Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 0 Guðmundur Magnússon, KR-ingur no 11, reynir hér að leika á Gunnar Oddsson, Kaflvfking. Heimir Guðjónsson fylgist vel með fram- vindu mála fyrir aftan. Þetta eru allt ungir og efnilegir leikmenn sem eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Júlíus kom inná sem varamaður og skoraði LAUGARDALSVÖLLUR 1. deild: KR - ÍBK 1:0 (0:0) Marfc KR: Júlíus Þorfinnsson á 84. mín. Qul spjöld: Óli Þór Magnússon, ÍBK og Jó- steinn Einarsson, KR. Dómari: Magnús Jónatansson og var hann full smómunasamur í dómgœslu sinni og ekki samkvæmur sjálfum sér. Áhorfendur: 574 EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 3, Loftur Ólafsson 2, Jósteinn Einarsson 2, Gunnar Gíslason 3, Bjöm Rafnsson 2, Sæbjörn Guðmundsson 1, Þorsteinn Halldórsson vm lék of stutt, Gunnar Skúlason 2, Heimir Guðjónsson 3, Stefán Steinsen 2, Július Þorfinnsson vm 3, Willum Þór Þórsson 2, Guðmundur Magnússon 2. Samtals: 24. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Valþór Sigþórs- son 3, Freyr Svemsson 1, Gunnar Oddsson 3, Sigurjón Sveinsson 2, Jóhann Magnússon vm (36. mín.) 2, Sigurður Björgvinsson 3, Óli Þór Magnússon 2, Rúnar Georgsson 2, Einar Ásbjörn ólafsson 2, Sigurður Guðnason vm (á 41. mín.) 2, Gísli Grétarsson 1, Skúli Rós- antsson 1. Samtals: 23. Leikurinn byrjaöi fjörlega hjá KR-ingum og sóttu þeir mun meira fyrstu mínúturnar. Þeir léku sókn- arknattspyrnu með aðeins þrjá menn í vörn. Willum átti fyrsta marktækifærið á 7. mínútu er hann var einn á markteig en Þorsteinn varði vel og stuttu seinna björguðu Keflvíkingar á línu eftir hornspyrnu. Sigurjón Sveinsson komst í færi við KR-markið á 18. mínútu en skot hans af stuttu færi fór hátt yfir. Er stundarfjórðungur var til leik- hlés misstu Keflvíkingar tvo leikmenn útaf vegna meiðsla þá Sigurjón Sveinsson og Einar As- Fram gefur ekkert eftir og heldur í vonina um titilinn HÁSTEINSVÖLLUR 1. deild: ÍBV-Fram: 1-5 (1-4) Marfc ÍBV: Sighvatur Bjarnason. Mörfc Fram: Guömundur Torfason 2, Guð- mundur Steinsson 2, Kristinn Jónsson. Guft spjald: Bergur Agústsson ÍBV. Dómari: Bragi Bergmann, dæmdi þokkalega. Ahorfendur: 300. EINKUNNAGJÖFIN: ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson 2, Jón Bragi Arn- arsson 2, Viöar Elíasson 2, Þóröur Hallgrims- son 2, Elías Friðriksson 2, Jóhann Georgsson 2, Sighvatur Bjarnason 2, Lúövík Bergvinsson 1, Leifur Hafsteinsson (vm) 1, Ómar Jóhanns- son 2, Bergur Ágústsson 2, Ingi Sigurðsson 1, Jón Atli Gunnarsson (vm) 1. Samtals: 20. FRAM: Friðrik Friöriksson 2, Ormar Örlygsson 2, Þorsteinn Þorsteinsson 2, Jón Sveinsson 2, Viðar Þorkelsson 4, Gauti Laxdal 3, Pétur Ormslev 2, örn Valdimarsson (vm) 2, Steinn Guöjónsson 3, Arnljótur Davíösson (v) 1, Krist- inn Jónsson 3, Guðmundur Torfason 3, Guömundur Steinsson 4. Samtals: 30. Framarar höfðu algjöra yfirburði í þessum leik, höfðu þetta allt í höndum sér allan tímann. Jafnvel mark Eyjamanna á fyrstu mín. hafði ekkert að segja, leikmenn Fram voru ekki mínútuna að jafna sig á því áfalli. Það fer ekki milli mála að Framliðið er það besta sem leikið hefur í Eyjum í sumar og framundan er æsispennandi uppgjör Reykjavíkurliðanna Fram og Vals um meistaratitilinn. Vals- menn búa betur með eitt stig umfram Framara. Taugar leik- manna þessara liða verða áreiðan- lega þandar í leikjunum sem eftir eru, leikjunum sem öllu ráða um það hvar íslandsbikarinn hafnar í ár. Áhorfendur voru varla farnir að gjóa augunum út á völlinn þegar Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins og misstu því margir af þessu glæsimarki. Strax á fyrstu mín. fékk ÍBV hornspyrnu sem Ó. Jóhannsson tók og sendi vel fyrir markið. Varnarmanni Fram mi- stókst að hreinsa frá og boltinn IBV-FRAM 1:5 barst til Sighvats Bjarnasonar sem skoraði með þrumuskoti af stuttu færi. Framarar létu þetta óvænta mark ekki slá sig út af laginu og að skammri stundu liðinni höfðu þeir tekið öll völd á vellinu. Hver bylmingssóknin af annari skall á vörn ÍBV og jöfnunarmarkið hlaut að liggja í loftinu. Og það kom á 16. mín. Kristinn Jónsson féll í vítateignum og Bragi Bergmann dómari dæmdi víti sem mörgum fannst vera strangur dómur. Markakongurinn Guð- mundur Torfason skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Framarar sóttu án afláts allan fyrri hálfleik- inn, Eyjamenn náðu aðeins að skjóta inn nokkrum skyndisóknum. Annað mark Fram var skorað á 29. mín. og var þar að verki Guð- mundur Steinsson. Guðmundur komst einn í gegn eftir slæm varn- armistök og hann vippaði boltan- um laglega yfir Þorstein markvörð sem kom út á móti honum. í fyrri hálfleiks skoruðu Framar- ar tvö mörk og má því segja að þeir hafi þegar í hálfleik verið bún- ir að afgreiða falllið ÍBV. Á 43. mín. skoraði Kristinn Jónsson gull- fallegt mark eftir hreint stórkost- lega vel útfærða sókn Framara. Kristinn fékk boltann utan vítateigs fyrir miðju marki og sendi boltann í markið með glæsilegu snúnings- skoti. Guðmundur Torfason kom Fram í 1-4 á 44. mín. Guðmundur náði að krækja í boltann frá tveim- ur Eyjamönnum á vítateigshorninu og skora í autt markið. 17. mark Guðmundar í 1. deild og nú er skammt í markamet Péturs Pét- urssonar. Guðmundur nýtur þess ávallt að spila á eyjunni sem fóstr- aði hann ungan, þar skorar hann aö ég held í hverjum leik. Síðari hálfleikurinn bar þess öll merki að Fram hafði tryggt sér yfirburðastöðu. Nokkuð dró úr krafti Framliðsins og hugsuðu þeir meira um að spila af öryggi. Eyja- menn hresstust hinsvegar nokkuð og náðu að ógna marki Fram í nokkur skipti. Guðmundur Steins- son vildi þó ekki vera minni maður í markaskoruninni en nafni hans Torfason og á 59. mín. skoraði hann gott mark eftir góðan undir- búning Ormars Órlygssonar. Síðasta stundarfjórðunginn sóttu Eyjamenn mjög stíft en tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð tæki- færi. Framarar léku vel í Eyjum á laug- ardaginn, skemmtilegt samspil og hraðar skiptingar. Liðið krækti sér áreynslulítið í þrjú stig í toppbar- áttunni og bætti markahlutfall sitt verulega. Guðmundur Steinsson og Viðar Þorkelsson léku manna best. Fátt eitt jákvætt er hægt að segja um lið ÍBV. Leikmenn játuöu sig sigraða þegar í fyrri hálfleik en tóku góðan kipp í lokin, þó án árangurs. Einhvernveginn fær maður það þó á tilfinninguna að meira búi í þessu liði en það hefur sýnt í sumar. björn og dofnaði þá nokkuö yfir leik þeirra. Gunnar Gíslason sem nú lék sem aftasti maður í vörn átti þrumuskot af 25 metra færi sem Þorsteinn Bjarnason þurfti að hafa sig allan við að verja í horn á 44. mínútu. Markalaust í leikhléi. Óli Þór fékk fyrsta marktækifæri seinni hálfeiks er hann skaut rétt yfir frá vítateig. Stefán Steinsen komst í gott færi hinumegin en hitti illa boltann og ekkert varð úr. Gunnar Gíslason komst svo í færi eftir laglegan samleik en hitti ekki boltann. Keflvíkingar fóru að hressast upp frá þessu og áttu þá tvö góð marktækifæri. Fyrst átti Sigurður Björgvinsson hörkuskalla sem Stefán, markvörður KR-inga, varði meistaralega. Freyr komst síðan í gegn en var aðeins of seinn og Loftur bjargaði í horn. Þegar þarna var komið sögu skiptu KR-ingar Júlíusi Þorfinns- syni inná og breytti það leik KR-inga til muna. Hann skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Renndi þá knettinum und- ir Þorstein eftir að hafa fengið góða sendingu innfyrir vörnina frá Heimi. Rétt áður hafði Júlíus kom- ist einn í gegn en Þorsteinn varði þá meistaralega. Leikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik en datt niður í meðal- mennskuna í þeim seinni. KR-ingar voru sterkari ef eitthvað var. Þeir notuðu nú unga leikmenn sem lítið sem ekkert hafa fengið að reyna sig í sumar og stóðu þeir vel fyrir sínu, gefa þeim leikreyndari lítið eftir. Keflvíkingar voru óheppnir að missa tvo leikreynda menn af leikvelli í fyrri hálfleik og kann það að vera orsök tapsins því þeir náðu sér aldrei verulega á strik eftir það. Dýrmæt stig til FH-inga KAPLAKRIKAVÖLLUR, 1. deild: FH - Þór1:0 (0:0) Marfc FH: Ingi Björn Albertsson á 57. mínútu. Dómari: Eysteinn Guömundsson og dæmdi hann auðdæmdan leik vel. Áhorfendur: 250 EINKUNNAGJÖFIN: FH:Halldór Halldórsson 3, Kristján Gíslason 3, Pálmi Jónsson 2, Ólafur Danivalsson 2, Ingi Björn Albertsson 3, Ólafur Jóhannesson 3, Guömundur Hilmarsson 1, Magnús Pálsson 2, Hörður Magnússon 1, Henning Hennings- son (vm. á 70. mín) 1, Leifur Garöarsson (fór útaf á 18. mín. meiddur) 1, Viðar Halldórsson (vm. á 18. mín.) 3, Ólafur Kristjánsson 2. Samtals:25 ÞÓR:Baldvin Guömundsson 2, Baldur Guðna- son 3, Siguróli Kristjánsson 2, Nói Björnsson 3, Kristján Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 2, Jónas Róbertsson 2, Hlynur Birgisson 1, Siguröur Pálsson (vm. á 46. mín.)2, Sigurbjörn Viöarsson 3, Einar Arason 2, Kristinn Hreins- son 2. Samtals:25 FH-ingar virðast vera komnir á skrið í 1. deildinni enda ekki seinna vænna þar sem deildin er að verða búin. Liðið hefur fengið fjögur stig í síðustu tveimur leikjum og þau koma sér vel í botnbaráttunni sem liðið hefur verið í. Það blés þó ekki byrlega fyrir heimamönnum í fyrri hálfleik í Kaplakrika á laugardaginn. Þórsar-- ar sóttu nær látlaust allan fyrri hálfleikinn en þeim gekk bölvan- lega aö skapa sér marktækifæri. Hver sóknarlotan af annari buldi á FH-ingum en þær fjöruðu allar út áður en raunverulegt marktæki- færi skapaðist. Raunar áttu FH-ingar eina marktækifæri fyrri hálfleiksins. Viðar tók þá auka- spyrnu og Ingi Björn brá sér í sóknina og skallaði að marki en skalli hans var varinn. Síðari hálfleikur var alveg spegil- mynd af þeim fyrri. FH-ingar sóttu og sóttu og var mikill munur að sjá liðið sem lék seinni hálfleikinn en þann fyrri þó svo það væru sömu mennirnir. Ólafur Danivals- son komst í gott færi en datt í teignum áður en hann náði að skjóta og skömmu síðar kom eina mark leiksins. Pálmi fiskaði aukaspyrnu upp við endamörk rétt utan vítateigs. Viðar tók spyrnuna og sendi eina af sínum föstu lágu fyrirgjöfum fyrir markið. Boltinn fór framhjá öllum leikmönnum Þórs sem voru á markteignum og öllum FH-ingum — nema einum. Ingi Björn þjálfari þeirra brá sér nefnilega fram í víta- teiginn og kom á ferðinni og renndi knettinum örugglega í netið. Alltaf á réttum stað hann Ingi Björn. Eftir þetta mark sóttu Þórsarar mun meira og áttu nokkur hættu- leg .marktækifæri en ef vörninni mistókst að koma knettinum fram- hjá þá var Halldór ailtaf á réttum stað. Sigurður Pálsson skaut af stuttu færi — Halldór varði. Halldór Áskelsson komst í færi, vippaði yfir nafna sinn Halldórsson en sá síðarnefndi náði þó knettinum. Laglega gert. Aftur voru þeir nafn- ar í sviðsljósinu er Akureyringurinn komst í gegn og skaut góðu skoti en Hafnfiröingurinn varði vel. Þar meö var leikurinn búinn — eða svo gott sem. Eitt færi var eftir. Baldur skaut þá af löngu færi og stefndi knötturinn langt framhjá en þá kom Kristján Krist- jánsson aðvífandi en hann hitti ekki markið úr góðu færi. Skömmu seinna var flautað til leiksloka. Þórsarar, í rauðu varabúningun- um sínum voru betri framan af leiknum og þeir eiga betri einstakl- ingum á að skipa en það er ekki nóg því það er liösheildin sem ræður í knattspyrnunni. Þeir léku vel úti á velli — hver um sig — en þegar grípa átti til samleiks gekk dæmiö ekki nógu vel upp og því fór sem fór. Furðulegt hvað kom lítiö út úr leikmönnum eins og Siguróla, Halldóri og Jónasi. Allt eru þetta strákar sem eru nettir með knöttinn og opnir fyrir spili en að þessu sinni var það fyrst og fremst einstaklingsframtakið sem virtist ráða ríkjum. Það sáust oft skemmtilegir kaflar hjá þeim en spilið var þá of stutt og skilaði engum árangri. FH-ingar léku seinni hálfleikinn skynsamlega. Ingi Björn var aftasti maður í vörninni og stóð sig vel. Hann átti margar fallegar sending- ar út á kantana sem ávallt sköpuðu hættu. Viðar var einnig sterkur og fyrirgjafir hans alltaf hættulegar og Ólafur Jóhannesson var sterkur í vörninni. Kristján Gíslason stóð sig einnig vel en hann fékk of lítinn stuðning frá framlínunni þegar hann þvældi sig í gegnum vörn Þórs.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)
https://timarit.is/issue/120785

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (26.08.1986)

Aðgerðir: