Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 3

Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 B 3 segir Þór Sævarsson garðyrkjufræðingur. Þegar ákvörðun er tekin um stað fyrir skálann er ráðlegt að hafa hann ekki á móti suðri nema hægt sé að opna glugga eða hafa góða loftræstingu. Hús sem snýr í suður og er með litla eða enga loftræstingu verður eins og suðupottur um hásumarið. Það kemur oft fyrir að fólk hefur byggt slíka lokaða skála og þá er erfitt að finna plöntur sem þola að hitinn fari kannski í fimmtíu gráður, því það ekki óraunhæft um hásumarið. í þeim tilfellum þýðir ekki að hafa plöntur nema þá kaktusa. Það má kannski segja að ef skálinn snýr á móti suðri sé heppilegra að hafa hann með akrýlgleri en venjulegu rúðugleri því þá dreifist birtan betur. Þá veltur einnig mikið á því hvernig hitastig er í húsinu, hvort það er upphitað eða verður kalt á veturna. Ef garðstofurnar eru í framhaldi af venjulegum stofum þá er algengt að þær séu upphitaðar og stofublóm henta því vel. Þessar plöntur þola ekki hitasveiflur eða of sterkt sólskin og hitinn má helst ekki fara niður fyrir 15 gráður. Plönturnar dafna auðvitað best ef hitinn er mátulegur, birtan næg og raki. Það eru ótal tegundir jurta sem henta í slíkar stofur og fer auðvitað lika eftir því hvernig velja á plöntur saman eftir til dæmis hæð og lit. En svona fljótt á litið detta mér hérna nokkrartegundir í hug sem hæfa vel: Ficus Benjamina, Hawairós, Döðlupálmi, Þríburablóm, Ananas og Tígurskrúði. Þessir heitu pottar sem fólk er farið að hafa í húsum sínum henta einmitt plöntum ágætlega vegna rakans sem kemur frá þeim. Annars eru heitu pottarnir ekkert skilyrði," og aðspurður hvort æskilegt væri að hafa rakatæki sagði Þór að nóg væri að úða vel bæði gólf og plöntur því það gæfi góðan raka. „Uðunin er líka góð hvað það varðar að hún kemur í veg fyrir að meindýr setjist á plönturnar en það hefur verið vandamál nú um hríð hjá garðhýsaeigendum. Ef úðað er reglulega með vatni þá er það fyrirbyggjandi og svo er auðvitað nauðsynlegt að athuga vel plöntur í upphafi þegar verið er að versla eða fá afleggjara. Það liggur eiginlega í augum uppi að heilbrigðar plönturfá síðurá sig meindýren aðrar. Það ereinna auðveldast að ráða við lúsina ef hún skýtur upp kollinum en svo getur málið farið að vandast. Mjöllúsin ertíður gesturjíka spunamaurinn og kögurvængjan. Það getur oft verið mjög erfitt að fá þau sterku efni sem þarf til að vinna bug á óvininum og þar að auki er ekki leyfilegt að selja almenningi sterkustu efnin. Þá má líka geta þess að ef skálarnir eru kaldir virka efnin ekki nógu vel. Bestu skilyrðin eru eftir að hitastigið hefur náð tuttugu gráðum. Það er líka árstíðabundið hvað hægt er að fá af plöntum. í kalda skála er mesta úrvalið á vorin en í upphitaða skála má náttúrulega fá stofuplöntur allan ársins hring nema þá kannski blómstrandi plöntur. Það er um að gera að vanda vel til moldar sem á að rækta í. Sumir hafa kannski látið það hvarfla að sér að fara bara út í garð og ná sér í mold. Það er ekki mjög hentugt því moldin þarf að vera unnin, búið að blanda hana kalki, vikri og áburðarefni og gera hana léttari. Þá ráðlegg ég fólki eindregið að nota áburð yfir sumartímann og þegar birtan fer að minnka að draga úr áburðargjöf og vökvun. það er um að gera að hvíla plöntur yfirleitt á veturna. Rósir er mjög hentugt að hafa í köldum húsum, þær þurfa lægra hitastig á veturna og hvíld. Þá er einnig ágætt að rækta í slíkum húsum ávaxtatré ýmiskonar, Cypris, sumarblóm og þvíumlíkt,“ sagði Þór að endingu. Texti Guðbjörg Rh. Guðmundsdóttir Prum nú að setjafram mesta urval haustlauka sem nokkum tima hpfur sést á Islandi. GMúrvalafTúlíponum, Páskaliljum, Krokusum, m jólalaukum og ymsumhaög smálaukum, sem reynst hafa vel «»3!rs þessum vörum a magntiiooo. Magntilboð: 1.50 slk. Túlípanar. Bnlitir (rauðir og gulir). 3Q9-“ ..................... 399 - 2- 25 stk. Páskaliljur. 399 “ 3- 35 slk. lágir og tjölaerir Túlípanar. 995 - 4- 100 slk. blandaöir laukar í ösl^u.... « i-JómouQ' %V Blómum • cmar36770-686340 Q^55urhúsinu Við agturv. S.mar 36/ ru arlagið ótrúlega fallegt hérna á síðkvöldum." Aðspurð segja þau að plöntur þrífist vel í skálanum, en þau þurfi að vara sig á að hitinn geti orðið mjög mikill og því vilji sum- ar brenna. Það eru vissar plöntur sem þarf að forða úr mesta hit- anum því þó að allt sé opið út getur hitinn farið upp í þrjátíu, fjörutíu stig og rúmlega það. Kærleiksblómið hefur reynst við- kvæmt, Mánagullið, Rifblaðkan og jafnvel Yukkan sem er harð- gerð hefur látið á sjá. Það þarf líka að vera með augun opin fyrir vágestum í formi meindýra. Við höfum átt í miklum vandræðum með spunamaur- inn, fengum hann með blómi sem við keyptum einu sinni og höfum ekki almennilega getað losað okkur við hann siðan," segja þau að lokum. og afskorín blóm / úrvali á hagstæðu veröi sem vert er aö kanna áöur en þiö leitiö annað. Opid til kl. 9 öll kvöld. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, Skeifunni, sími 82895. WVWIIf.'.’.'.'IIUIU.. ---- ilNGAMÖNUSTAN / SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.