Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
árið 1984 rannsóknir í Rannsókna-
stofu í meinafræði, sem voru
framhald fyrri rannsókna, er birtust
í doktorsritgerð hans (Effects of
Platelets on Humans Vascular End-
othelial and Smooth Muscle Cells
In Vitro, 1978). Rannsóknir þessar
fluttust svo í Rannsóknastofu í
lyfjafræði síðla árs 1985 og á árinu
1986 eftir að Guðmundur tók við
starfi lektors í lyfjafræði. Rann-
sóknir Guðmundar beinast að því
að kanna myndun og stjóm á mynd-
un prostacyklíns í æðaþeli, en það
er frumulagið, sem klæðir æðar að
innan. Einn mikilvægasti eiginleiki
æðaþels er sá, að það hindrar mynd-
un blóðsega. Verkun þessi tengist
myndun á prostacyklíni. Vitað er,
að mörg efni hvetja æðaþel til
myndunar prostacyklíns. Rann-
sóknir þessar beinast fyrst um sinn
einkum að könnun á því, hvert
vægi nokkurra sjálfboðaefna og
innri boðefna í frumum kunni að
vera við stjómun prostacyklínfram-
leiðslu. Rannsóknimar hafa verið
styrktar af Vísindasjóði og einnig
af Lionshreyfíngunni. Með Guð-
mundi vinnur að þessum rann-
sóknum dr. phil. Haraldur
Halldórsson, lífefnafræðingur. Er
hann að hálfu launaður af lyflækn-
isdeild Landspítalans, en að hálfu
af rannsóknastofu í lyQafræði.
6. Ákvörðun á niálmum með
spennugreiningu. Jóhannes Þor-
kelsson, cand. scient, hóf á árinu
1985 undirbúning að smíði tölvu-
stýrðs spennugreinis, er nota má
til ákvörðunar á ýmsum málmum
svo sem kopar, kadmíum, blýi og
zinki. Vonir standa til, að með tæk-
inu megi ákvarða málma þessa og
fleiri efni á ömggan og ódýran
hátt bæði í líkama manna og dýra
og utan. Em rannsóknir þessar lið-
ur í undirbúningi að víðtækum
mengunarrannsóknum, sem eitur-
efnadeild hyggst standa fyrir. Enn
fremur er vonast til, að aðferðir
þessar fái nokkurt klínískt nota-
gildi. Rannsóknir þessar hafa verið
styrktar af Vísindasjóði og em að
hluta unnar með Jóni Sveinssyni,
rafmagnstæknifræðingi, Raunvís-
indastofnun, er annaðist hönnun og
smíði spennugreinisins.
Samantekt
Við kennslu í lyfjafræði og eitur-
efnafræði í læknadeild hefur ætíð
verið leitast við að kenna nemend-
um um öll þau lyf og lyfjaflokka,
er þeir þurfa að nota við störf sín
svo og um eiturhrif og eitranir af
völdum helstu eiturefna og hættu-
legra efna, er fyrir koma. Hefur
jafnframt ætíð verið kappkostað að
tengja kennsluna sem mest við
klíníska notkun lyfja og meðferð
eitrana með því að stofna til tengsla
við lækna í öðmm greinum eða
lækna utan læknadeildar. A síðustu
ámm hafa kennarar í vaxandi
mæli lagt metnað sinn í að semja
og gefa út kennslutexta á íslensku.
Rannsóknastofa í lyfjafræði hefur
leitast við að sinna viðamiklum
þjónusturannsóknum. Rannsókna-
stofan hefur þannig haft með
höndum þjónusturannsóknir fyrir
öll lögregluembætti í landinu, þar
með talin Rannsóknarlögregla ríkis-
ins, nær alla spítala og heilsugæslu-
stöðvar, margar heiibrigðisnefndir,
Hollustuvemd ríkisins (áður Mat-
vælarannsóknir ríkisins), land-
læknisembættið, yfirdýralæknisem-
bættið, tollstjórann í Reykjavík og
fleiri opinbera aðila. Þá hafa verið
unnar þjónusturannsóknir fyrir
LyQaverslun ríksins, Delta hf. (áður
Pharmaco hf.), Tóró hf. (áður Stef-
án Thorarensen hf.) og enn fleiri
aðila. Rannsóknastofan mun fram-
vegis sem hingað til leitast við að
sinna öllum þeim þjónusturann-
sóknum, sem forsendur em fyrir
að vinna. Stefnt er að því fram-
vegis sem hingað til að vinna
gmndvallarrannsóknir í eins ríkum
mæli og auðið er.
Höfundur er prófeasor og for-
stöðumaður Rannsóknaatofu í
lyfjafrœði.
HASKOLI ISLANDS
Ensímmuunúr
íslenskum kráefnum
Lífefnafræði er sú
grein
efnafræðinnar, er
fjallar um efni og
efna skipti lífvera.
Líftækni sameinar
þekkingu í
lífefnafræði,
erfðafræði,
örverufræði
(bakteríufræði) og
verkfræði við
nýtingu t.d. ensíma
í f ramleiðslu á t.d.
matvælum,
skinnum o.fl.
Dr. Bjarni Ásgeirsson segir frá
rannsóknum í lífefnafræði
Dr. Bjarai Ásgeirsson
Rannsóknir á vinnslu
ensíma úr þorskslógi og
eiginleikum þeirra, sem
fram fara á Raunvís-
indastofnun em hluti
af samstarfsverkefni þriggja
stofnana í líftækni, sem ber heitið
„Ensímvinnsla úr íslenskum hrá-
efnum". Það hefur hlotið styrk úr
rannsóknasjóði, sem Rannsóknar-
áð ríkisins he'ur umsjón með.
Dr. Bjami Ásgeirsson er einn
þriggja sérfræðinga á efnafræði-
stofu Raunvísindastofnunar, sem
vinna að rannsóknum á ensímum
úr fískúrgangi undir yfírstjóm dr.
Jóns Braga Bjamasonar. Að sögn
dr. Bjama er markmið þessa verk-
efnis að vinna próteinkljúfandi
ensím úr þorskslógi og svokallaðri
slógmeltu. Skipta má verkefninu
í þijá þætti: í fyrsta lagi er um
að ræða einangrun og gmnnrann-
sóknir á eiginleikum ensímanna,
sem unnið er að á Raunvísinda-
stofnun, í öðm lagi tilraunavinnsla
ensímanna, sem dr. Siguijón Ara-
son sér um, og í þriðja lagi könnun
á hagnýtingu þeirra, sem fer fram
á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins undir stjóm dr. Guðmundar
Stefánssonar.
Notkun ensíma í fískvinnslu
beinist að því að létta þar ýmis
störf. Sem dæmi má nefna að nú
era himnur losaðar utan af fisklif-
ur í höndunum, en verið er að
kanna hvort hægt sé að losa himn-
umar með því að baða lifrina í
ensímlausn. Tilraunir á Rannsókn-
arstoftiun fískiðnaðarins benda til
þess að þetta sé hægt.
Undanfarin tvö ár hefur mest
áhersla verið lögð á að fínna og
einangra einstakar tegundir
ensíma úr þorskslógi. Einnig að
þróa aðferðir til að einangra og
framleiða nógu mikið magn af
ensímunum til þess að hægt sé
að gera stórtækar rannsóknir, sem
miða að þvi að nota ensímin í físk-
vinnslu. Að sögn dr. Bjama
Ásgeirssonar er ástæðan fyrir því
að verið er að einangra þessi efni
úr fískslógi er sú að ætla má að
ensím úr físki hafí aðra eiginleika
en ensím úr blóðheitum dýrum,
séu með öðram orðum virk við
lágt hitastig. Bjami sagði einnig:
„Við erum búnir að einangra þijár
tegundir ensíma úr þorskslógi og
vitum að þessi þijú efni sýna meiri
virkni við lágt hitastig en samsvar-
andi eftii úr blóðheitum dýrani.
Þetta opnar möguleika til að nýta
þessi ensím í framleiðsluferli þar
sem mikilvægt er að halda hita-
stiginu lágu eða spara orku.
Þvottaefni er gott dæmi. Allir
kannast við auglýsingu um efna-
kljúfa sjálfrar náttúrannar.
Eftiakljúfamir era ensím, sem
hjálpa til við að bijóta niður og
leysa upp óhreinindi. Með því að
hægt er að leysa upp óhreinindi
við lægra hitastig en ella, þá spar-
ast hitaorka. Þetta er einkum
mikilvægt við iðnaðarþvotta þegar
þvegnar era stórar vélar og tankar
þar sem orkuspamaður skiptir
miklu máli. Nefna má að Japanir
þvo fatnað í fi-emur köldu vatni
og hafa því lítið gagn af þeim
ensímum, sem nú eru í þvottaefn-
um. Þeim kæmi vel að hafa ensím,
sem vinna við lágt hitastig, eins
og ensím úr þorskslógi gera, sem
við eram að rannsaka.
Annað gott dæmi, sem við get-
um tekið og gæti komið okkur
íslendingum verulega til góða, er
það gagn sem hafa mætti af þess-
um ensímum í fískvinnslu og
aðeins var drepið á hér á undan.
í því sambandi hafa verið nefndir
margir hugsanlegir möguleikar,
t.d. að nota ensím við roðflettingu
á síld, afhreistran karfa- og ýsu-
flaka, losun himnu af smokkfíski,
pillun rækju, og yfirleitt losun
skelfísks úr skelinni og fleira.
í skinna-og leðuriðnaði era not-
uð ýmis próteinkljúfandi ensím til
að mýkja skinnin og ijarlægja smá
hár. Á Akureyri hefur þetta verið
re}mt með íslenskum ensímum úr
þorskslógi og lofa þær tilraunir
góðu.
Geta má þess að verið er að
vinna að einangrun magaensíms-
ins pepsín, sem notað er til
ostagerðar. Það hleypir mjólk svip-
að og þegar fólk notaði kálfsmaga
í gamla daga. Komið hefur í ljós
við rannsóknir í Noregi að þor-
skapepsín er næstum eins gott og
kálfapepsín til að hleypa mjólk.
Ensímum er ennfremur stundum
bætt í fóður fugla og dýra í því
skyni að bæta meltinguna og þar
með auka nýtingu fóðursins. í
sambandi við fískeldi er einnig
hugsanlegt að blanda mætti
ensímum í fóður og gefa sem
frumfóður í stað lifandi næringar,
sem sum ung seiði þurfa."
Fyrir um tveimur árum hófs
sala til Bandaríkjanna í smáum
stíl á ensímum, sem einangrað
voru á Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands. Þau viðskipti eru
enn í gangi, en í litlum mæli þar
sem framleiðslugeta Raunvísinda-
stofnunar er takmörkuð. Það er
fyrirtækið Sigma Chemical Comp-
any, sem kaupir ensímin“.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir