34 4 B-riðill: Leiftur 13 10 2 1 34- 9 32 Tindastóll 13 8 4 1 31-11 28 Þróttur N 13 6 6 1 29-15 24 ReynirÁ 13 5 3 5 16—16 18 Austri 12 4 3 5 17-16 16 Magni 13 3 4 6 19-23 13 Valur 12 3 2 7 16-27 11 Lelknlr 13 0 0 13 3-48 0 • Pétur Pétursson skoraði sig- urmarkið á síðustu sekúndum leiksins. sem var á ferðinni. Þá fékk hann fallega stungusendingu fram hægri kantinn frá Guðbirni Tryggvasyni, lék að markteignum ÍA - UBK 2:1 og skaut þaðan föstu skoti á nær- stöngina, sem fór undir Svein Skúlason í markinu og í netið. Þremur mínútum síðar átti Jón Þ. Jónsson hörkuskot að marki ÍA frá vítateigshorni, en Birkir Krist- insson varði glæsilega. Eftir þetta var eins og allur vindur væri úr Skagamönnum og Blikar gerðu harða hríð að marki þeirra. Jón Þórir var enn á ferðinni á 33. mínútu með gott skot, en Hörður Rafnsson bjargaði á síðustu stundu og á 40. mínútu varði Birk- ir vel skot Guðmundar Guðmunds- sonar eftir þunga sókn UBK. Blikarnir hófu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og jöfnuðu leikinn eftir aðeins 30 sek- úndur. Hákon Gunnarsson átti háa sendingu fyrir mark Skagamanna beint til Jóns Þóris, sem var einn og óvaldaður í vítateignum og skoraði hann með þrumuskoti framhjá stöðum varnarmönnum heimamanna. Skömmu síðar fengu Skaga- menn ágætisfæri með stuttu millibili. í fyrra skiptið sendi Árni Sveinsson á Valgeir Barðason, sem komst í gegn, lyfti yfir Svein í markinu, en á síðustu stundu tókst Sveini að slá í boltann, sem fór í slá og yfir. Þá varði Sveinn mjög vel skot frá Valgeiri eftir sendingu frá Pétri Péturssyni. Eftir þetta náðu Blikarnir góðum tökum á leiknum og sóttu stíft. Á 74. mínútu komust Skagamenn á ótrúlegan hátt frá því að fá mark á sig. Þá átti Hákon Guðmundsson sendingu fyrir markið, þar sem Guðmundur Guðmundsson og Jón Þórir stóðu fyrir opnu marki, en í óðagotinu skaut Guðmundur í Jón Þóri og aftur fyrir markið. Á 86. mínútu voru Blikarnir enn í bullandi sókn, en Birkir varöi glæsilega frá Jóni Þóri. Skagamenn náðu síðan skyndi- sókn á 88. mínútu, Valgeir komst einn inn fyrir vörn Blikanna, skaut þrumuskoti að marki en í stöng og út. Á síðustu sekúndum leiksins óð Sveinbjörn með knöttinn fram- hjá varnarmönnum Blikanna upp að endamörkum, náði að senda fasta fyrirgjöf fyrir markið og þar kom Pétur Pétursson að og þrum- aði knettinum upp í þaknetið. Örfáum sekúndum síðar flautaði Sveinn Sveinsson, dómari til leiks- loka. Skagamenn höfðu þar með unnið mjög ósanngjarnan sigur á lánlausum Blikum, sem þar með féllu líklega í 2. deild. Skagamenn voru mjög daufir í þessum leik og það var aðeins Pétur Pétursson, sem með baráttu sinni náði að knýja fram sigur Skagamanna, þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu og oft gróft leikinn og fengið litla vernd Sveins dómara. Blikarnir voru mjög óheppnir í leiknum. Léku oft á tíðum ágæt- lega, en voru lánlausir upp við mark andstæðinganna. - og liðið mun leika í 2. deild á næsta keppnistímabili. ÍR enn á toppi A-riðilsins A-riðill ÍK-Ármann 1-1 (1-1) Eftir sigur Fylkis á ÍR fyrr í vi- kunni átti ÍK góða möguleika á að skjótast í efsta sætið. Tækifærið rann hins vegar úr greipum liðsins með þessu jafntefli. Guðjón Guð- mundsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍK eftir aðeins fjórar mínútur en slæmt sjálfsmark jafn- aði leikinn. Einn leikmaður ÍK hugðist senda aftur til markvarðar en boltinn fór í netiö. Kópavogs- búar héldu síðan uppteknum hætti og sóttu stíft en þétt vörn Ármenn- inga hrundi öllum upphlaupum þeirra. Grindavík-Stjarnan 2-3 (1-2) Stjarnan náði forystunni eftir aðeins 45 sekúndur með marki Jóns Árnasonar. Steinþór Helga- son jafnaði fyrir heimamenn en Valdimar Kristófersson kom Stjörnunni yfir fyrir hlé. í síðari hálfleiknum skoraði Heimir Erl- ingsson þriðja mark Stjörnunnar og Helgi Bogason átti lokaorðið fyrir Grindavík. B-riðill Leiftur-Leiknir 7-0 (1-0) Með sigrinum gulltryggði Leiftur sæti sitt í 2. deild þar sem Tinda- stóll tapaði stigum. Þeir Ólafur Björnsson og Halldór Guðmunds- son skoruðu báðir tvö mörk fyrir Leiftur og eitt mark skoruðu þeir Óskar Ingimundarsson, Róbert ' Gunnarsson og Þorvaldur Jónsson markvörður sem skoraði úr víta- spyrnu. Austri-Magni 3-1 (2-1) Fyrri hálfleikur var mjög fjörug- ur. Magni náði forystunni með marki Hrings Hreinssonar en þeir Steinar Tómason og Sigurjón Kristjánsson komu Austra yfir í fyrri hálfieik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur á að horfa en Sophus Hákonarsson átti loka- orðið fyrir Austra. Valur-Reynir Á 1-0 (0-0) Frekar tilþrifalítill leikur og lítið um marktækifæri. Óli Nikulás Sig- marsson skoraði eina mark leiks- ins með skalla eftir góðan - undirbúning Agnars Arnþórsson- ar. Tveir menn slösuðust í leiknum. Einn leikmaður Magna kinnbeins- brotnaði og Gústaf Ómarsson þjálfari Vals skarst illa á hné. Tindastóll-Þróttur N 2-2 (1-1) Hart barist en með jafnteflinu slokknuðu meistaravonir heima- manna. Það voru bræðurnir Björn og Eyjólfur Sverrisson sem skor- uðu mörk Tindastóls en Guöbjartur Magnason og Eggert Brekkan jöfnuðu metin fyrir Þrótt. Birgir M Ágústsson fór illa að ráði sínu er hann misnotaði vítaspyrnu fyrir Þrótt. Þess má geta að Þróttur hefur gert sex jafntefli sem er met í deildinni. Kvennalandsleikur: íslenskur sigur ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu vann það svissneska 1:0 í landsleik á Akranesi á laug- ardaginn. Kristín Arnþórsdóttir skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik eftir stungusendingu inn fyrir vörn Sviss. Leikurinn var frekar jafn, knatt- tækni svissnesku stúlknanna var meiri, en þær íslensku unnu leikinn á góðri baráttu. -S.E. Dómsorð íþróttadómstóll ÍBH kom saman fimmtudaginn 21. ágúst og tók fyrir mál FH-inga gegn Skagamönnum vegna Páturs Páturssonar. Dómarar í máli þessu voru Gissur V. Kristjáns- son, Sigurður Oddsson og Yngvi Rafn Baldvinsson. Hár birtum við álit dómsins og dómsorð til þess að fólk geti áttað sig betur á því um hvað máj þetta snýst. Álit dómsins: í 2. gr. reglu- gerðar KSI um félagaskipti íslenskra leikmanna milli landa segir svo: „Ef leikmaður hefur leikið sem áhugamaður eða at- vinnumaður með erlendu liði, hvort heldur á liðnu ári eða al- manaksárinu, skal jíða einn mánuður frá því að KSÍ móttekur beiðni leikmanns um félagaskipti uns KSÍ, að öðrum skilyrðum uppfylltum er heimilt að gefa út keppnisleyfi honum til handa." Fyrir dóminn hefur verið lögð yfirlýsing um félagaskipti, sem er á sérstöku formi frá KSf, þar sem reglugerð KSÍ um félaga- skipti íslenskra leikmanna milli landa gerir ráð fyrir því að beiðnisé lögð fram, verður að líta á yfirlýsingu þessa um félaga- skipti, sem beiðni leikmanns um félagaskipti og þar sem greind yfirlýsing er móttekin af KSÍ þann 7. júní 1986 án athugasemda ásamt greiðslu veröur að líta svo á að yfirlýsingin sé beiðni leik- manns um félagaskipti til hins kærða félags rétt fram komin þrátt fyrir óhönduglegan frágang þessarar yfirlýsingar, sem er ámælisverður fyrir stjórn KSÍ Önnur skilyrði eru þau, að flutningur leikmannsins sam- ræmist reglum FIFA og KSÍ, þ.e. leikmaðurinn þarf að fá flutnings- heimild viðkomandi landssam- bands og flutningsheimildin má ekki vera bundin skilyrðum sem samrýmast ekki reglum FIFA eða KSÍ. Fyrir það fyrsta þarf viðkom- andi leikmaður að fullnægja skilyrðum áhugamannareglna KSI. í 1. gr. 1. ml. áhugamanna- reglna KSÍ segir: „Áhugamaður má ekki veita viðtöku peningum eða jafngildi peninga og heldur ekki verða sér úti um fjárhagsleg- an ábata með þátttöku sinni í íþróttum." Þar sem vitað er, að leikmaðurinn Pétur Pétursson hefur ekki leikið knattspyrnu á vegum nokkurs íþróttafélags inn- anlands né erlendis frá því beiðni um félagaskipti kom fram og engum líkum hefur verið leitt að því og ósannað með öllu að hann hafi þegið greiðslu fyrir íþrótt sína frá 7. júní 1986 að telja og einum mánuði síðar átti hann rétt á því að öðlast áhugamanna- réttindi á ný. Samkvæmt reglum FIFA og KSÍ má enginn leikmað- urfiytjast á milli ianda nema með samþykki viðkomandi knatt- spyrnusambands. Royal Ant- werp Football Club er aðili að belgíska knattspyrnusamband- inu og með flutningsheimild dags. 7. ágúst 1986 samþykkir belgíska knattspyrnusambandið fyrir sitt leyti til handa KSÍ að Pétri Péturssyni sé heimilt án skilyrða að hálfu belgíska sam- bandsins að leika á íslandi frá 2. ágúst 1986 að telja. Viðfest skjal sem er samningur milli Roy- al Antwerp Football Club annars- vegar og ÍA, Akranesi, hinsvegar, þar sem fram kemur að hið er- lenda félag heimilar að leikmað- urinn Pétur Pétursson leiki með ÍA frá 2. ágúst 1986 að telja þar til 15. október 1986. Þar sem hér er um skilyrtan samning að ræða, að því leyti að samningur- inn verður eigi lengri en til 15. október 1986, verður að skoða sérstaklega hvort skilyrðið komi í veg fyrir að heimilt verði að gefa Pétri Péturssyni almennt keppnisleyfi á íslandi af hálfu KSÍ eins og mál þetta liggur fyrir verður litið svo á að KSÍ hafi verið heimilt að gefa út keppnis- leyfi til handa Pétri Péturssyni, þrátt fyrir greint skiiyrði, þar sem KSÍ getur samkvæmt sínum regl- um leyst Pétur Pétursson undan skyldu sinni að leika með ÍA þann 15. október 1986. Á það ber að líta þótt leikmenn flytjist á milli félaga verða þeir ekki sjálfkrafa ævifélagar og ekkert kemur fram í samkomulagi þessu um pen- ingagreiðslur eða önnur þau skilyrði sem brjóta í bága við reglur KSÍ. Með skírskotan til framanrit- aðs bera að sýkna kærða í máli þessu. Málskostnaður dæmist ekki. Dómsorð Kærði ÍA skal vera sýkn af kæru kæranda FH. Málskostnað- ur dæmist ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)
https://timarit.is/issue/120785

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)

Aðgerðir: