Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 9
Sjá, konungnr þinn kemur til þín! eftir Óskar Jónsson Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðaigrip. Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim, komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak. Pjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af ttjánum og stráðu á veginn. Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“ Sjá, konungur þinn kemur til þín! Það er konungurinn Kristur sem heldur innreið sína í Jerúsal- em. Honum fylgir fjölmennt föruneyti sem hyllir hann sem konunginn af ætt Davíðs. Þeir sungu söng svipaðan söng englanna yfir Betlehemsvöllum. „Blessaður sé sá sem kemur, kon- ungurinn, í nafni Drottins. Friður á himni og dýrð í upphæðum." Lúk. 19,38. Nokkrir farisear í mannfjöldan- um sögðu við hann: „Meistari, hasta þú á jærisveina þína.“ Hann svaraði: „Ég segi yður, ef þeir þegja, munu steinamir hrópa." I þetta sinn var hann miðdepill tilbeiðslu og var vinsæll sigurveg- ari. Þetta var eina virkilega sigurgangan sem Jesús stjórnaði. Margir þeirra sem lofuðu Guð og hylltu Jesúm hafði Jesús frelsað og læknað. Margir höfðu einnig verið nærstaddir þegar Jesús vakti Lasarus upp frá dauðum og fregnin um það hafði borist víða. Vegna þess kom mannfjöldinn úr öllum áttum og tók þátt í lófa- klappinu, sveifluðu pálmagreinum og sungu: „Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, Hósanna í hæstum hæðurn." Því sögðu fariseamir sín á milli: „Þér sjáið, að þér ráðið ekki við neitt. Allur heimurinn eltir hann.“ Jóh. 12,19. Sjá, Síon, þinn konungur kemur, sem konungi tak Honum mót. Skrýð veginn Hans pálmum og pelli, Hann prísa af hjarta þíns rót. Þann fögnuð finn, sem flytur þér Drottin vor Guð. Þann fögnuð finn, sem færir sönn þjónslund við Guð. Hann kemur frá sælunnar sölum, frá sólbjartri auðlegð og dýrð, og fus tekur fátækra kjörum, — sú fóm verður aldregi skýrð. Hann kemur til harmþrungins hjarta. Ó, hverf að Hans fótskör og bið. Þíns hjarta og heimilis vinur vill hefja til veldis sinn frið. (Erik Nyström) Hann kom til að eyða vonleys- inu. Þegar allt var niðamyrkur kveikti hann Ijós vonarinnar. J ■ % 1 &■' * Æ Þegar þeir nálguÖust Jerúsalem og komu til Betfage viÖ OlíufjalliÖ, sendi Jesús tvo lœrisveina ogsagÖi viÖ þá: „FariÖ í þorpiÖ hérframundan ykkur, ogjafnskjótt munuÖ þiÖ finna ösnu bundna ogfola hjá henni. LeysiÖ þau ogfœrið mér. Efeinhver hefur orð um, þá svariÖ: „Herrann þarfþeirra viÖ, “ og mun hann jafnskjótt senda þau. Þetta varÖ, svo aÖ rœttist þaÖ, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Hann kom til að beina fótum okk- ar á friðarveg. Konungurinn kemur til þín, sem hefur þungar byrðar að bera. Hann vill létta af þér byrðunum. Hann kemur til þín sem frelsari og segir dásamlegu orðin sem eru svo þýðingarmikil: „Syndir þínar eru þér fyrirgefnar." Þegar Dwight Eisenhower, for- seti Bandaríkjanna, sem áður var yfírhershöfðingi Bandaríkjahers, lá banaleguna var hinn heims- þekkti vakningarpredikari Billy Graham beðinn um að koma til hans á Walter Reed-sjúkrahúsið í Washington. Billy Graham sagði eftir heimsóknina: „Þegar ég kom inn í sjúkrastofuna mætti hann mér með sínu þekkta brosi. Hann vissi að hann átti aðeins stutt ólif- að. Þegar heimsóknartíminn var liðinn bað hann mig að stansa augnablik lengur og spurði með veikri rödd: „Billy, segðu mér einu sinni enn hvemig ég geti verið viss um að syndir mínar séu mér fyrirgefnar og að ég komist til himins, því nú er það ekkert ann- að sem heldur huga mínum föstum." Ég las úr Biblíunni nokk- ur vers, og lagði áherslu á að við kæmum ekki til himins vegna góðverka eða gjafa til Guðs mál- efnis. Við komum til himnaríkis aðeins fyrir friðþægingarverk Krists á krossinum. Þess vegna getur líka „Ike“ hvílst í trausti þess að Kristur hafi unnið verkið. Eftir að við höfðum beðið bæn, sagði hann: „Þökk fyrir! Ég er reiðubúinn." Konungur lífsins kemur hér til sala, Kveður til fylgdar bömin jarðardala, Undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann, Frelsari er hann. Styrki þig Guð að velja veginn rétta, viskan og náðin sveig úr rósum flétta, Undan þér fer hann, friðarmerkið ber hann, Frelsari er hann. Friðrik Friðriksson _ FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ VERDBREFAMARKAÐURINN Genqiáidaq 38. NÓVEMBER 1986 Markaósfrettir Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3 ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6ár 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10ár 5% 76 71 66 Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti 20% HLV 15% 1 ár 89 84 85 2ár 81 72 76 3 ár 74 63 68 4ár 67 56 61 5ár 62 50 56 KJARABRÉF Gengi pr. 28/11 1986 = 1,788 Nafnverö Söluverð 5.000 8.940 50.000 89.400 Tekjubréf: Hiutabréf: TEKJUBRÉF Gengl pr. 28/11 1986 = 1,080 Nafnverð Söluverð 100.000 500.000 108.000 540.000 Þú ert á föstum launum hjá sjálfum þér ef þú átt Tekjubréf. _____ Kaupirðu hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf. getur þú fengið skattaafslátt á næsta ári. Upplýsingabæklingar um Tekjusjóðinn hf. og Hlutabréfasjóðinn hf. fást hjá okkur. Hringið í síma 28566 og við sendum þér bæklinga strax. fjármál þín - sérgrein okkar í O Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.