Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
B 13
prófessors og núverandi rektors
Háskóla íslands.
Nefna má að nýlega var sett á
markað lýsisþykkni, Omega 3, sem
er m.a. árangur af þessum
rannsóknum. Lýsisþykknið er gott
fyrir þá, sem vilja fá mikið af
fj'ölómettuðum fitusýrum, t.d. til að
minnka áhættu á hjartasjúkdómum.
Taki menn lýsi í of miklum mæli
fá menn stærri skammt af A og D
vítamínum en ráðlagt er.
Tíu ára draumur
verduraé veruleika
Rætt við Jóhann Axelsson
prófess or
Rannsóknir á lífefnum
Þriðja verkefnið, og það sem
stærst er í sniðum af þessu tagi,
eru rannsóknir, sem beinast að því
að vinna lífefni (ensím) úr
íslenskum hráefnum. Slíkar
rannsóknir má relcja til frumkvæðis
Sigmundar Guðbjamarsonar, en
hann hélt erindi haustið 1973 um
möguleika íslendinga til að hasla
sér völl á þessum nýja vettvangi
og nýta til þess innlend hráefni,
einkum fiskúrgang og úrgang frá
sláturhúsum.
Grundvallarrannsóknir
Eins og að framan greinir er þó
meginmarkmið efnafræðistofunnar
að stunda grundvallarrannsóknir f
efnafræði. Reyndar er oft erfitt að
greina á milli hvað eru hagnýtar
rannsóknir og hvað em
grundvallarrannsóknir.
Gmndvallarrannsóknir era þó
óhjákvæmilega undirstaða allrar
hagnýtingar.
Fólk á oft erfitt með að átta sig
á nauðsyn þeirra rannsókna, sem
ekki em endilega gerðar í einhveiju
ákveðnu augnamiði, heldur em
gerðar svolítið út í loftið. Út úr
slíkum rannsóknum hefur sprottið
margvfsleg þekking, sem seinna
hefur verið hægt að nýta. Sem
dæmi um þetta má nefna
einangmnarplast. Það varð til fyrir
algjör mistök. Starfsmaður hellti
óvart saman tveimur efnum, sem
alls ekki áttu að fara saman. Þessu
var sem betur fer ekki hent, heldur
fóm menn að skoða þessa froðu
nánar og einhveijum hugkvæmdist
svo að þetta væri- létt efni, vel
einangrandi og væri hægt að nota
sem einangmnarefni."
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Rannsóknastofa Haskóla
íslands í lífeðlisfræði tók til
starfa árið 1966. Ári áður
var dr. Jóhann Axelsson
skipaður prófessor í
lífeðlisfræði við læknadeild
Háskóla Islands.
Isamtali við blaðamann Morg-
unblaðsins sagði Jóhann að
aðstaða til verkkennslu og
rannsókna í greininni hafi þá
engin verið og hann sjálfur
eini kennarinn. Hann kvað mikla
breytingar hafa orðið á þessum
tveimur áratugum. Auk Jóhanns
starfa nú tveir dósentar, tveir lekt-
orar og á annan tug sérfræðinga,
sem jafnframt em stundakennarar,
að rannsóknum og kenns'.u í lífeðlis-
fræði að Grensásvegi 12. Jóhann
sagði að þrátt fyrir mikla kennslu-
byrði og húsnæðis- og tækjaskort
hafi á þessu ári verið unnið að
meira en tuttugu rannsóknarverk-
efnum, m.a. á sviði lífeðlisfræði
mannsins og fiskalífeðlisfræði.
Umfangsmesta rannsóknin, sem
unnið hefur verið að um langt ára-
bil, sagði Jóhann að væm saman-
burðarrannsóknir á íslendingum og
Vestur- íslendingum. „Fyrstu
áfangar þeirrar rannsóknar vom
unnir árið 1979 og 1980 á Fljóts-
dalshéraði", sagði Jóhann. „Þar
vom rannsakaðir 531 Héraðsbúi,
flestir Austfirðingar í ættir fram á
aldrinum 7-60 ára. Við rannsóknina
kom m.a. fram að kólestrólgildi
Héraðsbúa á aldrinum 7 til 20 ára
em með því hæsta sem þekkist í
heiminum.
Hvað erfðaefni varðar em íslend-
ingar mjög einsleit þjóð. Við vitum
um fólksfjölda í lok landnámsaldar.
Á miðöldum fækkaði okkur niður í
30 þúsund, en hafði aftur fjölgað í
nær 100 þúsund fyrir síðustu alda-
mót. Þá flutti um fimmtungur
þjóðarinnar vestur um haf og þar
era enn þúsundir af óblönduðum
íslendingum. Gmndvallarverk, eins
og Vesturfaraskrá Júníusar H.
Kristinssonar, gerir það að verkum
að við vitum um alla vesturfara,
sem flytja út á tímabilinu frá
á kynþroskaaldri er nauðsynleg til
að stofninn geti staðið undir au-
kinni dánartíðni vegna veiða.
í þriða lagi er verið að reyna að
finna sjálfvirka aðferð til að
ákvarða afla næstu ára út frá þeim
gögnum, sem aflað hefur verið t.d.
næstu 10 ár á undan. Sem dæmi
má hugsa sér að óskað sé eftir að
fá fram ákveðna aldursdreifingu í
aflanum. Ef aldursdreifing síðustu
ára er öðmvísi en þetta markmið
þá má breyta sókn og/eða breyta
minnstu leyfilegri lengd veiddra
hvala til að ná fram þessu mark-
miði. Það er ofarlega á baugi innan
Alþjóðahvalveiðiráðsins núna að
finna slíka aðferð, sem verið var
að lýsa. í stuttu máli: það er verið
að reyna að finna hvemig best er
að nota þau gögn, sem aflað hefur
verið, til að ákvarða afla næstu ára.
Þetta em nýjar hugmyndir um
stjómun hvalveiða. Áður miðuðust
ákvarðanir um flokkun hvalastofna
við hversu stórt hlutfall núverandi
stofn er af upphaflegum stofni, þ.e.
hvalstofninum áður en veiðar hó-
fust, t.d. hér á landi árið 1948.
Núverandi reglur miða við að stofn-
inn eigi að vera 60% af upphafleg-
um stofni, en gallinn er sá að erfitt
er að meta hver upphaflegur stofn
var.
Útreikningar þessir fara flestir
fram í tölvu og eins em ýmsar
fræðigreinar innan stærðfræðinnar
notaðar, t.d. líkindafræði, tölfræði
og stýrifræði.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Jóhann Axelsson prófessor
1870-1914. Við vitum hvaðan fólk-
ið kom og hvar það tók land.
Vestur-íslendingar hafa ríka
þjóðemiskennd og aldeilis ótrúlega
ættfræðiþekkingu. Allt þetta skap-
ar íslenska þjóðarbrotinu talsverða
sérstöðu meðal innflytjenda Norð-
ur- Ameríku. Af því leiðir að
Véstur-íslendingar bjóða upp á
mikla möguleika til að rannsaka
áhrif aldarlangrar búsetu í ólíku
umhverfi á hópa, sem em erfða-
fræðilega sambærilegir. -
Ef t.d. orsaka krónískra sjúk-
dóma er að leita í erfðum, eiginleik-
um og umhverfisþáttum, þá er
augljóst að íslenska þjóðarbrotið í
Kanada býður upp á alveg einstakt
tækifæri til að rannsaka áhrif um-
hverfisþátta á slíka sjókdóma, því
ætla má að erfðaefni óblandaðra
Vestur-íslendinga sé sambærilegt
við erfðaefni frændfólks þeirra hér
heima. Þá hlýtur orsakanna fyrir
breytilegri tíðni og hegðun sjúk-
dómanna að vera að leita í um-
hverfisþáttum, t.d. í félagslegum
og efnahagslegum aðstæðum,
neysluvenjum og lífsmáta.
Nú var það nokkum veginn vitað
að dánartíðni af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma í íslendingabyggðum
í Kanada er vemlega miklu hærri
en hér á íslandi og líka heldur
hærri en í Bandaríkjunum. Engu
að síður er kólestról, sem er viður-
kennt sem einn megin áhættuþáttur
hjarta- og kransæðasjúkdóma,
hærra í blóði Islendinga en í blóði
Bandaríkj amanna.
í apríllok s.l. fór sex manna hópur
frá Rannsóknastofu H.í. í lífeðlis-
fræði til Kanada og vann þar að
mælingum og rannsóknum á fólki
í fimm til sex vikur í „Landinu
milli vatna", norður af Winnipeg.
Við settum upp rannsóknastofiir í
þremur bæjum, í Gimli, Riverton
og Arborg. Undirtektir fólks vom
frábærar og við rannsökuðum 265
einstklinga á aldrinum 7-25 ára.
En þess má geta að það tekur um
klukkustund að mæla hvem éin-
stakling.
Auk allra lífeðlisfræðilegra mæl-
inga, tókum við blóðsýni úr öllum
sem rannsakaðir vom og þau sýni
hafa nú verið greind, m.a. með til-
liti til áhættuþátta kransæðasjúk-
dóma, eins og blóðsýni Héraðsbúa
á sínum tíma. Notuð vom sömu
tæki og aðferðir við greininguna,
sem tryggir að niðurstöður em og
verða algerlega sambærilegar. Ve-
rið er að tölvuvinna hluta af
niðurstöðunum. Fyrstu niðurstöður
í hópnum 20-30 ára benda til þess
að kólestólgildi í blóði Vestur-
ísiendinga séu ívið lægri en hjá
Héraðsbúum og hlutfall af
hvíturíkri fitu (HDL) er hagstæðara
hjá Vestur-íslendingum en hjá Hér-
aðsbúum, miðað við sama kyn og
sama aldur hjá báðum hópunum.
Aðrar mælingar, sem gerðar vom
í Kanada, em enn í athugun, en
niðurstaðna er að vænta innan
tíðar.
Þegar farið var í þessa ferð viss-
um við ekki neitt um kólestrólgildi
meðal íbúa í íslendingabyggðum
Manitoba, né um neina áhættu-
þætti kransæðasjúkdóma yfirleitt
meðal Vestur- íslendinga. Við viss-
um full vel að með hverju ári sem
líður fækkar hreinræktuðum ís-
lendingum í yngstu aldurshópum
Vestur- íslendinga, en það er mikið
fyrirtæki og dýrt að flytja alla að-
stöðu til rannsókna, eins og þeirra
sem við gerðum á Héraði, í aðra
heimsálfu. Fjárskortur hefur raunar
háð okkur lengi, annars hefðum við
farið þessa ferð miklu fyrr. En í
vor rofaði til. Við fengum 800 þús-
und króna styrk úr Minningarsjóði
Vestur- íslendingsins Aðalsteins
Kristjánssonar og sú höfðinglega
fjárhæð, ásamt jafnstóm framlagi
frá Bandaríkjunum og framlagi frá
Vísindasjóði íslands, gerði okkur
kleift að framkvæma þessa rann-
sókn og gera þar með tíu ára draum
að vemleika.
Helstu samstarfsaðilar okkar em
Ólafur Ólafsson, landlæknir,_ Mann-
fræðistofnun Háskóla Islands,
Hjartavemd og fjölmargir vísinda-
menn vestanhafs. Rannsóknir
okkar hafa vakið áhuga meðal
vísindamanna og fjölmiðla vestan-
hafs og það verður vonandi til þess
að hægt verður að fá fé til næstu
ferðar, sem áformuð er að ári, en
þá verður mælt fólk á aldrinum
26-60 ára.
Þriðji áfanginn í bígerð er ferð
til Kanada í því skyni að rannsaka
þá Vestur-íslendinga, sem búsettir
em í Winnipeg og lifa borgarlífi,
og fá þannig samanburð á dreif-
býlis- og þéttbýlisfólki meðal
Vestur-íslendinga og einnig saman-
burð við það fólk, sem Hjartavemd
hefur rannsakað í Reykjavík", sagði
Jóhann Axelsson að lokum.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir