Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
B 5
Guðfræðimenn tun
fyrrognú
við grunnám til kandidatsprófs,
enda byggð á tvítugri reglugerð.
Hins vegar er gert ráð fyrir í ný-
legri reglugerðarbreytingu að
framhaldsnám verði á vegum
læknadeildar og að því er stefnt."
- Hvaða sérnám er þá líklegt
til að verða tekið upp við háskól-
ann?
„Það eru aðallega þijár sérgrein-
ar sem verið er að horfa til í byijun,
heimilislækningar, almennar lyf-
lækningar og geðlækningar. En
þær kalla á aukið starfslið, hús-
næði og fjármagn til deildarinnar,
til viðbótar við þær úrbætur sem
nú eru varðandi þessa þijá þætti í
starfi deildarinnar."
-í lokin, eru líkur á að þörf
fyrir lækna aukist hér á komandi
árum, eða, á hinn bóginn, að of
margt verði um manninn i stétt-
inni?
„Læknadeildin menntar og út-
skrifar árlega 36 lækna og ef við
miðum við atvinnuhorfur og þjóð-
félagsþróun almennt þá bendir
margt til að vandræðaástand skap-
ist á næsta hálfum öðrum áratug
vegna ofQölgunar lækna. Ef við
reiknum með rúmlega tveggja pró-
senta aukningu á atvinnumöguleik-
um frá því sem nú er, þá má reikna
með að við verðum með einn lækni
á hveija 180 íbúa eftir næstu alda-
mót. Almennt er þó álitið að eðlilegt
sé að hafa einn lækni á hveija 400
íbúa á vesturlöndum.
Þessi spá er þó miðuð við að
læknisstörfín breytist ekki og fyrir
henni gefnar sömu forsendur og eru
nú. Því er ljóst að aukningin í stétt-
inni verður meiri en nauðsjm krefur,
svo ég tali nú ekki um ef við náum
markmiði heilbrigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna um heilbrigði
fyrir alla árið 2000 og starf lækna
jrrði kannski fólgið í að segja fólki
að það sé við bestu heilsu!"
VE
Guðfræðideildin er ein af
elstu deildum Háskóla
Islands og fyrir hennar tíð
var starfandi prestaskóli í
landinu. Séra Sigurbjörn
Einarsson, biskup, var
prófessor við
guðfræðideildina hátt á
annan áratug og er næstelsti
núlifandi prófessorinn við
þá deild. Sá elsti er Björn
Magnússon, en hann dvelur
nú á sjúkrahúsi. Blaðamaður
Morgunblaðsins hitti séra
Sigurbjörn að máli fyrir
skömmu og spurði hann um
þróun guðfræðimenntunar í
landinu.
í Prestaskólanum
Síðari veturinn vorum við Gunn-
ar (Gunnarsson, er síðar varð
prófastur í Suður-Þingeyjarsýslu
og dó 1873) tveir einir í skólanum;
vorum við mjög elskir saman og
fræddum og örvuðum hvor annan
kappsamlega, en skemmtum okkur
þess á milli. Þá var það, er á leið
veturinn, að okkur þótti Pétur próf-
essor (síðar biskup) taka að gerast
daufur við guðfræðis-fyrirlestra
sína, og það tefja svo mjög fyrir
okkur að rita þá eftir honum, að
við mæltumst til við hinn góða öld-
ung í kyrrþey, að hann léði okkur
frumrit sitt (all-fomt og snjáð)
heim til okkar, og lofuðum við því
hátíðlega, að lesa það saman og
rita eftir því heima. Hann tók þvi
djarfa tilmæli nokkuð seinlega, en
er hann sá á okkur hina fyllstu
alvöru, lét hann það eftir okkur,
en bað þess lengstra orða, að slíkt
tiltæki færi leynt. Og leyndu héld-
um við því, en minna varð af
eftirrituninni, því að okkar fyrsta
verk var að læsa handritið niður
sem hinn mesta dýrgrip eða fom-
mannafé, og snertum við það ekki
aftur fyrr en við skiluðum því eig-
andanum um sumarið eftir prófið.
Áttum við nóg af dönskum og
þýskum fræðibókum, er okkur
þótti yngri og léttari. Og þó hygg
ég að fyrirlestrar Péturs hafí verið
vel samdir, ef til vill mæta-vel, frá
þeim tíma, sem þeir voru.
(Úr endurminningum Matthías-
ar Jochumssonar)
Rætt við séra Sigurbjörn
Einarsson biskup
Prestaskólar voru hér á
landi alla tíð nær frá upp-
hafí kristni, þeir vom á
báðum biskupsstólum
nokkum veginn óslitið og
alveg óslitið eftir siðbót", sagði séra
Sigurbjöm. „Auk þess önnuðust
klaustrin uppfræðslu til undirbún-
ings undir prestskap og einstakir
menn tóku menn til kennslu. Það
var algengt allt fram á síðustu öld.
Jón forseti var t.d. útskrifaður úr
heimaskóla og ýmsir fleiri luku
námi á þann hátt. Dómkirkjuskól-
amir vom miðaðir við sex ára nám
og veittu réttindi til prestskapar og
til háskólanáms erlendis. Það var
þó jafnan mikill minnihluti manna,
sem átti þess kost að auka nám
sitt erlendis. Þetta vom raunvem-
legir háskólar þjóðarinnar um
aldimar í þeim skilningi að þeir
vom einu innlendu menntastofnan-
imar.
Um aldamótin 1800, þegar bisk-
upsstólamir vom lagðir niður, var
settur á fót einn skóli fyrir allt
landið hér í Reykjavík fyrst, á Hóla-
völlum, síðan var hann fluttur til
Bessastaða þar sem hann var um
fjömtíu ára skeið. Skólinn var fyrst
og fremst prestaskóli. Allir Fjölnis-
menn vom __ með öðmm orðum
prestlærðir. Ég hafði gaman af því
að lesa umsókn Jónasar Hallgríms-
sonar um Breiðabólstað á Skógar-
strönd, en þangað vígðist ég“,
heldur Sigurbjöm áfram. „Jónas ■
hafði hug á því prestakalli og tekur
fram í umsókn sinni að sér sé sérs-
taklega hugleikið að hlynna að
skóginum þar. Það var einnig minn
draumur þó ég vissi ekki þá um
hugmjmdir Jónasar í því efni, en
ekki varð það annað en hverfull
draumur, því að mín vera á Breiða-
bólstað varð stutt.
Það var oft um það rætt að það
vantaði framhaldsmenntun, eða
aðstöðu til framhaldsmenntunar
fyrir presta, en það komst ekki á
rekspöl fyrr en um 1840. Þá var
ákveðið að ftytja skólann aftur til
Reykjavíkur og tók hann til starfa
hér í Reykjavík 1846. Jafnframt
va ákveðið að prestaskóli skyldi
settur á fót og tók hann til starfa
árið 1847, tveggja ára skóli fyrst,
en síðan var námstíminn lengdur í
3 ár. Fyrsti forstöðumaður Presta-
skólans var skipaður Pétur Péturs-
son, sem þá var sjálfsagt lærðastur
maður hérlendis miðað við háskóla-
frama. Prestaskólinn var síðan
æðsta menntastofnun hér á landi,
en seinna voru svo settir á stofn
læknaskóli og lagaskóli, báðir hlið-
stæðar stofnanir við Prestaskólann.
Og þessir þrír embættismannaskól-
ar runnu svo inn í háskólann, þegar
hann var stofnaður 1911 og þá var
bætt við heimspekideild, sem varð
fjórða deild Háskóla íslands. Guð-
fræðinámið var lengt upp í fjögur
ár við þessa breytingu, en nú mun
námstíminn vera sex ár. Þrír höfðu
kennarar verið við Prestaskólann
og svo varð áfram við guðfræði-
deild, þrír fastir kennarar, en
aukakennarar í grísku, söng og
kirkjurétti. Prófessorar voru tveir,
þeir Jón Helgason, sem áður var
forstöðumaður Prestaskólans og
Haraldur Níelsson, Sigurður P.
Sívertsen var skipaður dósent. Við
Prestaskólann hafði verið kennara-
embætti í forspjallsvísindum (heini-
speki), en nú var stofnaður
kennslustóll í þeirri grein fyrir allan
háskólann."
Sigurbjöm Einarsson er fæddur
30. júní að Efri-Steinsmýri í Meðall-
andi. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1931, innritaðist í guðfræðideild
„til málamynda", eins og hann orð-
aði það. Hann ætlaði að rejma að
komast utan og fór til Uppsala árið
1933 og lauk þar prófi í heimspeki-
deild 1937 í grisku, almennri
trúarbragðasögu og fomaldarsögu
og lauk svo guðfræðiprófí við guð-
fræðideild Háskóla íslands árið
1938. „Vormisserin 1942 og 1943
hafði ég á hendi aukakennslu í trú-
arbragðasögu við guðfræði- og
heimspekideild háskólans. Trúar-
bragðasaga var þá ekki á námskrá
háskólans. Haustið 1943 var ég
settur dósent til bráðabirgða og
skipaður árið eftir. Ég var skipaður
prófessor árið 1949. Ég var kenn-
ari við deildina í 16 ár. Aðalkennslu-
greinar mínar vom kristileg
trúfræði og almenn trúarbragða-
saga og nokkuð kenndi ég í kenni-
mannlegri guðfræði. Árið 1945
bættist fjórði kennarinn við deildina
og þá varð almenn trúarbragða-
fræði (trúarbragðasaga, trúarlífs-
sálfræði og trúarheimspeki) föst
kennslugrein og prófgrein, en jafn-
framt var námstilhögun hagrætt,
svo að námið þyrfti ekki að lengjast.
Ég lauk prófí í alþingishúsinu,
guðfræðideildin var þar sem nú er
flokksherbergi Alþýðuflokksins.
Háskólahúsið nýja á Melunum var
tekið í notkun árið 1940 og það
vom vitaskuld geysileg umskipti
fyrir allar deildir háskólans. Þegar
ég var í deildinni var hún frekar
fámenn, en þegar ég hóf kennslu-
störf við deildina var hún mjög
Qölmenn. Lengst af meðan ég starf-
aði þar var aðsókn góð. Það kom
þó einu sinni fyrir að enginn hafði
innritast þegar innritun lauk, en
deildin var ekki fámenn þá og
prestaskortur hefur ekki verið
vegna þess að ekki lykju nægilega
margir guðfræðiprófí.
Meðan ég sat í biskupsembætti
vom um tíma vemlegir erfiðleikar
við að fá menn til prestakalla úti á
landi, en úr því rættist vel. Þegar
ég lét af embætti vom nær öll pres-
taköll skipuð. Það sem valdið hefur
prestaskorti er ekki það að ekki séu
nægilega margir kandídatar í boði,
heldur ófullnægjandi aðbúð og
launakjör og prestkosningamar.
Það hefur legið fyrir í áratugi að
fyrirkomulagið á veitingu prestsem-
bætta, sem prestar, einir allra
opinberra starfsmanna, eiga við að
búa, hefur fælt menn frá. Margir
hafa til dæmis verið fúsir til að
fara út á land um tíma, en óað við
að binda sig til lífstíðar. Prestar
geta ekki fært sig til á sínu starfs-
sviði, nema að ganga í gengnum
kosningahríð. Þetta hefur verið á
dagskrá svo áratugum skiptir alveg
eins og stofnun Prestaskólans á
sínum tíma, en hér er ekki við dönsk
yfírvöld að etja, heldur alþingi
íslendinga.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir