Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Meginmarkmið
Efhafræðistofunnar aé stunda
grundvaUarrannsóknir
Dr. Ingvar Árnason segir frá rannsóknum
Efnafræðistofu Raunvísindastofnunar háskólans
Efnafræðistofan er
rannsóknavettvangnr
fastráðinna kennara í
efnafræði og sérfræðinga,
sem ráðnir eru til
stof nunarinnar til að stunda
rannsóknir í efnafræði. I
samtali, sem blaðamaður
Morgunblaðsins átti við dr.
Ingvar Arnason, yfirmann
Efnafræðistofunnar, kom
fram að þar starfa fimm
fastráðnir kennarar og þrír
sérfræðingar. Auk þeirra
starfa þar fjórir
rannsóknamenn og fjórir
sérfræðingar, sem ráðnir
eru tímabundið til
rannsókna, sem styrkir eru
veittir til.
Dr. Ingvar Árnason
Rannsóknir á fjöl-
Efnafræðistofan er eina
stofnunin hér á landi,
sem hefur það
meginmarkmið að
stunda grundvallarrann-
sóknir í efnafræði", sagði dr.
Ingvar. „Rannsóknir eru stundaðar
hér á mörgum sviðum. Það kann
að vekja upp þá spumingu af hverju
við sameinum ekki kraftana og
vinnum að einhverju einu, en það
er m.a. vegna þess að starfs-
mennimir eru kennarar í efnafræði
að meginhluta. Hafa verður í huga
að efnafræðin er vítt svið. Henni
er gjaman skipt í fjögur meginsvið:
ólífræn efnafræði, lífræn efnafræði,
eðlisefnafræði og lífefnafræði. Til
þess að kenna þessa efnafræði til
BS prófs við háskóla þarf kennara
með sérmenntun á þessum
höfuðsviðum. Þess vegna er eðlilegt
að kennaramir stundi rannsóknir
hver á sínu sviði.
Hér hefur þurft að byggja upp
viðunandi aðstöðu fyrir þessar
rannsóknir og er enn margt ógert
í þeim efnum. Fyrir utan
grundvallarrannsóknir, þá tekur
stofan einnig þátt í hagnýtum
verkefnum, gjaman í samvinnu við
aðra aðila.
Kíslarrannsóknir
í Svartsengi
Af þeim hagnýtu rannsóknum,
sem hér eru í gangi, má nefna
rannsóknir í útfellingu kíslar, sem
oft er kölluð kísill, úr jarðsjó þeim,
sem kemur upp hjá Hitaveitu
Suðumesja í Svartsengi. Bláa lónið
er affallsvatn hitaveitunnar og
kíslin er botnleðjan í lóninu. Hjá
hitaveitunni falla út þijú til ijögur
þúsund tonn af þessu efni á ári og
okkar rannsóknir beinast að því
hvort stýra megi útfellingunni
þannig að út falli efni með ákveðna
eiginleika, sem hægt sé að selja.
Slíkt efni er t.d. notað sem fylliefni
í gúmmí, sem ekki má skilja eftir
svartar rendur og er notað t.d. í
skósóla.
Þetta er auk þess knýjandi
verkefni þar sem nauðsynlegt viðist
vera að losna við botnfallið burt úr
affallsvatninu: Við viljum geta
skilið þetta efni úr vatninu á
skömmum tíma og dælt hluta
vatnsins niður í bergið aftur. Það
viðist vera nauðsynlegt til að svæðið
nýtist betur. Þetta verkefni er unnið
í samvinnu við Iðntæknistofnun og
Hitaveitu Suðumesja og er styrkt
af Rannsóknaráði ríkisins.
ómettuðum fitusyrum
Ánnað athyglisvert verkefni, sem
hér er verið að vinna að, eru
rannsóknir á hollustuþætti
fjölómettaðra fitusýra og hvemig
auka megi styrk þeirra frá því sem
er í venjulegu lýsi. Hér er um
samstarf að ræða milli Lýsis h.f.
og Sigmundar Guðbjamarsonar,
Sjálfvirk oðferð tilað
ákvarða, ofla næstu ára?
Reiknifræðistofa Raunvísindastofnunar háskólans er
sjálfstæð stofnun, sem tilheyrir þó háskólanum. Stofan er
fyrst og fremst stofnuð til að sinna rannsóknum í hagnýtri
stærðfræði, reiknifræði og tölvunarfræði. Flestir hinna
u.þ.b. 10 starfsmanna eru kennarar eða sérfræðingar, en
forstöðumaður er Sven Þ. Sigurðsson. Samkvæmt
upplýsingum hans hefur stærsta verkefni stofunnar verið
hið svokallaða sjávarútvegslíkan, en það er unnið af Þorkeli
Helgasyni, forstöðumanni Raunvisindastofnunarinnar og
Snjólfi Ólafssyni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.
Þetta er reiknilíkan, sem lýsir áhrifum veiða á stærð
fiskistofnanna í sjónum I kringum ísland og hefur verið
notað sem hjálpartæki við ákvarðanir um fiskveiðistefnu,
við kvótagerð og fleira slíkt.
Kjartan Magnússon segir frá útreikningum
í tengslum við hvalveiðirann sóknir
Vaxandi þáttur í starf-
semi stofunnar em
ýmsar rannsóknir í tölv-
unarfræði, t.d. hefur
Snorri Agnarsson þróað
nýstárlegt forritunarmál, Fjölni.
Jóhann Malmquist er að hefja at-
hugun á áhrifum tölvuvæðingar á
skrifstofuhald. Oddur Benedikts-
son, prófessor, hefur unnið að
athugun á beitingu þekkingarkerfa
á íslensk verkefni. Dæmi um slíkt
er svonefndur „ útgerðarráðgj afi“,
sem er tölvukerfi er á að vera um
borð í fiskiskipum og á að hjálpa
skipstjórum og útgerðarmönnum
við tilhögun veiða. Þetta er sam-
starfsverkefni við fleiri aðila og
styrkt af Rannsóknasjóði.
Af öðrum rannsóknaverkefnum
má nefna tölfræðilega úrvinnslu á
læknisfræðilegum gögnum, sem
Ottó J. Bjömsson hefur unnið að í
samvinnu við Hjartavemd og gerð
reiknilíkana við að lýsa sjávar-
straumum og mengun í sjónum í
kringum Reykjavík. Að því vinnur
Sven Þ. Sigurðsson í samvinnu við
verkfræðistofuna Vatnaskil.
Eitt rannsóknaverkefni er þó enn
ótalið og tengist hvalveiðirannsókn-
um, sem mikíð hefur verið rætt um
í sumar. Kjartan Magnússon hefur
unnið að þrenns konar verkefnum,
sem tengjast hvalveiðum. í samtali
við blaðamann sagði hann. „í fyrsta
lagi er þama unnið að skipulagn-
ingu á beinum talningum og töl-
fræðilegri úrvinnslu á niðurstöðum.
Þetta er unnið í samvinnu við Þor-
vald Gunnlaugsson á Reiknistofnun
Háskóla íslands. í öðru lagi er unn-
ið að almennum athugunum á
stærðfræðilíkönum til að lýsa stofn-
stærð hvala, m.a. til að athuga
hvort stofninn getur staðið undir
veiði undanfarinna ára. Út frá aldri
veiddra hvala má meta dánartíðni,
sem er það hlutfall stofnsins, sem
drepst árlega. Síðan má meta hvaða
aukning í fæðingartíðni og lækkun