Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 63

Morgunblaðið - 30.11.1986, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 63 Rússa í leyniþjónustunni reyndu að spilla fyrir rannsókninni. Þeir beittu sér fyrir nýrri rannsókn óháðra aðila og í júlí 1974 kannaði Trend lávarður, fv. ríkisstjómarritari, skjölin í málinu, þótt Hollis væri þá látinn. Niðurstaða hans var sú að fyrri rannsóknin hefði verið ítar- leg og hlutlæg og engar sannanir lægju fyrir um að Hollis hefði verið njósnari Rússa. Byltingartilraun? Harold Wilson, sem þá var for- sætisráðherra, varð steinhissa á þessum ásökunum. Hann fór að velta því fyrir sér hvort Hollis hefði verið fórnarlamb samsæris hóps hægri manna í MI5 og fékk grun um að slíkur hópur reyndi að klekkja á sér. Wright og aðrir fyrrverandi starfsmenn MI5 hafa raunar stað- hæft að hópur manna í MI5 hafí lengi haft eftirlit með Wilson og helztu ráðunautum hans, einkum ritara hans, Marciu (síðar lafði) Falkender, hlerað samtöl hans og brotizt inn á heimili hans og skrif- stofur (þó ekki í embættisbústaðinn í Downingstræti 10). Þeir vildu ganga úr skugga um hvort Wilson og nánustu ráðunautar hans væru kommúnistar, þátttakendur í kom- múnistasamsæri og jafnvel útsend- arar Rússa. Hafði kommúnistasella hreiðrað um sig í Downingstræti 10?! Þessir menn töldu að KGB kynni að hafa byrlað Hugh Gaitskell eitur og gert þar með Wilson kleift að taka við stöðu leiðtoga Verka- mannaflokksins að honum látnum 1963. í ágúst 1975 spurði Wilson Maurice Oldfield, forstöðumann MI6 (öryggisþjónustunnar innan- lands), og Michael Hanley, yfír- mann MI5, hvort hópur manna í þessum stofnunum væru íjandsam- legir Verkamannaflokknum. Þeir viðurkenndu að nokkrir yfírmenn væru andvígir Wilson, en sögðu að gripið hefði verið til aðgerða gegn þeim og fyrirmælum ráðherra yrði hlýtt án tillits til þess úr hvaða flokki þeir væru. Wilson trúði þessu mátulega. í febrúar 1976 bað hann bókaútgef- andann Weidenfeld lávarð að fara til Washington og leita ásjár Hu- bert Humphreys öldungadeildar- manns, sem var vinur þeirra beggja. Wilson bað Humphrey að kanna hvort CIA vissi eitthvað um ein- hvetja leyniþjónustuforingja, sem reyndu að gera sig tortryggilegan, og hvort CIA hefði eftirlit með brezka forsætisráðherranum án vit- undar yfírmanns CIA, George Bush núverandi varaforseta. Bush tók bréf Wilsons svo alvar- lega að hann fór til London til að fullvissa hann um að ef eftirlit hefði verið haft með honum bæri CLA ekki ábyrgðina. Hann kvaðst ekkert Trend lávarður: “hreinsaði“ Hollis Kim Philby: ekki hann, heldur Hollis, sem varaði Maclean við? vita um hóp andstæðinga Wilsons í brezku leyniþjónustunni. Wilson, sem hafði látið af emb- ætti þegar Bush ræddi við hann, krafðist þess að skipuð yrði nefnd til að rannsaka ásakanir sínar, en eftirmaður hans, James Callaghan, vísaði tillögu hans á bug. Wilson gerði síðan grein fyrir ásökunum sínum í viðtölum við fréttamenn BBC og seinna bætti lafði Falkend- er við nánari upplýsingum. Wilson sagði frá grunsemdum „Ung-Tyrkja“ í garð Hollis, mönn- um sem KGB hefði kallað grun yfir og ráðagerðum um herbyltingu til að steypa stjóm Verkamanna- flokksins — sem Mountbatten jarl og fleiri hefðu rætt 1968. Hann virtist sammála Ung-Tyrkjum um að ekki hefði tekizt að afhjúpa allar moldvörpur Rússa, en taldi að MI5 hefði vitað um áformin um að koll- varpa stjóm jafnaðarmanna, án þess að tilkynna það. Raunar til- kynnti MI5 James Callaghan, þáverandi innanríkisráðherra, um samsærið, en hann virðist hafa ákveðið að skýra ekki Wilson og stjóminni frá því. BBC gat ekki birt viðtölin við Wilson og lafði Falkender. Frétta- mennimir Barrie Penrose og Roger Courtiour, sömdu bók, sem var byggð á viðtölunum, „The Pencourt File“, en hún var ekki gefin út. Árið 1979 sömdu lafði Falkender og Chapman Pincher bókina „The Infíltrators" um áhrif Rússa í verkalýðshreyfíngunni. Ári síðar sagði Pincher forlagi sínu að hann vildi heldur gefa út aðra bók, þar sem Hollis yrði afhjúoaður útsend- ari KGB. Þá hafði frú Thatcher viðurkennt á þingi að Blunt hefði verið sovézkur njósnari. Leyniferð Wright var fluttur til Ástralíu ásamt Lois konu sinni. Hann hætti störfum í MI5 1976 og þau settust að á Tasmaníu, þar sem hann hóf hrossarækt skammt frá Cygnet. Hann hélt ótrauður áfram baráttu Hollis og síðari kona hans, Eve- lyn, 1969: hún var ritari hans hjá MI5 Was MI5 chief Hollis linked with the KGB? By CMAPWAN PINCHEn THE exjMWiUrt' ol Arilhony Btuut h«« thrown tlte ■siKM,ljght on llic .Hhitilowy lifeiMfé- whg was tllnMMur «««lM*íil ol Mlli wheri Hie Kcjhdál wuh txivtircd-up. Hi' ivn k th. >4i4e fUr Koiirr HalliB v.l-.it h;U MI5 (l'i 1!>UJ MC-n alur thi: ltluut alfnlr t j.ii niirlit It wan CtMib-, intiíHl thM. Bir IvýHer »ii-mj ulimi enrly í 0110 w i« lt| iqiuUliM. Into l>l - iwi.v-IIUi: Ctm-1 i.-i:lion wAh líie KOH \ He rahtc umh-r nuiolci.xi *l«* tnfimnatíon lodncd öovM-t BIoí- dr-rcctor. lo’.U I>m>»rles «• « r c nuid<-, Uul • hc dtic lui K ftllriintioiu ilo Uoí hkvhi t-n • -«i e-JUuh- li Mii'd.. Doii' Incher's Daily txpross slory in 1979 „Stóð Hollis, yfirmaður MI5, í tengslum við KGB?“ Fyrsta frétt Pinchers um Hollis í „Daily Ex- press“ 1979. sinni og sendi frú Thatcher og yfír- stjórn MI5 skýrslu um ítök Rússa í leyniþjónustunni, en ekkert gerð- ist. í ágúst 1980 bauð áhrifamaður í brezka íhaldsflokknum, Roth- schild lávarður, sem var nátengdur MI5 og fyrrverandi starfsmaður, Wright í ókeypis ferð til Bretlands að sögn blaðsins Observer. Hlutverk Rotschildser óljóst og það á eftir að kanna. Hann kvað að sér bein- ast rangar gmnsemdir um að hann væri sovézkur njósnari. Hann hafði þekkt Burgess fyrir stríð og leigt honum íbúð í London í stríðinu. Rotschild hafði milligöngu um að Chapman Pincher gaf út bók sína „Their Trade Is Treaehery" (Starf þeirra er landráð) 1981. Hann setti Wright í samband við Pincher og Wright sagði honum í fyrsta skipti frá rannsókninni gegn Hollis. Bókin var árangur samstarfs þeirra og hún fékkst birt, þótt þar væri ljóstrað upp leyndarmálum, og olli töluverðu fjaðrafoki. Frú Thatcher lýsti því yfír á þingi að rannsókn hefði hreinsað Hollis af sök. Wright taldi hana fara með rangt mál og vilja villa um fyrir almenningi. Hann endurtók ásakan- ir sínar í fréttaþætti í Granada- sjónvarpinu 1984 og boðaði útgáfu endurminninga sinna. Sama ár komu fram ýmsar ásakanir í bók- inni „Too Secret Too Long“, sem Pincher samdi með aðstoð Wrights og fleiri manna. Þótt Wright væri illa haldinn af sykursýki og hjartveiki var hann ákveðinn í að gera lokatilraun og ljúka við endurminningar sínar. Heinemann-forlagið samþykkti að gefa bókina út í Ástralíu. Brezka stjórnin og MI5 fírrtust við. Við því var lítið hægt að segja þótt biaða- menn skrifuðu um leyniþjónustuna og settu fram tilgátur, en allt öðru máli gegndi með reyndan, háttsett- an, fyrrverandi starfsmann, sem fullyrti að yfírmaður MI5 hefði unnið fyrir Rússa og segði frá skítverkum eins og hlerunum í sendiráðum vinveittra ríkja og sam- særi gegn Harold Wilson. Til varnaðar Fyrir um einu og hálfu ári fór lögfræðiráðunautur brezku stjóm- arinnar, Sir Michael Havers, þess á leit við Hæstarétt Nýju Suður- Wales að útgáfa bókarinnar yrði Harold Wilson: átti að steypa honum af stóli? bönnuð í Ástralíu. Síðan hefur hann takmarkað skrif brezkra blaða um málið og verið sakaður um að vega að prentfrelsi. Með því að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar vill brezka stjómin setja öðmm starfsmönnum leyniþjónustunnar stólinn fyrir V dymar. Margt af því sem Wright segir frá hefur komið fram annars staðar og vöm hans byggist m.a. á því að tilgangslaust sé að koma í veg fyrir að hann birti upplýsingar, sem séu gamalkunnar almenningi og Rússum. Heimildarmenn „Sunday Times“ telja að MI5 og brezka stjórnin vilji fyrst og fremst koma í veg fyrir að fullyrðingar um samsærið gegn Wilson verði birtar. Talið er að út- gáfa bókarinnar geti valdið MI5 varanlegu tjóni, þar sem hún mundi . i staðfesta gamlar grunsemdir um pólitíska hlutdrægni í leyniþjón- ustunni. Starfsmenn MI5 óttast að bókin geti leitt til hreinsunar, eins og Wright vill, og jafnvel orðið til þess að stofnunin verði lögð niður, ef Verkamannaflokkurinn kemst til valda. Rússum er akkur í að vestrænar leyniþjónustur leiti að moldvörpum hjá sér. Starfsmenn KGB hafa not- að ríkan ótta Breta við svik til að sá fræjum efasemda um hollustu embættismanna og stjómmála- manna. Brezkur vamarmálafrétta- ritari segir að KGB-maður, sem hann þekkti, hafí aldrei talað um vamarmál, heldur ráðherra og stefnumörkun. KGB-maðurinn hafi talið að brezk yfirvöld fréttu um samtölin, túlkuðu þau þannig að Rússar vissu um allt sem gerðist á æðstu stöðum og hefðu njósnara' þar og KGB reyni að valda ótta, tortryggni og vonleysi. í réttarhöldunum í Sydney hefur Sir Robert Armstrong verið aðal- vitni brezku stjómarinnar. Hann segir að trúnaður skipti meginmáli í leyniþjónustustörfum, Wright megi ekki bregðast þagnarskyldu og útgáfa bókarinnar gæti skaðað leyniþjónustuna, hjálpað Rússum og hópum hryðjuverkamanna og stofnað lífí leyniþjónustustarfs- manna og annarra í hættu. Dómarinn, Lewis Powell, sem er fyrrverandi leyniþjónustumaður, telur sum rök brezku stjómarinnar óraunveruleg og segir að brezka leyniþjónustan hafí „hriplekið“ árum saman. Brezka stjómin hefur orðið að viðurkenna í réttarhöldunum að „Spycacher" sé sönn saga, en utan dómsalarins segir hún að svo sé ekki. Hún segir að bann við útgáfu bókarinnar þjóni almannaheill, en Wrigtht er á allt annarri skoðun. Bókin hefur fengið geysimikla aug- lýsingu, þótt hún sé ekki komin útog hvemig sem réttarhöldunum lyktar verður ekki hægt að þegja yfír ásökunum um Hollis og gagn- rýni á starfsaðferðir og stjórn brezku leyniþjónustunnar. GH Lafði Falkender: sagði frá sam- særi gegn Wilson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.