Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 1
fHnriPuMi&M!* PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 BLAÐ Bankastjórn Útvegsbanka íslands: Athugasemdir um skýrslu nefndar vegna viðskipta Útvegsbankans og Hafskips — til viðskiptaráðherra og bankaráðs Morgunblaðið birtir í dag í heild athugasemdir bankastjóra Útvegsbank- ans við skýrslu um viðskipti bankans og Hafskips hf. Sú skýrsla var samin af þrig-gja manna nefnd sem Hæstiréttur tilnefndi samkvæmt lögum frá Alþingi og birt opinberlega 10. nóvember á síðasta ári. Morgunblaðið birti skýrsluna í heild 15. nóvember. 1. Inngangur Mánudaginn 10. nóvember 1986 skilaði sérstök nefnd þriggja manna, sem skipaðir voru af Hæstarétti, skýrslu um viðskipti Utvegsbanka íslands og Hafskips hf. Nefndin starfaði samkvæmt lög- um nr. 119 frá 1985. Skýrslan birtist í fjölmiðlum áður en alþingis- menn fengu hana til aflestrar og umræðu. Bankaráð og bankastjórn Utvegsbanka íslands, sem eru harð- lega gagnrýnd í skýrslunni, fengu á engan hátt að segja álit sitt á einstökum þáttum hennar, né skýrslunni í heild. Þessi skýrsla nefndarinnar er því miður á margan hátt byggð á misskilningi og álykt- anir, sem þar eru dregnar, mót- sagnakenndar, villandi og sumpart rangar. Því telur bankastjóm Ut- vegsbankans sig knúna til að gera athugasemdir til ráðherra og bank- aráðs um skýrslu nefndarinnar. Skipun nefndarinnar vekur nokkra athygli. Til formennsku var valinn hæstaréttarlögmaður. Hinir nefndarmennimir voru löggiltur endurskoðandi og dósent við Há- skóla íslands. Enginn þessara manna hefur sérstaka þekkingu eða reynslu í bankamálum, hvorki úr viðskiptabanka né Seðlabanka. Við kvaðningu meðdómenda til setu í dómi, þar sem sérþekkingar er þörf eða reynslu á sérstökum sviðum, þykir sjálfsagt að velja menn með slíka sérþekkingu eða reynslu. Við tilnefningu í þessa nefnd hafa dóm- arar Hæstaréttar hins vegar sjálf- sagt tekið mið af þeirri staðreynd, að nefndinni var ekki ætlað að kveða upp dóma. í 2. gr. laga nr. 119 frá 1985 er kveðið á um hlutverk nefndarinn- ar og segir þar, að nefndin skuli kanna, hvort um óeðlilega við- skiptahætti hafí verið að ræða í viðskiptum Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. eða í viðskiptum Haf- skips hf. við aðra aðila. Hún skuli athuga, hvort lánafyrirgreiðsla bankans hafí verið í eðlilegu sam- ræmi við tiltekin atriði og að könnun nefndarinnar skuli enn- fremur beinast að öðrum viðskipta- legum þáttum málsins, þó ekki að þeim atriðum sem unnin eru af opinberum rannsóknaraðilum lög- um samkvæmt. Það er áberandi, að nefndinni er aðeins falið að kanna og athuga en hvergi er talað um rannsókn eða rannsóknarnefnd, að undanskildum einum stað í 4. gr. laganna. Akæruvald var henni ekki fengið með lögunum. Ekki verður séð, að bollalegging- ar nefndarinnar í köflum 2.8 og 2.9 í skýrslunni, rúmist innan þess hlut- verks sem ákveðið er í 2. gr. laganna, en í þessum köflum er fjallað um ábyrgð bankaráðs og bankastjórnar Útvegsbankans og skyldu þessara aðila til að segja af sér á meðan rannsókn stóð yfír. Mál þetta hefur verið til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og er nú til ákvörðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Með þessum bollaleggingum sínum hefur nefnd- in farið langt út fyrir það starfssvið, sem henni var markað með 2. gr. laganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.