Morgunblaðið - 19.09.1986, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
HEPBURN-STÍLLINN
atherine Hepburn, hin nafntogaða
leikkona, veitti á dögunum viðtal,
þar sem fjallað var um fatasmekk
hennar. Það vakti nokkra furðu að þessi
síunga kona, sem er nærri jafn fræg fyrir
hlédrægni, sjálfstæði og meinleg svör og fyr-
ir leikferil sinn, skyldi fallast á þetta. Líklega var
ástæðan sú að Samtök bandarískra tískufatahönn-
uða höfðu afráðið að veita henni sérlega viðurkenn-
ingu vegna áhrifa hins sérstæða fatastíls hennar og
þeirrar miklu hvatningar sem hann hefur verið kyn-
slóðum fatahönnuða í Bandaríkjunum. Hönnuðir
sportfatnaðar telja hana brautryðjanda í notkun
slíks fatnaðar, en þegar þessi mál eru rædd við
leikkonuna sjálfa, má helst á henni skilja, að
allt sem skiptir máli í gerð fatnaðar, sé að
handvegur flíkanna sé víður! „Það er vegna
þess að ég er svo axlabreið og handleggja-
löng, næstum eins og górilluapi," segir
hún, og togar i víðar ermar rúllukraga-
treyjunnar, sem hún ber innanundir
mjúkri ullarpeysu, sem er auðvitað
líka með víðum handvegi. Við þetta
er hún í Ijósbrúnum ullarsíðbux-
um, hvítum iþróttasokkum og rúskinns-
klossum.
Spjallið fór fram í sólskini á verönd
bak við íbúðarhús hennar á Manhattan
í New York-borg, og það virðist næsta
ótrúlegt að viðmælandinn sé á áttræðis-
aldri, hrjáð af skjálfta og með bæklaðan
hægri ökkla, sem nú er orðinn stífur.
Hún hleypur upp og niður stigana í
tveggja hæða húsinu, meðan á viðtalinu
stendur, til að ná í fatnað sem hún sýn-
ir mér. Hún er spurð um fótameinið. „Ég
get nú aftur leikið tennis og tel mig
heppna að hafa fengið að halda fætinum.
Til stóð að hann færi á haugana," segir
hún glaðlega.
Að kvöldi dagsins, sem spjallað var,
átti hátíð hönnuðanna að fara fram með
hefðbundnum glæsibrag, í einum af söl-
um Borgarbókasafns New York. Það er
ekkert öruggt að leikkonan mæti til að
veita viðtöku þeim heiðri er ætlunin er
að sæma hana, en enginn gestanna mun
þó efast um að hún er vel að verðlaunun-
um komin vegna framlags síns og áhrifa
er hún hefur haft á fatatísku bandarískra
kvenna, á ferli sínum. Það eru ekki ein-
ungis þau föt sem hún hefur valið sér
til klæðnaðar í einkalífinu, heldur og sá
glæsilegí fatnaður er hún hefur borið í
kvikmyndum, t.d. í myndinni „Woman
of the year". í fyrstunni voru vöflur á
Hepburn um hvort hún ætti að þiggja
þessi heiðursverðlaun, en að lokum féllst
hún þó á það.
Donna Karan segir að
Katherine Hepburn sé
nútímaleg kona. „Hún hefur
alltaf lagt á það áherslu öðru
fremur að fötin séu þægileg
og vei hönnuð. Hérna má sjá
hvernig Donna Karan hannar
með þetta í huga.
„Hún er ein af þeim konum
sem alltaf er gæsileg,“ segir
Ralph Lauren. Þennan
klæðnað hannaði hann með
slíka konu í huga.
Á þessari mynd sem tekin var
árið 1933 er leikkonan klædd
buxnadragt úr grófu
bómullarefni, sem
herrafataklæðskeri í
Kaliforníu saumaði á hana. Á
þessum árum þótti þetta
ákaflega nýstárlegur
klæðnaður.
Nýleg mynd úr einkasafni
Katherine Hepburn. Þarna er
leikkonan glæsileg þó hún
klæðist íþróttafatnaði og hafi
bundið peysu yfir hár sitt.
•
„Smekkur hennar hefur haft
mikil áhrif á mína hönnun,“
segir Calvin Klein.
Meðfylgjandi mynd sýnir
klæðnað sem hann hannaði
og álítur vera í anda
Katherine Hepburn.
Sérstœðar hugmyndir hennar um klœðnað eru jafn gjaldgengar
nú ogþœr voru á jjórða áratugnum þegar hún kynnti hann fyrst