Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
Hugmyndaauðgi í
nafngiftum sveita
LIÐUR í skemmtiskokki
Reykjavíkurmaraþonsins var
sveitakeppnin þar sem þrir ein-
staklingar mynduðu með sér
sveit. í ár var þessi keppni mun
fjölmennari en undanfarin ár og
alls tók 51 sveit þátt í keppninni
að þessu sinni.
Nöfn sveitanna eru misjöfn, þær
hétu þó flestar eftir fyrirtækjum
en sumar þó eftir íþróttafélögum
og enn aðrar eru skírðar skrýtnum
nöfnum þar sem ekki er hægt að
ráða í meininguna.
Eftir að hlaupinu lauk voru nöfn
sveitanna dregin úr potti og þeim
sveitum sem upp komu veitt verð-
laun. Ekki voru veitt verðlaun fyrir
besta tímann þannig að allir sem
luku keppni höfðu jafna möguleika
á að vinna til verðlauna. Að þessu
sinni komu upp nöfnin „Mæðgurn-
ar“ og „B-sveit Iðnaðarbankans"
og hlutu þessar sveitir sérstök
verðlaun.
í fyrrnefndu sveitinni voru þær
Lára Erlingsdóttir, Þördís Guð-
mundsdóttir og Guðrún L.
Guðmundsdóttir og ef marka má
nafn sveitarinnar þá eru þær
mæðgur.
Hér á eftir er listi yfir nokkur
sveitarnöfn svona rétt til að sýna
hugmyndaflug þeirra sem sveitirn-
ar skipuðu.
Skorti, Þristarnir, Sveitin okkar,
Bakkabræður, Krummavinafélag-
ið, Bambino, Úrvalssveit hádegis-
verðarklúbbssins, Fótaskortur,
Norðaustri, Fjórða glas, Jaxlarnir,
Fýlupúkarnir, Súpersveitin, Ljósk-
urnar, Skjaldbökurnar, Sundpab-
bar, Bakkabúar, Steikurnar,
Breiðvillingar, Hestarnir K-59 og
þannig mætti lengi telja. Skemmti-
leg nöfn en óskiljanleg sum hver.
sem örugglega verður kippt í liðinn
fyrir næsta mót enda er fram-
kvæmdin alltaf að verða betri og
betri. Það er enginn að ætlast til
að skipulagið sé fullkomið í fyrstu
skiptin sem slík mót eru haldin.
Þetta tekur allt sinn tíma.
Einn keppenda nefndi það við
blaðamann Morgunblaðsins og
bað hann að koma því á framfæri
til áhorfenda sem væru meðfram
hlaupaleiðunum að fylgjast með
hlaupurunum að drepa á bifreiðum
sínum því það væri mjög óþægi-
legt að koma úr fersku lofti og fá
skyndilega útblásturinn úr fjölda
bifreiða beint framan í sig.
Beðið eftir verðlaunapeningum
0 Það mynduðust oft langar biðraðir eftir að fá afhenta verðlaunapeninga þegar keppendur komu
í mark i skemmtiskokkinu. Hér er ein slík röð þar sem menn stappa af og býða gullsins frá Morgun-
blaðinu sem gaf verðlaunapeningana og bikara keppninnar.
Reykjavíkurmaraþon:
Aldrei fleiri
þátttakendur
— hlaupið tókst vel en sumt má þó betur fara
Reykjavíkurmaraþonið fór
fram á götum borgarinnar á
sunnudaginn og var þetta fjöl-
mennast maraþonið sem hingað
til hefur verið haldið hér á landi
en keppendur voru alls 960 sem
er tæplega helmingi meira en í
fyrra. Þetta er í þriðja sinn sem
Reykjavíkurmaraþon er haldið og
hefur fjöldi þátttakenda vaxið
með hverju ári og virðist sem
þetta sé að verða einn af fasta-
punktunum hér í Reykjavík.
Keppendur skiptust þannig á
milli flokka að þessu sinni að í
maraþoninu sjálfu kepptu 85
manns, í hálfmaraþoni voru 184
keppendur og í skemmtiskokkinu
lauk 691 keppni, að vísu á mislöng-
um tíma en það skiptir ekki máli
því þetta hlaup er fyrst og fremst
til þess að vera með í, ekki endi-
lega til þess að vinna.
Aðstandendur hlaupsins virðast
vera að ná góðum tökum á skipu-
lagsmálum þess og var allt mun
betur skipulagt í þessu hlaupi en
í hinum tveimur fyrri. Þó var tvennt
sem betur hefði mátt fara við
markið að þessu sinni. Það vant-
aði tilfinnanlega einhvern stað þar
sem keppendur gátu fengið smá
yl og skipt um föt því menn voru
blautir og kaldir er þeir komu í
mark. Vel má vera að slíkur staður
hafi verið til staðar en þá var hann
illa merktur því margir hlauparar
veltust um í Lækjargötunni vafnir
í teppi og vissu greinilega ekkert
hvað þeir áttu af sér að gera.
Hitt atriðið sem hefur verið í
fyrri hlaupum en ekki núna er að
nauðsynlegt er að hafa eitthvað
heitt að drekka fyrir keppendur er
þeir koma í mark. Boðið er upp á
vatn og íþróttadrykki auk ávaxta-
safa en það breytir því ekki að
gott er að fá heita súpu er komið
er í mark eftir langt og erfitt hlaup.
Þetta eru að sjálfsögðu smáatriði
Morgunblaðið/Einar Falur
• Martha Ernsdóttir komin í mark f hálfu maraþoni og Vignir S.
Halldórsson fylgist með henni en hann keppti í skemmtiskokkinu.
Ætla einhvern tíma
að hlaupa maraþonið
— sagði Martha Ernstdóttir sem keppti í hálfu
maraþoni
Martha Ernstdóttir, hlaupakona
úr Ármanni, varð fyrst íslenskra
kvenna í mark í hálfu maraþoni á
sunnudaginn en áður hafði Sylvie
Bornet frá Frakkfandi komið i
mark sem sigurvegari f þessari
vegalengd, en Martha varð önnur
og virtist ekkert yfir sig hrifin af
því.
„Já, þetta var sko erfitt, sérstak-
lega seinni partinn. Ég hljóp ekkert
í fyrra en þar áður keppti ég í
skemmtiskokkinu og einhverntíma
ætla ég að hlaupa fullt maraþon,
þegar ég verð búin að æfa betur.
Mér líst mjög vel á að halda áfram
að halda svona keppni hér því það
eru stöðugt fleiri sem taka þátt í
þessu og þetta gæti einhverntíma
orðið stórt hlaup," sagði Martha.
Þurfti að taka
af mér fituna
MER fannst þetta alveg ágætt, hlaupa regiulega og því ekki vera
ekkert erfitt," var það fyrsta sem
Baldvin Ársælsson, 58 ára, sagði
er við spurðum hann eftir
skemmtiskokkið hvernig þetta
hafi verið. Hann sagðist ekki
Æfi langhlaup
— sagði Gísli Torfi Gunnarsson
GÍSLI Torfi Gunnarsson, 15 ára
Reykvíkingur, lét sér ekki muna
um að hlaupa hálft maraþon á
sunnudaginn og sagði þetta ekk-
ert sérstaklega erfitt.
„Þetta var svolítið erfitt fyrri
hlutann en síðan var þetta allt í
lagi. Ég hef aldrei keppt í maraþon-
inu áður en ég æfi hinsvegar
langhlaup en ég reikna þó ekki
með að ég keppi í fullu maraþoni
næsta ár.“
í mikilli æfingu, en hvers vegna
tók hann þá þátt í þessari
keppni?
„Ég hætti að reykja og þurfti að
taka af mér fituna og hef því skokk-
að svona eitthvað á annan mánuð.
Þetta er alveg tilvalin leið til þess.
Ég var tölvert á skíðum fyrir löngu
síðan og var dómari í knattspyrnu,
en það er orðið langt síðan."
Baldvin fannst þetta ekkert sér-
lega erfitt. „Maður var rétt að
komast í gang þegar maður kom
í mark en ég held maður sjái nú
til með hvort maður hleypur lengra
næst, það fer allt eftir því hve
duglegur ég verð fram að því
hlaupi."
Sérstaklega
ánægjulegt
— sagði Richard
Sheldon, 68 ára
EINN hinna fjölmörgu erlendu
„unglinga" sem þátt tóku í
Reykjavíkurmaraþoninu var Ric-
hard Sheldon frá Nothingham í
Englandi en hann fæddist áriö
1918 og er því 68 ára gamall.
Sheldon hljóp hálft maraþon að
þessu sinni og lét vel að aðstæð-
um hér.
„Ég hef aðeins hlaupið í þrjú ár
og hef reynt að hlaupa dálítið síðan
ég byrjaði. Ég hef til dæmis hlaup-
ið á Spáni síðastliðin tvö ár í
hálfmaraþoni og ég ætla þangað
í næsta mánuði að keppa. Þetta
er alls ekkert erfitt fyrir menn á
mínum aldri en ég þarf samt að
fara á sjúkrahús á fimmtudaginn.
Ég veit ekki hvað þeir ætla að
gera við mig þar og því óvíst hvort
ég get keppt á Spáni en ég ætla
samt þangaö.
Það var sérstaklega ánægjulegt
að keppa hérna. Skipulagið er frá-
Morgunblaðiö/Einar Falur
6 Richard Sheldon
bært, eitt þaö besta sem ég hef
kynnst, og veöráttan og hreina
loftir er einstakt og áhuginn hlýtur
að aukast mjög áhuginn á þessu
hiaupi. Ég hef verið hér einu sinni
áður en þá bara í fríi en ekki til
að hlaupa þannig að loftið kom
mér ekki á óvart."