Morgunblaðið - 12.10.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986
B 21
Valdemar Steffensen, var læknir
þar. Móðir hans var dönsk. Jenny
Larsen. Hún kom hér upp til að
vinna í Thomsens Magasíni og
kynntist þá Valdemar, sem þá var
í Læknaskólanum. Jón tók gagn-
fræðapróf á Akureyri, en varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1924. Jón sagði að
tíu úr hans árgangi hefðu farið í
læknisfræði, en tveir þeirra dóu úr
berklum á meðam námi stóð. „Ég
var spenntur fyrir náttúrufræði",
sagði Jón við blaðamann Morgun-
blaðsins í samtali fyrir skömmu„en
ég hafði ekki lyst á kennslustörfum,
þó svona hafí nú farið". Þess má
geta að Jón er elsti núlifandi pró-
fessor við læknadeild Háskóla
íslands og heiðursdoktor sömu
deildar að auki.
Árið 1930 lauk Jón Steffensen
læknaprófí. „Þá þurftu læknar að
vera mánuð á fæðingardeild," sagði
Jón, „en hér var engin slík svo að
ég sigldi til Noregs og var á kvin-
deklinik í Bergen og um tíma í
Höfn á almennum spítölum. Síðan
fór ég til læknisstarfa á Hvamm-
stanga í stað Jónasar Sveinssonar,
sem þá fór út til framhaldsnáms.
Jónas kom ekki aftur á Hvamm-
stanga, svo að ég var hartnær tvö
ár starfandi læknir á Hvamm-
stanga. Þaðan lá svo leiðin til
Danmerkur". Jón tók kandídatsár
sitt í Kaupmannahöfn og var þar
um tíma eftir það. Tæpt ár var
hann læknir á Akureyri, en árið
1935 var honum boðin kennslustaða
við Háskóla Islands. Jafnframt fékk
hann styrk til að stunda framhalds-
nám í MUnchen, á Englandi og í
Kaupmannahöfn, í líffærafræði,
lífeðlisfræði og lífefnafræði, en
síðasttalda greinin hafði ekki verið
kennd áður sem sérstök kennslu-
grein.
„Það hafði ekki áður verið verk-
leg kennsla í lífefna- og lífeðlis-
fræði“, sagði Jón. „Eg fékk
kennsluaðstöðu í húsi Halldórs Frið-
rikssonar og þar hafði ég verklega
kennslu í lífeðlisfræði og, þegar lík
fengust, í krufningu í fjósinu. Með-
an ég var í fjósinu fékk ég lík, en
eftir að velgengni jókst, í stríðinu,
var illmögulegt að fá lík. Þá fengum
við aðstöðu í Skotlandi, fyrst í Edin-
borg og svo í Glasgow. Kennsla
hefur einnig farið fram á fleiri stöð-
um í Skotlandi og Englandi. Líkin,
sem voru krufín í Skotlandi, voru
mest lík þeirra manna, sem höfðu
ánafnað háskólanum líkin sín. Hér
var það þannig að háskólinn greiddi
útför þess fólks, sem krufíð var,
meðan að hér fengust lík til krufn-
ingar. Helst voru krufin lík fátækl-
inga, sem engan áttu að, en
fátækrafulltrúar höfðu með það að
gera á bæjarins vegum, og svo lík
fólks af Kleppi, ef enginn gaf sig
fram til að annast útför þess. Hér
tíðkast þó aldrei, eins og gerðist úti
í Englandi, að fólk stæli líkum og
seldi til krufningar.
Þrengsli í kennslu voru talsverð
fyrst eftir að ég kom að deildinni.
Ég var þá einn að kenna þrjú fög
þar sem nú eru þrír fulllgildir pró-
fessorar með eitthvað af aðstoðar-
fólki, svo þetta hefur breyst ansi
mikið frá því sem þá var. Það var
mikill munur að komast í nýja há-
skólahúsnæðið, allt miklu rýmra og
ný aðstaða. Það olli að vísu erfíð-
leikum að þá var stríð. Það var til
dæmis búið að panta bæði ljós og
tæki í húsið í Þýskalandi, en það
fór allt í vaskinn vegna stríðsins.
Kennslan hefur breyst mikið á
þessum tíma. Allt er orðið svo sér-
fræðilegt. Ég veit ekki hversu
heppilegt það er. Ég er ekki einn
um að efast um að slík sérfræðileg
kennsla sé heppileg í háskóla. Ég
held að hún myndi betur eiga við
í framhaldsnámi, en sú skoðun er
nú mitt mál. I munnlegri kennslu
er lengi hægt að bæta við, en í
verklegri kennslu er það ekki hægt,
hún takmarkast af efnivið og að-
stöðu, það er ekki hægt að búa til
sjúklinga.
Það er of margt fólk hér sem fer
í læknisfræði. Það hefur aldrei
gengið vel að takmarka það. Það
hefur hins vegar tekist í verkfræði-
deild og tannlæknadeild, þeir hafa
ekki fleiri tannlækna stóla.Þess má
geta að bæði í Svíþjóð og Noregi
eru takmarkanir á læknanámi. Það
er dýrt fyrir þjóðina að mennta
lækna, sem ekki nýtast hér á landi,
því læknanám er dýrt nám.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
VAREFAKTA a vottorð dönsku neytendastofnunarinnar um
eiginleika vara, sem framleiðendur og inaflyfjendur geta sent
henni til prifunar, ef þeir vilja, meJ öJrum oröum, ef þeir
þora!
EKTA DÖNSK GÆDi MEÐ ALLT Á HREINU
- fyrir smekk og þarfir NoiMandabúa
- gædi á góðu verði!
þorir og þdir KALDAR STAÐREYNDIR um það sem
máli skiptir, svo sem kæiisvið, frystigetu, einangiun, styrk-
leika, gangtima og rafmagnsnotkun.
Hátúni 6a, sími (91) 24420
mismunur á íslensku og dönsku
laganámi. Einar Amórsson birti
árið 1911-1913 ritið Dómstólar og
réttarfar á íslandi. Eftir Lárus
H. Bjamason kom út íslensk
stjórnlagafræði árið 1913 og eftir
Jón Kristjánsson kom út íslenskur
kröfuréttur, einnig árið 1913. Eng-
in þessara bóka er kennd nú.
Ármann Snævarr er sá núlifandi
maður, sem lengst hefur verið pró-
fessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands. Hann er fæddur árið 1919 í
Neskaupstað, sonur Valdemars
Snævarrs, skólastjóra, og konu
hans, Stefaníu Erlendsdóttur. Að
eigin sögn gekk hann beina braut
í skólanámi; „var hlýðinn og vel
taminn skólaþegn", eins og hann
orðaði það í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins fyrir skömmu. Ár-
mann tók stúdentspróf árið 1938
frá Menntaskólanum á Akureyri og
hóf laganám þá um haustið. Emb-
ættisprófi lauk hann árið 1944,
stundaði framhaldsnám í Svíþjóð,
Danmörku pg Noregi árin 1945-48
og var settur_ prófessor við laga-
deild Háskóla íslands haustið 1948,
en skipaður í sama starf árið 1950.
Þegar Armann hóf kennslu við
lagadeildina vom þar fyrir Ólafur
Lárusson, sem þá hafði verið pró-
fessor í um þijátíu ár, og Ólafur
Jóhannesson, sem hóf kennslu árið
1947. Kennslugreinar Ármanns
voru: almenn lögfræði, erfðaréttur,
sifjaréttur, persónuréttur og refsi-
réttur auk þess sem hann kenndi
viðskiptafræðinemum lögfræði. Nú
annast margir kennarar þá kennslu
sem Armann innti af hendi einn.
Ég hóf nám mitt í Alþingishúsinu",
sagði Armann. „Þá var lagadeilin
í einu litlu herbergi, þar sem þing-
flokkur sjálfstæðisfíokksins hefur
nú aðsetur. Þar var þröngt setinn
Svarfaðardalur. Við urðum oft að
sitja í gluggakistum og þegai- við
komum út úr okkar litlu kennslu-
stofu þá höfðum við ekki annað
athafnarými en anddyri Alþingis-
hússins og svo Austurvöll og
umhverfi hans, en þar gengum við
mikið um. Svo gerðist þetta stór-
kostlega ævintýri að við fluttumst
úr þröngbýlinu í Alþingishúsinu upp
í allt það rými, sem okkur opnaðist
í nýju, vistlegu og björtu háskóla-
byggingunni. Mér þykir ákaflega
vænt um þ’a byggingu og ég varð
þess oft var að almenningi þótti það
líka. Fólk hafði tekið þátt í happ-
drætti til að byggja þetta hús, þessi
hugrænu tengsl skiptu mjög miklu
máli fyrir Háskóla íslands. Það fann
ég bæði sem kennari og sem rekt-
or, en það varð ég árið 1960 og
gegndi því starfí í níu ár.
Eg man vel eftir fyrstu kennslu-
stundinni minni sem stúdent í nýju
bygg'ngunni og ég man líka ákaf-
lega vel eftir fyrstu kennslustund
minni sem kennari árið 1948. Ég
man svo vel eftir þeim mönnum,
sem þá voru að heija nám að ég
sé þá fyrir mér eins og á ljósmynd
enn þann dag í dag. Þeir hafa ve-
rið mér tryggir og ræktarlegir, þeir
voru líka þeir fyrstu,_ sem ég bar
fullkomna ábyrgð á. Eg hef átt því
láni að fagna að njóta hverrar
kennslustundar og þá mest, þegar
ég hef verið best undirbúinn.
Þegar ég varð hæstaréttardóm-
ari, árið 1972, gegndi ég áfram
hluta af kennsluskyldu prófessors
og eftir það hef ég alltaf kennt eitt-
hvað hvert einasta ár. Þannig hef
ég alltaf haldið tengslum við laga-
deildina og stúdentana. Ég lagði
áherslu á það frá upphafi að semja
kennslurit, þar á meðal í almennri
lögfræði, sifjarétti og erfðarétti,
ýmsum þáttum í refsirétti o.fl.
Ég hef alltaf haft áhuga á að
víkka sjóndeildarhring nemenda
minna og lagt mig fram um að
auka tengsl þeirra við laganema í
öðrum löndum, þar á meðal í Norð-
ur-Evrópu og Bandaríkjunum.
Orator, félag laganema, er áreiðan-
lega það félag háskólanema hér við
háskólann, sem haldið hefur uppi
hvað víðtækustum tengslum við
erlenda samstúdenta og mér fínnst
að félagið hafí verið háskólanum
til mikillar sæmdar. Ég vil svo
bæta því við að ég hef alla stund
haft mikla ánægju af sambandi við
stúdenta og enn leita þeir mikið til
mín, mér til mikillar gleði.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir.