Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987
Stjórnadi mörgum
stóruppfærslum á íslenska
skjánum vm hátíðarnar
Hljómsveitarstjórinn frægi
Lorin Maazel hefur verið
góður gestur á skjánum á
íslenskum heimilum um þessa
jólahátíð, þótt ekki stjórni
hann í þetta sinn
nýjárshljómleikunum frá
Vínarborg eins og mörg
undanfarin ár. Þar hefur
Karajan nú tekið við af
honum og stjórnaði
hljómleikunum í
útsendingunni um heim allan
á nýjársdag. Eiga þeir eflaust
að venju eftir að koma hingað
í janúar. En Lorin Maazel var
aðalstjórnandi tónleikanna
miklu til styrktar
flóttamönnum, Classic Aid,
sem sjónvarpað var 25.
september I Genf og sendir
út hér sunnudaginn 21.
desember sl. Þar kom fram
mikill fjöldi af heimsþekktu
listafólki, svo sem Kiri Te
Kanawa, Itzak Perlman,
Yehudi Menuhin, Isaac Stern,
Vladimir Askhenazy, Luciano
Pavarotti og fleiri og kynning
Peters Ustinov (á frönskunni)
frábær. Síðdegis á nýjársdag
flutti svo Scala-óperan hér
stóróperuna Aidu eftir
Giuseppe Verdi undir hans
hljómsveitarsljórn með
stórsöngvurum á borð við
Luciano Pavarotti, Ghenu
Dimitrovu og fleirum, í
glæsilegri og íburðarmikilli
sýningu sem mikið hefur
verið umtöluð í
Evrópulöndum. Loks sást
Lorin Maazel á
sjónvarpsskerminum okkar
sunnudagskvöldið 4. janúar í
bresku heimildarmyndinni
um töku stórmyndarinnar
Otello, sem Zeffirelli gerði
eftir óperu Guiseppes Verdi
og nú er sýnd víða um
Evrópu, en í þessari
stórupptöku stjórnar Lorin
Maazel einmitt
hljómsveitinni. Af því tilefni
var rætt við
hljómsveitarstjórann um
Zeffirelli i
sunnudagsþættinum.
Þessi frægi stjórnandi hefur
unnið hug og hjarta Frakka
með frægum flutningi á
Pelléas í Opera de Paris og
sem gestastjórnandi síðan
1977 i Orchestre National.
Kvikmyndin Otello var
einmitt sýnd í
kvikmyndahúsum í
Frakklandi á þessu hausti og
í tilefni af flutningi
Sameinuðu þjóða tónleikanna
í september var rætt við
Lorin Maazel. Er forvitnilegt
að kynnast viðhorfum hans
nú, þegar allar þessar
stóruppfærslur hafa borist á
skerminn hjá okkur um
hátíðarnar. En hann er síður
en svo farinn að draga af sér.
Viðtal við hljómsveitarstjórann
LORIN MAAZEL
un um þann andlega og siðræna
styrk sem ég var að tala um, þ.e.
með öfugum formerkjum. Það sýndi
einmitt viðurkenningu stjómmála-
manna á tónlistinni. Þjóð sem
dregst inn í ævintýri á borð við
nasismann hlýtur stöku sinnum að
fá efasemdir um sjálfa sig, hún
þarf á einhverjum siðferðilegum
stuðpúðum að halda. Tónlistin hlaut
þetta hlutverk í Þýskalandi. Ein-
staklingar sem voru algerlega rúnir
allri siðrænni hæfni notuðu tónlist-
ina í andmannúðlegum tilgangi.
Þetta sýnist kannski galið, en þegar
ég 12 ára gamall hlustaði í útvarp-
inu á pílagrímakórinn í Tannháuser
var ég sannfærður um að þetta
væri lofsöngur SS-sveitanna. Það
var ekki fyrr en ég stjómaði honum
sjálfur tuttugu ámm síðar að ég
skynjaði þetta sem trúarlega tón-
list.“
„Hvernig lítur alheimsborgari
eins og þú, sem alls staðar og
hvergi á heima, á göngumars mann-
kynsins?“
Daginn sem tónleikamir
til styrktar flóttamönn-
um voru sendir út í
flestum stöðvum Evr-
ópu 25. september var
Lorin Maazel staddur í Berlín. Tón-
leikarnir höfðu verið teknir upp 13.
september. í kjölfar rokksins leggur
sígilda tónlistin nú mannúðarmál-
unum lið, og Lorin Maazel reið þar
á vaðið með tónsprota sinn. Hann
tók að sér stjómina á „Classic
Aid“-tónleikum Sameinuðu þjóð-
anna, eða það að ná saman og
samhæfa fremstu listamenn á sviði
óperu og hljómleikaflutnings til
aðstoðar við flóttamannahjálp um
víða veröld.
Sígild músík í
kjölfar rokksins
„Ég hefi í mörg ár stjómað nýj-
árstónleikunum í Vín,“ sagði hann.
„Ég varð fyrstur til að flytja hljóm-
leika á nýja útileikvanginum í Bercy
í París, Requiem eftir Berlioz, og
allir sextán þúsund miðamir seldust
upp á einni klukkustund. Allt sum-
arið hefí ég verið að stjóma tónleik-
um undir bemm himni á Spáni og
Ítalíu fyrir tugi þúsunda áheyrenda
á hverjum stað. Þegar Sameinuðu
þjóðimar leituðu álits hjá mér á því
hvort sígild tónlist gæti með valdri
dagskrá náð til stórs áheyrendahóps
svaraði ég því játandi. Gegnum 25
sjónvarpsstöðvar horfðu 25 milljón
sjónvarpsáhorfendur þá þegar á
þessa sígildu tónleika. Því getum
við ekki annað en verið ánægðir
með þessa fyrstu tilraun. Ekki síst
þar sem allir listamennirnir sem
tóku þátt í þessu vom stórhrifnir,
alveg í sjöunda himni og ég er þeg-
ar farinn að undirbúa Classic Aid
númer tvö til ágóða fyrir flóttamenn
u
„Undanfarin ár hefi ég, eins og
allir mínir félagar, stjómað hljóm-
leikum fyrir alls konar stofnanir.
Mitt markmið er engu síður að sýna
fram á að sígild tónlist á sinn óska-
stað í hjörtum allra þeirra, sem
ekki leggja venjulega leið sína á
hljómleika eins og meðal þeirra sem
gera það að jafnaði. Ég er lengi
búinn að halda þessu fram. Því
sígiid tónlist tilheyrir öllum mönn-
um, hún á að standa öllum til boða,
ekki síst þeim sem minnstan arfínn
fá. Þessa fyrstu hljómleika af þessu
tagi með sígildri tónlist hófum við
í Stóra spilasalnum í Genf og bæt-
um inn í kvikmynduðum innskotum
úr óperum og af hljómleikum. Það
er fyrsta skrefið til að leggja undir
sígilda tónlist almenna sjónvarps-
notkun. Rokktónlistin hefur þegar
náð að sýna það sem vissir þættir
náðu í hlustun með tilkomu laser-
flutningsins. Það er því engin
ástæða til þess að sígild tónlist sitji
þama eftir. Það er að segja ef hún
er flutt af bestu listamönnum, án
nokkurrar eftirgjafar eða óþarfa
aðlögunar. Þetta er alvörumál og
engin ástæða til að fara alltaf með
sjónvarpsáhorfendur eins og ein-
hvem rolluhóp."
„Tími er til kominn að sígild tón-
list fái meiri útbreiðslu. Við brenn-
um í skinninu að koma henni á
framfæri í allri sinni auðlegð. Eng-
inn hefur áhuga á sígildri tónlist
sem flutt er eins og skólabókarlær-
dómur, jafnvel ekki tónlistarmenn-
imir sjálfír. í stað þess verða að
koma til ástríður, kraftur, andleg
uppljómun og þá skal engan undra
að hennar tími sé að renna upp á
þessum síðustu og verstu tímum.
Sjáið bara hvaða traust okkur er
sýnt, okkur er trúað til að ná með
list okkar saman verulegum styrkt-
arsjóðum. Við hljótum að óska
okkur til hamingju með það.“
Fimmta sinfónían í heims-
styrjöldinni
„Þú manst auðvitað þá tíma er
sígild tónlist hafði ekki slíkt bol-
magn?“
„Síðari heimsstyijöldin breytti
þessu öllu. Þegar við gátum í út-
varpi hlustað á 5. sinfóníu Beethov-
ens vaknaði vonameysti. Píanóleik-
arinn Mira Hess lék í
sundursprengdum kirkjum í Lon-
don. Allt í einu var tónlistin orðin
það sem fólkið gat hallað sér að.
Eftir stríð flýttu hmndar höfuborg-
ir sér að koma upp hljómleikasölum
og óperuhúsum, jafnvel á undan
verksmiðjunum. Það varð merki um
endumppbyggingu að geta á ný
sótt hljómleika."
„Varð það samt ekki til að vekja
tortryggni í garð tónlistarinnar
hvemig Þýskaland Hitlers hafði
notfært sér hana?“
„í raun varð það hörmuleg sönn-
„Ég er fæddur í París, kominn
af bandarískum foreldmm. Faðir
minn var þar í leikhús- og söng-
námi. Þegar ég var hálfs þriðja árs
fluttum við til Bandaríkjanna.
Æskuámnum eyddi ég svo í Pitts-
burg í Pennsylvaníu. Rúmlega
tvítugur fékk ég svo námsstyrk til
Ítalíu. Þaðan hélt ég til Frakklands
og Spánar og kynntist gömlu Evr-
ópu. Sem fullþroska maður hefí ég
svo átt heima þar sem ég hefí ver-
ið hveiju sinni. Samt sem áður er
ég bundinn Bandaríkjunum sterk-
um böndum. Víðáttan þar á við
mig, þessar víðáttumiklu strendur
Kalifomíu þar sem við bræðumir
vomm saman, með heiðum himni,
fjöllum og auðninni í allri sinni dýrð.
Með ámnum hefí ég aftur færst
nær því sem upphaflega hreif mig