Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 B 23 Ellert Björnsson eftir Pétur Blöndal Heimsókn Reagans og Gorbach- evs er nú í brennidepli. Menn velta því fyrir sér hvort þessar viðræður geti skipt sköpum um samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í náinni framtíð. Æskufólkið er engin undantekning í þessu tilviki, það ræðir mál þessi af engu minni áhuga en þeir eldri. Pétur Blöndal, nemandi í 9. bekk Valhúsaskóla, brá sér því vestur í bæ og út á Seltjamames og spurði nokkra unglinga um álit þeirra á þessum stórviðburði. Fylgistu með stjórnmálum? Ellert Björnsson, Verzlunar- skólanum: Já, en aðeins þvi helsta sem er á döfínni á hveijum tíma. Konstantín Mikaelsson, 9. bekk Valhúsaskóla: Ne-hei, alls ekki. Engan áhuga. Kristrún Heimisdóttir, 3. bekk Menntaskólanum í Reykjavík: Já, ég geri það. Pétur Matthíasson, 1. bekk Menntaskólanum við Hamrahlíð: Ég hef fylgst nokkuð vel með mál- um sem hafa verið í brennidepli hveiju sinni, eins og leiðtogafundin- um í Reykjavík, en ég hef ekki almennan áhuga. Þorsteinn Davíðsson, 9. bekk Hagaskóla: Já, ég geri það. Hver er afstaða þín til kjarn- orkuvígbúnaðarkapphlaups stórveldanna? Ellert: Mér fínnst það gjörsam- lega út í hött. Það þjónar engum tilgangi að framleiða sífellt fleiri og öflugri kjamorkuvopn þar sem til eru nægar birgðir til að tortíma öllu lífi á jörðinni og vel það. Og þó einhver lifði af kjamorkustyijöld yrði hans hlutskipti jafnvel enn hræðilegra en þess sem léti lífið þegar í stað. Konstantín: Mér fínnst allt of mikið af kjamorkuvígbúnaði í heim- inum en samt hef ég engar áhyggjur af því að það bijótist út kjamorkustyijöld. Kristrún: Eg álít að það stríði á allan hátt gegn almennri skynsemi og verði að stöðva. Pétur: Mér fínnst vígbúnaðar- kapphlaupið vera komið út í öfgar út af tortryggni milli stórveldanna. Þorsteinn: Ég tel nú ekki að heimsfriðnum stafi mikil hætta af því. Gagnkvæmur árásarmáttur stórveldanna ætti að fæla hvort frá öðm. Hvort telurðu Reagan eða Gorbachev hafa sýnt meiri vilja Konstantín Mikaelsson til afvopnunar i samningavið- ræðum stórveldanna? EUert: Gorbachev virðist hafa sýnt meiri samningavilja, t.d. átti hann hugmyndina að Reykjavíkur- fundinum. Þó miðast sumar af tillögum hans meira að því að vinna áróðursstríð það sem þeir Reagan heyja á Vesturlöndum heldur en að ná árangri í átt til afvopnunar. Reagan sýnist ekki eins samninga- fús vegna þess að hann heldur fast við hina svokölluðu stjömustríðs- áætlun sína og hefur hafnað öllum tilboðum Sovétmanna sem miðast að því að Bandaríkjamenn hætti við áætlunina. Konstantín: Gorbachev tvímæla- laust. Hann vill hætta með tilrauna- kjamorkusprengingar og fleira. Kristrún: Ég álít að Gorbachev hafi komið fram með markvissari tillögur og hafi kannski meiri vilja til samninga. En aftur á móti held ég að Reagan hafí ekki mikinn vilja til þess að semja um þessi mál. Mér fínnst sumt af því sem hann gerir minna meira á stríðsæsinga- mann en mann friðarins. En aftur á móti má deila um það hversu ein- lægur Gorbachev er í þessum málflutningi sinum og hvert mark- mið hans er með honum. Pétur: Mér virðist Rússar hafa komið með fleiri tillögur til af- vopnunar en ég er ósáttur við margt hjá þeim. Þorsteinn: Ég tel að svokölluð tilboð Gorbachevs séu einungis áróðursbrögð þar sem þau eru sett fram þannig að þau eru óaðgengileg fyrir Bandaríkjastjóm. Nú koma þeir hingað rneð miklu fylgdarliði og ugglaust um' tvö til þrjú þúsund blaðamönn- um. Heldurðu að viðræðumar beri einhvem árangur? Ellert: Tilgangur Gorbachevs með Reykjvíkurfundinum er vafa- laust sá að athuga hvort fyrir- hugaður fundur leiðtoganna í Bandarílqunum hafí einhvem árangur í för með sér. Komi í ljós að of mikið beri í milli f skoðunum stórveldanna og augljóst sé að eng- inn árangur náist vestra þá hættir hann við þann fund. Reagan mun að öllum líkindum ekki hætta á það því að slíkt kæmi sér illa fyrir repú- blikana f komandi þingkosningum. Ég held því að einhver árangur náist hér, enginn sögulegur árang- ur, en þó nægur til þess að gmnd- völlur verði fyrir fundinum í Bandaríkjunum og samningum þar. Konstantfn: Varla — eða a.m.k. einhver lítill, því þetta er bara undir- Kristrún Heimisdóttir búningsfundur fyrir nánari sátta- viðræður. Kristrún: Það er erfitt að segja. Það er þó alltaf jákvætt að þeir hittast og tala saman, ég vona það bara. Pétur: Já, ég held það og hinn litli fyrirvari á fundinum sýnir að þeir em í meiri fríðarhug en áður. Þorsteinn: Ætli maður verði ekki að vona það. Annars held ég að báðir sitji fastir við sinn keip. Nú telja sumir að með þessu sé verið að bjóða hættunni heim. Nú muni verða hryðjuverkaalda á íslandi. Hvað heldur þú um það? Ellert: Ég held að þótt athyglin beinist að Islandi þessa dagana sé landið ekki áhugavert í augum er- lendra hryðjuverkamanna. M.a. vegna þess að það er tiltölulega auðvelt að fylgjast með komu út- lendinga til landsins og nú með hertri öryggisgæslu á Keflavíkur- flugvelli er vart mögulegt fyrir þá að komast í landið með tæki áin og tól. Og ekki geta þeir haft sam- ráð við fslenska öfgahópa, því þeir em ekki til. Eini möguleikinn á hryðjuverkum nú er ef einhver óábyrgur íslendingur tæki upp á einhveijum óskunda. Konstantin: Ekki _ minnstu áhyggjur. Öryggiskerfí íslendinga verður mjög traust. Pétur Matthíasson Kristrún: Ég held að það sé nú ekki mikil hætta á því að það verði einhver hryðjuverkaalda á íslandi. Pétur: Út af einangmn íslands og aukinni gæslu á Keflavíkurflug- velli held ég að lítil hætta sé á því. Þorsteinn: Nei, ætli það sé nokk- ur hætta á því. íslendingar em svo friðsamir í eðli sínu. Heldurðu að íslendingar séu í stakk búnir til að halda svona fund? Ellert: Nú er búið að útvega nóg gistirými fyrir hinn mikla §ölda blaða- og fréttamanna sem kemur til landsins með tilkomu farþega- skipanna. Hvað öryggi varðar emm við fylilega í stakk búin til að halda fundinn því leiðtogamir sjálfir koma með mikið lið öryggisvarða. Skyggnir ætti að geta fullnægt þörfum sjónvarpsstöðvanna með útsendingu frá landinu og því ætti lítið að fara úrskeiðis. Það væri þá einna helst eitthvað minni háttar í öflun tækja fyrir blaðamennina. En að öðm leyti ætti þetta að ganga. Konstantín: Já, aðrar þjóðir geta það og þá ættu íslendingar að geta það Ifka. Kristrún: Já, það held ég. A.m.k. vona ég það. Pétur: Já, en fyrirvarinn er of lítill og því verður röskun óþarflega mikil. Pétur Halldórsson Blöndal Þorsteinn: Já. Gefist nægur fyr- irvari held ég að íslendingar eigi að vera í stakk búnir til þess. Hvaða þýðingu telur þú að fundurinn hér i Reykjavík hafi fyrir ísland? Ellert: Þetta er náttúrlega mikil landkynning fyrir íslendinga. Bæði ættum við að notfæra okkur þetta til að kynna ísland sem ferða- mannaland og kynna útflutnings- vömr okkar. Nú, sfðan er þetta mikii tekjulind fyrir hótel, leigubíl- stjóra og fleiri. Ef vel tekst til gæti það leitt til þess að fleiri slíkir fyndir yrðu haldnir hér. Og yrði ísland þá eins og Sviss í augum annarra þjóða. Konstantín: Þetta verður góð landkynning og svo verður mikill hagnaður af þessu. Kristrún: Þetta hefur náttúrlega alveg gífurlega þýðingu fyrir ísland sem landkynning. Ég held að ímynd íslands breytist kannski út á við, fólk sjái kannski að við séum eitt- hvað annað en einhveijir snjókarlar eða fmmbyggjar. Pétur: Þetta er mikil ferða- mannaauglýsing en langvarandi áhrif verða lítil. Þorsteinn: Það verða náttúrlega miklar gjaldeyristekjur af honum fyrir utan þá gífurlegu landkynn- ingu sem landið fær. Finnst þér unglingar velta þessum málum eitthvað fyrir sér? Ellert: Unglingar eins og aðrir landsmenn velta þessu fyrir sér en ég held að þeir hugsi meira um umstangið og lætin sem em í kring- um fundinn en tilgang hans og það sem þeir Reagan og Gorbachev ætli að semja þar um. Konstantín: Það er mjög ein- staklingsbundið. Kristrún: Það er náttúrlega ákaflega einstaklingsbundið en al- mennt held ég að Islendingar hafí ekki áhuga á stjómmálum. Pétur: Ekki almennt. Þorsteinn: Nei, mér sýnist ungl- ingar hafa litlar áhyggjur af heimsmálunum. VATNSKASSAR DRIFLIÐIR SB » Miðstöðvarelement Öxlar-liðir-hosusett-klossar BODDIHLUTIR LUKTIR Aðalljós-aukaliós ™ Perur Póstsendum. E ■hhií SKEIFUNNI 5-108 REYKJAVÍK (91) 33510-688510. „Þeir eru í meiri friðarhug en áður“ segja framhaldsskólanemar um leiðtogafundinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.