Morgunblaðið - 11.01.1987, Síða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987
Vinningshafarnair ásamt fulltrúum íslenskrar getspár.
Sigri fagtiað í Lottói
Játvarður við þjálfun
hjá Landgönguliði
hennar hátignar.
Hann er nú eitthvað
skrýtinn þessi!
Þessi skemmtilega mynd var
tekin í dýragarði Lundúna-
borgar ekki alls fyrir löngu. Uglan
er þekkt fyrir að hafa stór og spak-
leg augu, enda uglan gjarnan kölluð
viskufuglinn; alls óskyld óminnis-
hegranum.
Þessar tvær velta hlutunum
greinilega fyrir sér.þ Onnur í bók-
staflegri merkingu, en hin lokar
öðru auga væntanlega til þess að
geta hvesst sjónina enn betur.
Játvarður prins
að guggna?
Játvarður prins, yngsta barn
Englandsdrottningar, hugleiðir
nú að hætta í Hinu konunglega
dandgönguliði, eftir að hafa tekið
'þátt í fjögurra mánaða langri
þjálfun, sem er ein hin erfiðasta
í heimi að sögn kunnugra.
Mikil vonbrigði eru með þessa
afstöðu prinsins, því ekki þykir
sæma að hann gefist upp. M.a.
hefur einn hershöfðingi land-
gönguliðsins verið í Buckingham-
höll undanfarna daga og lagt hart
að pilti að vera.
Vonast er til þess að ákvörðun
verði tekin á næstu dögum, en
þá er óráðið hvað hann tekur til
bragðs. í fyrra útskrifaðist úr
Cambridge-háskóla í fyrra með
próf í mannkynssögu.
Slúðurdálkahöfundar á Bret-
landi hafa að undanförnu haft af
því miklar áhyggjur að Játvarður
hafi ekki hugað að kvonfangi enn,
eða stúlkum almennt. E.t.v. gefst
hinum 22 ára piparsveini kostur
á því nú.
Undanfamar vikur hefur þjóðin verið upptekin og
undirlögð af því að fylla út lottóseðla. Var varla
að hún hefði tíma til þess að líta upp úr þeim, svo
sinna mætti jólunum.
Síðastliðinn þriðjudag bauð íslensk getspá vinnings-
höfum ijórðu leikviku í aðalstöðvar fyrirtækisins í
Laugardal í Reykjavík, en hinn 20. desember reynd-
ust það vera sjö manns, sem skiptu með sér röskum
fjórum milljónum króna. Sex vinningshafanna komu
og var meðfylgjandi mynd tekin er Þórður Þorkels-
son, stjómarformaður íslenskrar getspár, og Vilhjálm-
ur B. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, afhentu hinum
heppnu vinningana, en þeir námu 577.992 krónum á
nef hvert.
Jörandur og Júlíus
á fullri ferð
kemmtikraftamir Jörundur
Guðmundsson og Júlíus
Bijánsson hafa nú snúið bökum
saman og hafa að undanfömu ver-
ið að skemmta fólki. Báðir hafa
þeir verið viðloðandi skemmtana-
bransann um langt skeið, en í sitt
hvoru lagi, svo Morgunblaðið tók
þá félaga tali og spurðist fyrir um
ástæður þess að þeir koma nú fram
saman, hvað væri á döfinni og al-
mennt um þennan starfa, að vera
skemmtikraftur.
Jörundur tók fyrst til máls og
sagði að hann væri sá skemmti-
kraftur sem næstlengst hefði verið
að óslitið. „Ómar er náttúrulega
númer eitt, en ég var næstur í röð-
inni“. „Já“, grípur Júlíus fram í.
„Jörundur kom fyrst fram á ung-
mennafélagsmóti fyrir norðan
skömmu fyrir stríð. Jóhannes á
Borg sýndi glímu og Jörundur
hermdi eftir.“ Jörundur fær orðið
aftur, sussar á Júlíus og tilkynnir
að hann hafi hafíð feril sinn seint
á sjöunda áratugnum, en ekki þeim
fjórða. Júlíusi finnst greinilega lítið
til þess koma og hann bendir á að
hann hafi fyrst komið fram um
1960. „Hvar var það, Júlli minn?“
spyr Jörundur. „Það var með
Lúðrasveitinni á Akureyri", svarar
Júlíus og þeir kýta nokkra stund
um hvort lúðrasveitin teljist með
eða ekki.
En hvað kom til að þið tókuð
höndum saman?
„Tja, við höfum vitaskuld
skemmt saman áður — bæði í út-
varpi, í kabarettum og fleiru — en
við tveir höfum ekki samið sérstakt
„prógramm" saman áður. Annars
er svolítið einkennilegt með
skemmtikrafta að það gengur ekki
alltaf upp að vera tveir saman.
Menn geta verið einir, eða margir
í hóp, en það er erfiðara að vera
tveir. Svona „pör“ hafa ekki verið
mörg. Ég man eftir þremur. Baldri
og Konna, Halla og Ladda og Kaffí-
brúsakörlunum."
„Já“, segir Júlíus. „Þetta hefur
gengið ótrúlega vel hjá okkur.Það
kemur náttúrulega til af því að við
þekkjum hvor annan og höfum
unnið saman áður. Að vísu voru
fyrstu kynni okkar af því að
skemmta saman ekki góð. Það var
um páska á skíðavikunni á ísafírði
1973, og það var allt snarvitlaust.
Áhorfendurnir voru svo stjörnufull-
ir, að í stað þess að klappa þá henti
þeir öllu lauslegu í okkur — skíða-
stöfum, ísmolum, glösum og klinki.
Það hefði hent ömmu gömlu og
heimiliskettinum ef þau hefðu verið
höndina. Samt hló það að skemmti-
atriðunum, þannig að ekki vorum
við ófyndnir."
„Ég man hins vegar eftir mjög
snyrtilegum mótmælum á hesta-
Morgunblaðið/Einar Falur
„Okkar reynsia er sú að von-
laust sé að rífa upp stemmning-
una við jarðarfarir ..
mannamóti í Miðgarði. Þetta var
um kvöldið og 800 hestamenn voru
komnir hálfa leið ofan í glas og
sumir alla leið. Fólk var almennt í
góðu skapi, en það var einn maður
út í sal, sem var með linnulaus
framíköll og stæla. Fyrst í stað
reyndi ég að leiða manninn hjá
mér, en þegar ljóst varð að hann
ætlaði sér ekki að hætta, skaut ég
aðeins á hann, en þá strunsaði
hann upp á svið, tók hljóðnemann
og fór burt með hann og eftir stóð
ég eins og aumingi."
En núna er þetta allt annað og
fólk yfírleitt sem hugur manns. En
það hjálpar náttúrulega líka að við
þekkjum markaðinn út og inn og
vitum hvað hann vill.“
Sem er?
„Það er fagleyndarmál, en aðal-
atriðið er að koma víða við. Fólk
vill ekki horfa á heilu leikþættina,
miklu frekar að hafa mörg styttri
atriði, sem eru hnitmiðuð og ekki
með einn dauðan punkt. En við
nennum ekki að vera með ein-
hverja klámbrandarasúpu. Brand-
aradagskrá þarf að geta náð til
allra. Það kemur líka oftar fyrir
en ekki, að maður kannast við ein-
hvem í hópnum og þá leyfir maður
sér nú að bauna á hann. En með
svona fjölbreytt „prógramm“ get-
um við skemmt hvar sem er.
Alvörusvipur færist yfír Júlíus
og hann hnyklar brúnimar. „Ja...
við tökum ekki að okkur jarðarfar-
ir. Það er okkar reynsla að vonlaust
sé að rífa upp stemmninguna þar.“
„Svo kann ég náttúrulega ýmsar sögur um Jörund