Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 ■HASKOLI ISLANDS Nemendur við Háskólatm lifa ekld í lokuðum heimi Rætt við Ástu K. Ragnars- dóttur, námsráðgjafa. inu um hagnýtt gildi háskóla- náms“. -Veitir þú nemendum upplýs- ingar um fjárhagslega afkomu einstakra hópa háskólamanna? í viðtölum mínum við nemendur legg ég áherslu á að slíkar stað- reyndir séu breytilegar á hveijum tíma. í raun þarf svo lítið til að afkomumöguleikar manna breyt- ist. Þar koma einnig inn í utanað- komandi þættir sem hver einstaklingur getur engu breytt um. Akveða menn að leggja stund á það sem nefnt hefur verið „hag- nýtt nám“ eingöngu vegna þess að þeir hafa áhyggjur af fjár- hagsafkomu sinni í framtíðinni? Umræðan um launamál há- skólamanna og einkum ákveðinna hópa þeirra svo sem kennara og hjúkrunarfræðinga hefiir haft gífurleg áhrif. Hins vegar þykir mér sú umræða sem fram hefur ur þeirrar deildar heldur munu nemendur í öllum deildum Háskól- ans geta sótt námskeiðin. En almennt má segja að stefnan sé sú að markaðssetja þekkingu f síauknum mæli. Vitaskuld er þetta í samræmi við þjóðfélags- breytingar undanfarinna ára. Nemendur við Háskóla íslands lifa ekki í lokuðum heimi.“ Þannig að breytingar í þjóð- félaginu gera vart við sig hér vestur á Melum? -Þær gera það samdægurs ef svo má að orði komast. Vænting- ar manna hér sem og annars staðar haldast í hendur við þróun þjóðfélagsins. Þess vegna virðast menn vera mjög opnir fyrir mögu- leikum atvinnulífsins nú um stundir. Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur verið í brennidepli að undanfömu. Verður þú vör við að stúdentar hafí áhyggjur af lánabyrði og endurgreiðslum námslána? -Ég get ekki séð að nemendur hafí meiri áhyggjur af þessu at- riði nú en áður. Staðreyndin er sú að námsmenn hafa alltaf áhyggjur af þeim lánum sem þeir taka til að fjármagna nám sitt. Mér þykir mjög áberandi hvað námsmenn eru varkárir í lánamál- um sínum. Vitaskuld hefur oft verið dylgjað að hinu gagnstæða og sagt að lánakerfið stuðli að leti og ómennsku. Reynsla mín er allt önnur og mér þykir ákaf- lega ósanngjamt þegar náms- menn em vændir um að vera sníkjudýr á þjóðfélaginu. ÖUum lántökum fylgir ábyrgð og náms- menn em ekki síður ábyrgir þjóðfélagsþegnar en aðrir“ sagði Asta K. Ragnarsdóttir að lokum. SKRÁÐIR nemendur við Háskóla íslands eru tæplega 4.300. Nemendum hefur fjölgað um 25 - 30% síðustu fimm ár og námsleiðir verða sífeilt fjölbreyttari. Árið 1981 var Ásta K. Ragnarsdóttir ráðin námsráðgjafi við Háskóla Islands. Eftir þvi sem nemendum hefur fjölgað hefur starf hennar orðið sífellt umfangsmeira. Hún hefur því óvenju skýra mynd af væntingum þeirra nemenda sem hefja nám við Háskóla Islands og hugmyndum þeirra um tilgang framhaldsnáms. Að sögn Ástu Ragnars- dóttur er ákaflega mikilvægt að traust skapist milli námsráð- gjafa og nemenda. Þetta virðist henni hafa tekist framar vonum því nú veitir hún um 1.000 viðtöl á ári hverju. Er málum nú svo komið að hún ann- ar tæpast öllu þessu starfí og hefur þess verið farið á leit við yfírvöld að ráðinn verði annar námsráðgjafí í fullt starf. Að sögn Ástu hafa ráðamenn skólans tekið þeirri umleitan vel._ Aðspurð kvað Ásta fræðslu- þáttinn í starfí sínu einkum hafa farið vaxandi frá því hún tók til starfa. Hún sækir sérhvem fram- haldsskóla landsins heim og miðlar upplýsingum_ til nemenda um nám í Háskóla íslands. Áður fyrr önnuðust háskólanemar sjálf- ir þessa fræðslu og reyndist það bæði óhentugt og kostnaðarsamt. Nemendur leita til námsráð- gjafa af ýmsum ástæðum. Nýstúdentar sækja þangað upp- lýsingar um Háskólann og þær námsleiðir sem í boði eru. Að auki upplýsir Ásta nemendur um tilhögun námsins og reglugerðir einstakra deilda og félagslega þjónustu á vegum Háskólans svo dæmi séu tekin. Þá leita nemend- ur einnig til hennar sökum tímabundinna erfiðleika í námi og einkalífi. Öll viðtöl eru að sjálf- sögðu algert trúnaðarmál náms- ráðgjafa og nemanda. Hin mikla fjölgun nemenda undanfarin ár hefur einkum lýst sér í ásókn í ákveðnar deildir Háskólans. Mest hefur §ölgunin orðið í viðskiptafræðideild, laga- deild og raunvísindadeild. Ásta Ragnarsdóttir telur þessa þróun einfaldlega haldast í hendur við þær breytingar, sem orðið hafa á þjóðfélaginu nú hin síðustu ár. „Nýstúdentar spyijast mikið fyrir um þessar deildir þar sem nám innan þeirra er talið vera hag- nýtt“ sagði Ásta. „Nú um stundir eru áhyggjur af afkomu mjög ríkjandi meðal háskólanema. Þetta helst að sjálfsögðu í hendur við þá umræðu sem að undan- fömu hefur farið ffarn í þjóðfélag- Ásókn nemenda í ákveðnar deildir Háskóla íslands hefur farið ört vaxandi nú hin síðustu ár. Ásta K. Ragnarsdóttir, námsráðgjafi. farið um „haguýtt nám“ engan veginn nógu hnitmiðuð. Ég fæ ekki séð hvemig unnt er að ræða þetta efni af skynsamlegu viti án þess að fyrir liggi einhvers konar skilgreining á því hvað er hagnýtt og hvað ekki. Merking hugtaksins „hagnýtt nám“ kann að vera jafn fjölbreytileg og mennimir em márgir. Ef það er eingöngu bund- ið við hina fjárhagslegu hlið er hugtakið bersýnilega afstætt við þjóðfélagið og hræringar innan þess, atvinnuástand osfrv. á hveij- um tíma. Allt em þetta breytilegir þættir. Á hinn bóginn tel ég það óbreytanlega staðreynd að mönn- um reynist affararsælast að læra það sem þeir hafa áhuga á og hafa hæfíleika til. Starfíð er svo stór hluti af lífi sérhvers manns. Þá vaknar sú spuming hvort er mikilvægara ánægja og fullnægja í starfí eða krónumar í launaum- slagfinu." Að undanfömu hafa menn velt vöngum yfír tengslum Háskólans og atvinnulífsins í landinu. Telur þú að sú umræða hafí fallið í fijó- an svörð meðal stúdenta? -í raun get ég ekkert sagt um það. Viðtöl mín við námsmenn snerta fyrst og fremst persónuleg mál þeirra. Hins vegar er ljóst að menn em almennt áhugasamir um ýmis konar rekstur. Nú er stefnt að því að koma ýmsum rekstrarþáttum inn í nám í raun- vísindum. Upplýsingaiðnaður og flölmiðlun þykja ákaflega áhuga- verð viðfangsefni. í framhjáhlaupi má geta þess að nú Iiggur fyrir tillaga um að heíja kennslu í §öl- miðlun innan félagsvísindadeildar. Gert er ráð fyrir að námið verði ekki eingöngu bundið við nemend-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.