Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 3
TERRA HEFUR FLUTT! Já, þó TERRA sé ung ferðaskrifstofa, þá höfum við þegar FLUTT mikinn fjölda ánægðra farþega til vinsælla staða. EN NU HÖFUM VIÐ FLUTT OKKUR SJÁLF í NÝJA HÚSIÐ Á HORNI LAUGAVEGAR OG SNORRABRAUTAR Hjá okkur fáið þið farseðla um allan heim og alla almenna ferðaþjón- ustu og jafnvel svolítið meira! T.d. bjóðum við viðskiptavinum okkar nú ennþá betrí og aukna þjónustu i rúmgóðum og glæsileg- um húsakynnum. Komið eða hríngið og kynnið ykkur fjölbreytt úrval vetrarferða okkar: FLORIDA, MADEIRA, THAILAND, KANARÍEYJAR o.fl. Auk hinna sívinsælu helgar- og vikuferöa til helstu stórborga heims. FERÐASKRIFSTOFAN ^[yTerra Snorrabraut 27-29 105 Reykfavik 11 Símar 2 97 40 og 62 17 40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fróttaritara GUÐMUNDUR Þorbjörnsson skoraði tvö mörk í leik Baden gegn Ecoile-Carouge í annarri deild svissnesku deildarkeppn- innar í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn fór 3:1 og Baden sigr- aði sinn fyrsta leik á þessu leiktimabili. E-Carouge náði forystu . snemma í leiknum og skoraði fyrsta mark hans en Guðmundi tókst fljótlega að jafna. Hann spil- aði fremst á vellinum og átti góðan leik. Baden lék harðan sóknarleik í fyrri hálfleik og Guðmundur skor- aði þriðja mark Baden skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. „E-Carouge er sterkara lið en liðin tvö sem við höfum þegar leik- ið við,“ sagði Guðmundur, og var Morgunbladsins. ánægður með úrslitin. „Þeir sóttu hart í seinni hálfleik en komust aldrei í gott færi. Við áttum mögu- leika á að skora undir lok leiksins en nýttum tækifærin ekki nógu vel." Svissneska landsliðiö sigraði Frakkland 2:0 í vinaleik þjóðanna í síðustu viku. Guðmundur sá leik- inn og sagði að Svisslendingar hefðu spilað vel. „Þetta var nýtt lið hjá Frökkum og miðlínumennirnir Platini, Fernandez, Tigana og Gir- esse spiluðu ekki með. Franska landsliðið er sterkt en ég er bjart- sýnn á að íslendingar nái góðum úrslitum gegn þeim í landsleiknum í næsta mánuði," sagði Guðmund- ur. Guðmundur Vestur-þýska knattspyrnan: Asgeir og Atli skildu jafnir Frð Guðjóni Amgrímssyni, blaðamannl Morgunblaðsins I Þýskalandi. fslendingaliðin Bayer Uerding- en og Stuttgart gerðu jafntefli, 2:2, í vestur-þýsku Bundesligunni í knattspyrnu á laugardaginn. Atli Eðvaldsson og Ásgeir Sigur- vinsson léku með liðum sínum og stóðu sig vel. Bayer Leverkus- en vann stórsigur á Diisseldorf, 5:0, og trónir nú á toppi deildar- innar með 5 stig eftir þrjá leiki. Bayern Miinchen, Hamburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Uerdingen hafa einnig fimm stig. Um 200 íslendingar voru á með- al 14.000 áhorfenda á leik Stutt- gart og Uerdingen sem fram fór á heimavelli þess síðarnefnda. Leik- urinn var nokkuð góður og skemmtilegur á að horfa. Liðin leika þó ólíka knattspyrnu. Stutt- gart er með léttleikandi lið og spilar meiri sóknarleik en Uerding- en, sem er fyrst og fremst varnar- lið með stóra og stæðilega leikmenn sem geta skorað mörk. Heimamenn fengu óskabyrjun er Stefan Kuntz skoraði strax á 19. mínútu eftir hornspyrnu. En Kuntz var nýlega keyptur til Uerd- ingen frá Bochum og var hann markahæstur í Bundesligunni í fyrra. Eftir markið sótti Stuttgart meira en tókst ekki að jafna fyrr en á 60. mínútu. Ásgeir átti alian heiðurinn að því marki. Hann óð upp kantinn vinstra megin og gaf laglega sendingu fyrir markið og þar var Andreas Merkle, sem ný- lega var kominn inná sem vara- maður, og skoraði með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Uerdingen náði aftur forystunni fimm mínút- Sviss: Sigurður meiddur og Luzern tapaði um síðar og átti Atli stóran þátt í því marki. Há sending kom fyrir markið og skallaði Atli niður fyrir fætur Funkels sem skoraði af stuttu færi. Uerdingen reyndi síðan að draga sig aftur og halda fengnum hlut en Suttgart náði að jafna sex mínútum fyrir leiksiok og var Merkle þar aftur á ferðinni eft- ir aukaspyrnu. Úrslit leiksins verða að teljast sanngjörn miðað við gang leiksins. Ásgeir og Atli komust vel frá hon- um. Atli fékk areinilega það hlut- verk að gæta Asgeirs. Atli lék sem afturliggjandi miðvallarleikmaður en Ásgeir var heldur frjálsari og oft fremstur og svo aftastur ef sá gállinn var á honum. Stórsigur Leverkusen Yfirburðir Leverkusen á heima- velli sínum gegn Dusseldorf, sem er eina liðið sem ekki hefur hlotið stig í deildinni til þessa, voru mikl- ir. Mörkin gerðu Hinterberger, Bum Kun-Cha, sem var stjarna Suður-Kóreumanna í Mexíkó, Goetz, Dchreier og Herbert. Bay- ern Munchen tók snemma foryst- una í leiknum gegn Köln á Olympíuleikvanginum í Múnchen fyrir framan 39.000 manns. Markið má skrifast á landsliðsmarkvörð- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson • Ásgeir Sigurvinsson gengur hér af velli eftlr fyrsta heimaleikinn þar sem hann var fyrirliði Stuttgart. hornspyrnu og hann skoraði auð- veldlega. Meistararnir voru með mikla yfirburði og skoruðu sitt ann- að mark á 31. mínútu og var Roland Wohlfarth þar að verki og hann bætti svo þriðja markinu við í upphafi seinni hálfleiks og gerði út um leikinn, 3:0. Bochum gerði jafntefli við Hamburger, 1:1. Pólski landsliðs- maðurinn, Miroslav Okonski, náði fyrst forystunni fyrir Hamburger en Walter Oswald jafnaði fyrir heimamenn. Nýliðarnir í Bundes- ligunni, Blau-Weiss Berlin, unnu sinn fyrsta sigur í deildinni er þeir unnu Borussia Múnchengladbach, 3:2, í Berlín. Hans Georg Drehsen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Gladbach strax á 7. mínútu. Egon Flad jafnaði 10 mín. síðar en Mic- hael Frontzek kom Gladbach aftur yfir rétt fyrir leikhlé. Karl Heinz Riedle bætti svo við tveimur mörk- um fyrir heimamenn og innsiglaði sigurinn. Mannheim náði að vinna annan leik sinn í deildinni er þeir unnu Borussia Dortmund, 2:1. Mauricio Gaudino og Buehrer skorðu fyrir Mannheim og Frak Pagelsdorf fyr- ir Dortmund. Á föstudagskvöld voru tveir leikir. Werder Bremen vann Kaiserslautern, 1:0, og skor- aði Rudi Völler markið. FC Homburg náði í sitt fyrsta stig í deildinni með jafntefli við Schalke, 1:1. Þjálfari Homburg, Fritz Fuchs, var rekinn frá félaginu eftir leikinn. skoraði tvö Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fróttaritara LUZERN, lið Sigurðar Grétars- sonar og Ómars Torfasonar, átti slappan seinni hálfleik á laugar- dag og tapaði 3:0 fyrir Grass- hoppers í fyrstu deild svissnesku deildarkeppninnar í knattspyrnu. Fréttamaður svissneska útvarps- ins kenndi því meðal annars um að Sigurður spilaði ekki með og sagði að hinn nýi þýski liðsmað- ur, Jurgen Mohr, sem Luzern keypti dýrum dómum frá Frank- furt í vor, hefði valdið miklum vonbrigðum. Sigurður hefur þjáðst af bakverk undanfarnar vikur en var orðinn góður um miðja síðustu viku. Hann átti að spila með um helgina en hljóp saman við annan liðsmann Luzern á föstudag og var úr leik. Hann fékk slæmt höga á hnéð og liðböndin tognuðu. „Eg hef verið mjög óheppinn það sem af er leik- tímabilinu," sagði Sigurður. „Ég var búinn að ganga á milli lækna Morgunblsðslns. út af bakinu og var loksins orðinn góður eftir að íþróttalæknir Bayern Múnchen gaf mér einar sex sprauturá miðvikudag. Hann sagði að ég yrði orðinn góður um helgina og ég var orðinn fínn í bakinu á fimmtudag en þurfti þá að fá högg á hnéð í æfingaleiknum daginn eftir. En ég vona að þetta lagist sem fyrst og ég geti farið að spila með.“ Luzern lék góðan varnarleik og komst í nokkur færi sem liðinu tókst þó ekki að nýta sér í fyrri hálfleik. Staðan var 0:0 í hálfleik, þá fór Grasshoppers að skora og staðan var orðin 2:0 þegar Ómar var sendur inn á völlinn um miðjan seinni hálfleik. „Leikurinn var dauðadæmdur þegar ég fór inn á og „dampurinn" búinn," sagöi hann. „Leikur liðsins var i lagi framan af en við náðum okkur ekki á strik eftir aö Grasshoppers skoruðu." inn, Tony Schumacher, sem missti knöttinn til Hans Pfluegler eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)
https://timarit.is/issue/120785

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)

Aðgerðir: