Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
B 9
2. deild:
KA marði sigur
í baráttuleik
Selfossi.
TRYGGVI Gunnarsson skóp 1-0
sigur KA-manna yfir Selfyssing-
um með marki á lokamínútum
leiksins þegar hann slapp inn fyr-
ir vörn Selfyssinga, lék inn í
vítateig og renndi boltanum í
markið. Þessu gátu annars bar-
áttuglaðir Selfyssingar ekki
svarað þó svo þeir næðu góðri
sókn í lokin sem minnstu munaði
að gengi upp. Annars var leikur-
inn nokkuð jafn og einkenndist
af góðum færum beggja liða.
Tryggvi fékk sendingu inn á
miðju og í stað þess að hindra
Tryggva strax hleyptu Selfyssingar
honum innfyrir en áttu ekki mögu-
leika á að stöðva hann og Tryggvi
var eldfljótur upp völlinn og gerði
út um leikinn, sem annars leit út
fyrir að lykta með jafntefli.
KA-menn sóttu meira í byrjun
fyrri hálfleiksins, voru ákveðnari
og fengu strax góð færi en tókst
ekki að nýta sér þau. Selfyssingar
komu smátt og smátt meira inn í
leikinn og hann jafnaðist. Á 15.
mínútu fékk Sigurður Haildórsson
dauðafæri inni í markteig KA en
náði ekki að skora. Svo virtist sem
knötturinn lenti í handlegg KA-
manns, en dómarinn hafðist ekki
að. Skömmu siðar fékk Tómas
Pálsson gott færi en skaut yfir. Á
37. mínútu fengu KA-menn dauða-
færi og hvert skotið af öðru dundi
á marki Selfyssinga svo áhorfend-
ur stóðu á öndinni, en varnar-
mönnum heimamanna tókst að
bægja hættunni frá. Annað dauða-
færi fengu KA-menn líka á lok-
amínútu fyrri hálfleiks þegar
boltanum var rennt fyrir mark Sel-
foss en Steingrímur Birgisson KA
náði ekki að skalla bolt^nn fyrir
opnu marki.
Selfyssingar voru mun ákveðn-
ari í síðari hálfleik og fengu mörg
góð færi sem ekki nýttust þó
dauðafæri væru. Um miðjan hálf-
leikinn fékk KA sitt besta færi en
það fór með það eins og færi
heimamanna það vantaði herslu-
muninn til að skora. Undir lok
leiksins fengu heimamenn hvert
færið af öðru og mikil pressa var
á KA-markið án þess að nokkuð
gerðist. Sigurmark KA kom svo á
lokamínútum leiksins þegar
Tryggvi Gunnarsson besti maður
KA-liðsins komst inn fyrir vörn
Selfoss eftir að hreinsað var frá
KA-markinu og lokastaoan varð
0-1.
Það voru um 500 áhorfendur á
leiknum og mikil stemmning enda
stuðningsmenn KA fjölmennir og
heimamenn í miklu stuði. Margir
litu á leik Selfoss og KA sem hrein-
an úrslitaleik um það hvort
þessara liða leikur í 1. deild að
ári. „Við verðum að sigra," sagði
Stefán Garðarsson formaður
knattspyrnudeildar Selfoss, „ef
ekki þá minnka líkurnar niður í 30%
að við komumst upp.“
Dómarinn haföi gott vald á leikn-
um, sýndi einum manni gult spjald,
Jóni G Bergs um miðjan síðari
hálfleik þegar leikurinn harðnaði.
Einnig aðvaraði hann nokkra leik-
menna KA án þess að veifa spjaldi,
en þeir voru yfirleitt fljótir til háv-
aðasamra mótmæla við hvert smá
pústur í leiknum.
Sig Jóns.
Markasúpa á
ÞRÓTTUR sigraði ÍBÍ í miklum
markaleik í 2. deild á ísafirði, 5:3,
á laugardaginn. Staðan í leikhléi
var 2:1 fyrir Þrótt. Ungur Þrótt-
ari, Sigfús Karlsson, stóð sig
mjög vel og skoraði fjögur mörk.
Þróttur hefur nú þokað sér af
mesta fallhættusvæðinu en ís-
firðingar sitja enn í súpunni.
ísfirðingar byrjuðu vel. Benedikt
Einarsson átti hörkuskalla í stöng
og framhjá strax á 2. mín. Guð-
mundur Gíslason skoraði síðan
mark á 10. mínútu fyrir ÍBÍ sem
dæmt var af vegna rangstöðu,
sem var mjög vafasamt. Fyrsta
sókn Þróttara endaði með marki
Sigfúsar Karlssonar af stuttu færi.
Skömmu síðar varð Guðmundur
Jóhannsson að yfirgefa völlinn þar
sem hann lenti í samstuöi við
Þróttara og rotaðist. Þróttar skor-
uðu sitt annað mark á 36. mínútu
og var Sigfús aftur á ferðinni.
Benedikt Einarsson minnkaði
muninn fyrir ÍBÍ með skalla eftir
hornspyrnu rétt fyrir hálfleik.
Stefán Tryggvason jafnar fyrir
ÍBI á 60. mínútu með skoti úr
þvögu. Sigfús skorar sitt þriðja
mark fyrir Þrótt 10 mínútum síöar
og rétt á eftir bætti Sigurður Hall-
Morgunblaðið/Julíus
• Chaibi sést hér á fleygiferð í maraþoninu á sunnudaginn og
það var ekki að sjá að hann væri mikið þreyttur þó svo að baki
væru rétt tæpir 40 kílómetrar.
Morgunblaöiö/Einar Falur
• Andri Marteinsson var hetja Víkings gegn Völsungum. Hann liggur hér i valnum eftir að hafa sent
knöttinn í netið og innsiglað sigurinn rétt fyrir leikslok. Þorfinnur, markvörður Völsungs, kemur engum
vörnum við.
Mikilvægur sigur
hjá Víkingum
VÍKINGUR nældi sér í þrjú dýr-
mæt stig gegn Völsungi frá
Húsavik í toppbaráttu 2. deildar
á gervigrasinu í Laugardal á laug-
ardaginn. Völsungar náðu forystu
snemma í seinni hálfleik en
Víkingar gáfust ekki upp og jöfn-
uðu þegar stundarfjórðungur var
eftir af leiknum og innsigluðu sig-
urinn svo tveimur mínútum fyrir
leikslok, 2:1.
ísafirði
varðsson við fjórða marki Þróttar.
Jón Oddsson svaraði fyrir ÍBÍ með
marki eftir sendingu frá Kristni
Kristjánssyni, sem nýlega var kom-
inn inná sem varamaður. Örnólfur
Oddsson fékk svo upplagt tæki-
færi til að jafna er hann komst einn
innfyrir en Guðmundur, markvörð-
ur, sá við honum. Sigfús átti svo
síðasta orðið er hann skoraði sitt
fjóröa mark af stuttu færi.
ísfirðingar voru mun betri í fyrri
hálfleik og hefðu með réttu átt að
hafa forystu í hálfleik en það eru
mörkin sem tala. í seinni hálfleik
var meira jafnræði á með liðunum.
Sigur Þróttar því full stór.
-AJ.
„Húsvíkingar eru með gott lið
og léku þeir sérstaklega vel í fyrri
hálfleik. Þetta verður sama barátt-
an áfram en staða okkar í deildinni
er nú óneitanlega betri en fyrir
leikinn," sagði Magnús Jónatans-
son, þjálfari Víkings, eftir leikinn.
Mikil barátta einkenndi þennan
leik enda stigin mikilvæg fyrir
bæði liðin, sem bæði berjast um
að ná 1. deildarsæti. Völsungur
byrjaði mun betur og var sterkari
aðilinn fyrsta hálftímann. Birgir
Skúlason átti fyrsta færi Völsungs
í leiknum er hann átti skot framhjá
frá markteig, en töluvert að-
þrengdur. Kristján Olgeirsson,
besti meður Völsungs, skoraði
síðan mark á 20. mín. sem dæmt
var af vegna rangstöðu. Stuttu
seinna á Vilhelm Fredriksen skalla
rétt framhjá eftir fyrirgjöf Kristjáns.
Síðasta stundarfjórðung hálfleiks-
ins komu Víkingar meira inn í
leikinn. Atli Einarsson átti skalla
frá markteig sem fór beint til Þor-
finns, markvarðar og Andri átti
þrumuskot rétt utan vítateigs sem
Þorfinnur varði vel.
Kristján Olgeirsson kom Völs-
ungi yfir með marki á 50. mín.
Hann fékk þá langa stungusend-
ingu innfyrir vörn Víkings, sem
hélt hann rangstæðan, og vippaði
laglega yfir Jón Otta í markinu. Upp
frá þessu var svo til um einstefnu
að ræða að marki Völsungs. Elías
átti skot hátt yfir úr góöu færi og
Jón Bjarni átti hörkuskalla eftir
hornspyrnu sem Þorfinnur varði
vel. Andri Marteinsson, besti mað-
ur vallarins, tók svo til sinna ráða.
Dæmd var aukaspyrna er Trausta
var brugðið rétt utan vitateigs.
Andri gerði sér lítið fyrir og skor-
aði með þrumuskoti beint í
gegnum varnarvegginn. Hann var
svo aftur á ferðinni þremur mínút-
um fyrir leikslok. Boltlnn barst inní
vítateig Völsungs og virtist sem
varnarmaður þeirra ætlaði að
hreinsa en Andri fylgdi vel á eftir
og náði að skora af stuttu færi.
Töluverður hraði og harka var i
leiknum þó sáust oft skemmtilegar
leikfléttur, sérstaklega hjá Völs-
ungi i fyrri hálfleik. Eftir aö Völs-
ungur hafði náð forystu gáfu þeir
eftir og Víkingar gengu á lagið og
sóttu án afláts og uppskáru sigur-
inn í lokin.
Bestu menn Völsungs voru
Kristján og Björn Olgeirssynir og
varnarmennirnir, Skarphéðinn
ívarsson og Birgir Skúlason. Hjá
Víking var Andri yfirburðamaður,
ræður yfir mikilli knatttækni og er
harður og drífur félaga sína áfram
með krafti sínum. Atli Einarsson,
Gunnar Örn, Jón Bjarni og Trausti
Ómarsson komust einnig vel frá
leiknum. -Val
Einherji var sterkari
EINHERJI sigraði Njarðvik, 3:1, í
2. deild karla í knattspyrnu í
Njarðvík á laugardaginn. Heima-
menn höfðu yfir í hálfleik, 1:0.
Njarðvíkingar sóttu mun meira
til að byrja með og áttu mörg
marktækifæri sem ekki nýttust.
Einherji komst meira inn í leikinn
er á hálfleikinn leið. Fyrsta markið
var þó heimamanna. Helgi Arnar-
son náði þá knettinum á miðju
vallarins og einlék upp að vítateig
Einherja og skoraði með þrumu-
skoti af 25 metra færi. Glæsilegt
mark.
Seinni hálfleikur var mun jafn-
ari. Páll Þorkelsson fékk besta
marktækifæri leiksins fram að
þessu er hann hitti ekki knöttinn
í ákjósanlegu færi við markteig.
Það sem eftir var tóku Einherjar
öll völd á vellinum. Aðalsteinn
Björnsson átti fyrst skot í þverslá
Njarðvíkurmarksins áður en Páll
Björnsson jafnaði leikinn, 1:1, með
góðum skalla eftir fyrirgjöf frá
Baldri Kjartanssyni. Páll bætti
síðan öðru markinu við fyrir Ein-
herja skömmu síðar er hann náði
að komast á auðan sjó eftir mistök
í vörn Njarðvíkinga. Einherji bætti
síðan við þriðja markinu á 83.
mínútu er Viðar Sigurjónsson skor-
aði með skalla eftir fyrirgjöf sem
hoppað hafði koll af kolli leikmanna
SKALLAGRÍMUR í Borgarnesi
tapaði enn einum leiknum í 2.
deild á laugardaginn. Nú voru það
Siglfirðingar sem unnu þá í Borg-
arnesi, 3:0. Staðan í leikhléi var
2:0 fyrir KS.
Gústaf Björnsson, þjálfari KS,
skoraði fyrsta markið um miðjan
fyrri hálfleik. Annað mark KS gerði
körfuknattleiksmaðurinn, Jón Kr.
innan vítateigs Njarðvíkinga.
Helgi Arnarson var besti leik-
maður Njarðvíkinga og jafnframt
besti leikmaður vallarins. Hjá Ein-
herja var þjálfarinn, Njáll Eiðsson,
bestur. Dómari var Gunnar Jó-
hannson og voru honum mislagöar
hendur.
-Ó.T.
Gíslason, eftir mikinn darraðar-
dans i vítateig Skallagríms og
þannig var staöan í hálfleik. í síðari
hálfleik skoraði svo Colin Tacker
þriðja markið og urðu það úrslit
leiksins, sem þótti fremur dapur.
Siglfirðingar halda áfram upp
stigatöfluna og eru sennilega úr
allri fallhættu, þeir hafa unnið
síðustu fjóra leiki sína í deildinni
og eru nú í 6. sæti með 21 stig.
KS sigraði