Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 40

Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Varðveisla sjálfstæðisins * / Amorgun, 1. desember, eru 68 ár síðan ísland fékk fullveldi með sambandslögunum við Dani. Þar með var stigið upphafsskref lokaáfangans í baráttu þjóðarinn- ar fyrir að fara sjálf með stjóm eigin mála. Það takmark náðist 1944, með stofnun lýðveldis. Meðal þess sem lýst var yfir í sambandslögunum var það, að Island skyldi vera „ævarandi" hlutlaust. Þessi yfírlýsing sótti rök sín til þeirrar reynslu, sem íslend- ingar og Danir höfðu haft af stöðu íslands í hemaðarátökum fram til þess tíma. Jafnt í styijöldum á nítjándu öldinni og því stríði, sem var í þann mund að ljúka, þegar fullveldið var viðurkennt, heims- styijöldinni fyrri, hafði tekist að halda íslandi utan hemaðarátaka. Lega landsins olli því, að það var unnt að veija það úr fjarlægð með tiistyrk breska flotans. Strax í upphafi síðari heims- styijaldarinnar kom í ljós, að Bretar töldu sér ekki fært að halda óvinum sínum frá íslandi nema með því að hafa herlið í landinu sjálfu. Þeir hemámu því ísland til að koma í veg fyrir að Þjóðveijar næðu landinu á sitt vald. Síðari tíma rannsóknir benda til þess, að miðað við allar aðstæður og vegna þeirrar staðreyndar, að Þjóðveijum tókst ekki að hreiðra um sig hér á friðartímum, hefði það líklega reynst þýska flotanum ofviða að ná undir sig íslandi. Þjóðveijar höfðu ekki styrk til að gera skyndiárás á landið úr lofti og af sjó. Það var í skugga síðari heims- styijaldarinnar, sem íslendingar stofnuðu lýðveldi. Þá höfðu Bandaríkjamenn tekið við vömum landsins af breska hemámsliðinu. Bandaríska liðið kom hingað sam- kvæmt samningi Breta, Banda- ríkjamanna og íslendinga 1941 og hvarf héðan samkvæmt Kefla- víkursamningnum frá 1946.Sama ár og hann var gerður varð Island aðili að Sameinuðu þjóðunum. Þegar sú ákvörðun var tekin, vafðist það enn fyrir íslenskum stjómmálamönnum, hvort ákvæði sambandslaganna frá 1918 um „ævarandi" hlutleysi væri enn í gildi; töfðu umræður um það fyrir aðild Islands að Sameinuðu þjóð- unum. Lokaskrefið frá gömlu hlutleysisyfirlýsingunni var tekið 1949, þegar íslendingar gerðust stofnaðilar Atlantshafsbandalags- ins. Þegar ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, vom menn enn þeirrar skoðunar, að Qarlægðin, hin gamla vemd, veitti þeim, er veija vildu landið, nægi- legt svigrúm til að bregðast við i tíma. Þá var hvorki talið nauðsyn- legt að hafa hér erlendan her á „friðartímum" né að leggja þá skyldu á herðar íslendingum, að þeir stofnuðu eigin her. íslensk yfirvöld ætluðu þá sjálf með til- styrk lögreglunnar að takast á við hættur, er steðjuðu að „innra ör- yggi“. Sumarið 1950, þegar kommúnistar hófu stríðið á Kór- euskaga, fylltust vestrænir menn hræðslu við það, að Sovétríkin undir stjóm harðstjórans Stalíns ætluðu að færa sig enn lengra vestur á bóginn í Evrópu. Hafist var handa um að koma á fót sam- eiginlegu vamarkerfi Atlantshafs- bandalagsins og einn liður í því var ósk hermálayfirvalda þess til íslendinga um að öflugasta bandalagsþjóðin, Bandaríkja- menn, fengi aðstöðu hér á landi til að veija landið og næsta ná- grenni þess. Orðið var við þessum tilmælum í maí 1951 með vamar- samningnum við Bandaríkin. Síðan háfa vamir íslands verið tryggðar með liðsafla í landinu sjálfu. Á þeim 35 ámm, sem liðin em síðan vamarsamningurinn var gerður, hefur hann lengst af verið mikið ágreiningsefni á stjóm- málavettvangi. Þeir, sem em honum andvígir og aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, segjast vilja hverfa aftur til hlutleysis- stefnunnar. Þeir em og flestir þeirrar söguskoðunar, að það hafi ekki verið af illri nauðsyn, sem íslendingar þurftu að hverfa frá stefnunni um „ævarandi" hlut- leysi, heldur sé sú þróun liður í einhvers konar alheims-samsæri auðvaldsins gegn Sovétríkjunum, fylgiríkjum þeirra og áhangendum marxismans-lenínismans um víða veröld. Það er engin tilviljun, að þeir, sem veija hagsmuni og hugsjónir Sovétríkjanna leynt og Ijóst, skuli andvígir þeim ráðstöfunum, sem gripið hefur verið til í því skyni að varðveita sjálfstæði íslands frá lyktum síðari heimsstyijaldarinn- ar. Það evrópska meginlandsveldi, sem sækist nú eftir auknum yfir- ráðum á heimshöfunum, er Sovétríkin. Sá er munurinn á hemaðargetu þeirra og Þýska- lands í byijun síðari heimsstyij- aldarinnar, að sovéskar vígvélar eru stöðugt á sveimi í nágrenni íslands á friðartímum. Jafnframt liggja staðfestar heimildir fyrir um það, að Sovétmenn reyna að hreiðra um sig í hemaðarskyni innan landamæra hinna lýðfijálsu ríkja. Öflug varðstaða á heima- velli er óhjákvæmileg til að varðveita sjálfstæði íslands. Gegn hættunni, sem að því steðjar, get- um við ekki verið hlutlaus. Eftir eina viku hefur kristileg útvarpsstöð útsendingar á Suð- vesturlandi. í frétt hér í blaðinu á föstudaginn kom fram, að efni stöðvarinnar verður boðun kristinnar trúar. Á daginn verða ýmsir tónlistar- og viðtalsþættir um kristileg efni. Á kvöldin sér kristið fólk um boðun fagnaðarerindisins með ýmsum hætti, t.d. með útvarpi frá samkomum. Rekstur þess- arar stöðvar er fjármagnaður með auglýs- ingum og fijálsum framlögum. Hin kristilega útvarpsstöð er annað einkaútvarpið, sem tekur til starfa eftir að rekstur útvarps og sjónvarps var gefínn fijáls. Hitt útvarpið er að sjálfsögðu Bylgj- an, sem á stuttum starfstíma virðist hafa náð að festa rætur og eignast stóran hlust- endahóp. Ekki má heldur gleyma Stöð 2, fyrsta einkasjónvarpinu á Islandi, sem nú er farið að sækja verulega á í fréttum og innlendri dagskrárgerð. Þeir sem á sínum tíma andmæltu fijálsu útvarpi hafa í öllum atriðum reynst hafa á röngu að standa. Samkeppnin sem Ríkis- útvarpið hefur fengið hefur neytt þessa gömlu og grónu forréttindastofnun til að endurskoða vinnubrögð sín, dagskrárgerð, auglýsingataxta o.fl. Dagskráin hefur orð- ið lengri og ijölbreyttari og ýmis nýmæli eru fyrirhuguð eða hafa þegar verið tekin upp, s.s. skjáauglýsingamar. Auglýsinga- verð er jafnvel lagað að markaðsaðstæðum með því að hafa t.a.m. lægri taxta á sum- um auglýsingatímum nú í desembermán- uði. Hlutir af þessu tagi komu ekki til greina áður en Ríkisútvarpið var svipt einkaleyfinu. Enginn vafí leikur á því að litlum einka- útvarpsstöðvum af svipuðu tagi og hinni nýju kristilegu stöð á eftir að fjölga á næstu árum. Þetta býður upp á meiri fjöl- breytni og aukið val hlustenda og er þess vegna af hinu góða. Auðvitað verða þessar stöðvar misjafnar að gæðum eins og blöð og tímarit eru. Ef menn eru hneykslaðir á fréttaflutningi eða annarri dagskrá einkastöðvanna eiga menn að láta það óhikað í ljós og veita þeim þannig nauðsyn- legt aðhald. Rétt er að hafa það í huga, að eitt er að gagnrýna efni einkastöðva og annað að vera á móti rekstri þeirra. Ogjafnvel þótt allar nýju stöðvamar þættu frámunalega lélegar, sem þær em alls ekki, segir það auðvitað ekkert um rétt- mæti einkastöðva sem slíkra. Menn þurfa ekki annað en að leiða hugann að blöðum og tímaritum til að sjá þetta í hendi sér. Gott framtak Frumvarp til laga um virðisaukaskatt verður væntanlega lagt fram á Alþingi eftir helgina. Hér er um mjög viðamikið og flókið framvarp að ræða, enda felur það í sér róttæka breytingu á tekjuöflunar- kerfí ríkisins. Þegar stjómarframvarp af þessu tagi kemur fram er nauðsynlegt að kynning þess verði almenn og víðtæk, en því miður hefur oft orðið misbrestur á slíku. Að þessu sinni bauð íjármálaráðu- neytið fiölmiðlum að senda fulltrúa sína á sérstaka námstefnu, þar sem sérfræðingar ráðuneytisins og skattayfirvalda kynntu meginefni framvarpsins og svöruðu fyrir- spumum. Þetta framtak er lofsvert og skilar vonandi betri og nákvæmari kynn- ingu á efnisatriðum þessa mikilvæga framvarps en ella. Sérfræðingar og stjóm- málamenn deila um framvarpið, en til þess að almenningur geti tekið afstöðu til málsins þurfa íjölmiðlamir að flytja skýrar og greinargóðar fréttir um þær breytingar sem það felur í sér og ágreiningsatriðin. Það er að sjálfsögðu mun auðveldara verk þegar fræðsla er í boði af því tagi sem námstefna fiármálaráðuneytisins var. Velta má því fyrir sér, hvort ekki sé tilefni til að stjómvöld geri námstefnur af þessu tagi að reglu frekar en undantekn- ingu í samskiptum sínum við fjölmiðla. Virðisaukaskatturinn er að sönnu eitt stærsta mál núverandi þings, en þar era einnig til umræðu önnur viðamikil mál, sem eiga eftir að hafa áhrif á atvinnu- vegi, viðskipti og almennt þjóðlíf. Mætti ekki efna til námstefnu um einhver þeirra? Væri það í rauninni ekki öllum til hags- bóta? Fjármálaráðherra hefur riðið á vaðið og kannski má segja, að nú eigi aðrir ráð- herrar leikinn. Norræn öryggismál John C. Ausland, sem er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur vegna greina hans í blaðinu á undanfömum áram, hefur nýlega sent frá sér bókina Nordic Security and the Great Powers eða Nor- rænt öryggi og stórveldin. Þar gerir hann grein fyrir því, sem hæst ber í umræðum um öryggismál Norðurlandanna fimm um þessar mundir. Hann rekur ekki aðeins hemaðarlega og herfræðilega þróun heldur lýsir þeirri starfsemi, sem talið er að leyni- þjónustur stórveldanna stundi á Norður- löndum, og hvemig tekist er á um utanríkis- og öiyggismál í almennum um- ræðum og fjölmiðlum. Höfundur var á sínum tíma í bandarísku utanríkisþjónustunni. Á löngum starfsferli þar fékkst hann við mörg viðkvæm verk- efni meðal annars þau, er tengdust stefnu- mótun vegna kjamorkuvígbúnaðar Bandaríkjanna og áhrifum hennar á vam- ir Atlantshafsbandalagsins. Eftir að hafa starfað í bandaríska sendiráðinu í Ósló settist hann að þar í borg og hefur, auk þess sem hann skrifar greinar fyrir blöð og tímarit, sent frá sér nokkrar bækur. Lokakafli nýjustu bókar hans heitir Vandi Norðurlanda og hefst á þessum orðum: „Aðstaða Norðurlandanna er ekki öf- undsverð. Vegna legu landanna era þau nágrannar þjóðar, sem þjáist af öryggis- leysi en telur það sögulegt hlutverk sitt að verða heimsveldi. Til þess að ná því markmiði þarfnast hún flota. Þessi floti þarf að hafa aðgang að íslausum höfnum, þaðan sem hann getur sótt út á heims- höfin, og einu hafnirnar af þessu tagi í Evrópu era steinsnar frá Norðurlöndunum. Hitt stórveldið og bandamenn þess óttast á hinn bóginn þetta vaxandi flotaveldi. Þessi ríki hafa af þeim sökum hert á vam- arviðbúnaði sínum í þessum heimshluta. Það er ekki auðvelt fyrir Norðurlöndin að laga sig að þessum aðstæðum." Þama er í stuttu en skýra máli dreginn saman sá meginvandi, sem Norðurlöndin standa frammi fyrir í öryggismálum. Að sjálfsögðu glíma þau hvert og eitt við sér- greind eigin verkefni, en þegar stóru drættimir era dregnir blasir þetta við. Okkur íslendingum koma flotaumsvif Sov- étmanna á Noregshafí og Norður-Atlants- hafí ekki á óvart. Þau valda því hins vegar, að æ fleiri lýsa yfir því, að ekki sé lengur unnt að líta á Norðurlönd sem svo- kallað „lágspennusvæði" í öryggismálum, það er svæði þar sem hagsmunir stórveld- anna skarast ekki. Um viðbrögð Atlants- hafsbandalagsins við umsvifum Sovétmanna segir Ausland meðal annars: „NATO brást hægt við sovéskri hemað- aruppbyggingu á norðurslóðum, einkum vegna þess að Bandaríkjamenn vora önn- um kafnir í Víetnam og við að sinna Watergate. Á síðari misseram Carter- stjómarinnar var tekið æ fastar á málinu. Þetta átti að hluta rætur að rekja til þess að ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu æ meiri áhyggjur af því, hvað fyrir Sovétmönnum vakti. Að hluta var ástæðan sú, að hinar einstöku greinar heraflans urðu að taka sér fyrir hendur verkefni, sem réttlættu mannahald þeirra. Viðbúnaður NATO í og við Norðurlönd er miklu öflugri nú en hann var. Þetta stafar einkum af því, að birgðum hefur verið komið fyrir í þágu liðsauka úr land- her og flugher Bandaríkjanna. Hin ástæðan, sem erfiðara er að meta, er stækkun bandaríska flotans." Margt bendir til þess, að umræðumar um svokallaðar framvamir bandaríska flotans á Noregshafi eigi að nokkra leyti rætur að rekja til þess, að yfirmenn hans vilji geta réttlætt það fyrir fjárveitinga- valdinu, að skipum í flotanum sé fiölgað í 600 og flugmóðurskipum í 15. Fyrir okk- ur íslendinga ætti það að vera fagnaðar- efni, ef sýnt yrði fram á það, að unnt væri að mynda vamarlínu á hafínu fyrir norðan land okkar. Okkur ætti að vera MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 41 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. nóvember Morgunblaðið/ Þorkell Þorkelsson •• „Onnur hugmynd, sem er ekki síður ævintýraleg en útgáfa Reagans af geimvörnum, hefur ekki hlotið sambærilega gagnrýni stjórn- máiamanna og fréttaskýrenda. Þetta er hugmynd Mikhails Gorb- achev, leiðtoga Sovétríkjanna, umútrýmingu allra kjarnorku- vopna í heiminum fyrir næstu alda- mót, þ.e. á næstu fímmtánárum. Höfundur Reykjavíkurbréf s hefur hvergi re- kistáskrif um einfeldni Gorbac- hevs eða þekking- arskort, en gaumgæfileg íhugun tillögunn- ar gefurþó fullt tilefni til þess, ef menn kenna hana ekki við venjuleg- an stjóramálaá- róður.“ kappsmál, að hún yrði dregin sem fyrst á hættutímum. Hin nýja bók Johns C. Ausland, sem er gefin út af Westview Press í Banda- ríkjunum, er fróðleg fyrir alla þá, er hafa áhuga á öryggismálum Norðurlanda og því, sem þarf að hafa í huga, þegar þau era metin. Kjarnorkuvetur í umræðum um öryggismál er oft tekist á um atriði, sem reynast ekki á rökum reist, þegar betur er að gáð. Þetta á ekki síst við um kjamorkuvopnin. Hér á landi var á sínum tíma hart deilt um það, hvort kjamorkuvopn væra á Keflavíkurflugvelli eða ekki. Þeirri deilu lauk á þann veg á árinu 1980, að enginn, sem vili að mark sé á sér tekið, heldur því lengur fram, að þessi vopn séu í landinu. Þó birtist grein í síðasta hefti tímarits, er ber heitið Sagn- ir og gefið er út af sagnfræðinemum við Háskóla íslands, þar sem höfundur lætur að því liggja, að kannski séu kjamorku- vopn á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir allt. Er furðulegt, hve sumir draugar geta ver- ið lífseigir. Fyrir réttum þremur árum var sú kenn- ing formlega viðrað í fyrsta sinn, að kjamorkuátök í Evrópu myndu fylla gufu- hvolfið með ryki og reyk, myrkur færðist yfir og helkuldi „kjamorkuvetrar". Sá sem helst hélt þessari kenningu á loft var Bandaríkjamaðurinn Carl Sagan. Hann er heimsþekktur fyrir sjónvarpsþætti sína um alheiminn. Nú hafa fræðimenn sýnt fram á, aðjæssi kenning á ekki við rök að styðj- ast. Ástæðan er einföld: hróplegur skortur á vísindalegum heiðarleika, eins og segir í grein um þetta mál, er birtist í Wall Street Journal 7. nóvember. Höfundur hennar er Russel Seitz, er starfar við al- þjóðamálastofnun Harvard-háskóla. Seitz er mjög gagnrýninn á það, hvem- ig Sagan og félagar hans hafa tekið á þessu máli. Telur hann, að nú sé fullsann- að, að þeir hafi ekki verið að boða vísindi heldur skaðlegar ímyndanir. Eftir að sov- éskum áróðursmönnum mistókst að koma í veg fyrir, að bandarísku Evrópueldflaug- amar vora settar upp, hafi þeir tekið að tala um „kjamorkuveturinn" í því skyni að veikja vamarstefiiu Atlantshafsbanda- lagsins. Grein sinni lýkur Russel Seitz með þessum orðum: „Rómverski sagnfræðingurinn Livíus komst svo að orði: „Þar sem hræðslan er minni, er almennt minni hætta á ferðum." Þar til þeir, sem hafa tekið baráttuna fram yfir hlutlægni, skilja þetta, munu ímyndan- ir um kjamorkuvopn, sem stundum era tilfinningalegar og stundum ræktaðar af nákvæmni, halda áfram að heija á það spendýr jarðar, sem elskar goðsagnir, manninn." Kjarnorkuvopna- laus heimur? Hugmyndir Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, um geimvamir hafa orðið tilefni mikillar gagnrýni. Mörgum þykir sem forsetinn hafí einfaldað um of mögu- leikana á traustum vömum gegn kjam- orkuárás. Ymsir stjómmálamenn og fréttaskýrendur hafa í þessu sambandi talað um einfeldni forsetans og jafnvel gert gys að honum fyrir vikið. Vafalaust hefur Reagan stundum einfaldað úr hófi kosti geimvama, en sanngjamt virðist að skrifa það fremur á reikning stjómmála- áróðurs en þekkingarskorts. í þessu sambandi vekur athygli, að önn- ur hugmynd, sem er ekki síður ævintýraleg en útgáfa Reagans af geimvömum, hefur ekki hlotið sambærilega gagnrýni stjóm- málamanna og fréttaskýrenda. Þetta er hugmynd Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, um útrýmingu allra kjam- orkuvopna í heiminum fyrir næstu aldamót, þ.e. á næstu fimmtán áram. Höfundur Reykjavíkurbréfs hefur hvergi rekist á skrif um einfeldni Gorbachevs eða þekkingarskort, en gaumgæfíleg íhugun tillögunnar gefur þó fullt tilefni til þess, ef menn kenna hana ekki við venjulegan stjómmálaáróður. Hér skal engin tilgáta sett fram um ástæður þessa, en óneitan- lega er þetta forvitnilegt íhugunarefni. Hvers vegna er tillaga Gorbachevs óraunhæf? Fyrir því er sú meginástæða, að ekki er unnt að útiýma kjamorkuvopn- um í eitt skipti fyrir öll nema til komi tækni sem með einhveijum hætti gerir þau óvirk og úrelt. Slík tækni er ekki fyrir hendi. Það er ekki hægt að útrýma kjam- orkuvopnum í eitt skipti fyrir öll vegna þess að þekkingin til þess að smíða þau er alltaf til staðar. Þótt öllum núverandi birgðum kjamorkuvopna yrði eytt er ekki hægt að útiloka, að einhveijir aðilar smíði slík vopn. Ef Bandaríkin og Sovétríkin afsala sér öllum kjamorkuvopnum sínum gæti þess vegna sú staða komið upp að Israel eða Líbýa eða Kína eða Kúba (eða hvaða ríki sem er) kæmi sér upp birgðum kjamorkuvopna með leynd og freistaðist til að komast til áhrifa í heiminum með því að hóta beitingu þeirra. í ljósi þessara staðreynda er alger útrýming kjamorku- vopna stórveldanna því miður óraunhæf og þeir sem öðra halda fram eru aðeins að slá lyki í augu fólks. Aftur á móti er veraleg fækkun kjamorkuvopna stórveld- anna sjálfsagt keppikefli og i því efni vísar Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbach- evs veginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.