Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.10.1986, Qupperneq 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 mmmn „ .actta. cib ki yius aJ-'satni, hcijt ÓurCjCríb 1 yd6. " Settu bara stafina þína hér undir í einkunnabókina og sofðu svo bara áfram? Selfoss er lítill snotur bær við Ölfusá. Þar má gera sér eitt og annað til dundurs, meðal annars heim- sækja hina skemmtilegu sundlaug bæjarins. En bréfritari kvartar vegna þeirrar þjónustu sem hann hefur fengið íÁrseli, veitinga- og ferðamannaverslun á staðnum. Arsel og hamborgararnir Kæn Velvakandi. Við erum tveir 17 ára nemendur í Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Þetta er ekki heimavistarskóli svo við verðum að leigja úti í bæ. En í matartímunum kl. 12.30 þurfum við að kaupa okkur mat eins og fleiri krakkar og hefur þá veitinga- staðurinn Ársel orðið fyrir valinu. Nú ætlum við að segja frá okkar reynslu í þau ófáu skipti sem við höfum þurft að fara þangað að borða. Einn daginn komum við þar og pöntuðum okkur hamborgara ásamt fleiru. Þegar við byijuðum að snæða hamborgann kom í ljós að hann var alblóðugur og hrár. Þegar við spurðum afgreiðslukon- una að þessu sagði hún bara: nú nú, ferlega kæruleysislega. Og þeg- ar við báðum um annan hamborg- ara steiktan, sagði hún að við þyrftum að borga hann. Haldið þið að það sé nú? Jæja, daginn eftir fórum við í Ársel ásamt fleiri krökkum og pönt- uðum þá bara kaffí, því enginn hafði lyst á hráum mat. Við fengum kaffið en þegar eitt okkar bað um meira var það sko ekki að tala um - en við máttum alveg koma okkur út! I öðrum veitingahúsum tíðkast þó að gefa ábót á kaffíð. Og núna spyijum við; af hveiju erum við unglingamir alltaf annars flokks viðskiptavinir? Þarf þetta fullorðna fólk að koma fram við okkur eins og svín? Hvemig voruð þið þegar þið voruð ung? I Ársel fömm við aldrei aftur. 1-2 Eru Spádómar píramídans mikla að rætast? Lesandi, sem vill kalla sig Rödd að norðan, hafði samband við Velvakanda. Píramídinn mikli, sem stendur í suðvestur frá Kaíró, hefur verið talin eitt af sjö furðuverkum verald- ar og var byggður fyrir 4.500 ámm. Fjöldi vísindamánna og fræðimanna hafa rannsakað þennan píramída og margar tilgátur em til um hlut- verk píramídans í sögulegum skilningi. Fyrir um það bil 40 ámm kom út bók á íslensku, er ber heitið Spádómar Píramídans mikla eftir Adam Rutherford. Þar kemur fram að sérhvert herbergi og steinn er ráðgáta, en með miklum mælingum á píramídanum þykjast menn hafa getað lesið út úr honum sögu ver- aldar og spádóma sem ná allt til ársins tvö þúsund. Samkvæmt spádómum þessum gegnir eyja í norðri þar lykilhlut- verki. Frá þessari eyju, þar sem íbúar búa á meðal elda, munu heyr- ast raddir sem munu vegsama guð og upphefja frið á jörðu og nýtt þúsund ára tímabil mun hefjast í sögu mannkyns. í 24. kafla Jesaja má fá enn frekari sönnur á þessum spádómum um þann friðarboðskap sem muni heyrast á eyjunni í norðri. Séu menn í vafa um það að spádóm- amir eigi við ísland, þá er almyrk- vinn á sólu um daginn sönnun þess að Biblíunni og spádómum píramí- dans beri saman, því hvergi sást almyrkvinn betur og skuggi af tunglinu féll rétt vestan við landið. Jörð myrkvaðist nokkur augnablik, en svo birti aftur á ný. í ritningark- aflanum stendur: „Þeir munu kalla hátt úr vestri. Frá ystu mörkum jarðarinnar heyrum við söngva til dýrðar hinum réttlátu", en sam- kvæmt spádómum píramídans mun friðarboðskapur berast frá þessari eyju í norðri fyrir árið 1994 og vart getum við verið nærri því ári en einmitt nú, þegar tveir æðstu leiðtogar heimsins em á leiðinni til landsins og semja ef til vill um af- vopnbunarmál eða jafnvel bann við notkun kjamorkuvopna. HÖGNI HREKKVISI W&á ,%G> SE/vJPI HAKJW PAM&AB> IMN, OO HANN KE-VKje CJr /HEP KATTARIZÚAAIE>/" Víkverji skrifar Hin umtalaða mynd sovézka kvikmyndahöfundarins Tarkowskys, Fómin, var fmmsýnd í Tónabíó í fýrradag. Tarkowsky býr nú sem kunnugt er í útlegð í Vestur-Evrópu. Morgunblaðið fjall- aði um mynd þessa sl. fímmtudag og þar er m.a. sagt frá því, að höf- undurinn hafí verið spurður af einhveiju tilefni: „Á þetta að tákna eitthvað?" Tarkowsky svaraði: „Tákna? Ekki spyija mig. Hvemig á ég að vita það? Þetta er það, sem draumar em gerðir úr.“ Það er ekki hægt að lýsa þessari kvikmynd, það er aðeins hægt að hvetja fólk til þess að sjá hana en sýningar á henni munu aðeins standa í örfáa daga. Að lokinni fmmsýningu sagði einn viðmælandi Víkveija: „Þetta er stórkostleg, mynd, þetta er yndisleg mynd." XXX Hlutur íslenzkrar leikkonu í þessari mynd veldur því að sjálfsögðu, að áhugi fólks hér er enn meiri en ella. Guðrún S. Gísla- dóttir, sem fer með veigamikið hiutverk í myndinni, er einn fremsti leikari okkar nú. Skemmtiiegt er að lesa lýsingu hennar hér í blaðinu sl. fímmtudag á því, hvemig það bar til að hún tók að sér þetta hlut- verk og hver fyrstu kynni hennar af Tarkowsky vom. Guðrún segir í samtali við Morgunblaðið: „Fyrir þremur ámm sat ég hér heima með vini mínum, Lámsi Ými Óskars- syni, leikstjóra, og hann spurði mig með hveijum ég vildi helzt vinna, ef ég mætti velja. Og ég sagði Tarkowsky. Þegar Láms hafði tækifæri til, laumaði hann ljósmynd af mér í myndabunka af skandinav- ískum leikumm, sem Tarkowsky ætlaði að líta yfir þegar hann var að físka eftir leikumm í Fómina. Og hann valdi mig. Ég var þá á Grikklandi og fékk upphringingu þangað og var beðin að koma til Svíþjóðar að hitta Tarkowsky að máli. Ég var að drepast úr stressi fyrir fund okkar. Tarkowsky glápti á mig og túlkurinn hans sagði eitt- hvað. Hann spurði mig, hvort ég væri ailtaf svona freknótt. Svo stóð hann upp og tók fyrir augabrýmar á mér. „Ég ætla að segja þér frá þessari konu, Maríu," sagði hann og settist og hallaði sér aftur í stóln- um. „Hún er mjög einmana þessi kona, mjög einmana." Svo sagði hann ekkert rneir." XXX ess verður mjög vart í umtali fólks, um leiðtogafundinn, að það þykir skrýtið, að sovézki leið- toginn skuli búa um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn. Bersýnilega fínnst mörgum íslendingum þetta miður og sjiyija, hvort engin húsa- kynni á Islandi hæfí flokksleið- toganum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.