Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 12.10.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 B 19 eingöngu bundin við vettvang stjómmála. Vissulega er stjóm- málastarfíð í fyrirrúmi enda hefur margur stjómmálamaðurinn stigið sín fyrstu spor á þeim hála velli innan veggja Háskóla íslands. Hins vegar leggja félög þessi sitt af mörkum til að lífga upp á félagslíf nemenda við Háskóla Islands. Þau gangast fyrir menningarvökum , fundum og umræðukvöldum um hin ólíkustu mál og spilakvöldum svo dæmi séu tekin. Tilgangur félag- anna er því fyrst og fremst sá að halda uppi umræðu um þjóðfélags- mál meðal stúdenta, virkja þá til þátttöku og skapa líflegri og skemmtilegri skóla. Deildarfélög Innan sérhverrar deildar Háskól- ans starfar nemendafélag. Tilgang- ur þeirra félaga er fyrst og fremst sá að standa vörð um hagsmuni nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans sem utan. Flest stærri félögin gefa út rit þar sem lögð er áhersla á miðlun upplýsinga til nemenda og fræðilegar greinar. Þá gangast félögin fyrir vísinda- og skemmtiferðum auk þess sem þau standa fyrir fundum og fræðsluerindum um efni sem fé- lagsmönnum eru hugleikin. Að undanfomu hafa mörg þeirra tekið upp samband við samsvarandi stúd- enta-félög erlendis og fer þessi þáttur starfseminnar ört vaxandi. Þannig gefa sálfræðinemar út rit í samvinnu við íslenska sálfræðinema í Svíþjóð og Danmörku og tann- læknanemar stuðla að stúdenta- skiptum við Norðurlönd. Orator, félag lögfræðinema, hefur um ára- bil átt samskipti við erlenda lög- fræðinema. Fyrr í þessum mánuði komu hingað laganemar fá ísrael og verður sú heimsókn endurgoldin. Víðtækara starfssvið Að undanfömu hefur starfssvið nokkurra deildarfélaga orðið víðtækara og hafa sjónir manna einkum beinst að ýmis konar þjón- ustu við almenning og útgáfustarf- semi. Fjöldi nemenda við hverja deild er hins vegar mjög mismun- andi og eiga fjölmennari og öflugri deildimar því hægara um vik. Sem dæmi má nefna að innan heimspeki- deildar em kenndar 16 námsgreinar en lagadeild og viðskiptafræðideild em báðar heilar og óskiptar. Orator, félag lögfræðinema, býð- ur almenningi ókeypis lögfræðilega ráðgjöf og er sú þjónusta veitt eitt kvöld í viku. Dómsmálaráðuneytið hefur styrkt þennan þátt í starfsemi félagsins. Fram hafa komið hug- myndir um að taka upp einhvers konar samstarf við útvarpsstöðina „Bylgjuna" og gætu hlustendur þá fengið ráðgjöf og upplýsingar þar. Sjónvarpið hefur að undanfömu unnið að gerð þátta um sifjamál í samráði við félag lögfræðinema og verða þeir sýndir í næsta mánuði. Þá hafa lögfræðinemar gert samn- ing við eigendur veitingahússins „Kreml" og annast þeir allan al- mennan rekstur þess. Hagnaði af þeim rekstri verður að miklu leyti varið til bókaútgáfu, sem mun sér- hæfa sig í útgáfu lögfræðirita fyrir starfandi lögfræðinga og nemend- ur. Félag viðskiptafræðinema að- stoðar almenning við að útfylla skattaskýrslur. Fólk getur skráð sig hjá félaginu og annast nemendur skattframtöl gegn vægu gjaldi. Ákveðið hefur verið að allur ágóði af þessari þjónustu renni í ferðasjóð nemenda á fjórða ári. Félag sagnfræðinema gefur út tímaritið „Sagnir" og hefur það komið út árlega frá 1980. „Sagnir" er hið veglegasta rit og er það bæði selt í lausasölu og til áskrif- enda. Á undanfömum áram hafa fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir fengið sagnfræðinema til að skrá sögu sína. Yfírleitt hefur fyrst verið leit- að til kennara í sagnfræði og hafa þeir síðan komið verkefnunum áleiðis til nemenda. Þá hafa sagn- fræðinemar annast þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið. NYLEIÐ FYRIR SPARIFJAREIGETiDUR FÖST LAUNAF TEKJUBRÉFUM Nýja Tekjubréfið hjá Fjárfestingar- félaginu opnar jpér hagstæða möguleika. Nú skapar þú þér ársfjórðungslegartekjurafverðbréfa- sinnum á ári. Tekjubréfin eru að nafhvirði kr. 100.000 og500.000. Arður, umfram verðtryggingu, ergreiddur ú t fjórum eigninni án þess að ganga á höfuðstólinn Með nýju Tekjubréfunum ertu kominn á föst laun hjá sjálfum þér. Leitaðu nánari upplýsinga. Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ^ (91) 28566 __________________ ___________h___:_______ílll__s_______

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.