Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 13

Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIP, FQSTUDfGU-P 19r SEPTEMBER 19$6 B 13 Café, stóll frá <—• Pelikan Design í Danmörku. Finnar, Norðmenn og Svíar Eyjólfur heldur svo áfram að segja frá norrænum húsbúnaði og hönnun á honum og beinir talinu að Finnlandi. „Finnar," segir hann „hafa lengi verið framarlega i allri hönnun og hefur þeim sem við hana fást verið veittur mikill stuðn- ingur heima fyrir. Blómaskeið finnskrar hönnunar var þó tvímælalaust tengt Alvar Aalto og því sem hann gerði. Um þessar mundir eru ekki svo ýkja mörg fyrir- tæki í Finnlandi sem leggja mikla rækt við toþþhönnun, en það ber hins vegar mjög mikið á þeim sem það gera. En þar er einnig fjöldi húsgagnafyrirtækja sem framleiða varning sem fer beint til Rúss- lands, sem er heljarstór markaður fyrir finnsk húsgögn. En finnsk topphönnun stendur ávallt fyrir sínu. Norðmenn og Svíar hafa ekki verið eins áberandi, en það eru alltaf einhverjir sem skara fram úr. Sá sænskur hönnuður sem hefur haft mest áhrif í Svíþjóð er án efa hinn háaldraði Bruno Mathsson. Hann hannaði formspennt hús- gögn, en sennilega er stóllinn hans, Eva, hans frægasta verk og út frá honum og í hans anda hafa verið framleidd fjöldamörg af- brigði. Bruno Mathsson hefur stofnað sjóð sem veitt er úr á Norðurlöndunum einu sinni á ári og hefur það hlutverk að styðja við bakið á ungum, efnilegum hönnuðum. í Noregi má nefna Ingmar Relling, sem einnig hefur gert formspennta stóla. Hann er einn af þeirra þekktari húsgagna- hönnuðum. í seinni tíð hefur einnig borið þar nokkuð á hópi ungra hönnuða sem komu fram með hugmyndir að nýjum setmöguleik- um fyrir nokkrum árum og hafa verið að þróa þær síðan. Þessir stólar hafa fengist hér á landi og byggja á því að viðkomandi notar hnén til að styðja á móti bakinu og á þetta að vera mjög hollt. Balans heitir eitt þessara af- brigða." íslensk hönnun „Því miður er það fremur lítið sem á sér stað í islenskri hönnun um þessar mundir. En nú er tæki- færi fyrir alla að spreyta sig, því af stað er að fara samkeppni á vegum Félags húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda um ný íslensk húsgögn með það fyrir augum að stuðla að nýjum hug- myndum í húsgagnaiðnaði sem eflt gætu iðnaðinn. Þessi sam- keppni nýtur stuðnings Iðnlána- sjóðs og Iðnþróunarsjóðs og bind ég miklar vonir við hana. Ef þeir sem hafa eitthvað fram að færa, Eva, stóll Bruno Mathsson, framleiddur af DUX. Hann er formspenntur eins og fleiri stólar á meðfylgjandi myndum, en með þvi er átt við að ákveðnir hlutar viðar- ins eru sveigðir undir pressu í vélum. fara ekki af stað núna, þá veit ég ekki hvenær þeir ættu að gera það. En aðalbreytingin sem hefur orðið á landi á undanförnum tíu árum tel ég að sé tilkoma sérversl- ana þar sem fólki gefst kostur á því að sjá og kynna sér fyrsta flokks hönnun. Fólk þarf að sjá þessi húsgögn til að sjónmennt í þessum efnum fái að þróast. Mér þykir alltaf vænt um það þegar fólk lítur inn hjá okkur og segist bara vera að gleðja augað. Þá er tilganginum náð. Það litla sem komist hefur í framleiðslu af góðum íslenskum húsbúnaði hefur selst vel og virð- ist hafa fallið í kramið hjá landan- um. Til dæmis hafa Pétur Lúthersson og Valdimar Harðar- son hannað húsgögn sem sett hafa verið í framleiðslu, svo eitt- hvað sé nefnt. Sóley, verðlauna- stóllinn hans Valdimars, er framleiddur í Vestur-Þýskalandi og því eins konar íslensk-þýsk blanda. Svo var að koma á markaðinn stóll- inn Viktor, sem er hönnun Péturs Lútherssonar, framleiddur í Hús- gagnaiðjunni á Hvolsvelli. Einnig hafa lampar sem Ósk Þorgríms- dóttir hefur hannað i samvinnu við eiginmann sinn, Hollendinginn Rob van Beek, verið settir í fram- leiðslu í Hollandi, en Ósk lærði í Danmörku. Það er mikið um að boðið sé í íslenska hönnuði erlend- is frá og þeir neyðast í mörgum tilfellum til að taka þeim tilboðum þó að þá langi í rauninni miklu fremur að starfa hér heima. Það er þrátt fyrir allt eitthvað sem tog- ar í okkur hér. En það er ekki skrýtið að fólk taki þessum vinnu- tilboðum þegar lítið sem ekkert er að gera hér á landi fyrir fólk með þessa menntun, það er að segja í launuðum störfum með þokkalegri vinnuaðstöðu. Ég starf- aði um tíma í D.anmörku, en stóðst ekki mátið að halda heim þegar tækifæri gafst." Þroskandi að fá gagnrýni „Fólk er smám saman að átta sig á því að hönnun hlutanna skipt- ir sköpum. Þetta hefur til dæmis komið skýrt fram í allri umræðu um íslensku ullina, þar er fólk allt í einu að átta sig á því að það er hönnunin sem allt strandar á. Þetta á jafnt við um ull og hús- búnað," segir Eyjólfur. „Hins vegar er erfitt um vik á meðan ekki er meira af vel hönnuðum íslenskum húsbúnaði á markaðnum. En nú er bara að vona að sem flestir taki við sér. Samkeppnin sem ég minntist á er tækifæri sem ég hef trú á að islenskir hönnuðir láti sér ekki úr greipum ganga. Þá kemur einnig vonandi að því að fólk fari að fá viðbrögð við þvi sem það er að gera. Það hefur mikið vantað á það hér á landi. Það má ekki gleyma því að það er feikilega þroskandi fyrir alla að fá sann- gjarna og vel unna gagnrýni." EJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.