Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
=HÁSKÓLI tV,t ,xrT%°
Lyfjaíræði
og eiturefhafræði
ílæknadeild
— fyrr, nú og í framtíð
Dr. Haraldur Halldórsson við skápa, sem ætlaðir eru til frumuræktun-
ar. Á myndinni er einnig' smásjá, sem ætluð er tíl frumugreiningar
(gjöf frá Lionshreyfingunni). 2.
Magnús Jóhannsson sýnir læknanemum áhríf lyfja á einangrað
hjarta úr marsvíni.
eftirÞorkel
Jóhannesson
I. Kennsla í lyfjafræði
og eiturefnafræði
Jón Hjaltalín (f. 1807, d. 1882),
landlæknir, var fyrsti kennari í
lyfjafræði (pharmacologia) í
Læknaskólanum frá stofnun hans
1876. Jón hafði raunar áður en
skólinn var formlega stofnaður
kennt læknisefnum lyfjafræði og
ýmsar aðrar greinar læknisfræði.
Að honum gengnum tók Tómas
Hallgrímsson (f. 1842, d. 1893),
læknir, við kennslunni. Sæmundur
Bjamhéðinsson (f. 1863, d. 1936),
yfirlæknir, tók við kennslu í lyfja-
fræði í Læknaskólanum árið 1898.
Hann hélt kennslu áfram eftir
stofnun Háskóla íslands 1911 og
kenndi lyfjafræði í læknadeild allt
til ársins 1934. Kristinn Stefánsson
(f. 1903, d. 1967), læknir, var skip-
aður aukakennari í lyfjafræði 1937
og prófessor 1957. Hann var jafn-
framt forstöðumaður Rannsókna-
stofu í lyQafræði frá 1939, en fyrir
þann tíma hafði ekki verið sérstök
rannsóknastofa í greininni. Kristinn
var einnig lyfsölustjóri (forstöðu-
maður Lyfjaverslunar ríkisins) og
hann kom á kennslu í lyfjafræði
lyfsala (pharmacia) innan ramma
læknadeildar. Þá hlutaðist Kristinn
til um, að stofnað var til kennslu í
eiturefnafræði (toxicologia) í
læknadeild árið 1966.
Dr. med. Þorkell Jóhannesson,
læknir (sérfræðingur í lyfjafræði
og eiturefnafræði), hóf kennslu í
eiturefnafræði 1966 og annaðist
kennslu að talsverðu leyti í lyfja-
fræði veturinn 1966—1967. Næsta
ár annaðist hann kennslu bæði í
lyfjafræði og eiturefnafræði. Hann
var skipaður prófessor í lyfjafræði
1968. Þorkell tók upp kennslu í
samhæfðri lyfjafræði (farmakókí-
netik) sérstaklega ásamt kennslu í
sérhæfðri lyfjafræði (farmakódýn-
amik) svo sem áður hafði tíðkast.
Eru þetta tvær helstu greinar í
lyijafræði, sem læknum er ætluð.
Þá hóf Þorkell kennslu í klínískri
lyfjafræði 1970. Er það veigamikil
undirgrein sérhæfðrar og sam-
hæfðrar lyfjafræði. Aðrir kennarar
í lyflafræði hafa verið: Jóhannes
Skaftason, lyfjafræðingur, lektor
1971—1985, dr. med. Magnús Jó-
hannssan, læknir (sérfræðingur í
lyfjafræði), lektor frá 1974 og síðar
dósent, Guðmundur Oddsson, lækn-
ir (sérfræðingur í lyflæknisfræði),
aðjunkt í klínískri lyflafræði frá
1982 (á undan honum voru aðjunkt-
ar í greininni læknamir Olafur
Jónsson, Tryggvi Ásmundsson og
Þórður Harðarson, prófessor) og
lektor í greininni frá 1985, dr. phil.
Guðmundur Þorgeirsson, læknir
(sérfræðingur í lyflæknisfræði),
lektor frá 1985 og Geirþrúður Sig-
hvatsdóttir, lyflafræðingur, aðjunkt
frá 1985. Tiyggvi Ásmundsson
(sérfræðingur í lyflæknisfræði),
læknir, hefur haldið áfram stunda-
kennslu í lyfjafræði. — Árið 1977
var Jakob Krístinsson lyQafræðing-
ur (sérfræðingur í eiturefnafræði),
ráðinn aðjunkt í eiturefnafræði og
lektor frá 1985.
Markmiðið með kennslu í lyfja-
fræði í læknadeild er að veita
fræðslu um helstu lyf og flokka
lyfja, sem notaðir em við lækning-
ar. Sérhæfð lyfjafræði (lyfhrifa-
fræði) flallar um, hvað lyfin gera í
líkamanum, en samhæfð lyfjafræði
(lyfjahvarfafræði), flallar um, hvað
líkaminn gerir við lyfin (þ.e.a.s.
hvað um þau verður í líkamanum).
Klínísk lyfjafræði fjallar um notkun
ly^a í tilteknum sjúkdómstilfellum
eða um tilraunir með lyf í sjúkling-
um eða heilbrigðu fólki. Er í
kennslunni reynt að koma þekkingu
í öllum þessum greinum lyQafræði
á framfæri við stúdenta. Til þess
að það megi vel takast þurfa kenn-
arar að hafa mismunandi menntun-
arforsendur og tengsl við aðrar
greinar læknisfræði og lækna utan
læknadeildar verða einnig að vera
bæði mikil og góð.
Þegar horft er til framtíðar, er
nauðsynlegt að fá til kennslu mann,
sem er sérmenntaður í samhæfðri
lyQafræði. Þá væri æskilegt, að
samkennsla, einkum í klínískri
lyQafræði, kæmist á við aðrar
greinar í læknadeild. Enn fremur
væri mjög æskilegt, að kennarar
gætu miðlað hlutlægum upplýsing-
um um lyf til almennings. Þá væri
mjög æskilegt, að á kæmist vísinda-
legt framhaldsnám í lyQafræði,
svokallað „post graduate“-nám (sjá
síðar).
Kennsla í eiturefnafræði beinist
að því að kynna nemendum eitur-
hrif helstu efna, er þeir kunna að
hafa afskipti af við læknisstörf eða
þurfa að hafa nokkra þekkingu á
með öðrum hætti svo og eitranir
af völdum þessara efna og meðferð
þeirra. Mjög æskilegt væri, að
kennslunni tengdist miðstöð til
skráningar eitrana og upplýsinga
um meðferð þeirra. Þá væri mikil-
vægt, að rannsóknir á algengi
eitrana, ekki síst. banvænna eitrana,
tengdust kennslunni. Nauðsynlegt
er að tengja kennsluna í þessari
grein meira við meðferð eitrana á
spítölum en nú er. Væri því æski-
legt að fá ráðinn kennara í klínískri
eiturefnafræði (sbr. klíníska lyfja-
fræði).
Á árunum eftir 1980 hafa kenn-
arar í lyfjafræði og eiturefnafræði
í vaxandi mæli lagt áherslu á að
semja eigin kennslutexta á íslensku
og gefa þá út.
II. Rannsóknastofa
í lyfjafræði
Rannsóknastofa í lyfjafræði var,
eins og áður segir, stofnuð árið
1939 í þann mund, að Háskóli ís-
lands fluttist í aðalbyggingu sína
við Suðurgötu. Hefur Rannsókna-
stofan verið þar til húsa síðan. Er
hún nú á þremur stöðum í aðalbygg-
ingunni og auk þess að hluta á lofti
íþróttahúss Háskólans. Býr Rann-
sóknastofan við hörmuleg húsa-
kynni, sem að vissu leyti eru
mannskemmandi. Þar eru þrengsli
nú slík, að engum nýjum tækjum
verður komið fyrir, né heldur er
unnt að ráða fleira fólk til starfa.
Væri það þó mjög æskilegt, þar er
Rannsóknastofan sinnir veigamikl-
um þjónustuverkefnum fyrir fyrir-
tæki og stofnanir í landinu og
sumar þeirra eru ekki unnar annars
staðar. Háir starfsemi Rannsókna-
stofunnar nú ekkert meira en
þröngt og ömurlegt husnæði. Má í
þessu efni til hins ítrasta taka und-
ir orð Ólafs Rósinkranz, háskólarit-
ara, er hann viðhafði um
húsnæðisvandræði Háskólans í Al-
þingishúsinu, áður en Háskólinn
fluttist í núverandi aðalbyggingu.
Ólafur sagði: „Hér er ekki pláss
fyrir eldspýtustokk." Þessi orð má
með fullum sanni heimfæra á hús-
næði Rannsóknastofu í lyfjafræði.
Ef til vill er það þó einhveijum létt-
ir að vita, að þar reykir nú enginn
og því ekki viðhafðir eldspýtustokk-
ar!
Kristinn Stefánsson, prófessor,
reyndi að sinna grundvallarrann-
sóknum í Rannsóknastofunni á þvi
sviði lyfjafræði, er hann hafði unn-'
ið í Þýskalandi á námsárum sínum
þar. Hafði hann á tímabili einn
aðstoðarmann við þessar rannsókn-
ir. Þá lét hann vinna að lyfjagerð
í Rannsóknastofunni á áninum
1945—1950 fyrir Lyfjaverslun
ríkisins, sem hann veitti forstöðu
og var þá að vaxa úr grasi. Upp
úr 1950 lagðist rekstur af í Rann-
sóknastofu að því undanskildu, að
húsakynni hennar voru notuð í þágu
kennslu f lyfjafræði lyfsala, enda
tók Lyfjaverslun rfkisins, sem pró-
fessor Kristinn byggði upp úr
nánast engu, tíma hans í síauknum
mæli. Fyrst árið 1966, nú fyrir rétt-
um tuttugu árum, hófst rekstur
Rannsóknastofunnar á ný. Skal nú
gerð nokkur grein fyrir þeirri starf-
semi. Verður fyrst fjallað um
þjónusturannsóknir og því næst um
grundvallarrannsóknir.
A. Þjónusturannsóknir
í Rannsóknastofu í
lyfjafræði
1. Réttarefnafræðideild. Pró-
fessor Ólafur Bjamason, er annað-
ist réttarkrufningar, hafði að höfðu
samráði við forvera sinn, prófessor
Níels Dungal, komist að samkomu-
lagi við Kristin Stefánsson þess
eftiis, að Rannsóknastofa í lyfja-
fræði annaðist réttarefnafræðilegar
rannsóknir (ákvarðanir á ljfyum og
eiturefnum og mat á niðurstöðu-
tölum) úr líksýnum þar sem andlát
var talið hafa verið með vofveifleg-
um hætti. Hófust þessar rannsóknir
í september 1966. Síðla árs 1969
tóku að berast efnissýni af ávana-
og fíkniefnum (amfetamín, kannab-
is, lýsergíð o.fl.) og nokkru síðar
einnig sýni af ólöglegu áfengi
(bruggsýni o.fl.). Frá árinu 1969
og fram á árið 1973 hafði Hrafn-
kell Stefánsson, lyfjafræðingur (f.
1930, d. 1983), umsjón með þessum
rannsóknum. Þá tók við Jakob
Kristinsson, lektor, og hefur hann
Jóhannes Þorkelsson og Geirþrúður Sighvatsdóttír við vökvagreini,
sem mjög er notaður við lyfjamælingar og ákvörðun á fleiri efnum.