Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 39

Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 39 réðust í það að festa kaup á frysti- húsinu á Kirkjusandi í Reykjavík sem þá var í eigu Tryggva Ófeigs- sonar. í því húsi hélt Isfélagið uppi starfsemi í tvö ár en seldi þá Sam- bandinu húsið í góðum rekstri. Þetta framtak þeirra ísfélags- manna vakti mikla athygli á nínum tíma og þótti þeir sýna mikið áræði. Strax og eldgosinu á Heimaey lauk var hafist handa við að koma tækj- um aftur fyrir í ísfélaginu og lagfæra skemmdir. Vinnsla í húsinu hófst að nýju á vetrarvertíðinni 1974. Saltfiskshúsið var þegar í stað endurbyggt og það stækkað þremur árum síðar. ísfélagið hefur einnig tekið þátt í útgerð til þess að tryggja sér ör- uggt hráefni. Ásamt tveimur öðrum fiskvinnslustöðvum í Eyjum lét fé- lagið smíða skuttogara í Póllandi, Klakk Ve. sem kom til alndsins 1977. Raunar var þetta fyrsta skref félagsins inní útgerðina í þá 76 ára sögu félagsins. Útgerðaraðild fé- lagsins fór síðan vaxandi. Félagið er nú eignaraðili að togaraútgerð- inni Samtog sf. sem gerir út fimm togara, Breka, Klakk, Sindra, Gide- on og Halkion og á einnig hlut í skuttogurunum Vestmannaey og Bergey svo og í Smáey. Það sem fýrir 85 árum var lítið og harla óstyrkt félag er nú í hópi blómlegustu og best reknu fyrir- tækja landsins í sjávarútvegi. Skyldu frumheijamir sem lögðu grunninn hafa séð fyrir sér þær stórtæku breytingar og framfarir sem þetta fyrirtæki þeirra hefur átt svo mikinn þátt í að skapa? Hjá ísfélagi Vestmanneyja hafa dug- andi menn haldið um stjómvölinn og mestan part þessara 85 ára sem em að baki hafa fimm menn gegnt stjómarformennsku í félaginu. Gísli J. Johnsen 1904-1912 og 1914-1927, Ólafur Auðunsson 1929-1938, Tómas Guðjónsson 1938-1956, Magnús Bergsson 1956-1961 og Bjöm Guðmundsson frá 1961 fram til þess tíma sl. sum- ar að hann lét af störfum eftir 25 ár sem formaður. Núverandi stjóm- arformaður félagsins er Kristinn Pálsson útgerðarmaður. Forstjóri er Einar Siguijónsson og fram- kvæmdastjóri Eyjólfur Martinsson. Hér hefur verið stiklað á mjög stóm í litríkri sögu félgsins og að- eins getið helstu þátta hennar. Við samantekt þessa var m.a. stuðst við Sögu ísfélags Vestmannaeyja eftir Þorstein Þ. Víglundsson og stúdentsritgerð Harðar Óskarsson- ar sem prentuð var í Sjómanna- dagsblaði Vestmanneyja 1981. -hkj. í marsmánuði 1910 hóf félagið að versla með kjötvömr en lagði þann rekstur af 1956. Árið 1914 var hús félagsins stækað um helm- ing og vélakostur þess endurbættur. 1920 var byijað að keyra fiystivél- ar íshússins með díselvélum. 1930 var enn ráðist í stækkun hússins og fengnar í það nýjar frystivélar frá Danmörku. 1937 er síðan enn eitt merkisárið hjá þessu ágæta fyrirtæki. Þá fékk stjómin Ingólf Espólín til þess að gera tillögur um að breyta íshúsinu í hraðfrystihús. Þessum hugmyndum var hmndið í framkvæmd, nýtt hús byggt og árið 1940 var hafín heilfrysting fisks. Ný og merkileg þáttaskil áttu sér stað, upphaf þess fiskiðnaðar sem við þekkjum í dag og hvar Is- félag Vestmannaeyja er enn í fremstu röð fiskvinnslufýrirtækja landsins. Árið 1949 haslar félagið sér völl sem útflutningsfyrirtæki Bjöm Guðmundsson (t.h.) var stjómarformaður ísfélagsins í 25 ár, eða frá 1961. Hér er hann á bryggjuspjalli við Rafn Sigurðsson, skipstjóra. Einar Siguijónsson, forstjóri, Eyjólfur Marteinsson, framkvæmda stjóri, og Kristinn Pálsson, stjórnarformaður. Svona leit vélasalurinn út þegar byijað var að hreinsa hraunið frá húsinu. Myndimar tók Sigurgeir Jónasson. ísfélagsins nú. stórkostlegar framfarir í efna- hagslífi og menningarmálum þjóðarinnar." Eftir þetta merkisspor sem fram- sýnir og ötulir athafnamenn stigu og markaði upphaf byltingar í at- vinnulífi þjóðarinnar, hefur ísfélag Vestmannaeyja hf. náð að sigla fram árin, stækka og vaxa, tekist á við fjölmarga og ólíka þsetti í höfuðatvinnuvegi landsmanna, þess sem hefur umfram allt annað fært okkur þá velsæld og afkomu sem við búum við. Oft hefur siglingin verið kröpp, það hefur brotið á, en ávallt hefur verið siglt farsællega uppúr öldudölum kreppu og mikilla sveiflna í sjávarútveginum. Og ís- félag Vestmannaeyja hefur komið víða við. fiskafurða og opnar möguleika til útgerðar. Umsvif og athafnir aukast jafnt og þett hjá félaginu. Húsnæði er aukið og endurbætt, vélakostur sömuleiðis. Verbúðir eru byggðar fyrir fjölmargt aðkomufólk sem sækir vertíðarvinnu til fyrirtækis- ins. Fyrirtækið stóð í blóma þegar jarðeldur gaus upp á Heimaey í janúarmánuði 1973. Á einni nóttu lagðist öll starfsemi niður og öll tæki sem á annað borð voru flytjan- leg voru flutt á brott úr Eyjum. Logandi hrauntunga molaði undir sig nýbyggt saltfiskverkunarhús fyrirtækisms en stöðvaðist við vegg vélasalar ísfélagsins. Forráðamenn félagsins kunnu lítt athafnaleisinu í Reykjavík meðan allt var í óvissu úti ! Eyjum. Þeir Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri: Helsta vandamálið að hafa nægt hráefni frá degi til dags Vestmannaeyjum. HJÁ ísfélagi Vestmannaeyja starfa nú um 115 manns og fjölgar starfsfólki nokkuð yfir vertíðina. Velta fyrirtækisins fyrstu níu mánuði þessa árs nemur um 250 milljónum króna en heildarveltan allt síðasta ár var 290 milljónir. Eyjólfur Mart- insson er framkvæmdastjóri Isfélagsins og hann var spurður hvað honum væri efst í huga á þessum merku tímamótum hjá fyrirtækinu. „Ég hefi mikið velt því fyrir mér hvernig umhorfs var hér í Eyjum fyrir 85 árum þegar nokkrir menn komu saman og ræddu nauðsyn þess að byggja íshús fyrir plássið. Þetta var nokkrum árum eftir að línuöldin hófst hér í Eyjum. Ef lesnar eru fundargerðir félagsins frá þessum árum snúast þær flest- ar um að útvega beitu fyrir næstu vertíð. Á þessu getur maður séð hvílík breyting hefur orðið á hlut- verki félagsins á þessum 85 árum sem liðin eru frá því það var sett á legg. I dag eru helstu vandamál- in að sjá um að hafa nægt hráefni frá degi til dags og geta séð þeim ijölda fólks sem vinnur við fyrir- tækið fyrir vinnu.“ En hvað liggur að baki farsælum rekstri í 85 ár? „Fyrst og fremst tel ég að félagið hafi verið heppið með farsæla eig- endur og stjómendur svo og gott starfsfólk gegnum árin. Ég þekki að vísu ekki mikið til ára félagsins hér áður fyrr, en þó veit ég að stundum var erfitt hjá félaginu og var svo komið í kringum 1956 að félagið var nærri orðið gjaldþrota. Þá komu nokkrir nýjir eigendur að félaginu með nýtt hlutafé og hafa þeir verið burðarásar félags- ins fram á þennan dag. Þeir hafa staðið saman um reksturinn sem einn maður. Einnig hefur félagið haft afburða gott starfsfólk sem margt er búið að vinna lengi hjá félaginu. Það er hverju fyrirtæki nauðsynlegt að hafa gott starfs- fólk og að samheldni og eindrægni ríki milli stjórnenda og starfs- manna.“ Þið lögðuð ekki árar í bát 1973 þó glóandi hraun legðist að veggj- um fyrirtækisins og molaði niður ný^yggingu? „Nei, en þá má segja að hafi byijað nýr kafli í sögu félagsins þegar við fluttum uppá land eins og flestir Eyjamenn. Við sátum ekki lengi auðum höndum eftir að búið var að bjarga vélum og tækj- um úr frystihúsinu héma heima °g flytja til Reykjavíkur. Þá var hraunið farið að renna inn í aðal- hús félagsins og búið að ryðja saltfiskverkunarhúsinu niður. Við keyptum frystihús Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi tveimur mánuðum eftir að gosið hófst, eða 1. april 1973. Við rákuð það síðan í tvö ár, eða þar til við fómm alfar- ið heim til Eyja aftur en við byijuðum rekstur heima 1. febrúar 1974, aðeins ári eftir að gosið hófst.“ Hvemig er staða fyrirtækisins í dag og hvað er framundan? „Það má segja að staðan sé ekki slæm í dag en hún væri betri ef við hefðum nóg hráefni. Aftur á móti er reksturinn búinn að vera slæmur undanfarin ár og emm við ennþá að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum. Það er alltaf verið að framkvæma eitthvað í fyrirtækinu, kaupa vélar og tæki, þróunin er ör í þessari atvinnugrein eins og öðr- um. Við verðum með einhveijum ráðum að auka hráefnisaðstreymi til félagsins. Félagið á nú hlut í þremur útgerðarfyrirtækjum og- fær afla frá þeim í hlutfalli við eignaraðild. Þið hafið haslað ykkur völl í fisk- eldi? „Við emm eignaraðilar að fisk- eldisfyrirtækinu Fiskirækt h.f. sem á í ÍSNÓ h.f. sem margir þekkja og er með fiskeldi fyrir norðan, í Keldukverfinu. Þessir aðilar em nú byijaðir með sjóeldi héma í Eyjum, út í Klettsvík. Þetta geng- ur vonandi vel, en of fljótt er að segja til um það á þessu stigi, þetta byijaði aðeins fyrir nokkmm mánuðum. Þessi atvinnugrein er í ömm vexti og er óskandi að hún eigi framtíð fyrir sér héma hjá okkur.“ Eyjólfur Martinsson sagði að lokum að það væri mjög mikilvægt fyrir þann atvinnurekstur sem Is- félag Vestmannaeyja starfar við að verðbólgan fari ekki á ferðina aftur og eins væri það mikilvægt að láta ekki útlendinga taka öll völd í sambandi við gámaútflutn- ing á ferskum fiski. Eyjólfur sagðist ekki koma auga á hvemig fijáls fiskmarkaður ætti eftir að þróast í Eyjum, en þó sagðsit hann halda að það ætti eftir að verða breyting í frjálsræðisátt í kaupum á fiski. Eyjólfur sagði ennfremur að ekki vær enn ákveðið með hvaða hætti haldið yrði uppá afmælið en starfsfólkinu yrði boðið í kaffísam- sæti á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.