Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 30.11.1986, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 i i SVIKARAR enn að STÖRFUM? Brezka stjórnin reynir að banna bók með uppljóstrunum leyniþjónustumanns BREZKA stjómin reynir að fá dómstól í Sydney í Ástr- alíu til að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfsmað- ur leyniþjónustunnar MI5, Peter Wright, gefí út endurminningar sínar. Wright heldur því fram að Sir Roger Hollis, yfírmaður MI5 1956-1965, hafí verið njósnari Rússa og segir frá samsæri manna úr leyniþjónustunni gegn Harold Wilson þegar hann var forsætisráð- herra Verkamannaflokksins. Wright fullyrðir að leyniþjónust- an hafí komið fyrir hlerunartækjum f sendiráðum Frakka og Vestur- Þjóðvetja í London, hlerað samtöl sovézka leiðtogans Nikita Krúsjeffs þegar hann var í London 1956 og verið viðriðin samsæri um að myrða Nasser Egyptalandsforseta 1956. Peter Wright starfaði í 20 ár í MI5 og fékkst þar við leit að „mold- vörpum", þ.e. útsendurum Rússa, líkt og George Smiley í bókum Le Carré. Hann er sjötugur og heilsu- vell, en kveðst staðráðinn í að koma bók sinni á prent til að fletta ofan af hjálparkokkum Rússa og koma af stað hreinsun. Hann segir að þar sem margra ára mistök, njósnahneyksli og tor- tryggni hafí grafíð undan orðstír og hæfni MI5 séu afhjúpanir og opinber rannsókn nauðsynlegar svo að hreinsun geti farið fram. Hann hafí ákveðið að koma fram í dags- ljósið og leysa frá skjóðunni til að knýja fram rannsókn, sem geti rétt við orðstír MI5. Bók Wrights, „Njósnaraveiðari" (Spycatcher) er sfðasta ritið af mörgum um brezk njósnahneyksli. Einna kunnastar eru bækur Chap- man Pinchers og Nigel Wests, sem er höfundamafn Rupert Allasons. Wright var heimildamaður þeirra, en segir að sín bók verði einstök, þar sem hann rannsakaði áhrif Rússa í leyniþjónustunni í 15 ár og var formaður nefndar „moldvörpu- leitarmanna" í fjögur ár. Brezka stjómin og yfírmenn MI5 hafa haft áhyggjur af skrifum Wrights, þar sem hann var öllum hnútum kunnugur í MI5 og hafði aðgang að trúnaðarmálum um ára- bil. Margaret Thatcher forsætisráð- herra og helzti öryggisráðgjafí hennar, Sir Robert Armstrong ríkis- stjómarritari, telja eins og margir fleiri að starfsmenn leyniþjón- ustunnar séu bundnir þagnarskyldu og eigi ekki að láta á sér bera, jafn- vel þótt þeir séu hættir störfum. Wright er sakaður um svik, en sjálf- ur telur hann sig samvizkusaman embættismann, sem leggi sig í hættu til að vara við vanhæfni og svikum í stofnunum, sem eigi að tryggja öryggi ríkisins. Wright er rafeindafræðingur að mennt og gekk í leyniþjónustuna 1956. í bók sinni rekur hann mál svikaranna Guy Burgess, Donald Macleans, Kim Philbys og Anthony Blunts, en kjami frásagnar hans er „99% vissa" um að Sir Roger Hollis, sem lézt 1975, hafí starfað fyrir Rússa og að enn séu veikir hlekkir í leyniþjónustunni. Margir eru sammála honum um að Hollis hafí verið föðurlandssvikari, aðrir neita því og enn aðrir telja að þótt Rússar hafí laumazt til áhrifa í MI5 hafí Hollis ekki verið „moldvarpan." Nýjar sannanir? Ásakanir gegn Hollis hafa víða komið fram. Robert Lamphere, starfsmaður bandarísku alríkislög- reglunnar FBI og yfírmaður rannsóknar á máli Macleans og Philbys, sagði í bók, sem kom út í sumar, að Hollis hefði tilkynnt Rússum að Bandaríkjamönnum hefði tekizt að ráða dulmálsskeyti frá útibúi KGB í New York til aðal- stöðvanna í Moskvu 1944-1945. Dulmálsfræðingi tókst að lesa dul- nefni nokkurra KGB-manna í Bandaríkjunum, en ekki fékkst nógu mikil vitneskja til þess að hægt yrði að láta til skarar skríða. Samkvæmt dulmálsskeyti síðla árs 1948 útvegaði njósnari í sendi- ráði Breta í Washington 1944-1945, sem var kallaður „Hómer", KGB í New York afrit af leyniskeytum Churchills og Roosevelts. MI5 var tilkynnt þetta, svo að rannsókn gæti farið fram. í marga mánuði spurði Lamphere fulltrúa MI5 í Washington hvernig rannsóknin gengi, en fékk aðeins það svar að ekkert væri að frétta. Grunur Breta hafði þó fljótlega beinzt að Maclean og nokkrum öðrum. Síðan komust Bandaríkjamenn að því að Hómer hefði hitt fulltrúa KGB í New York nánast vikulega þegar hann fór þangað að heim- sækja konu sína, sem var bams- hafandi. Lamphere lét MI5 þegar vita og var viss um að þessi vísbend- ing mundi afhjúpa svikarann. M15 komst fljótt að því að Hómer væri Maclean. Bandarísk kona hans var ólétt og bjó hjá móður sinni skammt frá New York. Bandaríkjamönnum var ekkert sagt um Maclean fyrr en hann flúði ásamt Burgess föstudaginn 25.maí 1951. MI5 sagði að staðið hefði til að yfirheyra Maclean þremur dög- um síðar og hann hefði greinilega verið varaður við. Lamphere og J. Edgar Hoover, yfírmaður FBI, urðu öskureiðir og sökuðu MI5 um svik. Lamphere hefur eftir háttsettum starfsmanni MI5, Arthur Martin, að brezka utanríkisráðuneytið hafí krafizt þess að FBI yrði ekki sagt að Maclean væri e.t.v. njósnarinn í sendiráðinu. Chapman Pincher hefur eftir fv. starfsmönnum MI5 að ekki hafí verið ætlunin að lögsækja Maclean. Ef hann hefði játað allt hefði hann fengið að fara á eftirlaun af heilsu- farsástæðum til að fírra utanríkis- ráðuneytið vandræðum. Upplýsingar Lampheres benda til þess að Philby, sem var í Wash- ington, hafi ekki aðvarað Maclean í London, eins og almennt hefur verið talið. Pincher telur að þar sem ákveðið hafí verið að láta Banda- ríkjamenn ekki vita sé ólíklegt að Philby hafí vitað nokkuð. Lamphere er einnig viss um að KGB hafí ver- ið sagt frá ráðningu dulmálsskeyt- anna mörgum mánuðum áður en Philby gat vitað um þau. “Ég er nú í litlum vafa um að það var Roger Hollis, sem veitti KGB fyrstu upplýsingamar um að FBI hefði ráðið skeytin 1944-45,“ skrifar Lamphere. Pincher segir í grein um bók hans að hafi Hollis greint KGB frá dulmálsráðningunni Wright: harðskeyttur „moldvörpuletarmaður" hafí hann einnig getað tilkynnt Rússum að til stæði að yfírheyra Maclean. Hann hafi verið í mjög góðri aðstöðu til þess. „Ónægar sannanir“ Philby játaði að hafa starfað fyr- ir Rússa 1963 og Blunt ári síðar (hann var ekki nefndur opinberlega fyrr en 1979). Hollis fýrirskipaði rannsókn til að kanna hvort fleiri “moldvörpur" væru starfandi og nefnd manna undir forystu Wrights, sem voru kallaðir „Ung-Tyrkir“, fékk það verkefni og vann að því 1965-1969. Frá þessu segir m.a. í nýútkominni bók eftir Phillip Knightley. Hollis hafnaði tillögu „Ung- Tyrkja" um að þeir semdu skrá um misheppnaðar aðgerðir MI5, þar sem skýringamar gætu verið mann- leg mistök og ýmsar aðrar ástæður. Hollis var kuldalegur og fáskiptinn og snerist svo harkalega gegn „Ung-Tyrkjum“ að þeir fylltust grunsemdum í hans garð. Hjá þeim vaknaði sú spuming hvort hann kynni að vera „moldvarpan", sem þeir leituðu að, og þeir fóru að viða að sér upplýsingum um hann. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Hollis hefði starfað lengi fyrir Rússa og grafíð á skipulegan hátt undan baráttu brezku leyniþjón- ustunnar gegn þeim. Þá hafði Hollis látið af störfum, en eftirmaður hans, Martin Fumival Jones, leyfði að hann yrði yfírheyrður, þótt hann væri tregur til þess. Hin opinbera niðurstaða var sú að Hollis hefði ekki starfað fyrir Rússa og rannsóknamefndin var leyst upp. „Ung-Tyrkir“ töldu að annað hvort væri reynt að hylma yfír með honum til að afstýra hneyksli, eða að aðrar moldvörpur Armstrong: málsvari krúnunnar Sir Roger Hollis, forstöðumaður MI5, 1956-1965: ásakanirnar hverfa ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.