Morgunblaðið - 11.01.1987, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.01.1987, Qupperneq 5
C 5 Islensk-ítalska félagið: Rósarkvöld ásunnudag FYRSTA fræðslukvöld ís- lensk-ítalska félagsins verður haldið sunnudaginn 11. janúar. Nefnist það Rósarkvöld. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Nafn rósarinn- ar eftir samnefndri bók ítalska rithöfundarins og táknmálsfræð- ingsins Umberto Eco. Félags- mönnum og þeim er óska eftir að ganga í félagið gefst kostur á að sjá myndina næstkomandi sunnu- dag kl. 17.00. Að lokinni sýningu, um hálf átta, verður safnast sam- an í Átthagasal Hótels Sögu og hlýtt á erindi Thors Vilhjálmsson- ar rithöfundar og Sverris Tómas- sonar bókmenntafræðings. Snæddur verður léttur kvöldverð- ur sem kostar kr. 850 . Allir áhugamenn og velunnarar félagsins eru velkomnir. Stjóm félagsins skipa: Pétur Björnsson formaður, Steinar Ámason varaformaður, Soffía Gísladóttir ritari, Ema Hjaltalín gjaldkeri og meðstjómendur era Sigurður Demetz Fransson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Walter Jóns- son. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið og þeir sem vilja taka þátt i Rósarkvöldinu geta snúið sér til stjómarmanna. (Fréttatilkynning) Danmörk: Glæpir aldrei verið fleiri en 1986 ÁRIÐ 1986 hefur að öllum líkind- um verið mesta afbrotaár i danskri sögu. Yfirmaður ríkis- lögreglunnar, Ivar Boye, telur, að þá hafi það gerst í fyrsta sinn, að heildartala afbrota, sem komu til kasta lögreglunnar, hafi farið yfir 500.000 mál. Þessar upplýsingar hefur lögreglu- stjórinn úr nýrri könnun á afbrota- málum frá fyrstu þremur ijórðung- um nýliðins árs. -I raun og veru fjölgaði öllum tegundum afbrota á árinu, en það sem vekur einna mesta athygli, er, að oflbeldisglæpum fjölgar áfram, um u.þ.b. sex prósent á liðnu ári, segir Ivar Boye í viðtali við Politi- ken. Hann nefnir einnig, að þjófnuð- um, auðgunarbrotum, ránum og skemmdarverkum hafi einnig fjölg- að á árinu. Og nauðgunarkærum, sem eru aðeins lítið brot af heildar- málafjöldanum, fjölgaði um 60 á árinu 1986. Fríkirkjan í Reykjavík: Baraagnðs- þjónusta BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur í Frikirkjunni i Reykjavik í dag, sunnudag, kl. 11.00. Þá verða verðlaun veitt _ fyrir góða ástundun í vetur. Séra Ólafur Jóhannsson kemur í heimsókn og ávarpar börnin. Að öðru leyti verða sungnir barnasálmar og smábarna- söngvar, guðspjallið útskýrt í myndum, afmælisbörn boðin sér- staklega velkomin og framhalds- sagan „Dísa frænka" eftir Stefán Jónsson lesin. Við píanóið er Pavel Smíd, fríkirkjuorganisti. (Fréttatilkynning) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 ^ Sýning - Sýning Sýnum í þessari viku allar gerðir símkerfa Kanda EK-516 Kanda EK-616 Kanda EK-1232 Kanda EK-2064 SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Fyrir miðlungsstór fyrirtæki. 5 bæjarlínur og 16 símtæki. Nýjasta kerfið sem sameinar kosti stóru símkerfanna og verð litlu kerfanna. 12 bæjarlínur og 32 símtæki. Eitt fullkomnasta símkerfið með fjölda möguleika. Fyrir stóru fyrirtækin. 20 línur og 64 símtæki. Fullkomið kerfi með mikla möguleika. Við önnumst uppsetningar, breytingar og viðgerðarþjónustu. Komum á staðinn, ráðleggjum og gerum tilboð. Eurokredit - Kaupleigusamningar. VIÐTÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.