Morgunblaðið - 12.10.1986, Page 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Saga stúdentafélaga
samofut sögu
Háskóla íslands
FÉLAGSLÍF er
mikilvægnr þáttur í
starfsemi skóla og
menntastofnana enda
öðlast menn ekki
andlegan þroska með
bókalestri einum saman.
Þótt óneitanlega hvíli
nokkur alvara yfir öllu
háskólanámi þrífst líflegt
og fjölskníðugt félagslíf
innan veggja Háskóla
Islands. Stofnuð hafa
verið nemendafélög við
sérhverja deild Háskólans
og er þeim ætlað að
standa vörð um hagsmuni
nemenda auk þess sem
þau eru vettvangur
fræðilegra
umræðna.Nemendur í
ákveðnum deildum hafa
hins vegar mikinn áhuga
á að gera verksvið
deildarfélaganna
víðtækara. Nú þegar
getur almenningur sótt
þangað þjónustu og ýmis
konar ráðgjöf og útgáfa
fræðirita er með líflegra
móti. Hér er því að verða
á nokkur breyting því
hingað til hafa félög þessi
ekki verið sérlega
áberandi. Stærð þeirra er
eðlilega mjög
mismunandi svo og
framkvæmdahugur
félagsmanna.
Kröftug félagastarfsemi innan
veggja Háskólans
Stúdentar hafa löngum haf afskipti af þjóðmálum. Myndin er frá útifundi þeirra á Austurvelli 1. desember.
HHáskóIastúdentar hafa
jafnan haft afskipti af
þjóðmálum og eru íjög-
ur pólitísk félög nú
starfandi innan Há-
skóla íslands. Stúdentaráð er hið
sameiginlega hagsmunafélag há-
skólanema og er kosið til þess eftir
listum, sem hinar pólitísku fylking-
ar bjóða fram. Hagsmunabarátta
íslenskra haákólanema tengist því
pólitískum hræringum á hveijum
tíma. Saga þessara félaga er samof-
in sögu Háskólans og margir mætir
menn hafa staðið í brjósti fylkingar
íslenskra haskólanema.
Pólitískt starf
Stúdentar tóku snemma að skipt-
ast í fylkingar eftir afstöðu til
þjóðmála. Árið 1920 var Stúdenta-
ráð Háskóla íslands stofnað sem
sérstakt hagsmunafélag og varð
Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrsti for-
maður þess. Kosning til Stúdenta-
ráðs var í fyrstu óhlutbundin.
Borgaralega sinnaðir menn virðast
hafa verið í meirihluta þess fyrstu
árin því árið 1930 stofnuðu nokkrir
meðlimir Jafnaðarmannafélagsins
Spörtu með sér óformleg samtök
innan Háskólans. Þremur árum
síðar var fyrsta pólitíska stúdenta-
félagið, Félag róttækra háskóla-
stúdenta, stofnað. Haustið 1933 var
í fyrsta skipti kosið til Stúdentaráðs
eftir listum. Andstæðingar rót-
tækra nefndu sig „lýðræðissinna"
og fóru þeir með sigur af hólmi. 1
janúarmánuði árið 1934 stofnuðu
nokkrir þeirra félagið Academia og
var yfírlýstur tilgangur þess m.a.
sá að hamla gegn útbreiðslu og
áhrifum kommúnismans innan Há-
skólans. Academía varð ekki
langlíft því innan þriggja vikna
höfðu svonefndir „þjóðemissinnar"
klofið sig frá félaginu og voru dag-,
ar þess þá taldir. Þeir Academiu-
menn létu ekki hugfallast og
ákváðu að stofna nýtt félag sem
berjast skyldi gegn öfgum jafnt til
hægri sem vinstri. Vaka, félag lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, var stofnað
í febrúarmánuði árið 1935 og var
Jóhann Hafstein kjörinn formaður
þess.
Vaka hefur boðið fram í öllum
kosningum frá árinu 1935. Róttæk-
ir menn buðu fram undir ýmsum
nöfnum allt fram til 1979 en þá var
Félag vinstri manna stofnað. Ymsar
fylkingar róttækra manna voru
áberandi fram til 1970. Árið 1953
tók Þjóðvamarfélag stúdenta í
fyrsta skipti þátt í kosningum og
var sá félagsskapur lengi við lýði.
Stúdentafélag lýðræðissinnaðra só-
síalista bauð fram lista, ýmist eitt
eða með öðmm, á fimmta og sjötta
áratugnum og fékk jafnan einn eða
fleiri fulltrúa kjöma til Stúdentar-
áðs. Verðandi, félag róttækra
stúdenta starfaði á ámnum 1968
til 1979.
Þess má til gamans geta að árið
1950 buðu verkfræðinemar fram
sérstakan lista og fengu einn mann
kjörinn. Þessum ágæta hópi manna
þótti greinilega ekki ástæða til að
hafa frekari afskipti af stúdenta-
pólitíkinni því þetta var í eina
skiptið sem sá listi var boðinn fram.
Þriðja aflið
Allt frá árinu 1974 og fram til
1981 börðust Félag vinstri manna
og Vaka ein um hylli stúdenta.
Vinstri menn höfðu meirihluta í
stúdentaráði allt fram til ársins
1981 en þá bauð Félag umbótasinn-
aðra stúdenta fram í fyrsta skipti
og myndaði meirihluta með Vöku.
Tilgangurinn með stofnun Félags
umbótasinna var sá að virkja stúd-
enta til að vinna að hagsmunamál-
um sínum óháð sjómmálaskoðun-
um. Félagið hlaut tæp 30% atkvæða
og var kjörsókn það árið óvenjulega
mikil.
Eftir kosningar til Stúdentaráðs
í vor klofnuðu umbótasinnar í af-
stöðu sinni til meirihlutasamstarfs
við Vöku. Klofningshópurinn stofn-
aði nýtt félag, Stígandi, og mynda
þeir meirihluta ásamt Vöku.
Stígandi á fjóra fulltrúa í Stúdenta-
ráði en Vaka tólf en fulltrúar í
ráðinu eru alls 3Ö. í Háskólaráði
sitja fjórir fulltrúar námsmanna,
tveir frá Félagi vinstri manna og
tveir frá Vöku.
Starfsemi pólitísku félaganna er
umfangsmikil en hún er þó ekki